Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 57

Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 57
MORGUNB LAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000 57. DANS j I Norðurlandatitlar í samkvæmisdönsum íslendingar náðu góðum árangri á Norð- urlandamótinu í sam- kvæmisdönsum um síðustu helgi. Sigrún Kjartansdóttir og Birna Bjarnadóttir fjalla hér um keppnina og það sem framundan er í dansíþróttinni. Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir lentu í 1. sæti og þau Friðrik Ái-nason og Sandra Júlía Bernburg í 6. sæti og sjást þau hér við verðlaunaafhendinguna. Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Helga Dögg Helgadóttir og ísak Halldórsson Ngu- yen Norðurlandameistarar annað árið í röð. Hóp- ur barna í Dansíþróttafélaginu Hvönn, Kópðavogi, kom og tók á móti meisturunum sínum á flugvell- inum með blómahaf. Norðurlandameistaramót í sam- kvæmisdönsum var haldið í Espoo í Finnlandi síðastliðinn laugardag. Slík mót hafa verið haldin árlega og skipt- ast Norðurlöndin á að halda þau. Fjögur íslensk danspör tóku þátt í keppninni í þetta sinn og er það fá- mennari hópur en almennt hefur tek- ið þátt frá íslandi. Islensku dansaramir kepptu í tveimur aldurshópum, eða í flokki Unglinga 1,12-13 ára og flokki Ung- menna, 16-18 ára, en einnig fór fram keppni í flokki Ungiinga II, 14-15 ára og flokki fullorðinna, 35 ára og eldri Tvö íslensk pör kepptu því í hvor- um flokki. í yngri flokknum voru það Friðrik Árnason og Sandra Júlía Bemburg og Jónatan Arnar Örlygs- son og Hólmfríður Björnsdóttir, öll frá dansíþróttafélaginu Gulltoppi og í eldri flokknum Hannes Egilsson og Sigrún Ýr Magnúsdóttir, Gulltoppi og ísak Nguyen Halldórsson og Helga Dögg Helgadóttir, dans- íþróttafélaginu Hvönn. Opið mót í fyrsta skipti Norðurlandameistaramótið er nú í fyrsta sinn haldið sem opið mót, og er það breyting frá því sem áður var, en mótið hefur lengi vel verið þannig skipulagt að hvert land hefur einung- is mátt senda tvö pör í hverjum ald- urshópi. Á síðasta aðalíúndi norrænu dansíþróttasambandanna var tekin ákvörðun um að opna mótið og var það orðið vel tímabært. Með þessu nýja fyrirkomulagi er stefnt að því að gera mótíð sterkara og skemmti- legra, en vonandi einnig fjölmennara þai- sem norrænir dansai-ar hafa ótakmarkaðan aðgang að mótinu. Þá var einnig haldið alþjóðlegt opið mót áhugamanna í 10 dönsum þennan sama dag, en daginn eftir var haldið annað mót í sama flokki í 5 sam- kvæmisdönsum og 5 suður-amerísk- um dönsum. Sömu daga var einnig keppt í rokki og boogie í flokki ungl- inga og áhugamanna. AUs var því keppt í 11 flokkum þessa tvo móts- daga. Mótið var haldið í nýlegri og glæsi- legri íshokkíhöll, Lánsiauto Areena, í Espoo. Sérstakar einangrunarplötur voru lagðar á ísinn og síðan parket. Dansgólfið var síð- an flóðlýst enda tvær sjónvarps- stöðvar sem sendu frá mótinu og var umgjörð og öll aðstaða til fyrir- myndar. Ekki fór hjá því að nokkurn kulda legði frá gólfinu en á móti kom að aldrei varð heitt eða þungt loft í húsinu. Dómarar á Norðurlandameistara- mótinu voru einn frá hverju Norður- landanna, en auk þess frá Þýskalandi, Japan, og Bandaríkjunum á opna al- þjóðamótinu. Dómarar á Heims- meistaramótinu í 10 dönsum komu auk þess frá Italíu, Rússlandi, Eng- landi og Litháen. Sigurður Hákonarson danskennai'i dæmdi fyrir Islands hönd á þessu móti, en hann hefur langa reynslu af dómarastörfum í dansi. N orðurlandameistarar í annað skipti Norðurlandameistaramótið er 10 dansa keppni sem þýðir að saman- lagður árangur beggja greina, sígildu