Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 32

Morgunblaðið - 16.11.2000, Síða 32
32 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 ERLENT MOEGUNBLAÐIÐ Rannsókn á mannskæðu slysi í toglest í Austurríki Reuters Hjálparmenn í Austurríki bera líkamsleifar fórnarlamba slyssins í jarðgöngunum inn í þyrlu í gær. Orsakir eldsvoðans eru enn á huldu Uppreisn- armenn í Kólumbíu slíta friðar- viðræðum Bogota. Reuters. FARC, stærsta uppreisnarhreyf- ing marxista í Kólumbíu, sleit frið- arviðræðum við stjórn landsins í fyrradag og sakaði hana um að hafa látið hjá líða að binda enda á „hermdarverk“ hægrimanna og vera að undirbúa hernaðaríhlutun af hálfu Bandaríkjanna í landinu. Búist hafði verið við að leiðtogar hreyflngarinnar og fulltrúar stjórnarinnar myndu ná samkomu- lagi um vopnahlé á fundi sem var haldinn á yfirráðasvæði hreyfing- arinnar í suðausturhluta landsins. Hreyfmgin gaf hins vegar út harð- orða yfirlýsingu þar sem hún kvaðst ætla að slíta friðarviðræð- unum sem hófust í janúar 1999. Hreyfingin krafðist þess að stjórnin byndi enda á dráp víga- sveita hægrimanna á vinstrimönn- um og hætti við áform um hernað- araðgerðir gegn kókaínfram- leiðendum og uppreisnarmönnum sem hafa hagnast á kókaínsmygli. Andres Pastrana, forseti Kól- umbíu, hefur margoft lofað að grípa til aðgerða gegn vígasveitun- um sem mannréttindahreyfingar hafa sakað um fjöldamorð á smá- bændum og önnur grimmdarverk í stríði sem hefur kostað 35.000 manns lífið frá árinu 1990. FARC sakar forsetann um að hafa svildð þau Ioforð. Bandaríkin sögð undirbúa „innrás“ Stjórnin undirbýr nú miklar hernaðaraðgerðir til að binda enda á kókaínsmyglið og Bandaríkja- þing hefur samþykkt að styðja þær með 1,3 milljarða dala, and- virði 113 milljarða króna, fjárfram- lagi. Búist er við að þetta verði mestu hernaðaraðgerðir í þessum heimshluta frá kalda stríðinu. Bandarískir og kólumbískir embættismenn hafa sagt að ekki sé ráðgert að bandarískir hermenn taki beinan þátt í aðgerðunum. FARC sagði hins vegar að áformin væru „fyrsta skrefið í átt til inn- rásar Bandaríkjamanna" í Kól- umbíu. DEILURNAR sem sprottið hafa í Flórída vegna framkvæmdar for- setakosninganna 7. nóvember og talningarinnar hafa beint sjónum manna að innanríkisráðherra sam- bandsríkisins, Katherine Harris. Hluti af embættisstörfum hennar er einmitt að hafa yfirumsjón með því að kjörstjórnir í sýslunum 67 sinni sínu hlutverki í samræmi við lög og góða siði. Er hún var kjörin lagði hún áherslu á að tryggja bæri að kosn- ingar í Flórída færu fram á sem heiðarlegastan hátt en nú standa á henni öll spjót demókrata sem saka hana um að misnota vald sitt. Úr- skurður Terry Lewis dómara á þriðjudag um að Harris mætti ekki vísa að eigin geðþótta á bug niður- stöðum endurtalninga var opinn í báða enda, eins og sumir sögðu. Hann gaf demókrötum færi á að túlka hann sór í hag, sýslumar gætu ákveðið að endurtelja en jafn- Kaprun. AP, AFP. LIÐSMÖNNUM hjálparsveita í Austurríki tókst í gær að ná síðasta líkinu út úr jarðgöngunum við Kitz- steinhom-jökulinn en þar kom