Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 51 fyrir aldri mínum. Mér finnst leitt að eiga enga langömmu lengur en fyrst og fremst er ég sorgmædd yfir að geta ekki fylgt þér síðasta spölinn, elsku langamma, en þegar ég kom og kvaddi þig áður en ég fór sem skiptinemi til Brasilíu í júlí var mamma búin að búa mig undir að sá möguleiki væri til staðar að þú yrðir dáin áður en ég kæmi heim og því miður varð raunin sú. Nú ertu laus við veikindin og þeysir trúlega um á honum Grána þínum um þinn heittelskaða Skagafjörð. Guð blessi þig, elsku langamma mín. Þín, Þorbjörg Alda Birkis. Kynni okkar Guðbjargar hófust fyrir 20 árum þegar ég kom inn á heimili hennar í fylgd dóttursonar hennar sem þá hélt heimili með ömmu sinni að Hátúni 8 í Reykja- vík. Sá ég strax að þarna var merkileg kona sem mér þótti ríg- fullorðin en það var nú aldeilis annað sem kom í ljós við nánari kynni. Guðbjörg var létt í lund, bar sig vel, var virðuleg í fasi, léttstíg og hnakkreist. Ekki tók hún mér opnum örmum í upphafi en þegar á leið urðum við hinir mestu mátar. Margar góðar stundir áttum við saman og þótt aldursmunur okkar væri meira en fimmtíu ár var vart hægt að greina á milli hvor okkar væri yngri í anda. Við gátum setið langt fram á nótt og talað um ævi hennar og samtíðarfólk. Guðbjörg sagði skemmtilega frá og mundi svo vel eftir sínum yngri árum. Þar stóðu alltaf upp úr bernskuár hennar á Sauðárkróki þar sem fað- ir hennar var héraðslæknir, einnig námsárin í Kaupmannahöfn og svo árin með eiginmanninum, Sigurði Birkis söngmálastjóra þjóðkir- kjunnar, sem lést árið 1960. Með Sigurði eignaðist hún tvö börn, Regínu tengdamóður mína og Sig- urð sem búsettur er í Bandaríkjun- um. Guðbjörg lét mikið til sín taka í félagsmálum. Hún var heiðursfé- lagi í Hringnum og Náttúrulækn- ingafélagi Islands og hafði gaman af að starfa í þessum félögum. Þá starfaði hún lengi í Kvenfélagi Háteigssóknar og tók virkan þátt í uppbyggingu Háteigskirkju. Erfitt er að setjast niður og skrifa eftir- mála um konu eins og Guðbjörgu enda af miklu að taka. Alltaf var stutt í glensið og gamanið en Guð- björg var mikil félagsvera og leið alltaf best innan um sitt fólk, þar naut hún sín, alltaf manna hress- ust. Guðbjörg bar aldurinn vel þó að hún væri komin yfir nírætt. Hún var vel rólfær þangað til að hún var svo óheppin að detta og slasa sig um miðjan september en upp úr því varð hún rúmföst, nokk- uð sem hún átti erfitt með að sætta sig við, jafnathafnasöm og -heilsuhraust og hún hafði verið fyrir slysið þrátt fyrir háan aldur. Guðbjörg reyndist mér afskaplega vel í gegnum tíðina eins og eigin- manni mínum, „Gulla sínum“ eins og hún kallaði hann alltaf en ein- staklega kært var á milli þeirra. Ég á margar góðar og fallegar minningar um þessa góðu konu sem ég ætla að eiga fyrir mig. Guðbjörg Birkis verður jarð- sungin frá Háteigskirkju í dag 16. nóvember. Blessuð sé minning þín kæra vinkona eða „amma langa“ eins og börnin mín kölluðu þig. Minningin lifir um góða mann- eskju. Far þú í friði, Friður guðs þig blessi, Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Auður Guðmundsdóttir. Við lát Guðbjargar Birkis minn- umst við mætrar konu. Guðbjörg varð félagi í Hringnum 1960, þá 52 ára að aldri og með góða reynslu í félagsstörfum. Ekki síst þess vegna varð hún strax traustur og virkur félagi í innra starfi félagsins og átti hún sæti í stjórn þess á ár- unum ■ >1965-4968.. -Guðbjörg var mikil hannyrðakona og þess naut félagið í ríkum mæli. Fagrir og vel unnir munir frá Guðbjörgu voru árvissir á bösurum félagsins þar til hún var um nírætt. Hún var hátt- vís kona með fágaða framkomu og var dugleg að mæta á alla okkar fundi. Guðbjörg var gerð að heið- ursfélaga á 90 ára afmæli félagsins 1994. Hennar er saknað úr röðum félagskvenna og þökkuð löng og góð samvera. Hringskonur senda aðstandend- um hennar innilegar samúðar- kveðjur og geyma góðar minningar um merka konu. Fyi'ir hönd Hringskvenna, Borghildur Fenger, formaður. Ég sá Guðbjörgu Birkis fyrst sumarið 1958. Þá hafði ég ráðið mig sem starfsstúlku á