Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 30
.30 MIÐFÍKUÐAGUR& NÓVEMBEH 2000 ,MtíRGUNBI.AJRÐ LISTIR Tdnleikaröð Tónskáldafálags fslands og M-2000 Peter Máte leikur verk frá lokum þessarar aldar ÍSLENSK píanótónlist frá lokum þessarar aldar er á efnisskrá tón- leika Peters Máté píanóleikara í Salnum í Kópavogi í kvöld kl. 20.00. Tónleikarnir eru í þriðja hluta tón- leikaraðar Tónskáldafélags Islands í samvinnu við Reykjavík - menn- ingarborg Evrópu árið 2000; ís- lensk tónlist á 20. öld. Tónleikarnir hefjast með verki Jóns Þórarinssonar, Sonatina in C, frá árinu 1945, þá leikur Peter verk Leifs Þórarinssonar, Sonata, frá árinu 1957, og verk Jórunnar Viðar frá 1965, Hugleiðing um fimm gamlar stemmur. Eftir hlé er kom- ið að verki Jónasar Tómassonar, Sonata VIII, sem hann samdi árið 1973, þá Gloria eftir Atla Heimi Sveinsson, frá 1981, og tónleikun- um lýkur með verki Þorkels Sigur- björnssonar, Der Wohltemperierte Pianist, frá árinu 1971. Á tónmáli sem þá var talið svolítið nýstárlegt Um verk sitt segir Jón Þórarins- son að hann hafi samið það þegar hann var við nám í Bandaríkjunum. „Gott ef það var ekki prófverk," segir hann. Verkið var frumflutt á skólatónleikum þar vestra af skóla- bróður Jóns en hér á landi var það Rögnvaldur Sigurjónsson sem frumflutti það á tónleikum og lék það seinna á tónleikaferðum í Bandaríkjunum og víðar. „Þetta er stutt verk í knöppu sónötuformi, þrír þættir, á tónmáli sem þá var talið svolítið nýstárlegt, ómstrítt og svona. En nú eru menn orðnir svo miklu vanir í því efni að það er ekk- Morgunblaðið/Þorkell Peter Máté píanóleikari flytur verk eftir Jón Þórarinsson, Leif Þór- arinsson, Jórunni Viðar, Jónas Tómasson, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigurbjörnsson á tónleikum í Salnum í kvöld. ert sem meiðir neinn lengur,“ segir Jón. Hann segir verkið hvorki í dúr né moll, heldur blending af hvoru tveggja, mjög krómatískt. „Tónn- inn C er einhvers konar miðpunkt- ur fyrsta og síðasta þáttarins, svo held ég að miðþátturinn sé nú ein- hvers staðar annars staðar," heldur hann áfram. Verk Jónasar Tómassonar er í fjórum samtengdum hlutum og er nótan H tónmiðja þeirra allra. „Bara svona til að hafa einn miðpunkt í tilverunni," segir tón- skáldið. Sónatan var samin fyrir Önnu Áslaugu Ragnarsdóttur í árs- lok 1973 og frumflutti hún verkið árið eftir. „Hún spilaði það fyrstu tvö eða þrjú skiptin sem það var fiutt og síðan hafa margir aðrir spilað það,“ segir Jónas. Píanóleikarinn Peter Máté er fæddur 1962 í Tékkóslóvakíu. Hann lærði hjá Ludmilu Kojanová í Kos- ice og Valentinu Kameníková við Tónlistarakademíuna í Prag. Hann hefur unnið til verðlauna fyrir píanóleik sinn; 1980 í Hradec Král- ovék, 1986 í Vercelli, 1989 í Enna. Peter hefur starfað á íslandi frá ár- inu 1990 og er nú kennari við Tón- listarskólann í Reykjavík. Hann hefur haldið einleikstónleika, leikið einleik með ýmsum sinfóníuhljóm- sveitum og tekið þátt í kammertón- leikum með Tríó Reykjavlkur, Tríó Romance og fleirum víða í Evrópu og Bandaríkjunum. Leikfélag Selfoss frumsýnir Ovitana Ljósmynd/Bragi Ásgeirsson Rúm Appolos, tileinkað