sl. laugardag upp eldur í toglest á leið á jökulinn með skíðafólk. Yfirvöld sögðu í gær að vitað væri að 152 í lest- inni hefðu farist auk þriggja sem voru staddir við efri munna ganganna og búast mætti við að um endanlega tölu fómarlamba væri að ræða. Tólf manns komust lífs af. Aðstæður við að ná í líkamsleifamar voru erfiðar og reyndu mjög á hjálparsveitimar en líkin era flest illa brunnin. Göngin era mjög brött, sums staðar er hallinn allt að 50 gráður. Líkin vora flutt með þyrlum til Salzburg þar sem réttar- læknar beittu DNA-rannsóknum til að bera kennsl á fólkið. Enn er allt á huldu um orsakir elds- voðans en sérfræðingar velta nú fyrir sér hvort bilun hafi orðið áður en tog- framt er ljóst að repúblikaninn Harris getur haldið fast við að vitna einfaldlega i lagabókstaf um að endurtalningu skuli lokið viku eftir lyördag. Hún hefur hvergi gefið eftir í átökunum og vísar harðlega á bug öllum ásökunum um að hún gangi erinda George W. Bush frem- ur en Al Gore varaforseta. „Við kosningar verður að gæta jafnvægis milli annars vegar óska sórhvers kjósanda um að atkvæði hans komist til skiia og hins vegar réttar almennings til þess að skýr og endanleg úrslit fáist innan við- unandi timamarka,“ sagði Harris á mánudag. Demókratar segja að Harris sé fjarri því að vera hlutlaus embætt- ismaður, þeir benda á að hún só ekki aðeins repúblikani heldur þar að auki vara-kosningastjóri George W. Bush í Flórída. Og í janúar tók hún ásamt Jeb Bush, ríkisstjóra í Flórída og bróður Bush for- lestin fór inn í jarðgöngin. Ekki var neinn vélbúnaður um borð og ekkert eldsneyti, lestin hreyfðist fyrir til- verknað togbúnaðar við enda jám- brautarinnar. Tveir stálkaplar, um fimm sentimetrar að þvermáli, vora festir í lestina og drógu hana upp göngin. Christian Tisch, sérfræðing- ur hjá lögreglunni, sagði að fundist hefði oh'ukennt efni sem gæti hafa lekið úr lestarvagninum, á brúnni undir teinunum, neðan við neðri munna jarðganganna. Heyrðu háværar sprengingar Nokkrir þeirra sem komust af sögðust hafa heyrt „tvær háværar sprengingar, með stuttu millibili" rétt eftir að lestin varð eitt eldhaf. Þeim tókst að komast út um glugga á lest- arvagninum og rétt á eftir slitnaði annar stálkapallinn fyrir ofan lestina og þeyttist framhjá fólkinu með setaefnis, þátt í prófkjörsslag demókrata í New Hampshire og stundaði atkvæðasmölun fyrir hinn síðarnefnda með því að hringja dyrabjöllum hjá kjósendum. Harris er 43 ára gömul, gift og á barn. Hún var um hríð fasteignasali en var kjörin innanríkisráðherra 1998. Hafði hún áður setið í fjögur ár í öldungadeild þings Flórída. Þess má geta að embættið verður lagt niður 2002 eftir að samþykkt var stjómarskrárbreyting. Hafa stjórnmálaskýrendur velt því fyrir sór hvort Harris muni sækjast eftir sendiherraembætti ef Bush verði neistaflugi. Allir vora dauðskelfdir og óttuðust að lestin hrapaði niður göng- in á þá. Farþegar sem reyndu að komast upp göngin fórast úr reyk- eitran en tólf manns komust niður göngin og út um neðri munnann. Toglestimar sem fara um brautina og göngin era tvær og eins