Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Aform um margföldun á fískeldi í Tálknafírði Unnið er að aukningu bleikjueldis hjá Eyr- um ehf. í Tálknafirði. Stefnt er að fram- leiðslu á allt að 1.000 tonnum af bleikju og 6-10 þúsund tonnum af laxi árlega. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Starfsmenn bleikjustöðvar Eyra ehf. á Gileyri í Tálknafirði færa fisk á milli kera. Þröstur Leó Gunnasson leikari heldur á háfnum en Finnur Pétursson framkvæmdastjóri losar fiskinn úr netinu. ÚTGERÐARFÉLAGIÐ Tálkni hf. á Tálknafirði keypti fiskeldisstöðina Eyraeldi af Eyrasparisjóði á síðasta ári. Þar eru nú framleidd 60 til 80 tonn af bleikju á ári og flutt á er- lenda markaði. Fyrirtækið er með starfsemi á Gileyri og hefur nú fest kaup á jörðunum Norður-Botni og Hjallatúni. Eyrar ehf. - fiskeldi hafa nú kynnt hreppsnefnd Tálknafjarðar- hrepps áform sín um mjög aukna starfsemi á sviði fiskeldis í hreppn- um og óskað eftir leyfi til sjókvía- eldis. A fundi sínum fyrr í vikunni samþykkti hreppsnefndin bókun þar sem fagnað er öllum erindum sem gætu stuðlað að frekari at- vinnuuppbyggingu í byggðarlaginu og oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við forsvarsmenn Eyra ehf. um hugmyndir þeirra. Borað eftir heitu vatni Tálkni hf. er í eigu Níelsar Ár- sælssonar útgerðarmanns og fjöl- skyldu hans. Segir Níels að unnið sé að aukningu bleikjueldisins á Gi- leyri úr 60 til 80 tonna framleiðslu á ári þannig að unnt verði að slátra 250 til 300 tonnum árið 2002. Það segir hann að sé hámarksafrakstur stöðvarinnar miðað við núverandi vatnsbúskap. Hugmyndin sé að auka eldið enn frekar, eða þannig að unnt verði að slátra 1.000 tonnum á ári að fjórum árum liðnum. Forsenda fyrir því að unnt sé að ráðast í þessa stækkun bleikju- stöðvarinnar og uppeldi laxaseiða fyrir sjókvíaeldið er að borun eftir heitu vatni í landi Norður-Botns takist. Vísindamenn Orkustofnunar eru að leggja lokahönd á áætlanir um borun og vonast Níels til þess að unnt verði að hefjast handa nú í haust. Raunar hefur áður verið bor- að eftir heitu vatni í Norður-Botni en með litlum árangri. Bindur Níels vonir við að betri árangur náist með nýrri bortækni. Aformin um sjókvíaeldið byggjast á því að unnt verði að fá mikið af ódýrum seiðum. Þau verða annað- hvort látin klekjast út á staðnum eða keypt 2-3 gramma þung af Stofnfiski. Laxaseiðin verða alin áfram í þrepaskiptri eldisstöð. Fisk- urinn verður settur út í sjókvíarnar í apríl ár hvert, um það bil 700 grömm að þyngd, og alinn í slátur- stærð yfir sumarið og fram á vetur. Miðað er við að laxaslátrun hefjist í september og standi fram undir jól. Sjókvíaeldi hefur áður verið reynt í Tálknafirði en orðið þar fyrir skakkaföllum eins og víðar. Níels segir að kvíarnar hafi aðallega verið inni í Hópinu en þar leggi sjóinn og erfitt sé að vera með fisk þar allan veturinn. Telur hann vænlegra til árangurs að hafa kvíamar fyrir ut- an Sandodda því þar sé meiri hreyf- ing á sjónum og örari vatnsskipti. ViII framleiða frauðplast og fóður Telur Níels ákjósanlegt að ala bleikju og lax í Tálknafirði og stað- urinn sé einn sá besti á landinu til þess. Fyrir utan náttúrulegar að- stæður, djúpan og veðursælan fjörð með miklu af heitu og köldu vatni sé stöðin skammt frá þorpinu og liggi ágætlega við samgöngum á landi og í lofti. Reisa þarf stórt stálgrindarhús í Norður-Botni fyrir þrepaskiptu fiskeldisstöðina og kaupa sjókvíar, auk annars stofnkostnaðar. Níels segist ekki vera kominn svo langt með undirbúning