M.D. 1998. Tímarými LEIKFÉLAG Selfoss frumsýnir Óvitana eftir Guðrúnu Helgadótt- ur rithöfund í leikhúsinu við Sig- tún á Selfossi annað kvöld, fimmtudagskvöld, kl. 20. Leikstjóri verksins er Ólafur Jens Sigurðsson, 27 ára Selfyss- ingur, en hann hefur mikið unnið með Leikfélagi Seifoss. Þrjátíu leikarar taka þátt í sýn- ingunni og eru þeir flestir ellefu ára, enda leika börn fullorðna og fullorðnir leika börn. Alls koma SÍÐASTA sýning Dansleikhúss með Ekka á dansleikhúsverkinu Tilvist í Iðnó verður í kvöld kl. 21. Verkið fjallar um líf mannsins og samskipti hans við annað fólk. Dansleikhús er leikhúsform sem tvinnar saman dans, leik og tónlist. Sýningin er sérstaklega samin sextíu manns að sýningunni. Þetta er sýning fyrir alla aldurs- hópa, enda er Guðrún Helgadótt- ir Iagin við að höfða til allra ald- urshópa. Önnur sýning verður nk. laug- ardag og svo verður sérstök há- tíðarsýning sunnudaginn 12. nóv- ember. Guðrún Helgadóttir samdi Óvitana fyrir Þjóðleikhúsið og var tilefnið Barnaár Sameinuðu þjóðanna árið 1979. fyrir rýmið í Iðnó og eru gluggar, hurðir, veggir og salurinn sjálfur hluti af leikmyndinni. Dansleikhús með Ekka setur sýn- inguna upp í samvinnu við Leikfélag íslands og er sýningin á dagskrá leiklistarhátíðar Sjálfstæðu leikhús- annaÁmörkunum. Þjóðlagafé- lagið fundar ÞJÓÐLAGAFÉ LAGIÐ boðar til fundar sem haldinn verður í Kaffi- leikhúsinu í Hlaðvarpanum, Vestur- götu 3b, í kvöld, miðvikudagskvöld, kl. 21. Fundurinn er haldinn til að ræða starfsemi og ýmis félagsmál Þjóð- lagafélagsins og verður þar m.a. rætt um Þjóðlagahátíð í Siglufirði sumarið 2000 og framtíð þjóðlaga- hátíðar og annarrar starfsemi í Siglufirði á vegum Félags um Þjóð- lagasetur sr. Bjarna Þorsteinsson- ar. Fleiri dagskráratriði eru fyrir- huguð, m.a. umræður um rannsókn- arstörf og rannsóknarstofnun á sviði þjóðlaga. Á milli atriða verður einhver tónlistarflutningur, kveð- skapur, söngur eða hljóðfæraleikur. Því mega fundargestir gjarnan hafa meðferðis handhægt hljóðfæri svo sem fiðlu, gítar eða harmoniku, ef til þess þyrfti að grípa. SALURINN, KÓPAVOGI, KL. 20 fslensk tónlist í lok 20. aldar: Fram- tíðarsýn Píanótónleikar Peter Máté Á efnisskrá tónteikanna eru verk eftir Jón Þórarinsson, Leif Þórarinsson, Jórunni Viöar, Jónas Tómasson, Atla Heimi Sveinsson og Þorkel Sigur- björnsson. www.listir.is www.teymi.is/tonis Unglist i Reykjavík: TJARNARBÍÓ KL. 20.30 Dans á rósum. Nemendur frá List- MYNDLIST H a 11 g r í m s k i r k j a MÁLVERK ERLA ÞÓRARINSDÓTTIR Opið á tíma kirkjunnar. Til 27. nóvember. Aðgangur ókeypis. MÁLARINN Erla Þórarinsdóttir hefur heldur betur tekið við sér á und- anfömum árum og misserum sé tekið mið af síðustu framningum hennar. Ekld síst sýningar á nokkrum mynd- um sem nú eru uppi í Hallgríms- kirkju, og þótt hún í þessum klára verkum sínum fáist einungis við stór og heil form eru lausnir hennar á myndfletinum mun fjölþættari, ef ekki fjölkynngnari en á árum áður. Fyrri myndverk listakonunnar, sem einkenndust af reglufestu og endur- tekningu hringlaga smáforma og skyldum samhljómi lita, voru nokkuð eintóna í útfærslu og leiddu hugann sterklega