Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ Forstjóri Þjóóhagsstofnunar segir aó útflutningstekjur af áli muni nema 100 milljörðum kr. áriö 2010, veröi af þeirri uppbyggingu álframleiöslu í landinu sem nú er stefnt aö. Hann segir óskastööuna þá aö ákvöróun um stækkun álversins á Grundartanga og byggingu álvers á Reyóarfirði liggi fyrir um mitt næsta ár, svo unnt verói aö raöa áföngum framkvæmda saman. í fjórðu grein Björns Inga Hrafnssonar af fimm um stóriöjumál hér á landi kemur í Ijós aö áhöld eru um hvort aukin sam- keppni um raforku leiói til hærra verös. Þeir eru líka til sem segja litla arösemi felast í virkjunum til stóriöju. Morgunblaöió/RAX ÓRÐUR Friðjónsson, for- stjóri Þjóðhagsstofnunar, og formaður samráðsnefndar stjórnvalda, Landsvirkjunar og fjárfesta um stóriðjumál, segir óskastöðuna þá, miðað við þá stöðu sem upp er kom- in, að bæði Norðurál og Reyðarál verði fengin til þess að sveigja áform sín að heildaráætlun stjórnvalda um frekari uppbyggingu stóriðju hér á landi. Þá væri jafnframt búið að fara rækilega yfir þá virkjunarröð sem hentar best í tilfelli Grundartanga annars vegar og Reyð- arfjarðar hins vegar. „Mér sýnist að leggist menn yfir málin megi finna leiðir til að leysa þau. Alls ekki á að kasta frá sér þeim möguleika að vinna bæði þessi verkefni og áfangaskipta með þeim hætti að báðir aðilar geti sæmilega sáttir við unað,“ segir hann. „Verði hins vegar farið af stað í báðar fram- kvæmdir, án þess að samþætta þær með ein- hveiju móti, yrði það eflaust óþægilegt í hag- rænu tilliti. Á tímabilinu 2003-2004 yrði umfang framkvæmda gríðarlegt ef þannig yrði staðið að málum. Það væri því ekki gáfu- legt, að mínu mati.“ Jafnvel gengið betur í rekstrinum en búist var við Jón Ingimarsson, sérfræðingur FBA í stór- iðju- og orkumálum og fyrrverandi skrifstofu- stjóri í iðnaðarráðuneytinu, telur að fyrir alla aðila; fyrirtækið, starfsmenn þess, þjóðarbúið og Landsvirkjun, sé mjög mikilvægt að Norð- uráli verði gert kleift að auka framleiðslu ál- versins á Grundartanga, eins og nú hefur ver- ið farið fram á. „Með því móti næst enn betri arðsemi og fyrirtækið verður þar af leiðandi hæfara til að greiða hér skatta og laun og fyrir orkuna. Þannig skilar það eigendum sínum jafnframt meiri arði,“ segir hann. „Það er alveg ljóst að alltaf hefur verið gert ráð fyrir að álver á Grundartanga yrði stærra og myndi framleiða meira en 90 þúsund tonn á ári til framtíðar. Það hefur þess vegna fyrst og fremst verið spuming um tímasetningu; hve- nær sú framleiðsla yrði aukin.“ Jón segir það samdóma álit þeirra sem til þekki að starfsemin hafi gengið vel á Grundar- tanga, fyrirtækið hafi jafnan aðeins tekið eitt skref í einu og stigið hægt til jarðar í upp- byggingu. Nú sé að koma í ljós að það hafi ver- ið skynsamlegt. „Gengi þessa fyrirtækis hefur verið með þeim hætti sem búist var við í upphafi og kannski ríflega það. Alltaf tekur nokkum tíma í upphafi að hefja starfsemi í fyrirtæki af þess- ari stærðargráðu, stilla áhöfnina, rétt eins og menn þekkja úr útgerðinni. Nú benda hins vegar öll gögn til þess að jafnvel betur hafi gengið í rekstri fyrirtækisins en búast mátti við.“ Sögusagnir um að Norðurál væri til sölu Þessi ummæli verða vart túlkuð öðmvísi en sem lofsamleg umsögn, en athyglisvert er að rifja upp komu Columbia Ventures, móðurfé- lags Norðuráls, inn á íslenska markaðinn. Vart er ofsagt að fyrirtækinu hafi verið tekið með fyrirvara og fyrstu mánuðina og jafnvel árin gengu sögur um að rekstur þess gengi ekki sem skyldi og að Kenneth Peterson, aðal- eigandi þess, vildi gjarnan selja. Hermdu fregnir að Norsk Hydro hefði jafnvel ljáð máls á að kaupa álverið af Columbia Ventures, en það mun aldrei hafa komið til tals í neinni al- vöra. Hins vegar herma heimildir Morgun- blaðsins að annað norskt fyrirtæki, Elkem, hafi sýnt markvissari tilburði í þessum efnum, en farið bónleitt til búðar. Elkem er einmitt meirihlutaeigandi í Islenska járnblendifélag- inu, nágranna Norðuráls á Grandartanga. Staða málsins er hins vegar sú að Kenneth Peterson hefur aldrei haft nokkum áhuga á að selja fyrirtækið. Viðmælendur Morgunblaðs- ins segja að þar fari einkar séður kaupsýslu- maður sem í raun hafi verið búinn að taka ákvörðun um allt að 300 þúsund tonn álver um leið og hann hóf byggingu fyrsta áfangans, upp á 60 þúsund tonn. Þrátt fyrir nokkurn þrýsting um að hafa byrjunaráfanga álversins stærri, hélt Peterson sínu striki og reisti sér þannig ekki hurðarás um öxl, enda var hann á þeim tíma tilbúinn með búnað frá Þýskalandi fyrir 60 þúsund tonna verksmiðju. Nú er hins vegar unnið að stækkun álversins upp í 90 þúsund tonn