Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Sektir við ýmsum umferðarlagabrotum frá 1997 Akstur gegn Of hraður Ölvun við Akstur án rauðu Ijósi akstur akstur ökuréttinda Lögreglan 1 Reyk]avík Sektar fyrir 200 milljónir á árinu ÚTLIT er fyrir að lögreglan í Reykjavík leggi á sektir fyrir um 200 milljónir króna á þessu ári en það er um 40 milljóna króna aukning frá síðasta ári. Lögreglan hefur þegar á fyrstu 10 mánuðum ársins stöðvað fleiri fyrir akstur gegn rauðu ljósi, hraðakstur og ölvunarakstur en allt árið í fyrra. Nú þegar hefur lög- reglan sektað um 1.000 fleiri öku- menn fyrir akstur gegn rauðu ljósi og tæplega 600 fleiri hafa verið sekt- aðir fyrir ölvunarakstur samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Sektir við þessum brotum eru yf- irleitt háar. Algengar sektir við ölv- unarakstri eru t.a.m. á bilinu 30- 60.000 kr. Lögreglan í Reykjavík setti sér þau markmið í upphafi sum- ars að fylgjast grannt með ölvunar- akstri, hraðakstri, akstri gegn rauðu ljósi og akstri án ökuréttinda. I greinargerð Sólmundar Más Jóns- sonar, framkvæmdastjóra lög- reglunnar í Reykjavík, sem birtist á lögregluvefnum fyrir skömmu, segir að aukið eftirlit með þessum brotum muni skila verulega aukinni fjárhæð í ríkissjóð þegar sektirnar verða inn- heimtar. í fyrra var sektarálagning 160 m.kr. en verður líklega 200 m.kr. á þessu ári. Vararefsing er fangelsisvist Langstærstur hluti sekta við um- ferðarlagabrotum er greiddur á rétt- um tíma og fer því ekki fyrir dóm. Dómssektir eru hinsvegar þyngri í innheimtu. Þegar hefðbundnar inn- heimtuaðgerðir duga ekki til þarf að grípa til vararefsingar, þ.e.a.s. fang- elsisvistar. I júlí, ágúst og september sótti lögreglan 151 einstakling heim til að færa viðkomandi í fangaklefa. Þegar til kom greiddu 142 þeirra sektir sínar en níu sátu sektina af sér. Skuldarar geta þó ekki valið að sitja af sér sektir því áður en tO vara- refsingar kemur er fjárhagsstaða skuldarans athuguð og krafist fjár- náms ef ástæða þykir tO. Meirihluti andvigur einkavæðingu RUV MEIRIHLUTI þeiiTa sem tóku þátt í könnun PricewaterhouseCoopers eru andvígir því að einkavæða Ríkis- útvarpið. Meirihluti þeirra sem töldu að einkavæða ætti fyrirtækið var þeirrar skoðunar að gera ætti RÚV að almenningshlutafélagi. I könnuninni töldu 53% þátttak- enda að ekki ætti að einkavæða RÚV en 36% töldu að einkavæða ætti fyr- irtækið. 54,3% karla eru á móti einkavæðingu en 53% kvenna. Hins vegar eru tæp 39% karla með einka- væðingu og tæp 34% kvenna, sem er marktækur munur. Þá kom einnig fram marktækur munur á aldurshópum. Tæplega 43% fólks í aldurshópnum 18-29 ára töldu að ekki ætti að einkavæða RÚV en rúm 52% fólks á aldrinum 30-49 ára og rúmlega 65% fólks í aldurshópn- um 50-75 ára töldu að ekki ætti að einkavæða fyrirtækið. Ekki var marktækur munur á svörum fólks eftir búsetu og tekjum. Tæplega 77% þeirra sem telja að einkavæða eigi RÚV vdja að það verði gert að almenningshlutafélagi, rúm 10% telja að ekki eigi að gera stíkt og 13% taka ekki afstöðu. FRÉTTIR Hugmyndir um niðurfellingu friðunar í Surtsey Ferðamennska myndi rýra gildi eyjunnar RÁÐSTEFNA um framtíð byggð- ar í Vestmanneyjum, Eyjar 2010, fdr fram fyrir nokkru en ráð- stefnunni var ætlað að vera umræðugrundvöllur ungra Vest- mannaeyinga um stöðu og fram- tíð heimabyggðarinnar. