Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 43 Morgunblaðið/RAX Bein fjárfesting á íslandi 1990 - 1999 í milljónum kr. á verðlagi hvers árs 10.265 10.395 1.281 1.073 1990 1991 -40 -109 L^r 1996 1997 1998 1999 1992 1993 1994 1995 Heimild: Þjóðhagsstofnun af vöm- útflutningi Hlutfall áls í útflutningi 1991 - 2002 af öllum — útflutningi % 20 15 10 5 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 Hagvöxtur á Islandi og í OECP 1991 - 2002 Hlutfallsleg aukning vergrar landsframleiðslu frá fyrra ári að örvænta í þessum efnum og stilla þeim upp þannig að ef beðið verði niðurstöðu Reyðaráls geti það orðið til þess að Norðurál falli frá sín- um áformum. „Óskastaðan er að sigla báðum þessum framkvæmdum í höfn. Ég get ekki séð að í því felist einhver áhætta gagnvart Norðuráli, því verkefnin eru gjörólík. Aðstæður til stækkun- ar eru mjög hagstæðar á Grundartanga, en aðstæður til uppbyggingar álvers frá grunni eru hins vegar líklega hvergi í Evrópu hag- stæðari en í Reyðarfirði. Aætlað álver þar yrði hið stærsta í Évrópu og má með góðum og gildum rökum segja að þar verði hugsanlega byggt síðasta álverið í Evrópu.“ Útflutningstekjur af áli 50 eða 100 milljatðar árið 2010 Pórður nefnir ennfremur að ýmis gnmd- vallaratriði séu enn ekki frágengin í Reyðar- álsverkefninu og því sé sú tímaáætlun sem unnið er eftir, afar þröng. Það gæti á hinn bóg- inn orðið til þess að auðvelda samþættingu verkefnanna. „Hér er mjög mikið í húfi. í stærra sam- hengi stendur valið um að framleiða 400 þús- und tonn árið 2010 eða 800 þúsund tonn. Að útflutningstekjur af áli verði 50 milljarðar eft- ir tíu ár eða 100 milljarðar. Að ál verði fjórð- ungur alls útflutnings okkar, rétt á eftir sjáv- arafurðum. Um þetta snýst málið.“ Jón Ingimarsson bendir á að í gegnum árin hafi stjórnvöld og aðilar tengdir þeim lagt mikið á sig til að laða hingað erlent fjármagn. Nú hafi dæmið hins vegar snúist við og fjár- magnið leiti hingað. Sú spurning hlýtur þá að vakna hvort Is- lendingar geti fallið á því prófi að veita er- lendu fjármagni brautargengi aðeins þegar þeim hentar? „Ég held að við ættum ekki að þurfa að falla á því prófi. Það er miklu fremur ákjósanleg staða sem nú er komin upp, að fleiri en einn aðili hafi áhuga á að ræða þessi mál við okk- ur,“ svarar Jón. Hydro ekki hér á ferð í fyrsta sinn Verði þeim hins vegar ekki veitt heimild til stækkunar, gæti það haft neikvæð áhrif er- lendis? „Við vitum að Norðurálsmenn og aðstand- endur fyrirtækisins í Bandaríkjunum hafa tal- að mjög vel um íslenskt samfélag. Hér sé hægt að fá tiltölulega skjót svör. Það er þó ekki þar með sagt að þeir setji ósanngjarnar kröfur um gang mála, heldur hafa þeir lofað hversu skil- virkt kerfið sé í þessum efnum. Verði þeir fyr- ir miklum mótbyr kann eflaust eitthvað að breytast, en frekar þá með óbeinum hætti. Þeir myndu varla fara að auglýsa það. Þeir eru ekki þeirrar gerðar.“ 34 ár eru nú liðin frá því samkomulag stjómvalda og svissneska fyrirtækisins Alusu- isse tókst um byggingu álvers síðarnefnda fyr- irtækisins hér á landi, nánar tiltekið í Straumsvík. Þar er álverið enn, hefur að vísu bólgnað hressilega út síðan, en engum vafa er undirorpið að með komu Alusuisse hingað til lands og stofnun íslenska álfélagsins, var ís- inn brotinn og tónninn gefinn í stóriðjustefnu stjómvalda. Jóhannes Nordal, fv. seðlabankastjóri og formaður stóriðjunefndar ríkisstjórnarinnar um áratugaskeið, segir að nokkum tíma hafi tekið í upphafi að bijóta ísinn og sannfæra er- lendu fyrirtækin um skynsemi þess að fjár- festa hér á landi. „Nokkur fyrirtæki sýndu áhuga á þessum fyrstu áram, en eftir að samningar tókust við svissneska fyrirtækið Alusuisse árið 1966 var ísinn brotinn og framhaldið varð auðveldara að ýmsu leyti,“ segir hann. Stundum hefur verið sagt að nærri láti að öll fyrirtæki sem tengst hafa áliðnaði á einhvern hátt í heiminum á undanförnum áratugum, hafi á einhverjum tímapunkti rennt hýra auga