að hægt sé að áætla kostnað en segir að hann hlaupi á hundruðum milljóna kr. Nái áformin fram að ganga skapast mörg störf við fiskeldið og þjónustu við það. Vonast Níels til dæmis til þess að geta sett upp frauðplast- kassaverksmiðju til að sjá stöðinni fyrir umbúðum og hefur áhuga á að kaupa mjöl á heimsmarkaðsverði og búa til fóðrið á staðnum. Reyðarál hf. og Fjarðabyggð Samið um hafnar- gerð og lóðamál innan skamms STEFNT er að því að samningum milli Reyðaráls hf. og Fjarðabyggð- ar um lóð undir fyrirhugað álver, hafnargerð og ýmis fjárhagsleg og skattaleg atriði verði lokið í febrúar á næsta ári. Þetta kom fram á fundi Reyðarálsmanna með heimamönn- um eystra á dögunum en um þessar mundir er lögð mest áhersla á að Ijúka ýmiss konar rannsóknarvinnu vegna skýrslu um mat á umhverfis- áhrifum álversins, sem leggja á fram í mars á næsta ári. Greint er frá þessu á fréttasíðu Reyðaráls, en gert er ráð fyrir að Fjarðabyggð eigi og reki hafnar- mannvirki sem reisa þarf í tengslum við fyrirhugað álver fyrirtækisins á Reyðarfirði. Um mikið mannvirki er að ræða því viðlegukanturinn er ætl- aður fyrir allt að 60 þúsund tonna skip og verður um 260 metrar á lengd. Er áætlað að kostnaður við gerð hafnarinnar nemi um 800 - 1000 milljónum króna og er nú unnið að tillögu að mati á umhverfísáhrif- um hafnarinnar. Þá hefur Vegagerðin hafið undir- búning að endurnýjun vegarins milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar vegna fyrirhugaðra álversframkvæmda. Endanlegt vegstæði hefur ekki enn verið ákveðið en stefnt er að því að færa veginn neðar í Hólmahálsinn. Þar er um friðland að ræða og því ljóst að þær breytingar þurfa að fara í mat á umhverfisáhrifum. Samhliða breytingum á veginum milli Eski- fjarðar og Reyðarfjarðar er unnið að gerð fyrirhugaðrar „hjáleiðar“ fram- hjá þéttbýlinu á Reyðarfirði. Er búist við að framkvæmdir við hjá- leiðina hefjist á árinu 2002 og þá verði einnig hægt að vinna við veginn yfir Hólmaháls, en framkvæmdir við breytingar á öðrum vegaköflum milli Eskifjarðar og Reyðarfjarðar ættu að geta hafist fyrr. Sigurjón Sighvatsson um tilboð i Eiða Hef ennþá áhuga á staðnum „ÉG hef lýst áhuga mínum á málinu og hann er ennþá fyrir hendi,“ sagði Siguijón Sighvatsson, kvikmynda- framleiðandi í Bandaríkjunum, um áhuga sinn á kaupum á Eiðum, skóla- húsnæði og öðrum húsum á staðnum og hefja þar ýmsa uppbyggingu. Bæjarstjóm Austur-Héraðs hafn- aði í síðustu viku tilboðum sem borist höfðu í Eiða og hefur hún lýst áhuga á tilboði Sigurjóns, og .Sigurðar JGísla Pálmasonar um að byggja þar upp al- þjóðlegt menningarsetur. Sigurjón kvaðst í samtali við Morgunblaðið ekki vilja segja neitt frekar um þátt sinn í málinu eða hvort viðræður væru íramundan við bæjarstjóm. „Það er bara gleðilegt ef Eiðar fá meiri athygli, þetta er fallegur staður og hvemig sem málin fara þar er það gott fyrir alla ef hægt verður að byggja hann meira upp.“ Morgunbiaðið/naiiaor bveinbjoms Erla Þuríður Pétursdóttir, skattstjóri í Vestfjarðaumdæmi. Yngsti skattstjórinn YNGSTI skattstjóri landsins er Erla Þuríður Pétursdóttir, skatt- stjóri á ísafirði. Hún er 26 ára gömul og var sett í embættið til eins árs í ágúst síðastliðnum. Hún er jafnframt langyngsti félags- maðurinn í Skattstjórafélaginu. „Ég held að einhvern tíma í fyrndinni hafi yngri maður hlotið þetta starf, en ég er altént yngst í stéttinni núna,“ segir Erla Þuríð- ur. Hún kveðst þó minnst hugsa um þessa staðreynd en meira um starfið sjálft. Erla Þuríður vann áður sem