Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Áhorfskönnun Gallup á 19 sjónvarpsþáttum fyrir Mekkano Milli himins og jarðar með mest áhorf SAMKVÆMT nýlegri könnun, sem Gallup gerði fyiir birtingardeild markaðs- og samskiptafyrirtækisins Mekkano, áður GSP og Gæðamiðl- un, á sjónvarpsáhorfi 19 þátta á kvölddagskrá Sjónvarpsins, Stöðvar 2 og Skjás 1, mældist skemmtiþátt- ur Steinunnar Ólínu Þorsteinsdóttur á laugardagskvöldum í Sjónvarpinu, Milli himins og jarðar, með mest áhorf, eða 37% á landsvísu. Miðað við Faxaflóasvæðið varð þátturinn einnig efstur með 33,4% áhorf. Könnunin var gerð í síma í októ- bermánuði, úrtakið var 1.200 manns um allt land á aldrinum 16-75 ára, en niðurstöðumar eru byggðar á svöram 711 manns. Fólk var spurt hvort það hefði séð síðasta þátt af þeim þáttum sem valdir voru sér- staklega í úrtakinu. Spurt var um sjö þætti hjá Sjón- varpinu, innlenda sem erlenda, sjö þætti hjá Skjá 1 og fimm þætti á Stöð 2. Þættirnir á Sjónvarpinu era Milli himins og jarðar, Sunnudagsleikrit- ið, unglingaþátturinn OK og fram- haldsþættimir Bráðavaktin, Fras- ier, Soprano-fjölskyldan og Beðmál í borginni (Sex in the City). Frá Skjá 1 var spurt um Silfur Egils, Innlit/ útlit, skemmtiþáttinn Björn og fé- laga, gestaþáttinn Málið og fram- haldsþættina Providence, Surnvor og Malcom in the Middle. Þættirnir á Stöð 2, sem spurt var um, eru framhaldsþættimir um Ally McBeal og Simpson-fjölskylduna, frétta- skýringaþátturinn 60 mínútur, heimildaþættir um 20. öldina og *Sjáðu. Miðað við 10 efstu þættina í könn- uninni, miðað við áhorf yfir allt land- ið, á Sjónvarpið fimm þætti, fjórir eru frá Stöð -2 og einn frá Skjá 1. Þegar niðurstöður fyrir áhorf á Faxaflóasvæðinu eru eingöngu skoðaðar breytist röðin lítillega. Skjár 1, sem næst aðallega á þessu svæði, nær inn fjóram þáttum í hóp 10 efstu, þrír era á dagskrá Sjónvarpsins og þrír hjá Stöð 2. Sé röð þáttanna skoðuð miðað við áhorf um allt landið þá er Milli him- ins og jarðar með 37% áhorf, eins og fyrr greinir, og röðin þar á eftir sést nánar á meðfylgjandi grafi. Ef að- eins eru skoðuð svör fólks á Faxa- flóasvæðinu er röð þáttanna eftir- farandi: Milli himins og jarðar 33,4%, Silfur Egils 29,8%, Frasier 29,7%, Bráðavaktin 27%, Ally McBeal 25,1%, 60 mínútur 22,5%, Providence 20,7%, Innlit/útlit 20,6%, 20. öldin 20,4%, Survivor 20,1%, *Sjáðu 19,7%, Sunnudagsleikritið 19,3%, Björn og félagar 17,1%, Soprano-fjölskyldan 16,4%, Beðmál í borginni 15,9%, Málið 15%, Malcom in the Middle 11,6%, Simp- son-fjölskyldan 11,5% og OK 9,9%. Við nánari skoðun á niðurstöðum könnunarinnai’ má sjá að áhorf á skemmtiþátt Steinunnar Ólínu er mest meðal eldra fólks, eða um og yfir 50% áhorf á aldrinum 45-75 ára. Athygli vekur að hinir tekjuhærri eru áberandi í hópi aðdáenda Fras- iers og álíka margh- á aldrinum 55- 75 ára horfðu á unglingaþáttinn OK, eða 16%, og unga fólkið en 15% fólks 16-24 ára sögðust hafa horft á þátt- inn. Vantaði gögn um áhorf Bjarni Árnason hjá birtingardeild Mekkano sagði við Morgunblaðið að fyrirtækið hefði óskað eftir þessari símakönnun frá Gallup þar sem ijóst hefði verið að vinnslu