Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 60

Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 60
>0 MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Grettir VERIÐ VpLKOMIN, NÚNA ER JON AÐ SKIPTA UM LJÓSAPERU 17AV?S g-/fe Hundalíf Ljóska Ferdinand Smáfólk ANOTHER REJECTlON 5LIP... FILE IT UIITH TME OTMERS! l‘M NOT 5URE l’P UUANT TO 5EE HI5FILIN6 5YSTEM.. BREF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Athugasemd við Ljóðabrot Frá Jóni Vali Jenssyni: í ÞEIM ágæta þætti Ljóðabrot í Morgunblaðinu 1. nóv. birtist fallegt ljóð, Á heimleið eftir Sigurð Gríms- son. Það næma skáld og sá hug- þekki, minnisstæði maður á það nú fyllilega skilið, að haldið sé uppi skáldheiðri hans. Því ber að þakka birtingu þessa kvæðis eins og svo margra annarra ljóðaperlna í þætti þessum. En ég vil koma því á fram- færi, að í blaðinu átti sér stað prent- villa, þar sem orðið mynt breyttist í mynd, en sjálfur segir hann: „Eg henti minni hæstu mynt / í hæpið tafl“ (Við langelda, Rv. 1922, bls. 89). Hér notaði hann Ukingu af því, þegar menn í fjárhættuspili kasta út eigum sínum. Önnur villa hefur orðið þama líka, má hún heita lærdómsrík fyrir setj- ara ykkar og prófarkalesara: í 2. er- indi ljóðsins rofnar hinn taktfasti háttur Sigurðar, þar sem prentazt hefur: „Við dægurglaumsins gullnu veigar / gleymdi ég mér.“ Orðin „Gleymdi ég“ eru þrjú atkvæði (styttast ógjarnan í framburði í ,,gleymdjeg“), en kvæðahátturinn og skáldið sjálft vill hafa þau tvö, enda lætur hann prenta þetta þannig í bók sinni: „gleymdi eg“. Framburðurinn er vitanlega „gleymdeg", þó að úr- fellingarmerki hafi ekki verið notað við i-ið, en skáld nota ekki alltaf úr- fellingarmerki, þótt atkvæði falli úr við lestur (stundum eru mörg úrfell- ingarmerki í ljóði til óprýði fyrir aug- að). Reyndar segir Sigurður ævin- lega í þessu ljóði og yfirleitt í nefndri bók sinni: „eg“, ekki „ég“. Hefði mátt halda því við birtingu þessa ljóðs, al- veg eins og ýmsum eldri skáldum hefur verið sýnd sú sama virðing með því að prenta nokkur ljóð þeirra með gamalli stafsetningu, eins og þeir sjálfir skiluðu þeim frá sér. Ég þakka að endingu aftur fyrir þessi Ljóðabrot, sem ekki bregzt að maður lesi. JÓN VALUR JENSSON, cand.theol. Anægjuleg kvöldstund í Súðavíkurkirkju Frá Friðrik Schram: HELGINA 28.-29. október vorum við hjónin, sem búum í Reykjavík, gestkomandi hjá dóttur okkar á ísa- firði. Meðan við vorum þar fréttum við að á sunnudagskvöldinu yrði samkoma í kirkjunni á Súðavík. Samkoma þessi sem bar yfirskriftina „Ljós í myrkri" var, ef ég man rétt, í tengslum við menningarviðburð sem kallast „Veturnætur á Vestfjörðum" og sem er í gangi þar fyrir vestan um þessar mundir. Við ákváðum að sækja samkomuna og urðum ekki fyrir vonbrigðum. Stundin var í um- sjá séra Valdimars Hreiðarssonar, sóknarprests á Suðurejri við Súg- andafjörð. Flutti hann stutt ávörp inn á milli söng- og tónlistaratriða. Mæltist honum mjög vel. Tónlist og söngur var í höndum 7 manna hóps: flautuleikara og gítarleikara auk 5 manna söngsveitar. Var tónhstin og söngurinn til fyrirmyndar og flutt af mikilli alúð og innlifun og ekki spillti lagavalið - trúarleg ljóð og sálmar, allt mjög uppbyggilegt og sem leiddi mann inn í nærveru Guðs. Mál séra Valdimars féll mjög vel að yfirskrift kvöldsins og var uppbyggilegt. Fór- um við hjónin ásamt dóttur okkar glöð og ánægð aftur til ísafjarðar eftir Ijúfa kvöldstund í Súðavíkur- kirkju. Við þökkum þeim sem að þessari stund stóðu og gerðu þetta kvöld ógleymanlegt. FRIÐRIK SCHRAM, Fljótaseli 25, Reykjavík. Nýju fötin keisarans Frá Jóhanni Guðmundssyni: ENN er Sri Chinmoy á ferðinni hér á landi og er með ólíkindum hvað og hvemig skrifað er vegna komu hans. í þeirri grein sem birtist í Mbl. 29.10. sl. skrifuð af Eymundi Matthíassyni koma fram upplýsingar, sem útilok- að er að trúa ef kannaðar eru. Á þeim 35 ámm síðan hann kom til Vesturlanda segir í greininni að hann hafi skrifað hundmð bóka, ljóð, ritgerðir, haldið fýrirlestra, málað tugþúsundir mynda og fuglateikn- ingar hans skipti milljónum, auk þess hafl hann samið þúsundir laga. Allt þetta á 35 ámm, starfað hjá Sameinuðu þjóðunum tvisvar í viku, verið ritstjóri tímarita um jóga og andleg málefni, auk íþróttaafreka, svo sem að lyfta Steingrími Her- mannssyni í hæðir auk annars. Þannig ofuimenni getur ekki verið til og er ekki til að mínu mati. Gefum okkur varlega áætlað að af- rek hans séu þessi, byggð á framan- sögðu: 500 bækur, 3000 lög, 100 þús- und myndir, 3 milljónir fuglamynda. Tökum þannig dæmi um fugla- myndir Sri. Hann teiknar sam- kvæmt þessu 250 myndir að meðal- tali á dag x 30 daga = 7.500x12 mán. = 90.000 á ári x 34 vinnuár = þrjár milljónir og sextíu þúsund fugla- myndir, auk alls annars sem hér að framan er upptalið. Trúir Eymundur þessu? Ritstjórn Morgunblaðsins? Islendingar? Ekki ég- JÓHANN GUÐMUNDSSON, Sléttuvegi 11, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. Hafnað enn einu sinni. Láttu miðan hjá hinum. Ég er ekki viss um að ég vilji vita meira um skráningarkerfið hans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.