lögfræðingur hjá Ríkis- skattstjóraembættinu á skatta- skrifstofu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sem hefur verið skattstjóri í Vest- fjarðaumdæmi undanfarin ár, fékk ársleyfí og var ákveðið að auglýsa ekki stöðuna en Ríkis- skattstjóra falið að finna stað- gengil. „Ég var beðin um þetta og fannst þetta gott tækifæri og ákvað að slá til,“ segir Erla Þuríð- ur, sem útskrifaðist sem lögfræð- ingur árið 1999. „Starfið er afar skemmtilegt en að sama skapi krefjandi. Ég hef ekki mikla reynslu en áhuginn er fyrir hendi. Mér líkar líka vel að búa á Isafirði og að kynnast öðru, t.d. þessu líf- lega félagsstarfi. Ég er Reykvík- ingur og hef alltaf búið í borg- inni.“ Hún segir að sér hafi verið tekið afskaplega vel fyrir vestan. - Grunaðir um fjölda afbrota LÖGREGLAN í Keflavík handtók í síðustu viku tvo pilta grunaða um að hafa stolið bif- reið í Njarðvík. Þegai- lög- reglan yfirheyrði piltana kom í Ijós að þeir og aðilar þeim tengdir eru viðriðnir a.m.k. fjóra bílstulda, allnokkur inn- brot og þjófnaði og a.m.k. þrjár íkveikjur. Piltarnir eru sextán og sautján ára gamlir. Þeir eru báðir búsettir á Suðurnesjum. Afbrotin, sem piltarnir eru grunaðir um, voru framin víða á Reykjanesi og á höfuðborgar- svæðinu. Samkvæmt upplýsingum frá rannsóknardeild lögreglunnar í Keflavík á enn eftir að yfir- heyra nokkra aðila vegna máls- ins sem teygir anga sína víða. Lögreglan í Keflavík hefur unnið að rannsókn þess í sam- vinnu við lögregluna í Hafnar- firði, Kópavogi og Reykjavík. Piltarnir höfðu stolið bifreið í Njarðvík. Lögreglan veitti bílnum eftirför en ökumaður bílsins stöðvaði hann og kom- ust piltarnir undan á hlaupum. Grunur féll hinsvegar á piltana og voru þeir færðir til yfir- heyrslu. Réðust til inn- göngu á heim- ili í Ölfusi SEX piltar brutust inn á heimili í Ölfusi á sunnudagsmorgun og hótuðu húsbóndanum líkams- meiðingum. Einn úr hópnum hafði lent í útistöðum við hús- bóndann á dansleik fyrr um nóttina. Svo virðist sem piltam- ir,hafi ætlað að gera út um þann ágreining. Þeir komust inn í húsið með því að brjóta rúðu. I húsinu voru auk húsbóndans og eiginkonu hans tvær ungar dætur þeirra og stúlka á unglingsaldri. Pilt- amir létu ófriðlega innan dyra og unnu skemmdir á húsbúnaði og myndum. Einnig bmtu þeir rúður í bílskúr og skemmdu klæðningu utan húss. Ekki kom til átaka en piltamir höfðu í frammi ýmsar hótanir um líkamsmeiðingar við húsráðend- ur. Lögreglan á Selfossi hand- tók nokkra þeirra en sumir gáfu sig fram sjálfviljugir. POtamir em allir búsettir á Suðurlandi. Veitir Jórdön- um ráðgjöf BRAGI Guðbrandsson, for- stjóri Barnavemdarstofu, er þessa dagana staddur í Jórdan- íu þar sem hann veitir ráðgjöf um barnavernd. í frétt frá Barnavemdarstofu segir: „í maí sl. komu konungshjón Jórdaníu hingað til lands í opin- bera heimsókn í boði forseta ís- lands. Við það tækifæri áttu Ranía drottning og forstjóri Barnavemdarstofu, Bragi Guðbrandsson, fund um barna- verndunarmálefni og starfsemi Barnahúss. Tilefni fundarins var hinn mikli áhugi Raníu á bamavernd en hún er t.d. fmm- kvöðull að því að opna umræðu um kynferðisofbeldi gegn böm- um í arabaríkjunum. í kjölfar fundarins lét drottn- ingin í ljós áhuga á því að for- stjóri Bamavemdarstofu veitti Jórdaníu ráðgjöf í þessum efn- um. Fyrir milligöngu ræðis- manns íslands í Amman barst síðan beiðni frá skrifstofu drottningar um að Bragi Guðbrandsson kæmi til Jórd- aníu í þessum erindagjörðum." i Í k J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.