til íslands með staðsetningu álvers í huga. „Það er rétt að frá upphafi lætur nærri að flestöll hin stærri álfyrirtæki í heiminum hafi litið hingað til lands með einum eða öðram hætti. Þessi alþjóðlegu fyrirtæki era enda ekki svo mörg og þau líta á allan heiminn sem einn markað, ekki aðeins hvað varðar sölu heldur einnig fjárfestingu. Af þeim sökum era fyrirtækin sífellt að bera saman mismunandi fjárfestingarkosti í heiminum. Hins vegar hafa ekki nema nokkur þessara fyrirtækja komist svo langt að sýna beinan áhuga á að hefja hér á landi beinar viðræður um fjárfest- ingar,“ segir Jóhannes um þetta. Athyglisvert er í þessu sambandi að nefna, að Norsk Hydro er ekki fyrst núna að sýna áhuga á uppbyggingu stóriðju hér á landi. ,,Það er ekki fyrst nú sem Norsk Hydro sýn- ir Islandi áhuga. Strax á áttunda áratugnum viðraði það áhuga sinn á fjárfestingum hér eft- ir að hafa sjálft kannað aðstæður að einhverju leyti. í samráði við íslensk stjómvöld gerði fyrirtækið þá sérstaka athugun á mismunandi staðsetningarmöguleikum fyrir stóriðju, ann- ars vegar á Reyðarfirði og hins vegar í Eyja- firði. A þessum árum komust málin þó aldrei svo langt að úr yrðu alvarlegar viðræður eða beinn áhugi á fjárfestingum af þeirra hálfu. Núvirði heildarávinnings um 90 milljarðar Þess ber enda að geta að á þeim áram var Hydro enn tiltölulega lítið í álframleiðslu. Það breyttist hins vegar við kaupin á norsku rfkis- verksmiðjunum og Hydro varð eitt af stærstu álframleiðendum heims. Það er því mikill munur á viðræðum stjómvalda við Hydro þá og nú, alvaran er miklu meiri að þessu sinni,“ bætir hann við. Jóhannes segist ekki í vafa um að stóriðja hafi lagt mikið til þjóðarframleiðslu okkar á þessu tímabili og atvinnustarfsemi hér á landi. Hún hafi skipt miklu fyrir tækniþróun og orð- ið til þess að byggja upp sterka verktakaþjón- ustu. „Ekki má heldur vanmeta hversu stóriðja hjálpaði til við að breyta ímynd landsins sem veiðistöðvar eingöngu. Þær sveiflur og þau vandamál sem fylgja því að vera eingöngu háðir fiskveiðum höfðu ýmis áhrif, til dæmis á lánstraust íslendinga og yfirleitt traust er- lendra aðila til efnahagslegs samstarfs við okkur.“ En hvað hefur stóriðja í raun og veru gert fyrir íslenska þjóðarbúið? Páll Harðarson, sérfræðingur á Þjóðhagsstofnun, vann árið 1998 athugun um efnahagsleg áhrif stóriðju á íslenskan þjóðarbúskap undanfarin þrjátíu ár. Sé tekið mið af niðurstöðum þeirrar könnunar kemur í Ijós að stóriðjan hefur aukið hagsæld þjóðarinnar á þessu tímabili. Núvirði heildar- ávinningsins á áranum 1966-1997 var um 90 milljarðar kr. á verðlagi ársins 1997. Þetta samsvarar árlegum ávinningi sem nemur um 0,5% þjóðarframleiðslu á hverjum tíma. í út- tekt Páls segir að þetta séu mjög mikil áhrif sé tekið tillit til þess að hlutur stóriðju í lands- framleiðslu á sama tímabili hafi jafnan verið undir 1%. Framkvæmdir byggðar eingöngu á hagnaðarsjónarmiðum Páll hélt erindi um sama mál á ráðstefnu Verkfræðingafélagsins og Tæknifræðingafé- lagsins í fyrra. Þar sagði hann þjóðhagslegt mat benda til þess að frekari stóriðja kunni að vera þjóðhagslega arðsöm. Hins vegar sé tölu- verð óvissa í því mati og niðurstöðurnar velti mjög á þeim forsendum sem gefnar séu. Að auki taki það ekki tillit til alls kostnaðar við nýtingu auðlinda. „Farsælast er að stjórnvöld leggi sig fram um að allur kostnaður verði tekinn til greina í framtíðinni og að þau fyrirtæki sem koma að fjárfestingum beri þann kostnað og taki síðan ákvarðanir um framkvæmdir byggðar ein- göngu á hagnaðarsjónarmiði. Þetta er rök- stutt með því að miðað við fullt atvinnustig í hagkerfinu eru allar líkur á því að ávinningur Landsvirkjunar og annarra innlendra fjár- festa ákvarði að stórum hluta þjóðhagslega arðsemi séu markaðsbrestir leiðréttir á þann hátt sem um var rætt hér á undan. Mat á þjóð- hagslegum áhrifum ætti af sömu ástæðu ekki að hafa nein bein áhrif á ákvörðunartöku um stóriðju og virkjanir við