heilsuhæli Náttúrulækningarfélags Islands í Hveragerði í því augnamiði að kynnast hinni umdeildu náttúru- lækningarstefnu Jónasar Krist- jánssonar læknis, sem lengst af hafði starfað á Sauðárkróki við góðan orðstír. Ég átti við vanda- mál að stríða sem ekki hafði tekist að lagfæra. Jónas læknir hafði heimili sitt á hælinu en var að mestu hættur störfum, enda orðinn 88 ára. Ég gekk á fund Jónasar og strax eftir fyrsta viðtal fékk ég fyllsta traust á honum. Leyndi sér ekki að þarna var vitur hugsjóna- maður. Jónas barðist fyrir því að tekið yrði upp jurta-, ávaxta- og mjólkurfæði. Allt saltmeti, kjötvör- ur, hvítt hveiti og sykur, kaffi og vímuefni voru bannvörur og aðeins mátti nota jurtakrydd. Er ég fór að lifa á þessu fæði gjörbreyttist líðan mín. Það var upplifun að kynnast þessum yfirlætislausa öld- ungi sem geislaði af áhuga fyrir bættu mannlífi. Guðbjörg Bh-kis kom í heimsókn til Jónasar föður síns ásamt eigin- manni sínum Sigurði Birkis, söng- kennara og söngmálastjóra þjóð- kirkjunnar. Guðbjörg var mjög prúð en einarðleg og hafði pers- ónutöfra. Það leyndi sér ekki að það var mjög kært með þeim feðg- inum. Jónas bar mikið traust til dóttur sinnar og fylgdi hún áhuga- málum hans eftir en þau voru fyrst og fremst velgengni Heilsuhælis- ins. Eftir þriggja mánaða dvöl á hælinu fór ég til náms í tvö og hálft ár. Að því loknu kom ég þangað aftur og átti eftir að vinna þar í 32 ár. Þá var brautryðjandinn fallinn frá en frændfólk hans og vinir vildu allir starfa í hans anda. Jónas hafði verið forseti NLFÍ en við forsetastarfinu tók Arnheið- ur Jónsdóttir námsstjóri. Með- stjórnendur voru Guðbjörg, dóttir Jónasar, Pétur Gunnarsson ráðu- neytisstjóri og fleiri. Unnu þær vinkonur vel saman þegar leysa þurfti úr vanda. Hælið var á bernskuskeiði og fátækt. Fram- kvæmdastjórinn, Árni Ásbjarnar- son, var eldheitur náttúrulækn- ingaunnandi og duglegur fjármála- maður. Það var ánægjulegt að sjá hælið vaxa og dafna og taka þátt í að vinna að stefnu Jónasar. Óhjá- kvæmilegt er að upp komi erfið- leikar á svona stöðum en þá reynd- ist Guðbjörg traust og sterk persóna. Hún hafði góðan bak- grunn, alin upp á rómuðu menn- ingarheimili hjá foreldrum sínum Jónasi, lækni og konu hans, Hans- ínu Benediktsdóttur. Hún lauk prófi frá Kvennaskólanum í Reykjavík og hússtjórnarkennara- prófi frá Sorö í Danmörku, kenndi matreiðslu um tíma við hússtjórn- ardeild Kvennaskólans og var prófdómari í Hússtjórnarkennara- skóla íslands. Guðbjörg starfaði að velgjörðarmálum, vann mikið í kvenfélagi Hringsins. Var hún ein þeirra sem lagði öllum góðum mál- um lið. Ég þakka Guðbjörgu Birkis hennar hlýju, traustu og góðu vin- áttu um 40 ára skeið. Jafnframt votta ég aðstandendum hennar innilega samúð. Blessuð sé minning mikilhæfrar konu. Pálxna R. Kjartansdóttir. .4 UiMUOI KRISTMUNDUR HA UKUR JÓNSSON + Kristmundur Haukur Jónsson fæddist á Stokkseyri 3. október 1930. Hann lést í Prag 4. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Halldóra Ólöf Sigurðardóttir og Jón Magniísson. Systkini hans eru Magnús, látinn; Sig- urjón og Sigríður. Hinn 11. nóvember 1952 kvæntist Krist- mundur eftirlifandi konu sinni Margróti Árnýju Helgadóttur, f. 14. ágúst 1929. Börn þeirra eru: 1) Sigríð- ur, f. 4. ágúst 1950, gift Birgi Jenssyni og eiga þau tvo syni, Hauk Jens, f. 1967, og Kristmund, Það er lífsins gangur að segja bless, við sjáumst síðar, en ekki óraði mig fyrir því að þurfa að segja það með þessum hætti og við þessar að- stæður. Ég kynntist Hauk og Díu árið 1965 þegar við Sigga drógumst saman, og var mér strax tekið með mikilli góð- vild. Haukur var alla tíð rnjög áhuga- samur um okkar hagi og gerði sér oft ferð til okkar, bara til að athuga hvernig við hefðum það. Haukm- var þannig persóna sem alltaf var tilbúin að veita aðstoð ef á þurfti að halda, var alltaf mjög trúr sínum vinnustað og eina persónan sem ég get sagt með virðingu mjög trúr sinni sveit og sín- um uppruna, enda mun ég standa upp og drúpa höfði og minnast hans næst þegar ég heyri Blessuð sértu sveitin mín. Og ég veit í hjarta mínu