Morgunblaðið - 08.11.2000, Side 72
pttrgmmlMiiÍi
+ Borðtölvur
+ Fartölvur
+ Netþjónar
563 3000 + www.ejs.ls
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK SÍMI5691100, SÍMBRÉFS691181, PÓSTHÓLF3040,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJdiMBLJS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1
MIÐVIKUDAGUR 8. NÓVEMBER 2000
VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK.
Launaútgjöld heilbrigðisstofnana
aukast um 8% á þessu ári
Utgjöld stefna í
1,5 milljarða
umfram fjárlög
AÐ MATI Ríkisendurskoðunar gætu
launaútgjöld heilbrigðisstofnana
hækkað um 8% á þessu ári. Þetta þýð-
ir 1,1 milljarði meiri launaútgjöld en
reiknað var með í fjárlögum. Auk
þess eru horfur á að önnur útgjöld
heilbrigðisstofnana fari 400 milljónir
fram úr fjárlögum. Það er því mat
Ríkisendurskoðunar að fjárþörf heil-
ili ^JTÍgðisstofnana stefni í að vera 1,5
milljarðar umfram fjárlög.
Ríkisendurskoðun óskaði eftir upp-
lýsingum frá 87 heilbrigðisstofnunum
um afkomu þeirra á fyrri hluta ársins.
Þær gera ráð íyrir að fjárþörf um-
fram fjárheimildir á þessu ári verði
um 880 m.kr. Ríkisendurskoðun met-
ur það hins vegar svo að það vanti 1,5
milljarða inn í rekstur þeirra.
I fjáraukalagafrumvarpi, sem nú
liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir
800 m.kr. framlagi til heilbrigðis-
stofnana. Ríkisendurskoðun telur að
eftir sem áður vanti um 600 milljónir
til að mæta fjárþörf stofnananna. 250
m.kr. eru vegna launa og 350 m.kr.
vegna annarra gjalda. Meginhlutinn
tengist sjö heilbrigðisstofnunum.
Heilbrigðisstofnanirnar gerðu ráð
fyrir í áætlunum sínum að heildar-
fjárþörf að frádregnum sértekjum á
fyrri helmingi ársins yrði 17,7 miHj-
arðar. Niðurstaðan er hins vegar 18,4
milljarðar, um 700 m.kr. meira en
áætlað var.
Að mati Ríkisendurskoðunar hafa
ráðuneyti heilbrigðismála og fjármála
gripið til þeirra ráðstafana sem mælt
var fyrir um við afgreiðslu fjárlaga.
Hins vegar eru sum verkefnin það
skammt á veg komin að ekki er að svo
stöddu hægt að mæla árangur þeirra.
^andspítalinn ræðir við Rauða kross-
inn um samstarf vegna sjúkrahótels
Gæti aukið rými
um helming
LANDSPITALI - háskólasjúkrahús
á í viðræðum við Reykjavíkurdeild
Rauða kross íslands um samstarf á
rekstri sjúkrahótels Rauða krossins
sem starfrækt hefur verið á fjórðu og
efstu hæð Fosshótels Lindar við
J>iuðarárstíg í Reykjavík. Anna
Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri
hjúkrunar hjá Landspítalanum, stað-
festi þetta í samtali við Morgunblaðið.
Fyrirhugað samstarf er fólgið í því
að spítalinn útvegar hjúkrunarfræð-
inga á sjúkrahótelið ásamt læknis-
þjónustu ef á þarf að halda. A móti
láta RKÍ og Fosshótel í té fleiri gisti-
rými á hótelinu, en hótelið leigir hús-
næðið af Rauða krossinum, og gæti
gistirýmum fjölgað um nær helming
með samstarfinu. Reiknað er með að
skrifað verði undir samstarfssamning
á næstunni.
Rauði krossinn hefur til þessa rek-
ið sjúkrahótelið við Rauðarárstíg,
með samningi um húsnæði og
■ápjveðna hótelþjónustu frá Fosshótel-
um.
Verði af samstarfinu við Land-
spítalann mun Fosshótel fækka gisti-
rýmum sínum, einkum yfir vetrar-
mánuðina. Sjúkrahótelið hefur notið
þjónustu hjúkrunarfræðings frá
Heimahjúkrun Reykjavíkur, sem
leggst þá af með samstarfinu við
spítalann. Að sögn Önnu gæti verið
um tvö stöðugildi hjúkrunarfræðinga
að ræða.
Tilraunaverkefni
Frá því að Anna tók við starfi fram-
kvæmdastjóra hjúkrunar hjá Land-
spítalanum í vor hefur efling sjúkra-
hótels verið eitt af hennar helstu
hugðarefnum. Hún lagði á það
áherslu í samtali við Morgunblaðið að
um tilraunaverkefni væri að ræða,
samið yrði við Rauða krossinn til
skamms tíma fyrst um sinn.
„Við þurfum að skoða mjög vel
hvemig þetta tilraunaverkefni tekst,
með tilliti til framtíðarinnar. Sjúkra-
hótel eru núna rekin í tengslum við
flestöll stæi-ri sjúkrahús á Norður-
löndum. Þannig hefur ríkisspítalinn í
Ósló nýlega opnað stórt sjúkrahótel,
sem er innangengt í úr spítalanum.
Það er rekið sem hótel og þar er talað
um gesti en ekki sjúklinga. Við finn-
um fyrir þörfinni fyrir frekari rekstur
sjúkrahótels hér á landi og hún hefur
aukist á síðari árum,“ sagði Anna.
Bónus fyrír
korthafa
Nú getur þú greltt meíl EUR0CARD
og MasterCard greiúslukortum í Bónus!
