Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 48
48 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 Kosninga- klúður Efiirklúðrið í Flórída má búast við að allt verði í lás í Washington. Eftir Karl Blöndal Frá Kenýa berast þau boð að menn séu boðnir og búnir að aðstoða við talningu atkvæða. í Suður- Ameríku velta menn því fyrir sér hver viðbrögðin hefðu verið ef þessar kosningar hefðu farið íram þar um slóðir og annar for- setaframbjóðandinn hefði virst ætla að komast í embætti eftir um- deilda talningu í ríkinu þar sem bróðir hans væri ríkisstjóri. Reyndar virðist Banda- ríkjamönnum þykja sem fram- bjóðenduma hafí þáða sett niður á þeim dögum, sem liðnir eru frá því kosið var 7. nóvember. A1 Gkire hefur sýnt að hann vill allt til vinna til að komast í þetta embætti og bar því vitni flugvél full af lagarefum, sem send var til Flórída skömmu eftir að Ijóst var að talning atkvæða dugði ekki til að knýja fram úrslit. George W. Bush þykir hins veg- UWUADE arhafabrugð- VIHnUKr istviðþvertá sína sannfær- ingu með því að kveðja til alríkisdómstól til að hlutast til um talninguna í Flórída. Repúblikanar hafa löngum verið málsvarar þess að dreifa valdinu og færa það frá hinu svokallaða alríki, sem hefur höfuðstöðvar í Washington, til ríkj- anna. í þokkabót lagði Bush áherslu á það í kosningabaráttunni að hann hygðist reyna að stemma stigu við stefnugleði Banda- ríkjamanna og þeirri tilhneigingu að hneppa allt í fjötra lagaklækja. Bush þótti fara helsti geyst þeg- ar hann greindi frá því að hann væri í raun byrjaður að undirbúa stjómarmyndun. Gore fór þar varlegar í sakimar, fór út í boltaleik með fjölskyldunni og dreif sig í bíó, allt til þess að sýna fram á það að hann væri ekki að skipta sér af talningunni. Það var hins vegar ljóst að hvað sem þessum uppákomum varaforset- ans leið stóð Gore alls ekki á sama, enda var her manns á hans vegum að fylgjast með, þar á meðal Warr- en Christopher, sem var utanríkis- ráðherra hjá Clinton og hefur drjúga reynslu af því að hafa auga með kosningum hér og þar í þriðja heiminum. Sérlegur fulltrúi Bush hefur reyndar ekki minni reynslu af slíku því að hann var utanríkisráðherra hjá pabba hans. Bandarískir fjöl- miðlar kalla hann consigliere Bush-fjölskyldunnar, en svo eru nánustu ráðgjafar mafíufjöl- skyldna kallaðir. Baker þótti ekki sérdeilis sannfærandi þegar hann lýsti yfir því að traustara væri að telja atkvæði í vélum en að láta menn um talninguna og því ætti að hverfa frá handtalningu atvkæð- anna í sýslum í Flórída á borð við Palm Beach. Þau rök, sem nú er beitt koma flokkslit ekkert vit og markast ein- göngu af því sem hentar til að ná settu marki, enda Ijóst að væri dæminu snúið við myndu hinar stríðandi fylkingar einfaldlega hafa skipti á rökum máli sínu til stuðnings. Síðan héldi orrahríðin áfram. Spekingamir segja nú að verði Gore enn undir þegar utankjör- staðaratkvæði hafa verið talin í Flórída á morgun eða hinn eigi hann að játa sig sigraðan. Þá geti hann tekið að sér að hlutverk písl- arvættis og muni eiga meiri mögu- t leika á að ná forsetastólnum eftir- sótta eftir fjögur ár. Það er hins vegar óvíst að hann