þessar aðstæður fremur en í annarri atvinnustarfsemi þó vissu- lega gefi það ákveðnar vísbendingar. Ákvörð- unum markaðarins er best treystandi í þess- um efnum þegar áðurnefndir markaðsbrestir hafa verið leiðréttir,“ sagði Páll ennfremur. Arðsemi virkjana Landsvirkjunar komst einmitt nokkuð í umræðuna í tengslum við Fljótsdalsvirkjun í fyrra og Friðrik Sophus- son, forstjóri Landsvirkjunar, hefur marglýst því yfir að arðsemi sé algjör forsenda þess að ráðist verði í byggingu Kárahnjúkavirkjunar. Því er við hæfi að enda úttekt um þjóðhags- legar afleiðingar stóriðju með því að velta þeim málum örlítið fyrir sér. Sigurður Jóhannesson, hagfræðingur, er einn þeirra sem hafa kannað þessi mál. í félagi við fleiri hagfræðinga stendur hann fyrir vef (www.byrja.is/fl/raforka_.html) þar sem þessi mál era brotin til mergjar. Sigurður telur að 5,5% sé mjög lág ávöxtun- arkrafa þegar virkjað er fyrir einn stóran kaupanda og taxtinn sveiflist að auki með ál- verði. Hann segist líka telja að Landsvirkjun vanmeti rekstrarkostnað vegna stóriðju í út- reikningum sínum. „Hún telur aðeins kostnað við að reka virkj- anirnar sjálfar, spennustöðvar og línur, en ekki kostnað við rekstur höfuðstöðvanna í Reykjavík, sem eykst með hverri virkjun. En þó að reiknað sé eins og Landsvirkjun gerir lítur dæmið ekki of vel út,“ segir hann. Sigurður bendir á að í bæklingi iðnaðarráðuneytisins frá 1996 um framtíðar- skipan raforkumála komi fram að verð til al- mennra rafveitna sé 45% hærra en langtíma- kostnaður. í greinargerð Landsvirkjunar frá 1990 komi svipaðar tölur fyrir. Almennir notendur greiða rafmagnsverð niður fyrir stóriðjuna „Þar kemur líka fram að rafmagnsverð til stóriðju sé 25% undir langtímakostnaði. Verð- hlutföll til stóriðju og almenningsveitna hafa lítið breyst undanfarin tíu ár. Ég held að þetta verði ekki skilið öðravísi en að ég og aðrir al- mennir notendur greiðum rafmagnsverðið niður fyrir stóriðjuna." Sigurður heldur því fram að í ársskýrslu Landsvirkjunar fyrir árið 1999 megi sjá að Orkuveita Reykjavíkur selji Landsvirkjun Nesjavallarafmagn á 74 aura kílówattstundina og kaupi það svo aftur á 286. Hitaveita Suður- nesja njóti nú þessara sömu kjara. Hann segir að þetta fyrirkomulag sé einkennilegt, en það sé komið til vegna stofnunar Norðuráls á Grundartanga. „Orkuveitunni og Hitaveitu Suðurnesja var meinað að selja almennum notendum hið ódýra rafmagn beint. En nú fer þetta allt að breytast. Eftir eitt og hálft ár eða svo geta all- ir sem standast lágmarksskilyrði selt rafmagn hér á landi. Ég held að best sé að virkjunum fyrir stóriðju sé slegið á frest þangað til,“ seg- ir Sigurður. Því hefur verið fleygt fram að tilburðir stór- iðjufyrirtækjanna nú geti leitt til samkeppni þeirra um orku og þar með hærra verðs til Landsvirkjunar. Undir þetta hafa margir við- mælendur Morgunblaðsins tekið, t.d. Jóhann Ársælsson alþingismaður og Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnuh'fsins. „Nú hlýtur orkusalinn að vera í þeirri skemmtilegu stöðu að vera í betri samnings- stöðu og getur selt þeim sem tilbúinn er að greiða hærra verð, ímynda ég mér. Þar með er komin á samkeppni um orkuna og það er af hinu góða,“ segir Ari Edwald. Jóhannes Nordal á hins vegar ekki von á því að samkeppnin leiði til hærra orkuverðs. „Ég efast um það. í raun og veru er ekki verið að keppa um sömu orkuna. Til stækkun- ar Grundartanga verður að fá orku héðan af suðvesturhorninu og þar kemur ekki aðeins vatnsorka til, heldur einnig jarðvarmaorka til greina. En Reyðarálsverkefnið myndi aðeins nýta raforku af Austurlandi. Ég held því að orkuverðið hljóti að ráðast af þessum aðstæð- um, frekar en beinni samkeppni þarna á milli.“ Samhengi og stjórnmái Allt lagt undir í byggðamálunum? Varaáætlun gagnvart stóriðjumálum á Austurlandi? Áhrif kjördæmabreytingar og baksvið stjórnmál- anna. Er samstaða um frekari uppbyggingu stóriðju?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.