samkvæmisdansanna og suður-amer- ísku dansanna ráða úrslitum. Mótið hófst kl. 10:30 á laugai'degin- um með keppni ungmenna. Alls tóku 24 pör þátt í keppninni í þetta sinn, þar af tvö íslensk þau Hannes og Sigrún Ýr, sem eru bæði mjög góðir pg reyndir dansarar en nýtt par, og ísak og Helga Dögg sem hafa verið að ná mjög góðum árangri undanfama mánuði. Dansaðar voru 3 umferðir í hvorri grein og komust bæði pörin í undan- úrslit. Isak og Helga Dögg komust síðan í úi'slit og gerðu sér lítið fyrir og sigruðu með glæsibrag. Þetta er ann- ar NorðurlandatitiU þeirra, því þau sigruðu einnig á Norðui-landameist- aramótinu 1999. Aðspurð sögðust þau Isak og Helga Dögg hafa dansað nokkuð vel og örugglega og gert sér vonir um góðan árangur. Þau urðu að dansa af mikilli einbeitingu því hópurinn var sterkur og ekkert gefið eftir. Þau voru að vonum ákaflega sæl með sig- urinn. ísak og Helga Dögg hafa með þessum sigri enn og aftur sýnt hvað í þeim býr. Þau hafa með góðri frammistöðu sinni og ljúfri framkomu náð að vekja athygli sem íslenskir dansarar og þar með vakið athygli dansáhugamanna í Evi’ópu á íslandi sem keppnisstað. Hannes og Sigrún Ýr náðu 11 sæti í þessu móti. Áttu ekki von á sigri Stuttu seinna hófst keppni ungl- inga I eða 12-13 ára. 11 pör tóku þátt í keppninni og voru þau frá Dan- mörku, Finnlandi og 2 frá íslandi. Það voru þau Friðrik og Sandra Júlía og Jónatan Amar og Hólmfríður. Þau ísak Nguyen Halldórsson og Helga Dögg Helgadóttir, dansíþróttafélag- inu Hvönn, á verðlaunapallinum í Finnlandi. hófu keppnina með því að dansa suð- ur-amerísku dansana samba, cha cha og jive og stuttu seinna dönsuðu þau sígildu dansana enskan vals, tangó og quickstep. Þegar tilkynnt vai’ að bæði ís- lensku pörin hefðu komist í 6 para úr- slit var mikill fögnuður í íslenska hópnum og vom bæði pörin hvött óspart í úrslitunum. Mikil spenna var þegar úrslitin vora tilkynnt enda ekki alltaf sem Island á 2 pör í úrslitum. Svo fór að lokum að Friðrik og Sandra Júlía náðu 6. sætinu sem er mjög góður árangur, enda reyndir dansai-ar og íslandsmeistarar á ferð og Jónatan Arnar og Hólmfríðui’ stóðu uppi sem sigurvegarar og þai’ með Norðurlandameistarar unglinga 2000. Aðspurð sögðust þau ekki hafa átt von á því að sigra, sérstaklega vegna þess að þau væra að keppa á fyrra ár- inu sínu í þessum flokki. Þau sögðust hafa gert sitt besta og dansað mjög vel og öragglega. Þau vora að vonum mjög ánægð með sigurinn en sögðu að keppnin hefði verið hörð. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þau Jónatan Arnar og Hólmfríður standa sig vel erlendis því þau hafa undanfarin ár náð mjög góðum árangri á þeim er- lendu keppnum sem þau hafa tekið þátt í. Einnig era þau margfaldir ís- landsmeistai’ar og era í hópi sterk- ustu danspara Islands. Frægir Finnar á Ieið til fslands Samhliða þessu móti þennan dag var haldin heimsmeistai’akeppni í 10 dönsum í flokki áhugamanna. Sú keppni var mjög sterk enda tóku þátt 33 danspör frá jafnmörgum löndum. Sigui’vegarai’ urðu Danimir Peter Stokkebroe og Kristina Juel. Þau era miklir íslandsvinir frá því að þau komu hingað á fyrsta Norður- landameistaramótið sem hér hefur verið haldið árið 1996. 