hlusti á slík ráð. Þetta er hins vegar ekki í fyrsta skipti, sem Bandaríkjamenn hafa þurft að bíða eftir því að kosningar yrðu leiddar til lykta. Árið 1800 var mjög mjótt á munum milli Johns Adams og Thomasar Jeffersons. Þegar kjörmenn greiddu síðan at- kvæði fékkst ekki niðurstaða og fór málið þá fyrir þingið þar sem jafnt var milli Jeffersons og Arons Burrs, sem var varaforsetaefni Jeffersons. Greidd voru atkvæði 36 sinnum áður en niðurstaða fékkst og höfðu kjörmennimir þá setið við í um viku. Kosningamar fóm fram í lok árs 1800, en ekki var Ijóst hver yrði forseti fyrr en í febrúar 1801. Þegar Richard Nixon og John F. Kennedy áttust við árið 1960 var ekki tilkynnt um úrslit fyrr en á hádegi daginn eftir. í kosningun- um þá munaði aðeins níu þúsund atkvæðum á Kennedy og Nixon í Illinois. Því hefur löngum verið haldið fram að það hafi ráðið úrslit- um að demókratar undir stjóm Richards Daleys, sem þá var borg- arstjóri Chicago, fylltu kjörskrár af látnu fólki og íbúum óbyggðra lóða. Því er haldið fram að Nixon hafi ákveðið að vefengja ekki úr- slitin í Illinois af því að þar með hefði hann skaðað lýðræðið. í kosningunum átta árum síðar hefði hann síðan uppskorið launin fyrir fómarlund sína. Því má hins vegar ekki gleyma að þótt Nixon hefði haft betur í Illinois hefði hann engu að síður verið með færri kjörmenn en Kennedy. Árið 1948 fékk Thomas E. Dewey að reyna það hvemig er að vera lýstur sigurvegari í kosning- um og láta síðan kippa fótunum undan sér. Hann fór að sofa að kvöldi í þeirri vissu að hann hefði sigrað, en þegar hann vaknaði komst hann að því að Harry Tm- man yrði áfram forseti. „Ef ég er á lífi, hvað er ég að gera hér? Og ef ég er dauður, hvemig stendur á því að ég þarf að fara á klósettið?" spurði Dewey þegar hann velti þessari reynslu fyrir sér. Svipaðar hugsanir hljóta að hafa flogið í gegnum höfuð Bush og Gore undanfama daga. Hins vegar er Ijóst að það gildir einu hvor verður forseti, atburðarás undan- farinna daga hefur veikt þann, sem tekur við. Það sést t.d. á því hvem- ig markaðir bregðast við þessu óvissuástandi. Meðan á kosninga- baráttunni stóð var eins og slagurinn kæmi athafnalífinu ekki við; en nú nötra markaðimir. I þokkabót heíúr ágreiningurinn um talninguna í Flórída sent liðs- menn beggja flokka í skotgrafir, sem í raun vom grafnar þegar mál Monicu Lewinsky komst í hámæli og öldungadeildin gekk til atkvæða um það hvort svipta ætti Bill Clint- on forseta embætti. Eftir slíkan hemað getur verið erfitt að setjast niður og ætla að ræða málin í bróð- emi. Án samstarfs mun hins vegar lítið ganga í Washington. Þegar þetta er skrifað hefur Bush heilla 300 atkvæða meirihluta í Flórída og repúblikanar era reyndar með meirihluta í báðum deildum þings- ins. Hann er hins vegar naumur og í öldungadeildinni, þar sem sitja 100 þingmenn, þarf í raun og vem 60 atkvæði til að veita málum brautargengi því að öðmvísi er ekki hægt að stöðva málþóf. í kjölfar kosningaklúðursins í Flórída má því búast við að allt verði í lás í Washington. MINNINGAR HELGIÖRN FREDERIKSEN + Helgi Örn Frederiksen fæddist í Reykjavík 21. janúar 1971. Hann lést 5. névem- ber siðastliðinn. Foreldrar hans eru Elín Eyvindsdóttir, f. 17.1. 