að gerð, aðeins sex ára gamlar. Austurrísk kona, Regina Rammer, sagði í sjón- varpsviðtali að hún hefði farið með lest um göngin, að Hkindum þeirri sem var á undan lestinni er brann. Lestin hefði stansað örskotsstund skömmu eftir að hún var komin inn í göngin og engar skýringar verið gefnar á atvikinu. Hún hefði heyrt högghljóð „eins og barið væri með hamri á rör“. Fritz Lang, yfirmaður afbrota- deildar lögreglunnar í Salzburg, sagði að ekki væra komnar fram neinar vís- bendingar um að eitthvað glæpsam- legt hefði valdið slysinu. forseti, að því er segir á fréttavef ABOsjónvarpsstöðvarinnar. Hún lauk prófi í stjómsýslufræð- um við Harvard-háskóla en hafði ekki haft neina beina reynslu af stjórnmálum er hún fór á þing. Á hinn bóginn er hún af einni þekkt- ustu og auðugustu fjölskyldu í sam- bandsríkinu, fólki sem hefur náin tengsl við forystu Repúblikana- flokksins. Harris var fyrr á árinu nefnd sem hugsanlegur frambjóð- andi repúblikana til öldungadeild- arinnar í Washington en svo fór að Bill McCoIlum fór fram og tapaði fyrir demókratanum BiII Nelson. Borís Vladímír Berezovskí Gúsínski Fjölmiðla- jöfrar hunsa stefnur TVEIR helstu fjölmiðlajöfrar Rússlands, Borís Berezovskí og Vladímír Gúsínskí, hunsuðu í gær stefnur dómsyfirvalda eftir að hafa verið ákærðir fyrir fjár- svik. Þeir hafa báðir flúið land og segja að ákærurnar lið í til- raunum til að kveða niður gagn- rýni á Pútín forseta. Málshöfðun gegn Trimble SINN Fein, stjómmálaflokkur Irska lýðveldishersins (IRA), hyggst höfða mál gegn David Trimble, for- sætisráð- herra heima- stjórnar Norður-ír- lands, vegna þeirrar ákvörðunar hans að meina ráð- herrum flokksins að eiga fund með írskum ráðherr- um. Trimble tók ákvörðunina vegna óánægju með tregðu IRA til að afvopnast. Bresk sjúkra- hús gagnrýnd BRESK heilbrigðisyfirvöld af- hjúpa illa meðferð á öldraðum sjúklingum á Garlands-sjúkra- húsinu í Cumbria í nýrri skýrslu þar sem m.a. koma fram ása- kanir um að sjúklingar hafi ver- ið bundnir og svívirtir, auk þess sem þeim hafi verið neitað um mat og ábreiður. Önnur skýrsla varð til þess að breska stjómin fyrirskipaði frekari rannsókn á einu af helstu hjartasjúkrahúsum Bret- lands, Oxford-hjai’tamiðstöðinni við John Radcliffe-sjúkrahúsið. Skýrsluhöfundamir segja að sjúkrahúsið sé nánast óstarf- hæft vegna innbyrðis deilna starfsfólksins og stjómendumir era m.a. gagnrýndir fyrir skort á eftirliti með óreyndum lækn- um. Gandhi endurkjörin SONIA Gandhi, ekkja Rajivs Gandhis, fyrrverandi forsætis- ráðherra Indlands, var í gær endurkjörin leiðtogi Kongress- flokksins sem er í stjórnarand- stöðu. Gandhi fékk 7.448 at- kvæði en keppinautur hennar, Jit- endra Prasada, aðeins 94. Pras- ada er fyrsti félaginn í Kongr- essflokknum sem hefur boðið sig fram gegn fulltrúa Nehra- Gandhi-Qölskyldunnar, en hún hefur stjómað flokknum í hálfa öld. Athyglin beinist að Katherine Harris, innanríkisráðherra Flórída Repúblikani o g dyggur liðs maður Bush Katherine Harris, innanríkisráðherra Flórída. Reuters
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.