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í gær var hugmyndum um að afnema að hluta eða öllu friðun Surtseyj- ar varpað fram á ráðstefnunni, þar sem eyjan væri einstök og hefði því mikið aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Surtsey, sem myndað- ist í eldgosi árið 1963, er friðuð samkvæmt náttúruverndarlögum og fer Surtseyjarfélagið með um- sjún með eynni og skipuleggur ferðir visindamanna þangað. Sturla Friðriksson, formaður Surtseyjarfélagsins, sagðist telja það miður ef þessar hugmyndir næðu fram að ganga þar sem eyj- an væri meðal annars áhugaverð vegna þeirra vísindarannsókna sem þar fara fram. Sturla sagði að um leið og ferðamönnum yrði hleypt í hópum í eyjuna myndi þetta gildi hennar liverfa, „og spilla um leið rannsóknum á líf- ríki eyjunnar.“ Framsýni að friða eyjuna Borgþór Magnússon, líffræð- ingur hjá Rannsóknastofnun land- búnaðarins, hefur farið í rann- sóknarferðir út í Surtsey allt frá árinu 1975. Þar hefur markvisst verið lögð stund á rannsóknar- störf á landnámi gróðurs og framvindu lífríkis og jarðvegs. Borgþór segir eyjuna hingað til hafa verið opna þeim sem sækjast eftir því að skoða hana, aðeins hafi þurft leyfí frá Surtseyjarfé- laginu. Þannig hafi vísindamenn og blaðamenn ásamt fleirum hlot- ið tækifæri til að skoða þetta náttúruundur og bera fréttir af því víða um heim. „Það var því mikil framsýni á sinum tíma að friða eyna og sjá til þess að þar gæti náttúran far- ið sinn gang án mikilla inngripa frá manninum. I Surtsey hefur verið skráð merkileg saga sem er orðin þekkt bæði hérlendis og er- lendis," sagði Borgþór í samtali við Morgunblaðið. Hann sagði það einnig skiljanlegt að Vest- mannaeyingar teldu eyjuna áhugaverða fyrir ferðamenn en erfitt yrði að koma ferðamennsku við á eyjunni án þess að grípa inn í friðunina og þá náttúrufram- svindu sem þar hefur átt sér stað. „Það er hagur Vestmannaeyinga og landsmanna allra að ástandið fái að vera lítið breytt áfram,“ sagði hann. „Aðstæður í eynni eru heldur ekki hagstæðar fyrir skipulagða ferðamennsku þar sem ekki er hægt að fara í land í eyna nema þegar sjólag er gott og lendingin oftast nær mjög erf- ið. Ef veður breyttist skyndilega gæti því hópur ferðamanna orðið innlyksa í eynni, þetta útheimtir því að þar yrði að vera einhver aðstaða fyrir ferðamenn. Því tel ég að það væri fyrir bestu að Surtsey fengi áfram að njóta frið- unar og framsýni fyrir komandi kynslóðir og þeirrar einstæðni sem þar er.“ Morgunblaðið/Þorkell Útselskópur í Surtsey. Það var mikil framsýni á sínum tíma að friða eyna og sjá til þess að þar gæti náttúran farið sinn gang án mikilla inn- gripa frá manninum, segir Borgþór Magnússon, líffræðingur. Hæstiréttur hafnar kröfu dánarbús um að eignarhluti manns í Brunabótafélagi íslands erfíst HÆSTIRÉTTUR hefur hafnað kröfu dánarbús um að eignarhlutur manns í Eignarhaldsfélaginu Bruna- bótafélag Islands færist til erfingja hans. Rétturinn segir að samkvæmt lögum um Brunabótafélagið hafi eignarréttindi félagsmanna verið óvirk og óviss og ekki unnt að fram- selja þau. Réttindin erfðust ekki, enda hafi þau verið takmörkuð við þá eina, sem höfðu viðskipti við félagið á hverjum tíma. Hæstiréttur bendir á, að í lögum um Brunabótafélag íslands, síðast lögum 9/1955, hafi engin ákvæði ver- ið um slit félagsins. Löggjafinn einn hafi getað