Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þetta hlýtur að vera rétt hjá mér, surtur, örin benti hingað. Enn gengur erfíðlega að manna leikskólana í Reykjavík Foreldrar taka börnin heim í veikindum starfsfólks FORELDRAR og forráðamenn barna á Leikskólum Reykjavíkur hafa fengið bréf frá viðkomandi leik- skóla þar sem farið er fram á það að þeir aðstoði leikskólana þegar veik- indi starfsmanna koma upp. Aðstoðin er fólgin í því að foreldrar skiptist á að hafa börnin sín heima þegar starfs- menn veikjast. í bréii, sem leikskólinn Sæborg hefur sent út, segir að erfitt hafi verið að manna leikskólann eftir sumarfrí. Veikindaafleysing sé ekki til staðar og engin afleysing inni á deildum þeg- ar starfsmenn veikjast. Af þessum sökum er farið fram á það að foreldr- ar hafi böm sín heima þegar svona stendur á. Deildarstjóri geri lista svo það lendi ekki alltaf á sömu foreldrunum að hafa böm sín heima. Jafnframt hafi þessi skerðing á dvalartíma Upplagt í eldhúsið bráðsniðugt í barnaherbergið hljómar vel f hjónaherbergi stórgott í stofuna ~ • Myndlampi Black Matrix T • Nicam stereo • 50 stöðva minni Allar aðgerðir á skjá »íslenskt textavarp • Skart tengl á t • Fjarstýring J? SHARP Myndbandstæki VCM 330 033áaflelns 18.900 stgr. á aðeins 14.900 stgr. • 2 hausa • 2 skart tengi • Allar aðgerðir á skjá BRÆÐURNIR Lógmúla 8 • Slml 530 2800 www.ormsson.is barns áhrif til lækkunar á dagvistar- gjöldum. Soffía Þorsteinsdóttir, leikskóla- stjóri á Sæborg, segir að ekki hafi tekist að ráða nógu marga starfs- menn til að fylla öll pláss á leikskólan- um. Þar em enn laus fimmtán pláss. Ein álma leikskólans er aðeins starf- rækt að einum íjórða hluta. Eins og fram kom í Morgunblaðinu 29. október sl. hafa tólf leikskólar Reykjavíkurborgar af 72 á undan- fijmum mánuðum þurft að grípa til þess ráðs að loka einstaka deildum um hádegi með reglulegu millibili vegna manneklu. Um síðustu mán- aðamót vantaði t.a.m. um 70 manns til þess að manna lausar stöður á leik- skólum borgarinnar. Soffia segir að það sé ekki nýtt að foreldrar séu beðnir um að taka börn- in heim vegna þessa vanda. Hún segir það eitt til ráða að hækka laun leik- skólakennara og annarra starfs- manna leikskólanna. „Það fæst ekki fólk til starfa. Reyndar hefur verið hægt að fá útlendinga til vinnu en við höfum tekið þá stefnu að taka ekki fleiri útlendinga að sinni. Við emm með tvær erlendar konur hér og okk- ur þykir það nóg í bili,“ segir Soffía. Foreldrar barna á biðlistum óánægðir Soffla kveðst í raun undrast góð viðbrögð foreldra við erindi leikskól- ans. Engar kvartanir hafi borist vegna þessa en hún segir að foreldrar bama á biðlistum séu hins vegar afar óánægðir með stöðu mála. Formenn foreldrafélaga leikskóla í vesturbænum hafa ákveðið að hittast á fundi í vikunni til að ræða stöðu mála. Ástn'ður Ingólfsdóttir, formað- ur Foreldrafélags Sæborgar, segir að svipað ástand sé á flestum leikskólum í vesturbænum og sums staðar verra en á Sæborg. Búið sé að stytta dvalar- tíma bamanna á mörgum leikskólum og segja upp dvalarsamningum. Forsvarsmenn Félags íslenskra leikskólakennara hafa sett fram kröf- ur um allt að tvöföldun byijunarlauna í næstu kjaraviðræðum. Byijunar- laun eru nú um 102.000 krónur. Samningar leikskólakennara eru lausir um næstu áramót. Fyrirlestur Nýrrar dögunar Sorgin og fjölskyldan IKVÖLD verður hald- inn fyrirlestur á veg- um Nýrrar dögunar, samtaka um sorg og sorgarviðbrögð. Nanna K. Sigurðardóttir félags- ráðgjafi hjá Tengslum talar um: „Sorgina og fjölskylduna". Fyrirlest- urinn er í safnaðarheimili Háteigskirkju og hefst klukkan 20. Fyrirspurnir og umræður verða eftir fyrirlesturinn. Kristín Eyjólfsdóttir, starfsmað- ur Nýrrar dögunar, var spurð hvert væri tilefni þessa fyrirlestrar? „Tilefnið er sú þörf sem við finnum að er fyr- ir hendi hjá fjölskyldum á íslandi; að fjölskyldan geti unnið saman þegar sorgin ber að dyrum, unnið úr reynslu sinni og látið hana sam- eina fjölskylduna en ekki sundra henni.