1946 og Al- fred Frederiksen, f. 7.9. 1944. Bréðir Helga Arnar er Sig- urður Adolf, f. 27.4. 1965. Eftirlifandi kona Helga Arnar er Est- er Elín Bjarnadóttir, f. 28.4. 1972 í Vík í Mýrdal. Helgi Örn og Ester Elín eign- Elsku Helgi Örn! Með örfáum fátæklegum orðum langar mig að kveðja þig, þakka samfylgdina og ótal minningar sem tengjast þér og þeim kafla lífs- hlaups þíns er leiðir okkar lágu saman. Það er þyngra en támm taki að sjá á eftir þér brott svo ungum og hraustum í blóma lífsins, burt frá fjölskyldu og ástvinum sem eftir sitja algjörlega skilningsvana um tilgang þeirrar ferðar sem þú hefur verið kvaddur til, nú þegar svo mörg og þýðingarmikil viðfangsefni vom óunnin bæði í leik og starfi. Skilningsvana segi ég þrátt fyrir það að boðað sé, að fyrirvaralaust brotthvarf ástvinar héðan úr heimi hafi þann tilgang að fela viðkom- andi æðra hlutverk í eilífðinni. Við sættum okkur við þá skýr- ingu enda eigum við ekki annarra kosta völ. Okkur fannst að hlutverk þitt meðal okkar við það að rækta fjöl- skyldu- og vinatengsl og fylgja dætmm þínum til þroska, jafnframt því að sinna áhugamálunum fjöl- mörgu væri svo þýðingarmikið og göfugt að breytinga væri ekki þörf. En eigi má sköpum renna og nú er viðfangsefni okkar sem eftir lif- um að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt og vinna bug á sárastu sorginni. Hún mun reynast okkur léttbær- ari þegar frá líður með sjóð minn- inga um yndislegan ljúfling í hug- skotinu. Helgi Örn! Að leiðarlokum þakka ég þér fyrir allt sem þú varst mér sem tengdasonur og vinur. Ég bið algóðan Guð að varðveita sálu þína. Sofðu sofðu góði, sefa grátinn þinn! vef ég ljúflings ljóði litla drenginn minn. Syngur yfir sundi sár og þungur niður: Þei! þei! þei! - í blundi þér er búinn friður (Guðm. Guðmundsson.) Elsku Ester Elín, Elva Ösp, Oddný Hanna, Ella, Alli og aðrir ástvinir, megi sá sami Guð leiða ykkur og hughreysta í lífinu fram- undan. Bjarni Jén. í dag kveðjum þig í hinsta sinn kæri vinur og frændi, Helgi Öm. Okkur langar að skrifa nokkur orð um minningarnar um þig sem nú sækja að okkur. Allar okkar setn- ingar sem nú rjúfa þögnina byrja á orðinu munið þið eða manstu. Þessar setningar era eins og þessi: Munið þið hvernig hann var með bleyjuna þegar hann var lítill? Hvernig hann varð að halda í horn- ið á bleyjunni og nuddaði henni við kinnamar á sér til að geta sofnað? Munið þið hvernig hann notaði orð- ið sitt „nöndi“ yfir alla hluti, sama hveijir þeir vom eða hétu? „Nöndi“ var orð yfir alla flókna hluti hans. Hvað við gátum síðan góðlátlega strítt honum á þvi þegar hann var orðinn stór. Munið þið hvað hann var dugleg- ur að vera úti með pabba sínum og þvælast um í Willys-jeppanum sem uðust _ dótturina Elvu Ösp, f. 29.6. 1999. Fyrir átti Helgi dótturina Oddnýju Hönnu, f. 15.6. 