Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.11.2000, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 23 ERLENT ETA-liðar hand- teknir SPÆNSKA lögreglan handtók í gær í Madrid og Barcelona átta manns, sem grunaðir eru um að vera félagar í ETA, basknesku hryðjuverkasam- tökunum. Fimm mannanna, þrir karlmenn og tvær konur, komu til höfuðborgarinnar í síðustu viku og hafði þrjár íbúðir til umráða. Var þeir vopnaðir og með fölsuð pers- ónuskilríki en eru þó ekki grun- aðir um að hafa staðið að síð- ustu hryðjuverkum hreyfingar- innar. Fangauppþot HÁLFGERT uppreisnar- ástand er í þremur fangelsum í Serbíu eri fangarnir krefjast betri aðbúnaðar og raunar einnig sakaruppgjafar eins og sumir albanskir fangar frá Kosovo hafa fengið. Vonast fangarnir til þess, að valdataka Vojislavs Kostunica og lýðræð- isaflanna í Serbíu verði til þess, að á þá verði hlustað en ástand- ið í serbneskum fangelsum er sagt hörmulegt. Hörmungar í Mongólíu TALSMAÐUR Alþjóða Rauða krossins sagði í gær, að búast mætti við miklum hörmungum í Mongólíu í vetur, annað árið í röð. Eftir harðindin í fyrravet- ur kom ákaflega þurrt gras- leysusumar og heyforðinn hef- ur aldrei verið minni en nú. Að þessu sinni hefur svo veturinn lagst að óvenjusnemma með miklum áfrerum. Talið er, að þrjár milljónir skepna hafi fallið síðasta vetur en hann var sá kaldasti í 30 ár. Um þriðjungur þjóðarinnar, 800.000 manns, á allt sitt undir skepnuhaldinu og meira en helmingur þess fjölda er á hungurmörkunum nú í vetrar- byrjun. Innflytjendur í nauðum SKIP með næstum 900 ólög- lega innflytjendur, aðallega tyrkneska Kúrda og Asíufólk, var dregið til hafnar í borginni Otranto á Ítalíu í gær. Er skip- ið, „Professor Kolesníkov", skráð í Úkraínu en lenti í erfið- leikum í vondu veðri undan Ítalíuströndum. Sumir innflytj- endanna væntanlegu sögðu, að þeir hefðu komið um borð í Ist- anbul og greitt hátt í 350.000 ísl. kr. hver fyrir flutninginn. Venjan er sú, að flestir ólögleg- ir innflytjendur eru sendir aft- ur til þess lands, sem þeir komu frá. Tvö suður-kóresk risafyrirtæki reyna að forðast g;jaldþrot Hyundai og Daewoo illa stödd Scoul.AP, AFP. DAEWOO-bílaverksmiðjan í Suður- Kóreu virtist í gær eiga á hættu að verða gjaldþrota og áform um að General Motors í Bandaríkjunum kaupi suður-kóreska fyrirtækið munu frestast. Daewoo hefur lengi barist í bökkum og lánardrottnar krefjast þess að fyrirtækið segi upp 18% af starfsmönnum sem eru um 18.000. Annað suður-kóreskt stór- fyrirtæki, Hyundai, sem stundar margvíslegan rekstur, er einnig í miklum vanda og komst naumlega hjá gjaldþroti í liðinni viku. Aðaleig- andi þess, Chung Mong-Hun, hefur vísað á bug tillögum um að greiða hluta af gríðarlegum skuldum fyrir- tækisins með því að gefa út ný hluta- bréf er lánardrottnar myndu fá í stað afborgana. Framleiðslugeta Daewoo er um tvær milljónir bíla á ári. Gert er ráð fyrir að General Motors muni bjóða lægri fjárhæð í fyrirtækið en búist hafði verið við en Daewoo reynir nú að hjara með því að nota eins konar neyðarlán í bönkum. Á mánudag gat það ekki greitt 40 milljónir dollara, um 3,5 milljarða króna, í afborgun af láni. Stjórnendur Daewoo og fulltrúar verkamanna sátu í gær á þriggja stunda löngum fundi og reyndu að finna lausn á vandanum sem krafan um fækkun starfsmanna veldur. En stéttarfélögin neituðu sem fyrr að sætta sig við þá ráðstöfun. Helsti viðskiptabanki fyrirtækisins veitti Daewoo frest þar til í dag, miðviku- dag, ella yrði það úrskurðað gjald- þrota. Einn af frammámönnum Daewoo sagði að skuldir er næmu um 155 milljónum dollara myndu gjaldfalla í vikunni og fyrirtækið hefði ekkert fé til að greiða skuldirn- ar. Verði fyrirtækið gjaldþrota munu um 250 undirverktakar þess verða illa úti og gætu einnig orðið gjaldþrota. Fyrir þrem árum fengu Suður- Kóreumenn um 58 milljarða dollara lán hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum, IMF, til að komast hjá kreppu og jafnvel efnahagslegu hruni. En sér- fræðingar segja að tíminn hafi ekki verið notaður til að endurskipu- leggja rekstur stórfyrirtækja lands- ins sem hafa notið velvildar stjórn- málamanna og fyrirgreiðslu. Kim Dae-Jung, forseti landsins, sagði í gær að ekki yrði hlaupið undir bagga með fyrirtækjum sem rekin væru með tapi. Hann segir að verði gripið til hagræðingar í rekstri fyrirtækj- anna missi allt að 50.000 manns vinn- una en ýmsir sérfræðingar og tals- menn stéttarfélaga segja að hálf milljón sé raunhæfari tala. i f< s << ' > : í" j§ W fp» fm. iff m j mAMÆæS M jtj SKJÁR EINN til hamingju Bergljót
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.