Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 2

Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ' FRÉTTIR Morgunblaðið/Brynjar Gauti Undir glampandi mána UNDANFARNA daga hefur kólnað verulega í lofti og mælist það misvel fyrir ir kostir. Til dæmis gerir hann stöðuvatn að skautasvelli. Þess nutu drengim- eins og gengur. En þó kuldinn sé nístandi og veki fólki hroll fylgja honum ýms- ir sem renndu sér á Rauðavatni í fallegu veðri undir glampandi mána. Einn þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi Níu ára fangelsi fyrir smygl á 14 þúsund e-töflum Krónan lægri en fyrir vaxta- hækkun KRÓNAN lækkaði um 1,1% á milli- bankamarkaði í gær, samkvæmt upp- lýsingum millibankaborðs íslands- banka-FBA. Gengisvísitala krónunnar var 118,90 í lok gærdags en til samanburðar var hún 118,07 þegar vextir voru hækkaðir þann 1. nóvember síðastliðinn. Krónan hefur því lækkað um 0,7% frá því fyrir vaxtahækkun. Viðskipti hafa verið tál- tölulega lítil. Gengi krónunnar hefur aldrei verið lægra undir lok dags en í gær og reyndai- hefur vísitalan aðeins einu sinni áður náð gildinu 118,90, samkvæmt upplýsingum millibanka- borðsins. ------»-M------ Evrópsku kvikmyndaverðlaunin * Þrír Islending- ar tilnefndir ÞRÍR íslendingar eru tilnefndir til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna sem afhent verða í París hinn 2. desember nk. Björk Guðmundsdóttir er til- nefnd sem besta leikkonan fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Dancer in the Dark eftir Lars von Trier, Ingvar E. Sigurðsson er til- nefndur fyrir hlutverk Páls í kvik- myndinni Englar alheimsins eftir Friðrik Þór Friðriksson og Baltas- ar Kormákur er tilnefndur fyrir kvikmynd sína 101 Reykjavík til Fassbinder-verðlaunanna sem Uppgötvun ársins. Dancer in the Dark er einnig tilnefnd sem besta kvikmyndin. HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær 46 ára gamlan Hol- lending, Fernando José Andrade, í 9 ára fangelsi fyrir smygl á 14.292 e-töflum og 22,49 g af e-töflumuln- ingi. Þetta er einn þyngsti dómur sem hefur fallið í fíkniefnamáli hér á landi. Aðeins einu sinni áður hefur maður verið dæmdur til svo langrar fangelsisvistar vegna fíkniefna- smygls hér á landi. Fíkniefnin hafði Andrade falið innanklæða en þau fundust við leit á VIÐ skoðun á tölum úr tjóna- skýrslum VÍS kemur fram að á ár- unum 1995-1999 hafi kviknað í 175 þvottavélum hjá viðskipavin- um VÍS og 127 sjónvarpstækj- um. Sé gert ráð fyrir svipuðu hlut- falli tjóna hjá öðrum trygginga- félögum má reikna með að heild- arfjöldinn sé 105 þvottavélar á ári og 75 sjónvarpstæki. Það þýðir að honum í biðsal flugstöðvar Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli. Varð órólegur við vegabréfaskoðun Andrade millilenti á Keflavíkur- flugvelli þann 18. september sl. á leið sinni frá Amsterdam til New York. Vegabréf hans var tekið til sérstakrar skoðunar eftir vísbend- ingu starfsmanna Schiphol-flugvall- ar í Hollandi en þá grunaði að það væri falsað. eldur er laus í tveimur þvottavél- um á viku á Islandi og einu til tveimur sjónvarpstækjum. Þetta kemur fram í nóvember- hefti fréttatímarits VIS sem kem- ur út í lok vikunnar. Ilelstu leiðir til að forðast elds- voða út frá heimilistækjum er að skilja þau ekki eftir í gangi eftir- litslaus og slökkva á aðalrofa tækisins eftir notkun. Andrade varð þá órólegur og sáu starfsmenn Keflavfkurflugvallar ástæðu til að kalla til lögreglu. Ekk- ert reyndist athugavert við vega- bréfið en ákærði var tekinn til frek- ari viðræðna og heimilaði hann lögreglu að skoða handfarangur sinn. Þegar hann var spurður að því hvort hann hefði eitthvað í buxna- vösunum viðurkenndi hann strax að vera með 2.000 e-töflur innan klæða. Við athugun komu í Ijós fimm pakkningar sem Andrade hafði troðið innan undir hjólabuxur sem hann klæddist undir síðbuxum sín- um. Við talningu kom í ljós að í pökkunum voru 14.292 e-töflur og 22,46 g af e-töflumulningi. Sagðist hafa fundið efnin í ruslapoka Við rannsókn málsins hjá lög- reglu og við meðferð þess fyrir dómi viðurkenndi Andrade að hafa flutt til landsins þau fTkniefni sem til- greind eru í ákæru. Hann kvaðst ekki vita hver ætti efnin. Hann sagði að tveimur mánuðum áður en hann kom með efnin til landsins hefði hann séð mann henda rusla- poka í gám fyrir utan húsið þar sem hann byggi í Rotterdam. Hann hefði farið að athuga hverju væri verið að henda og hefði hann þá séð að þetta voru e-töflur. Hann hafi því tekið pokann úr gáminum. Andrade sagðist hafa þekkt töfl- urnar á Mitsubishi-merki sem þrykkt er í þær. Hann kvaðst hafa ákveðið að fara með töflurnar til Bandaríkjanna þar sem hann hafi verið viss um að hann gæti selt þær þar en hann hefði verið atvinnulaus í fjögur ár. Hann kvaðst ekki hafa talið töflurnar en haldið að þær væru milli tvö og þrjú þúsund. Gunnar Aðalsteinsson héraðs- dómari kvað upp dóminn. Andrade hafi ekki áður sætt refsingum sem skiptu máli varðandi þennan dóm. í dómnum segir að við ákvörðun refs- ingar var litið til þess mikla magns hættulegra fikniefna sem Andrade hafði í förum sínum. Refsing hans þykir því hæfilega ákveðin 9 ára fangelsi. Frá refsingunni er dregið gæsluvarðhald hans frá 19. septem- ber, samtals 51 dagur. Auk fangelsisrefsingarinnar var Andrade dæmdur til að greiða allan sakarkostnað, þar með talin máls- varnarlaun skipaðs verjanda síns, 210.000 krónur. ■ Björk, Ingvar og Baltasar/68 ferðarslysi MAÐURINN, sem lést í bílslysinu á Reykjanesbraut á sunnudaginn, hét Eðvald Vilberg Marelsson, til heiin- ilis í Bröttukinn 8 í Hafnarfirði- Hann lætur eftir sig eiginkonu og fjögur uppkomin börn. Þvottavélar algengari brunavaldur en sjónvörp eSm BSBBBBBB érblöð í dag Mfr ••••••••••••••••••••••••••••••••••••• Jóhannes með tilboð frá • Groningen /D1 : ••••••••••••••••••••••••••••••••••••* Helgi og Þórður ekki með • gegn Pólverjum /D1 : Fyrsta bókablað haustsins fylgir blaðinu í dag en þar eru birtir rit- dómar um nýjar bækur, viðtöl við höfunda og um- fjöllun um bók- menntir. ► Teiknimyndasögur ► Myndir ► Þrautir ► Brandarar ► Sögur ► Pennavinir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.