og gangi þau stækkunaráform eftir sem til umræðu era nú, verður álverið 300 þúsund tonn innan fjögurra til sex ára og áætlun Petersons gengið fullkomlega eftir. Ráðið frá því að selja 10% hlutafjárins á markaði Morgunblaðið hefur raunar heimildir fyrir því að einu sinni hafi Peterson ljáð máls á því að tíundi hluti hlutafjár Norðuráls yrði boðinn á markaði hér á landi. Hugmynd Petersons og samstarfsmanna hans var að með því móti mætti skapa fyrirtækinu „íslenskari" ímynd og traustari sess meðal þjóðarinnar. Islensk fjármálafyrirtæki og fleiri sérfræð- ingar réðu Peterson þó frá þessu, sögðu slíkt ekki tímabært. Umræða um fyrirtækið var þá enn fremur neikvæð og talsverð óvissa um framhaldið, enda sveiflur miklar á heimsmarkaði. Margir af þessum sömu sérfræðingum segja nú við Morgunblaðið að líklegt megi telja að markaðurinn tæki nú betur á móti hlutafjárútboði Norðuráls, kæmi til þess. Fyr- irtækið hafi unnið sér sess og sé sýnilega vel rekið. Það sem mæli hins vegar á móti slíkum áformum sé slæm reynsla hlutabréfamarkað- arins af verslun með bréf í íslenska járn- blendifélaginu, en bréf í því félagi hafi ekki náð sér á strik í langan tíma þrátt fyrir nokkr- ar væntingar. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins (FBA) tók þátt í að fjármagna fyrstu skref Columbia Ventures hér á landi í félagi við ellefu evrópska banka. Eigið framlag Columbia Ventures var á þeim tíma um eitt hundrað milljónir dollara, en bankarnir tólf veittu svo lán vegna verkefnafjármögnunar upp á 110 milljónir dollara. Samtals kostaði fyrsti áfangi álversins um 215 milljónir dollara, að því er Ragnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri fjármála- og stjórnunarsviðs fyrirtækisins upplýsir. Hann bætir því við að með öðram Morgunblaöió/Golli áfanga fari talan upp í 300 milljónir dala og með þeim þriðja, þ.e. 150 þúsund tonnum til viðbótar, verði heildarfjárfesting vegna upp- byggingar álframleiðslu á Grundartanga orðin um 850 milljónir dollara, eða sem nemur rösk- lega 70 milljörðum íslenskra króna. Peningarnir eru til reiðu Vegna byggingar annars áfanga var ráðist í s.k. endurfjármögnun og tóku FBA og Lands- banki Islands tók í henni ásamt tíu evrópskum bönkum. Var það lán upp á 167 milljónir doll- ara og var m.a. notað til að greiða upp fyrra lánið. Að sögn Ragnars eru eigur Norðuráls á Grandartanga allsherjarveð fyrir þessu láni, en á öðram veðrétti er síðan 15 milljón dollara lán sem tekið var í tveimur áföngum frá Landsbanka íslands. Sérstakt veð fyrir því láni er ábyrgð Columbia Ventures í Banda- ríkjunum. Ragnar segir að nú nýlega hafi Columbia Ventures selt fjórar úrvinnuslustöðvar í Bandaríkjunum og hafi söluverðið numið 125 milljónum dollara. Fyrir liggi að þetta fé og meira til hyggist fyrirtækið nýta til fjármögn- unar á þriðja áfanga uppbyggingar á Grand- artanga. Peningarnir séu með öðram orðum til reiðu. Athyglisvert er í þessu samhengi að benda á að bæði FBA og Landsbankinn hafa tekið þátt í fjármögnun Norðuráls hf. og með samein- ingu FBA og íslandsbanka tengist sá banki fyrirtækinu einnig. Varla er hægt að finna betra dæmi um smæðina og návígið í íslenska fjármálamarkaðinum en þetta, því samtals á Islandsbanki-FBA nú 40% í Hæfi ehf., undir- búningsfélagi Reyðarálsverkefnisins, og Landsbankinn önnur 20%. Samtals eiga því þær tvær fjármálastofnanir sem tekið hafa þátt í fjármögnun Norðuráls 60% í undirbún- ingsfélagi um risavaxið álver á Austurlandi. Það er ráðandi hluti. Stækkun mun áhættuminni fjárfesting Þórður Friðjónsson leggur í sínum mál- flutningi áherslu á muninn á eðli fjárfestingar annars vegar í byggingu stóriðju frá grunni og hins vegar stækkun á fyrirliggjandi aðstöðu. ,jUlajafna líta álfyrirtækin á stækkun sem fremur áhættulitla fjárfestingu sem eykur bagkvæmni. Að ráðast í byggingu nýs álvers frá granni er hins vegar allt annars eðlis og um slíkt er ekki tekin ákvörðun nema að vand- lega athuguðu máli,“ segir hann. Þórður telur, eins og fleiri, að áform Norð- uráls nú eigi að hvetja fjárfestana og Hydro til dáða, en mjög mikilvægt sé að ákvörðun þeirra liggi fyrir sem allra fyrst. Hingað til hefur verið stefnt að lokaákvörð- un í þessu máli fyrir 1. febrúar 2002, en Þórð- ur segir það sitt mat að menn muni raunar geta farið býsna nærri um það strax á miðju næsta ári hvort af framkvæmdunum verður eða ekki. „Endanleg ákvörðun er hugsuð 1. febrúar 2002, en mörgum mánuðum fyrr munu menn í raun og vera vita hvort raunhæfur grandvöll- m- er til þess að ráðast í framkvæmdir eða ekki,“ segir hann. Þórður segir að sér finnist engin ástæða til
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.