að hann tekur undir, þar sem hann er staddur. Haukur og Día áttu sérlega vel saman og voru mjög góðir félagar bæði í leik og starfi og sjást þess glögg merki í sveitinni sem við áttum saman, en þar undu þau sér vel og voru mjög dugleg að dunda sér við hin ýmsu störf er til féllu, alltaf glöð og ánægð með sitt hlutskipti. Haukur var þannig maður meðal okkar sem skilur eftir sig mjög stórt skarð og er sárt saknað. Elsku Día, ég vona að sá sem öllu ræður styrki þig á þessum erfiðu tím- um. Elsku tengdapabbi, takk fyrir allar samvenxstundirnai- sem við áttum saman og fyrirgef mér þessar fátæk- legu línur, en mig brestur orð. Guð veri með þér. Birgir Jensson. Formáli minningar- greina ÆSKILEGT er að minningar- greinum fylgi á sérblaði upp- lýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um for- eldra hans, systkini, maka og börn, skólagöngu og störf og loks hvaðan útför hans fer fram. Ætlast er til að þessar upplýsingar komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletrað- ur, en ekki í greinunum sjálf- um. ^lixixixxii i xxxxxy H H H H H H H Erfisdrykkjur H H P E R L A N « H H H f. 1969. 2) Guðbjörn, f. 19. febrúar 1953, hans börn eru Drífa Margrét, f. 1986, og Alli Rúnar, f. 1982. 3) Helga, f. 19. apríl 1954, gift Lárusi Haukssyni. Þeirra synir eru Magnús Haukur, f. 1972, Friðrik, f. 1986, d. sama ár, Kristinn, f. 1977, og Árni Þór, f. 1983.4) Jón Halldór, f. 3. apríl 1966, hans synir Jakob Fannar, f. 1992, og Andri Freyr, f. 1996. Barnabarnabörn Kristmundar eru orðin sex. Utför Kristmundar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Það var dapur hópur sem hélt heim á leið hinn 5. nóvember úr árshátíðar- ferð til Prag í Tékklandi. Ferðafélögunum hafði fækkað um einn. Okkar ágæti félagi og vinur, Kristmundur Haukur Jónsson, veikt- ist snögglega og lést um borð í skemmtiferðabát á ánni Moldá. Það sem mér er efst í huga þegar ég hugsa til Hauks vai- samtal okkar á 70 ára afmæli hans, fyrir réttum mán- uði, um aldur. Við voram sammála um það að aldur væri bara tölur og það væri hugurinn í hvcrjum manni sem réði aldrinum. Þetta óvænta frá- fall Hauks er okkur öllum sem unnu með honum mikið áfall. Haukur var ungur í anda, hress og stutt í gamnið. Hann byrjaði að vinna í ölgerðinni Egill Skallagrímsson hinn 1. júní 1985 og þá fyrst á bílaverkstæði ÓES og síðar í fi’amleiðslusal, þar sem hann varð fljótlega einn af lykilmönn- um framleiðslunnar. Eins og áður sagði vai’ð Haukur 70 ára 3. október síðastliðinn og var hann búinn að ákveða að hætta að vinna á Þorláks- messu þegar kallið kom. Ekki get ég látið hjá líða að minn- ast á hversu hjálplegur og bóngóður hann var við alla sem til hans leituðu. Hauks er nú sárt saknað af nánum vinnufélögum en mestur er missir eiginkonu hans Mai’grétar og barna þeirra. Um leið sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Minning um góðan dreng lifir. Ragnar Haraldsson. Sími 562 0200 SlIIIIIXXXXIIIIXXjfc t Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengda- faðir, afi og langafi, PÉTUR M. SIGURÐSSON mjólkurfræðingur og fyrrum bóndi í Austurkoti, Engjavegi 67, Selfossi, lést á hjúkrunarheimilinu Ljósheimum þriðju- daginn 14. nóvember. Magnús Pétursson, Ólafur Pétursson, Sigurður H. Pétursson, Margrét Pétursdóttir, Jórunn Pétursdóttir, Guðrún K. Erlingsdóttir, Pétur Hauksson, barnabörn og barnabarnabörn. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Ragnhildur Þórðardóttir, Þröstur V. Guðmundsson, t Ástkær maður minn, faðir okkar og bróðir, JÓN ÁSGEIRSSON, Laugavegi 40, lést þriðjudaginn 14. nóvember á Landspítalanum við Hringbraut. Jóhanna Guðmundsdóttir, Kristín Jónsdóttir, Hanna Charlotta Jónsdóttir, Ásgeir Jónsson, Þórður Ásgeirsson. t Ástkær eiginkona mín, GUÐRÚN MARÍASDÓTTIR, Digranesvegi 16, Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 8. nóvember sl., verður jarðsungin frá Kópavogskirkju föstu- daginn 17. nóvember kl. 13.30. Sigurður Einarsson. Lokað í dag frá kl. 13.00 vegna jarðarfarar Helga Arnar Frederiksen Tengi.ehf Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.