“ - Hvað verður helst fjallað u m? „Komið er inn á mikilvægi tjáningar, hvernig fjölskylda getur lært að tala saman og tjá líðan sína og einnig er fjallað um hagnýt atriði, hvernig á að tjá sína tilfinningalegu líðan þegar öll samskipti eru mjög viðkvæm. Það er miklu auðveldara að þegja ýmislegt í hel en tala út, þegar innri sársauki er fyrir hendi. Þá er rætt um hvernig fjölskyldan getur tekið á tog- streitu í samskiptum sín á milli, sem rekja má til sorgarvið- bragða, svo sem reiði eða ásök- unar. Fjallað verður um hvernig fjölskyldumeðlimir geti annast hver annan. Okkur er mjög um- hugað um að fólk geri sér ijóst mikilvægi snertingar í sorgar- ferli og hvernig við berum okkur að í fjölskyldum þar sem slíkt hefur ekki tíðkast." - Er mjög mismunandi hvern- ig fólk bregst við missi? „Já, sorgin hefur margbreyti- leg birtingarform, sorgarferli er langt frá þvi að vera hið sama hjá öllum. Það er einnig mjög einstaklingsbundið og enginn einn sannleikur til um hvernig unnið skuli úr slíkri reynslu. Samtökin Ný dögun styður syrgjendur og alla þá sem vinna að velferð þeirra. Samtökin eru öllum opin og starfsemin lýtur fyrst og fremst að stuðningi, ráðgjöf, upplýsingaþjónustu og fræðslu. Starfssvið samtakanna er fyrst og fremst að veita syrgj- endum stuðning í löngu sorgar- ferli. Fyrst fær fólk oftast stuðn- ing frá umhverfinu og nýtur jafnvel áfallahjálpar en þegar frá líður er oftast þörf á áfram- haldandi stuðningi sem hægt er að fá hér.“ - Hvernig hagið þið starfínu? „Við bjóðum upp á að fólk geti bæði hringt til okkar og komið. Síðan gefst syrgjendum kostur á að sækja mánaðarlega fyrir- lestra yfir vetrartíma og þar er fyrst og fremst verið að fjalla um efni tengt sorginni. Við fáum til okkar fagfólk sem hefur mikla reynslu í að vinna með syrgj- endum. Einnig erum við að þreifa okkur áfram með opinn Kristín Eyjólfsdóttir ► Kristín Eyjólfsdóttir fæddist í Reykjavík 18. febrúar 1959. Hún lauk þroskaþjálfaprófi 1984 og hefur starfað við það að mestu leyti síðan í Reykjavík og Kaup- mannahöfn. Hún er í hlutastarfí hjá Nýrri dögun, samtökum um sorg og sorgarviðbrögð. Kristín er gift Magnúsi Bergmann Magnússyni sem er sjálfstætt starfandi myndatökumaður. Þau eiga eina unga dóttur. Tilraun með opinn sorgar- hóp hófst í haust, þar eru allir velkomnir sorgarhóp þar sem allir eru vel- komir. Þar er markmiðið fyrst og fremst að fólk eigi kost á að hitta aðra syrgjendur. Vera í samfélagi við þá, sem gengið hafa í gegnum sömu reynslu eða svipaða, og gefa þannig hver öðrum styrk.“ -Er engin hætta á að svona langvarandi umfjöllun um sorg hjá einum einstaklingi geti leitt til svokallaðs „sorgardekurs“? „Þau okkar sem orðið hafa fyrir sorg spyrjum vafalaust öll á einhverjum punkti hvort við séum í hættu á að festast í þess- ari vanlíðan. Spurningin: Er ég að missa vitið? er stundum áleit- in. Ég vil meina að yfirleitt sé fólk ekki í hættu á að dekra við sorg sína, hitt er ljóst að ferlið er langt og strangt og það tekur sinn toll. Mér finnst að persónu- leiki fólks dýpki við sorgar- reynslu. Sárið grær á mismun- andi löngum tíma hjá flestu fólki en oftast verður eftir ör eftir áfallið. Stundum er talað um að „fólk læri að lifa með þessari reynslu“.“ - Veitið þið fólki hagnýtar upplýsingar, svo sem hvar það getur fengið áfallahjáip, bætur af ýmsu tagi o.s.frv. ? „í minni tíð hefur lítið sem ekkert verið falast eftir slíkri að- stoð, það er meira að fólk sé beinlínis að spyrja ráða hvernig það eigi að takast á við tilfinn- ingar sorgarinnar í heild sinni. Við reynum að leiða viðkomandi einstakling áfram á ferð sinni til uppbyggingar og fyrra lífs. Mér finnst syrgjendur leita eftir svörum við spurningum eins og: Er ég á réttri leið? Er ég að missa vitið? Hvað á ég að gera í þessum sporum?" - Hver fæst við að reyna að hjálpa fólki til að svara þessum spurningum? „Ég er hér í hálfu starfi og sinni þeim einstaklingum sem til _______ samtakanna leita í gegnum síma. Síðan höfum við fólk sem hefur verið starfandi meira og minna í fé- laginu síðan það var stofnað fyrir þrettán árum sem er tilbúið að —— veita syrgjendum stuðning ef þess er óskað. Sorg- arhópar eins og ég nefndi áðan eru kjörinn vettvangur til þess að vinna með sorg sína og finna leiðir til þess að byggja upp líf sitt að nýju án þess sem farinn er. Finna gleði og tilgang í lífinu á ný.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.