tekið ákvörðun um slíkt. Ef lögin hefðu verið felld úr gildi án ákvæða um aðrar ráðstafanir hefði það jafngilt félagsslitum, eignarráð félagsmanna orðið virk og eignir fé- lagsins komið til skipta milli þeirra. „Löggjafmn kaus hins vegar í ljósi nýrra viðhorfa að breyta félaginu í eignarhaldsfélag og ákvað jafnframt að það hætti beinni vátrygginga- starfsemi, sbr. 1. gr. laga nr. 68/1994. Sú grundvallarbreyting varð þannig Eignarhluti fellur niður við andlát með lögunum að Brunabótafélagið hætti að vera gagnkvæmt trygginga- félag, en varð eignarhaldsfélag," segir Hæstiréttur. I nýju lögunum var kveðið á um að eignarréttindin væru óvirk nema til slita á félaginu kæmi, en færí svo fengju sameigendur greiðslu af eign- um þess með tilteknum hætti. Jafn- framt sögðu lögin að eignarréttindi féllu til sameignarsjóðs félagsins við andlát sameiganda eða þegar lögað- ilar væru ekki lengur skráðir. Hæstiréttur segir að löggjafanum hafi verið þessi breyting heimil, enda hafi tilhögun á eignarráðum sameig- enda Eignarhaldsfélagsins Bruna- _ Jaótafélag.íslandsiaðalatriðum verið hin sama og áður gilti hjá Bruna- bótafélagi íslands. I ákvæðum lag- anna frá 1994 hefði ekki falist skerð- ing á réttindum sameigenda frá því sem áður var. Akvæðin næðu og jafnt til þeirra allra. Þau hvíldu á eðlilegum og málefnalegum grunni og löggjafinn hefði ekki hafa farið út fyrir stjómskipulegar heimildir sín- ar. Breytingin ígildi slita á félaginu Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Garðar Gíslason, Guðrún Er- lendsdóttir, Haraldur Henrysson, Hjörtur Torfason og Pétur Kr. Haf- stein. Hjörtur skilaði sératkvæði, þar sem segir að þegar ákveðið hafi verið að Brunabótafélagið skyldi hætta beinni vátryggingastarfsemi, hafi verið numinn brott sá grundvöll- ur, er skipulag þess sem gagnkvæms vátryggingarfélags var á reist, og skorið á þau tengsl manna við starf- semi, er ráðið höfðu aðild að félag- inu. Ákvörðun um framhald á starf- semi í öðrum tilgangi hafi verið ígildi slita á félaginu. Hjörtur segir löggjafanum hafa verið heimilt að ákveða, að eignum félagsins yrði ekki skipt upp þegar í stað, og að tiltekið framhald yrði á rekstri þeirra og forsjá. Einnig hafi verið heimilt að ákveða, að þeir tryggingartakar hjá félaginu, er tal- ist gætu félagsmenn, væru ekki einir eigendur að öllu því eigin fé, sem fé- lagið hafði yfir að ráða. Hefði ótví- rætt verið heimilt að ákvarða þeim sveitarfélögum, sem störfuðu með félaginu og fóru í raun með stjórn þess, tiltekinn og verulegan eignar- hlut í eiginfénu eða félaginu sjálfu, meðal annars af þeirri ástæðu, að sveitarfélögunum hafði lögum sam- kvæmt verið ætluð hlutdeild í ágóða af starfseminni. „Þetta var ekki gert, heldur var svo um búið, að allar eign- ir félagsins gætu með tímanum fallið til sveitarfélaganna, eftir því, hve- nær ákvörðun yrði tekin um slit þess fyrir atbeina þeirra sjálfra," segir Hjörtur og vísar til þess að hlutir einstakra manna í félaginu skyldu vera persónubundnir og ekki ganga að erfðum eftir þeirra dag, og hlutir lögaðila, annarra en sveitarfélaga, falla niður með hliðstæðum hætti, þegar tilveru þeirra lyki. „Þetta fór þó ekki aðeins í bága við hagsmuni félagsaðilanna sjálfra, heldur einnig lánardrottna þeirra og erfingja að lögum." L I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.