Mastertaid
Morgunblaðið/Golli
Viðgerðir á Sjó-
mannaskólanum
ÞAÐ glampar á nýjar þakplötur
Sjómannaskólans á Rauðarárholti
í haustsólinni.
Unnið er að frágangi á þaki
Sjómannaskólans, en viðgerðir á
þaki og þakrennum hússins hóf-
ust í sumar. Frekari framkvæmd-
ir við húsið standa til því að á
næsta ári er ráðgert að klæða
alla bygginguna að utan.
Hafna
tilboðum
í knatt-
spyrnuhús
STARFSHÓPUR um knattspymu-
hús í Grafarvogi leggur til að borgar-
yfirvöld hafni öllum þeim fjóram til-
boðum sem bárust í byggingu og
rekstur knattspyrnuhúss í Grafar-
vogi, en framkvæmdin var boðin út
sem einkaframkvæmd, í lokuðu út-
boði.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg-
arstjóri sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að þessi niðurstaða
kæmi ekki á óvart því hún sæi ekki
hvernig einkaframkvæmdir gætu
borgað sigþai' sem Reykjavíkurborg
hefði aðgang að mun hagstæðari
lánskjöram en verktakar.
■ Borgarstjóri/16
----------------
Uggandi um
námslán
IÐNNEMAR eru uggandi um sinn
hag ef verkfall kennara verður langt
þar sem úthlutun námslána þeirra
frá Lánasjóði íslenskra námsmanna
byggist á niðurstöðum prófa í lok
annarinnar.
Steingrímur Ari Arason, fram-
kvæmdastjóri LIN, sagði í samtali
við Morgunblaðið að stjórnin myndi
ræða þessi mál lánþega á fundi síðar
í vikunni. Regla sjóðsins væri að
framfærslulán vegna haustmisseris
væru greidd út í framhaldi af upp-
lýsingum um námsárangur. „Éf
námsmenn geta ekki skilað námsár-
angri vegna verkfallsins er það alveg
ljóst að bregðast þarf við með ein-
hverjum hætti,“ sagði Steingrímur
en taldi ekki tímabært að ræða málið
frekar að svo stöddu.
Lánasjóðurinn lánar einkum nem-
endum í háskólanámi en einnig eiga
nemendur í sérnámi, þar á meðal
iðnnemar, rétt á úthlutun.
■ Rólegur/6
14% lægri fjárhæð samþykktra húsbréfalána í október
Dregur úr lánum
fímm mánuði í röð
UPPHÆÐ samþykktra húsbréfa-
lána var lægri í októbermánuði en í
sama mánuði í fyrra svo munar 14%
samkvæmt nýjum upplýsingum
íbúðalánasjóðs. Er það fimmti mán-
uðurinn í röð sem heildarfjárhæð
samþykktra lána er minni en í sama
mánuði í fyrra, en framan af árinu
var um veralega aukningu húsbréfa-
lána að ræða frá sama tímabili síð-
astaárs.
Heildarfjárhæð samþykktra hús-
bréfalána fyrstu tíu mánuði ársins
eða fram til loka október nemur rúm-
um 24,5 milljörðum króna, sem er
6,6% minna en í fyrra á sama tíma
þegar heildarfjárhæð samþykktra
lána var tæpir 26,3 milljarðar kr.
Munurinn er enn meiri ef miðað er
við áætlað markaðsvirði húsbréfanna
vegna breytinga á ávöxtunarkröf-
unni eða 16,3%. Þannig var áætlað
markaðsvirði 26,8 milljarðar króna í
fyrra, en er 22,4 milljarðar kr. í ár eða
tæpum 4,4 milljörðum kr. minna.
Breytingar á heildar-
fjárhæð samþykktra
iána í húsbréfakerfinu
1999 til 2000
Milljónir
króna
Mánuður 1999 2000 Breyting
Janúar 1.176 1.976 +68,0%
Febrúar 1.821 2.207 +21,2%
Mars 3.282 3.483 +6,1%
Apríl 2.849 2.705 -5,1%
Maí 2.580 2.979 +15,5%
Júní 3.377 2.167 -35,8%
Júlí 3.011 2.065 -31,4%
Ágúst 2.652 2.057 -22,4%
Sept. 2.504 2.306 -7,9%
Okt. 3.017 2.596 -14,0%
ALLS: 26.269 24.541 -6,6%
Fjárstýringarsvið íbúðalánasjóðs
áætlar að sami samdráttur og verið
hefur undanfama mánuði haldi
áfram og miðað við það verður heild-
arfjárhæð samþykktra lána á árinu
rúmir 29 milljarðar króna.
Innkomnar umsóknir það sem af
er árinu era einnig nokkra færri en á
sama tímabili í fyrra, eða tæpar átta
þúsundir, en vora 8.420 fyrstu tíu
mánuðina árið 1999. Mikil fjölgun
umsókna var fyrstu tvo mánuði árs-
ins eða yfir 60% hvorn mánuð, en síð-
an hafa umsóknir verið færri heldur
en sömu mánuði ársins 1999, ef und-
anskildir era tveir síðustu mánuðir.
Umsóknir í septembermánuði vora
5,3% fleiri en í september í fyrra og
umsóknir í október 0,6% fleiri en í
sama mánuði í fyrra.
Kemur fram í samantekt Ibúða-
lánajóðs að það á rætur að rekja til
þess að fleiri umsóknir hafa borist
vegna nýbygginga í ár en í fyrra en
umsóknir vegna notaðra íbúða í októ-
ber era 32 færri en í október í fyrra,
en innkomnar umsóknir í október í ár
vora 873 talsins.