dagbókar- könnunar Sambands íslenskra auglýsingastofa, SÍA, og helstu fjöl- miðla hefði seinkað veralega. Því hefðu ekki verið til nein gögn um áhorf á vetrardagskrá sjónvarps- Ahorf á valda sjónvarpsþætti K í október 2000 (allt landið) í október 2000 (allt landið) 10 15 20 25 30 35 % Milli himins og jarðar Bráðavaktin Fraiser Ally McBeal Silfur Egils 60 mínútur Sunnudagsleikrit 20. öldin Sjáðu 29,8% 28,8% 24,8% 23,1% 22,6% 21,6% 20,5% 19,4% 16,6% 16,5% | 16,4% | 16,3% 15,7% | 13,9% 12,9% _____________ 12,0% 11,2% ie Middle 9,7% Beðmál í borainni lnnlit/útlit Providence Survivor Björn og félagar OK Rikissjónvarpið Stöð 2 W4 Skjár 1 0 Maicolm in t [37,0% Heimild: Könnun Gallup fyrir Mekkano stöðvanna. „Við vildum hafa aðgang að ferskum upplýsingum. Þær upp- lýsingar sem almennt var verið að vinna með vora frá því í mars á þessu ári. Það er í raun ekki nógu gott að okkar mati að svo gamlar upplýsingar séu notaðar. Einnig vildum við sýna að Mekkano er til- búið að taka af skarið í þessum efn- um sem öðram,“ sagði Bjami. Að- spurður af hverju þessi aðferðafræði hefði verið valin, að spyrja um valda sjónvarpsþætti, sagði Bjarni að starfsmenn Mekkano hefðu sest nið- ur og valið helstu þætti hverrar stöðvar, einkum nýja þætti sem ekki hefðu verið mældir í dagbókarkönn- un SIA síðastliðið vor. Umsóknar- eyðublöðin ekki tilbúin EYÐUBLÖÐ sem umsækjendur um fæðingarorlof þurfa að fylla út hjá Tryggingastofnun era ekki tilbúin og þess vegna getur stofnunin ekki tekið á móti umsóknum vegna fæð- ingarorlofs á næsta ári, að sögn Guð- laugar Gísladóttur, forstöðumanns þjónustusviðs Tryggingastofnunar. Hún segir jafnframt að reglugerð um fæðingarorlof sé ekki tilbúin. I Morgunblaðinu í gær er fullyrt í fyrirsögn að Tryggingastofnun sé byrjuð að taka við umsóknum þeirra sem ætla að taka fæðingarorlof í byrjun næsta árs. Guðlaug sagði að þetta væri ekki rétt. Samkvæmt lög- um ættu umsóknir um fæðingarorlof að berast sex vikur fyrir töku orlofs. Hins vegar væri tekið fram að þetta skilyrði miðaðist við 1. desember nk. Hún sagði að umsóknareyðublöð vegna fæðingarorlofs væra ekki til- búin og því gæti Tryggingastofnun ekki tekið við umsóknum. Samkvæmt fæðingarorlofslögun- um á félagsmálaráðherra að gefa út reglugerð um fæðingarorlof, en hún hefur enn ekki verið gefin út. Guð- laug sagði að það væra margir sem kæmu að þessu máli og því tæki tíma að ljúka öllum undirbúningi þess. ------*_+-♦------ Apótek í Kvosina LYF & heilsa opnar í dag nýja versl- un í Austurstræti 12. Er því aftur komið apótek í Kvosina í Reykjavík. Lyf & heilsa verður í húsnæðinu sem Samvinnuferðir-Landsýn fluttu nýlega söluskrifstofur sínar úr. Hús- næðið hefur verið gert upp, að utan og innan. Auk iyfsölu verður í versl- uninni lögð áhersla á faglega ráðgjöf og fjölbreytt úrval af öllu því sem lýtur að heilsu og vellíðan, góðri um- hirðu og útliti, samkvæmt upplýsing- um frá fyrirtækinu. Verslunin í Austurstræti er tutt- ugasta búð fyrirtækisins og sú átt- unda sem opnuð er á þessu ári. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri opnar apótekið klukkan níu árdegis. Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson Anna Lilja Jónsdóttir og Örn Sigurðsson ineð prófverkefni sín. Fyrstu sveinsprófin í myndskurði Í46ár FYRSTU sveinspróf í myndskurði í 46 ár voru afhent próftökunum, Erni Sigurðssyni og Önnu Lilju Jónsdóttur, í Þjóðmenningarhúsinu sl. þriðjudag að viðstöddum Birni Bjamasyni menntamálaráðlierra og Valgerði Sverrisdóttur iðnaðar- ráðherra. Þau luku sveinsprófinu í maí sl. Prófverkefnin voru spjöld í endurreisnarstfl. Ekki hafði útskrifast sveinn í myndskurði síðan 1954 þegar Egill Sveinsson tók prófið. Haim lærði hjá Ríkharði Jónssyni myndskera. Félag áhugamanna um tréskurð fór þess á leit 1996 að Iðnskólinn í Reykjavík hæfi kennslu í mynd- skurði í kvöldskóla. Þessi málalejt- an bar árangur og útskrifuðust Örn og Anna Lilja úr myndskurði frá Iðnskólanum vorið 1999. Utskurð námu þau hjá Sveini Ólafssyni myndskera en áður höfðu þau stundað nám um tíma í Skurðlistar- skóla Hannesar Flosasonar og Örn einnig notið leiðsagnar Friðriks Friðleifssonar myndskera. Örn er húsgagnasmíðameistari og Anna Lijja húsgagnasmiður. Steingrímur Hermannsson fyrrv. forsætisráðherra um bráðabirgðalög 1990 Verkalýðs- hreyfingin mótmælti ekki STEINGRÍMUR Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að Einar Oddur Kristjánsson hafi, eins og frá er greint í ævisögu hans sem nú er að koma út, gengið á fund sinn skömmu áður en þjóðarsáttar- samningamir voru gerðir 1990 til að benda á að forsenda þjóðarsáttar væri að ríkisstjómin tryggði að ákvæði um hækkun launa í kjara- samningum við BHMR kæmu ekki til framkvæmda. Við það ákvæði gætu verkalýðsfélögin ekki unað. Umrætt ákvæði í kjarasamning- um háskólamanna í þjónustu ríkisins kvað á um að þeim bæra allar hækk- anir sem um semdist í öðram kjara- samningum ef þær yrðu umfram samninga BHMR. Steingrímur seg- ir að þeir Einar, sem þá var for- maður VSÍ, hefðu rætt að til að tryggja þetta gæti þurft að nema BHMR-samningana úr gildi með lögum. Steingrímur kvaðst hafa sagt Ein- ari að verkalýðshreyfingin og vinnu- veitendur gætu treyst því að ríkis- stjórnin myndi gera allt til að forsendur þjóðarsáttarsamninganna stæðust. Segir hann það hafa verið umdeilt hvort þjóðarsáttinni stafaði hætta af þessu ákvæði samninga BHMR. Steingrímur segir sér hafa verið ljóst að Einar hafi gengið á fund sinn með vitund og vilja verkalýðshreyf- ingarinnar, hann hefði sjálfur heyrt svipaðan tón hjá fulltrúum hennar. Þetta staðfesti Einar síðar í viðtali við Dag B. Eggertsson sem skrifaði ævisöguna og kemur fram í bókinni. Telur Steingrímur það líka segja sína sögu að frá verkalýðshreyfmg- unni komu engin mótmæli við setn- ingu bráðabirgðalaganna. „Það er hins vegar rangt,“ segir Steingrímur, „að Einar „hafi krafist laga í nafni verkalýðshreyfingarinn- ar“ eins og fullyrt var í fyrirsögn í Morgunblaðinu í gær. Það var ríkis- stjórnarinnar að ákveða hvernig tryggt yrði að umrætt ákvæði í kjarasamningum BHMR kæmi ekki til framkvæmda. Því miður reyndist lagasetning vera eina leiðin.“ Steingrímur sagði, að sér þætti leitt að umræddur misskilningur hefði orðið. I I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.