Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 26
26 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Umbdtasinnar leiddir fyrir rétt í fran vegna ráðstefnu í Berlín um þingkosningarnar Forsetinn hvattur til að rjúfa þögn sína Reuters íranska þingkonan Jamileh Kadivar, rithöfundarnir Mahomoud Dowiatabadi og Ali Sepanlou og námsmanna- leiðtoginn Ali Afshari fyrir rétti í Teheran. Þau hafa verið sökuð um að hafa vanvirt íslam og stofnað öryggi ríkisins í hættu með því að sitja ráðstefnu í Berlín um írönsku þingkosningarnar í febrúar. Teheran. AP, Reuters, AFP. ATKVÆÐAMESTI umbótasinninn á þingi Irans skoraði í gær á Mohammad Khatami forseta að mótmæla aðgerðum harðlínu- manna, sem hafa lokað mörgum umbótasinnuðum blöðum, handtek- ið nokkra af bandamönnum for- setans og hindrað að sett verði lög um aukið stjórnmálafrelsi. Vinsæl- asta stjórnmálakona landsins og þrír aðrir umbótasinnar voru einn- ig leidd fyrir rétt í gær og sökuð um að hafa stofnað öryggi ríkisins í hættu og vanvirt íslam með því að taka þátt í ráðstefnu í Berlín um framtíð írönsku umbótahreyf- ingarinnar. „Eg skora á forsetann að rjúfa þögn sína,“ sagði umbótasinninn Behzad Nabavi, varaforseti ír- anska þingsins, í ræðu á þinginu í gær. Hann gagnrýndi tólf manna klerkaráð, sem hefur beitt valdi sínu til að hindra nær öll mikilvæg- ustu lagafrumvörp umbótasinna, og lýsti framferði ráðsins sem „grófu broti á stjórnarskránni“. Klerkaráðið gegnir hlutverki efri deildar á þinginu og hefur vald til að hafna lagafrumvörpum sem það telur brjóta í bága við trúarsetn- ingar íslams og stjórnarskrá lands- ins. íslamskir harðlínumenn hafa notfært sér völd klerkaráðsins, íslamskra dómstóla og trúarleið- togans Alis Khameneis erkiklerks til að hindra pólitískar og félags- legar umbætur eftir sigur umbóta- sinna í þingkosningum í febrúar. Harðlínumennirnir hafa einnig lokað um 30 blöðum umbótasinna og fangelsað nokkra af helstu bandamönnum Khatamis forseta. Khatami, sem nýtur mikils stuðnings meðal almennings, hefur reynt að draga úr ólgunni í samfé- laginu og ekki viljað mótmæla að- gerðum harðlínumannanna. Þorri Irana vill aukið pólitískt frelsi og er andvígur ýmsum félagslegum lögum íslams sem banna meðal annars gervihnattadiska, stefnu- mót og vestræna tónlist. Valdabaráttan harðnaði á mánu- dag þegar klerkastjórnin hafnaði frumvarpi sem ætlað var að koma í veg fyrir að dómstólarnir gætu bannað útgáfu blaða. „Harðlínumenn reyna jafnvel að neita þinginu um réttinn til að setja lög. Þeir njóta stuðnings 20% íbúanna en fara með 80% valdsins í gegnum stofnanir sem ekki er kos- ið til,“ sagði umbótasinninn Hash- emi Aqajari á mótmælafundi náms- manna í Teheran á mánudag. Vinsælasta þing- konan fyrir rétt Jamileh Kadivar, vinsælasta þingkona Irans, var leidd fyrir íslamskan rétt í Teheran í gær fyr- ir að taka þátt í ráðstefnu í Berlín 7.-8. apríl. Kadivar fékk næstflest atkvæði allra frambjóðendanna í þingkosningunum í febrúar. Aðeins bróðir Khatamis forseta fékk fleiri atkvæði. Auk Kadivar komu námsmanna- leiðtogi og tveir rithöfundar fyrir réttinn. Eru þau á meðal sautján umbótasinna sem hafa verið sakað- ir um að stofna öryggi ríkisins í hættu og vanvirða íslam með því að sitja ráðstefnuna í Berlín. Ráðstefnan var haldin á vegum þýskrar stofnunar til að meta áhrif kosninganna. Iranskir útlagar, sem eru andvígir íslamska stjórnkerf- inu, truíluðu ráðstefnuna með mót- mælum til að koma óorði á um- bótahreyfinguna í íran. Karlmaður fletti sig klæðum í mótmælunum og kona dansaði í ermalausum kjól sem er brot á íslömskum siðvenj- um. Afturhaldsöflin í íran not- færðu sér þetta „hneyksli" til að koma höggi á umbótasinnana og ír- anska ríkissjónvarpið birti hvað