1 öðra sæti urðu ítalskir dansarar og slóvensk danspar í þriðja sæti. í lok dagsins fyrir verðlaunaaf- hendingu fór fram stórglæsileg dans- sýning. Eitt af bestu og þekktustu danspöram heims, þau Jukka og Sirpa Haapalainen era frá Finnlandi og sýndu þau suður-ameríska dansa. Svo skemmtilega vill til að um næstu helgi mun þetta fræga danspar sýna á Danshátíð Dansskóla Jóns Péturs og Köra sem haldin verður í Laugar- dalshöllinni, sunnudaginn 12. nóvem- ber og þar geta allir sem áhuga hafa séð þessa dansara sem og okkar bestu íslensku dansara. Vöktu athygli á fslandi Á sunnudeginum 5. nóvember tóku Hannes og Sigrún Ýr einnig þátt í Norræna alþjóða opna mótinu í suð- ur-amerískum dönsum sem og í sí- gildum samkvæmisdönsum. Þetta mót gefur stig á alþjóðastigalistann að því gefnu að ákveðinn fjöldi kepp- enda frá ýmsum löndum mæti til"v keppni. Þai’ voru um 50 danspör skráð í hvoram hópi frá Evrópu, Jap- an, Kína, Suður-Afríku, Ástralíu, Kanada og USA og þar á meðal vora sterkustu pör Dana, Litháa, Pólverja, Itala og Rússa. Þetta var mjög hörð og erfið keppni og náðu Hannes og Sigrún Ýr nokkrum árangri í suður-amerískum dönsum. Þau hafa bæði nokkra reynslu af þátttöku á mótum erlendis en þá með öðram dansfélögum. Það er því von okkar að sjá þau koma^ sterkari til leiks á næstu mótum. Norðurlandameistaramótið verður haldið á Islandi næsta ár. Það verður í annað skipti sem íslendingar halda þetta mót. Undirbúningur mótsins er þegai- hafinn og vonast er til að sam- hliða mótinu verði einnig haldin al- þjóðleg danskeppni til að tryggja að- sókn keppenda frá fleiri löndum í Evrópu. Við dansáhugamenn horfum björt- um augum til framtíðar dansíþróttar- innar. Það verður gaman að takast á við verkefnin á næsta ári. Fyrir utan Norðurlandameistaramótið munum við halda þrjú mót á næsta vori. Við erum að vinna að því að tryggja þátt- töku dansara í fremstu röð á Norður- löndunum, Austurríki, Rússlandi og^ jafnvel Litháen, og er von okkar að bestu danspör heims sjái sér hag í því að taka þátt og heimsækja land og þjóð. Danspörin okkar sáu svo sannar- lega um að vekja athygli á íslandi með tvöföldum Norðurlandameist- arasigri, annað árið í röð. Höfundar eiga sæti í stjórn Dansiþróttasambands Islands. FUIMDIR/ MAIMNFAGNAÐUR Aðalfundur Skautafélags Reykjavíkur, íshokkídeildar, verður haldinn á kaffiteríu ÍSÍ í Laugardal, mið- vikudaginn 22. nóvember2000 kl. 20.00. Dagskrá samkvæmt lögum félagsins. Stjórnin. AT VINNUHUSNÆÐI Til leigu við Laugaveg Til leigu 40 m2 verslunareining við Laugaveg. Eignin ertilbúin til afhendingar. Upplýsingar í símum 896 9747 og 896 9791. AUG l_ Ý2S I N AAUGLVSINGA FÉLAGSLÍF FERÐAFÉLAG ÍSLANDS MORKINNI 6 - SlMI 568-2533 Myndasýning í FÍ-salnum. Arnarfell hið mikla — Þjórs- árver. Gísli Már Gíslason og Sigríður Þorbjarnardóttir lýsa Þjórsárverum og ná- grenni í máli og myndum, einstöku náttúrufari þeirra og fegurð. Aðgangseyrir 500. Allir velkomnir. Kaffiveitingar í hléi. Dagsferð 12. nóvember kl. 13.00. Vífilsfell. Verð 1.400. .....SAMBAND ÍSLENZKRA KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Samkoma í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58, í kvöld kl. 20.30. Birna G. Jónsdóttir og Guðlaugur Gíslason tala. Þórður Búason syngur. Allir hjartanlega velkomnir. Munið guðsþjónustur og sam- komur á kristniboðsdaginn nk. sunnudag. Netfang http://sik.is □ GLITNIR 6000110819 1 I.O.O.F. 18 - 1811188 ( G.H. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. □ HELGAFELL 6000110819 IVW Innsetning Stm. I.O.O.F. 9 = 1811188’/2 = 9.0. □ Njörður 60000118019 1 I.O.O.F. 7 = 18111881/2 = 9.II. Skyqqnilvsinaafundur Þórhallur Guðmundsson, miðill, heldur skyggnilýsingafund mið- vikudaginn 8. nóvember kl. 20.30 i veislusal Glaðheima, Álalind 3, Kópavogi — Reið- höll Gusts. Húsið verður opnað kl. 19.30. Allir velkomnir. Aðkoma að salnum er undir brúna hjá stórmarkaði Elko og Rúmfatalagers.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.