1989, móðir hennar er Bergþóra Ólafsdóttir. Helgi Örn ólst upp í Reykjavík og Kópavogi. Undan- farin ár starfaði Helgi Örn hjá heild- versluninni Tengi ehf. í Kópavogi. Útför Helga Arn- ar fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. þeir fóm á um allt? Hvernig þeir vom nánast sem fastur liður fyrstir í morgunkaffi um helgar? Munið þið hvað hann var stoltur yfir öllu sem fjölskyldan var að brasa saman á þeim tíma? Munið þið hvað öll útivera, veiðar og fjalla- ferðir áttu hug hans allan? Manstu hvað hann var stoltur þegar Oddný Hanna fæddist? Þeg- ar hann sagði frá afrekum hennar mggaði hann alltaf í herðunum. Munið þið hvað hann var stoltur þegar hann var að kynna okkur fyr- ir Ester kæmstunni sinni? Og hvað hann geislaði af gleði þegar Elva Ösp kom í heiminn? Þannig er hvert smáatriði dregið fram til að rifja upp tímann með þér. Þú þroskaðist frá litlu barni í fullorðinn mann. Það var alltaf eitt- hvað spennandi að gerast í kringum þig og það var alltaf eitthvað á döf- inni. Kraftur þinn og þróttur virt- ust engan endi eða takmörk hafa. En kraftur þinn og þróttur þvarr, en því fáum við ekki ráðið. Nú þeg- ar við kveðjum þig, kæri vinur og frændi, er svo mikill söknuður í hjartanu að það svíður. Við getum aðeins beðið um styrk almættisins til að styrkja Ester, Elvu Ösp og Oddnýju Hönnu, Elínu, Alla og Sigga og alla þá mörgu sem nú syrgja þann góða dreng, Helga Örn Frederiksen. Minninguna um þig munum við geyma í hjartanu. Eiríkur, Gréta og böm. Á þessum tíma árs styttir daginn og blítt haustið víkur fyrir ókomn- um vetri. Með jafnvel tilhlökkun og kvíða. Við höfum nú verið óþyrmi- lega minnt á að á örskots stund em örlög manna ráðin, hamingjan breytist í þungan harm og sorgin nýstir. Ótal spurningar vakna sem ekki fást svör við. Elsku Helgi frændi, ég og fjölskylda mín eigum margar yndislegar minningar um þig frá liðnum ámm. Allar útileg- urnar og alla veiðitúrana. Þá var nú ekki verið að spá í veðrið hvort það væri rigning eða rok. Það var bara haldið af stað. Ég á svo erfitt með að tjá mín kveðjuorð til þín og ég finn hvað minn fjöðurstafur er þungur. Það er svo margt sem mig langar til að segja þér, en það verð- ur að bíða betri tíma, það er að segja þegar við hittumst á himn- anahæðum. Nú kveð ég þig og þakka liðna daga og þína elsku bæði fyr og síð. Og þegar verður öll mín æfisaga, með yl og geisla bros og tár og stríð. Við munum sjást í sólar björtum löndum þar sorg er ekki framar til né hel en allt er gleði og ást í Drottins höndum mitt elsku bamið kæra, farðu vel. Elsku Ester, Elva Ösp, Oddný Hanna, Ella, Alli, Siggi og allir aðr- ir aðstandendur, ég bið Drottin um varðveirslu og styrk ykkur til handa. Elsku frændi. Minning þín er ljós í lífi okkar. Elsa Jóhanna Gísladóttir (Jossa frænka). Þegar manni verður reikað um heiðalönd í Ijósaskiptunum að MORGUNBLAÐIÐ hausti sést hvar kóngulóin hefur spunnið sinn glitrandi vetrarkvíða yfir fjárgötur og slóða. Á svona fögmm stundum er gott að láta hugann reika þegar þungt er um hjartarætur. Ég sé hann ljóslifandi fyrir mér, litla, feimna strákinn með stutta hárið og stóm augun. Strákinn sem ætlaði bara að fá að vera nokkra daga á bænum þar sem pabbi hans hafði verið í sveit þegar hann var lítill. Ein vika varð að heilu sumri, fyrsta sumrinu af mörgum. Það var gott að hafa hann nálægt sér. Hann var samofinn sveitinni frá fyrsta degi. Hann skildi svo vel forsendur og tilgang þess sem haft var