að einu og öðru í mód- emismanum, sem þó er naumast frágangssök. En jafnvel þótt þessi fáu en hrif- miklu verk listakonunnar í kirkjunni minni ósjálfrátt á sitthvað í trúarlegii list búa þær yfir mögnum sem virka til muna upplifaðri. Ur þeim streymir andlegur kraftbirtingur sem grípur skoðandann sterkum tökum um leið og augu hans nema þau, og era hon- um jafnframt nokkur ögrun í sláandi einfaldleika sínum. Jafnvel hin stóra og einfalda beinagrind rúms, sem er aðalform eins verksins, býr yfir ein- hverri óskilgreindri yfirhaftnni skír- dansskóla íslands, Dansverkstæð- inu, Klassíska listdansskólanum, Jazzballettskóla Báru, Dans- smiöjunni og Dansskóla Birnu Björnsdóttur dansa afhjartans iyst. Unglist, Vestfjörðum: GAMLA APÓTEKIÐ KL. 20-23.30 Bolvískir fjöllistamenn troða upp. Unglist, Akureyri: DEIGLAN KL. 20-23.30 Láttu Ijós þitt skína - karaoke o.fl. www.hitthusid.is skotun (Rúm Apollos, tileinkað M.D., 1998). Hér kemur það sláandi fram, að myndverk þurfa ekki endilega að segja sögu, vera hlaðin frásagnarferli og táknum, til að innibera guðdóminn, því kjarni hans er í öllu sem lifir og hrærist. Það er einmitt þessi sköpun- arkraftur í bland við eilífðina sem allir listamenn leitast við að höndla í verk- um sínum. Sjálfur skilgreinir mála- rinn myndferlið í nokkram línum á vegg: „... í rýmum þessara málverka er ljós og tími, sá tími sem það tók að mála þau og ljósið að umbreyta silfr- inu. Þau era ekki sérstaklega máluð í trúarlegum tilgangi, en í þeim má finna skírskotanir til fyrirbrigða sem tengjast trú; endurtekningu tímans og helgiathafna, guð hinna fögru lista, drauminn um Marísusetur og til Pantheon - hof allra guða...“ Það eru einkum myndir eins og Tímarými, haustjafndægur 1999- vorjafndægur 2000 og Staður, mars 1998-nóvember 1999, sem innibera sterka trúarlega skírskotun, einkum er það áberandi í síðasttöldu mynd- inni sem nýtur sín mun betur. Líkast er sem einhver dulinn kraftur langt inni í myndrýminu vilji brjóta sér leið í gegnum ljósið, sjálf birtingarmynd guðdómsins í líki krossins, sem vart er sýnilegur en þó svo áþreifanlegur í skynrænni útgeislan sinni. Fyrmefnda myndin virðist svo búa yfir meiri mögnum en sýnileg eru í staðsetningunni, einkum vegna end- urskins ljóssins sem fellur á hana og hve formsterk hún er, má vera Ijóst að hún þarf meira rými og jafnari birtu til þess að njóta sín til fulls. Bragi Ásgeirsson Freskufundur í Pompei BROT af fresku er sýnir rómverska sólguðinn Apollo er einnig var verndari tónlistar og myndlistar, sést hér á myndinni, en freskan fannst nú á dögunum í rústum gisti- húss í fornu borginni Pompei í suð- urhluta Ítalíu er verið var að grafa fyrir hraðbraut milli borganna Napólí og Salernó. Áð mati fornleifafræðinga er fundur freskunnar, sem upp- götvaðist í þeim hluta Pompei er lítt hefur verið skoðaður, sérlega mikil- vægur bæði út frá fagurfræðilegu sjónarmiði og eins vegna þeirrar tækni er listamaðurinn nýtir sér. Þetta þykir benda til að Pompei hafi enn notið velgengni er gos Vesúv- íusar huldi borgina árið 79 e.Kr. Tilvist - síðasta sýning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.