eftir annað myndir af mótmælun- um. Þjóðverji ákærður Irönsk yfirvöld sögðust einnig ætla að ákæra túlk í þýska sendi- ráðinu í Teheran, Saeed Sadr, fyrir að „heyja stríð gegn guði“. Verði hann fundinn sekur kann hann að verða dæmdur til dauða, að sögn íranskra fjölmiðla. Iranska fréttastofan IRNA sagði að Þjóðverjinn Thomas Hartmann og fjórir íranar hefðu verið ákærð- ir fyrir að skipuleggja ráðstefnuna. Enginn þeirra er í Iran og réttar- höldin eiga að fara fram að þeim fjarstöddum, að sögn fréttastof- unnar. dermatological hreinsiklútarnir eru auðveldasta og besta leiðín til að losna við bólur og fílapensla Komdu við í næsta apóteki eða lyfjaverslun og fáðu sýnishorn þér að kostnaðarlausu. Nákvæmasta lýsingin til þessa á flugslysinu á Taívan Öljóst hvers vegna þotan var á rangri flugbraut Taoyuan. AP. EMBÆTTISMENN, sem rannsaka flugslysið á Taívan 31. október, veittu í gær ná- kvæmustu upplýsingarnar til þessa um hvernig risaþota flugfélagsins Singapore Air- lines fuðraði upp og hlutaðist í sundur þegar hún reyndi að taka á loft frá flugbraut, sem var lokuð vegna viðgerða, og rakst á steinsteyptar hindr- anir og vinnutæki. Nokkrum sekúndum áður en þotan hóf flugtakið rakst framhjól hennar á stein- steypta hindrun og þotan skall síðan á krana, sem varð til þess að gat kom á skrokk hennar, að sögn Davids Lee, rannsóknarmanns flugörygg- isráðs Taívans. „Fólk tók að steypast út,“ bætti Lee við þegar hann sýndi frétta- mönnum slysstaðinn í fyrsta sinn. 179 manns voru í þotunni, sem var af gerðinni Boeing 747-400, og 82 fórust. Tugir manna slösuðust og flestir þeirra fengu alvarleg bruna- sár. Voru flugbrautar- ljósin kveikt? Rannsóknarmennirnir hafa ekki getað útskýrt hvers vegna flugmaðurinn notaði ranga flugbraut sem liggur samsíða réttu brautinni. Rann- sóknin beinist nú meðal annars að því hvort ljós lokuðu flugbrautar- innar hafi verið kveikt og það hafi orðið til þess að flugmaðurinn valdi hana. Lýsing Lees á slysinu er sú ná- kvæmasta sem fjölmiðlar hafa unum og vinnutækjum. Eld- ur kviknaði strax í vinstri væng þotunnar, sem hlutað- ist í sundur og fuðraði upp á svipstundu. Sérfræðingar frá Banda- ríkjunum og fulltrúar Sing- apore Airlines rannsökuðu flak þotunnar en neituðu að svara spurningum frétta- manna um orsök slyssins. Kay Yong, framkvæmda- stjóri flugöryggisráðs Taív- ans, vildi ekki svara því hvort flugmaðurinn hefði ekki skeytt um fyrirmæli frá flugumferðarstjórum. Hann bætti við að liðið gæti allt að ár þar til lokaniðurstaða rannsóknarinnar lægi fyrir. Ekkert bendir til þess að bilun hafi orðið í þotunni, að sögn Yongs. Rannsóknarmennirnir hafa fengið misvísandi upp- lýsingar um hvort kveikt hafi verið á ljósunum meðfram lokuðu flugbrautinni. Yong kvaðst aðeins geta staðfest að miðlínuljós brautarinnar hefðu verið kveikt vegna þess að hluti hennar var not- aður til þess að aka flugvél- um milli staða á flugvellin- um. Yong skýrði ennfremur frá því að skyggnið hefði verið betra en áætlað var í fyrstu, eða um 900 metrar í stað 500. Skyggn- ið hefði þó ekki verið nógu gott til þess að flugmaðurinn gæti hafa séð fyrstu steinsteyptu hindrunina á flugbrautinni. Rok var á flugvellinum vegna fellibyls sem nálgaðist Taívan þeg- ar slysið varð. Blóm á braki úr risaþotu sem hlutaðist í sund- ur í flugtaki á alþjóðaflugvellinum í Taipei þegar hún rakst á vinnutæki. fengið til þessa. Þegar rannsóknar- mennirnir skýrðu frá innihaldi hljóðrita þotunnar í vikunni sem leið vildu þeir aðeins staðfesta að þotan hefði verið á rangri flug- braut og rekist á vinnutæki. Eftir að þotan rakst á kranann rann hún til á flugbrautinni og skall á öðrum steinsteyptum hindr-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.