fyrir stafni. Til að byrja með var hann barnapía og kúasmali og sýndi oft meira sjálfstæði og fyrir- hyggju en venja var um börn á hans aldri. Við munum þegar hann kom heim með kýrnar, og sagði frá því að ein kýrin „væri borin - en það er allt í lagi með hana og kálf- inn“, sagði hann lafmóður. „Hún bar alveg á bakkanum á djúpa skurðinum sem liggur austur að Núpi, en ég lét hana elta mig og bar kálfinn inn á mitt tún svo hann dytti ekki ofan í skurðinn og drukknaði meðan ég færi heim með hinar svo að þið gætuð farið að mjólka. Nú ætla ég að ná í hana. En þið verðið að passa Lappa. Hún hefur algert ofnæmi fyrir honum.“ Og fallegu augun ljómuðu. Svo var hann rokinn. Tíminn leið og sumar tók við af sumri. Störfin sem Helga vom falin urðu margbreytilegri. Honum þótti ekkert sérlega gaman að passa óv- itana. Ekki heldur að mjólka. Hann var kominn út á hlað að leika við Lappa áður en hann vissi af. Hon- um þótti líka pínulítið gaman að stríða tuddanum. Jafnvel líka mjólkureftirlitsmanninum, sem bmnaði í hlaðið brúnaþungur og hitti Helga á fjóspallinum. Það era óhreinindi í mjólkinni frá ykkur," sagði eftirlitsmaðurinn ábúðarmik- ill. „Það er skrýtið,“ sagði Helgi. „Við látum alltaf slurk af sápu í hana.“ Ekki leið á löngu áður en hann var kominn í sitt aðalhlutverk í sveitinni, sem eftirsóttur vélamað- ur. Hann var með afbrigðum laginn í höndunum og tileinkaði sér alla tækni á augabragði. Fljótlega fór snáðinn að dytta að ýmsu sem bil- aði eða þurfti aðgæslu við á ein- hvern hátt og kom í ljós að sjaldan fellur eplið langt frá eikinni, því að betur verki farið fólk en foreldra hans þekkjum við ekki, og gildir einu hvað gert er. Við stóðum okk- ur hvað eftir annað að því, eftir að Helgi var hættur að vera í sveitinni, að við gerðum algerlega óraunhæf- ar kröfur til þeirra sem áttu að vinna á sömu vélum og hann hafði gert. Við vomm orðin svo góðu vön, Helgi gerði yfirleitt við áður en bil- aði, skipti um síur og og tinda, sauð saman og smurði og gerði óbeðinn það sem gera þurfti í venjubundnu viðhaldi heyvinnuvélanna strax um eða upp úr fermingu. Það hefur enginn leikið eftir í okkar búskap. Svo kom að því að Helgi hvarf til annarra starfa. Hans var auðvitað saknað, en oft leit hann inn þegar hann var á ferðinni, sérstaklega á leið í óbyggðaferðir og margs konar veiðiskap. Hann unni náttúmnni, unni hjartslætti hennar gegnum all- ar árstíðir. Fuglana þekkti hann eins og lófann á sér, vissi eðli þeirra og atferli. Eitt sinn þegar hann snaraðist inn úr dymnum og drakk nokkur glös af alvörumjólk eins og hann var vanur, nánast áður en hann heilsaði fólkinu, var kominn alveg nýr bjarmi í fallegu augun. Hann kynnti okkur fyrir Ester, yndislegri stúlku með geislandi bjart bros. Hún vakti allt það besta sem bjó í honum og gaf lífl hans nýja vídd. Líka Oddný Hanna, litla stúlkan sem hann eignaðist ungur. Og svo kom Elva Ösp og lífið hló við litlu fjölskyldunni. En hamingjusólin skín ekki öll- um. Á vini okkar sannaðist hið fomkveðna, að sitt er hvað gæfa og gjörvileiki. Þar kom, að ský dró fyrir sólu og deyfði birtu lífsins svo
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.