Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 16.11.2000, Blaðsíða 66
^56 FIMMTUDAGUR 16. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ H UMRÆÐAN Garðyrkju- skólanemar á faraldsfæti NÝR árgangur nemenda mætti til leiks við Garðyrkjuskóla ríkisins að Reykjum í Oifusi í haust. Tekið er inn í skólann annað hvert ár þannig að þessi árgangur klárar sitt tveggja ára bóklega nám áður en næsti árgangur kemur í skólann. Námskrá Garðyrkjuskólans hefur verið tekin til gagngerrar endur- skoðunar og er nú kennt eftir nýrri námskrá sem sam- þykkt var af bú- fræðsluráði í vor. Fyrstu kynni eru alltaf mikilvæg þann- ig að ákveðið var að hrista nemendahópinn saman með því að fara í haustferð. Fyrstu þrjá daga nemendanna í skólanum nutu þeir leiðsagnar Evu G. Þorvalds- dóttur, forstöðukonu Grasagarðs Reykjavíkur, á námskeiði um ís- lensku ílóruna, en að því loknu var haldið af stað norður í land. Ferðalagið hófst á miðvikudegi, í sunnlensku blíðskapai’veðri. í for með nemendum voru fjórir kennar- ar og tveir fylgifiskar og farartækið fjallarúta af bestu gerð. Nemendur þriggja brauta voru með í ferðinni, garðplöntu, ylræktar og skrúðgarðyrkju. Haldið var frá Reykjavík aust- ur í Ölfus og svo áfram upp í Haukadal í Bisk- upstungum. Þar tók Loftur Jónsson, skógar- vörður á Suðurlandi, á móti hópnum og gekk með gestunum um skóg- ræktarsvæðið. Er skemmst frá því að segja að sú gönguferð var fróðleg í alla staði og ánægjulegt að ganga um fallegt gróðurlendi í haustlitunum. Að skóg- argöngu lokinni var ferðinni heitið á Geysi, hverasvæðið kannað ít- arlega og snæddur hádegisverður. Eftir hádegisverð hélt hópurinn að Gullfossi og svo áfram inn á Kjalveg. Eins og fyrr segir var veðrið ákaflega fagurt og fjallasýn á Kili með eindæmum, því var jafn- vel haldið fram að þarna hefðu sést fjöll sem ekki hefði verið hægt að koma auga á áður... Það bar helst til tíðinda á leiðinni að Hveravöllum að undir Bláfelli mætti hópurinn leigubíl á suðurleið, frekar undar- BLOM VIKUMAR 448. þáttur llmsjón Sigríður lljartar Úr Lystigarðinum á Akueyri. leg sjón á fjallvegi, en norðanmenn setja færð á fjallvegum greinilega ekki fyrir sig ef þeir þurfa að kom- ast suður í hvelli. A Hveravöllum settust ferða- langamir niður og borðuðu nestið sitt (það er skrýtið hvað nesti ann- arra lítur alltaf miklu betur út en nestið sem maður hefur sjálfur út- búið) og teygðu svo úr öllum skönk- um íyrir næsta rútuáfanga. Áfram var haldið norður og undir kvöld- mat var áfangastaðurinn í augsýn, Hólar í Hjaltadal. Skúh Skúlason, skólameistari á Hólum, tók á móti hópnum og leiddi fólkið í matsalinn. Eftir ljúffengan kvöldverð að hætti hússins sýndi Skúli nemendum og kennurum skólastaðinn og kirkjuna og sagði lauslega frá sögu staðarins. Var svo gengið til náða. Fimmtudagurinn heilsaði með roki og rigningu. Eftir snemm- búinn morgunverð á Hólum brun- aði rútan með allri áhöfn yfir á Ak- ureyri. Tryggvi Marinósson, yfirmaður umhverfisdeildar Akur- eyrarbæjar og fulltrúar hans tóku þar á móti hópnum og fóru með hann vítt og breitt um bæinn. Sýndar voru helstu framkvæmdir á vegum deildarinnar og áhuga- verðar plöntur skoðaðar í görðum. Seinna um daginn var Lystigarð- urinn á Akureyri heimsóttur, Björgvin Steindórsson garðyrkju- fræðingur gekk með gestunum um garðinn, rakti sögu hans og spjall- aði vítt og breitt um plöntuval og staðsetningu. Eftir kaffidrykkju 1 Lystigarðinum var haldið inn í Ráðstefna um opinber innkaup 2000 Rafræn viðskipti í dag Grand Hótel Reykjavík, þriðjudaginn 21. nóvember 2000 Kynntar verða byltingarkenndar nýjungar sem verða að veruleika á næsta ári með innleiðingu rafrænna innkaupa. Þessi bylting mun i grundvaliaratriðum gjörbreyta starfi forstöðumanna og innkaupafólks, með intemettækni og sjálfvirkni í opinberum innkaupum. Ráðstefnan verður haldin þríðjudaginn 21. nóvember á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38, kl. 12:00-16:00. Ráðstefnan hefst með léttum málsverði kl. 12.00. Þátttökugjald er kr. 7500, málsverður og ráðstefnugögn innifalin. Dagskrána er að finna á www.rikiskaup.is. Skráning/mæting 11:30-12:00. Ráðstefnustjóri: Þórhallur Arason, skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu. Þátttökutilkynningar berist I slma 530 1400 eða með tölvupósti rikiskaup@rikiskaup.is RÍKISKAUP Ú t b o ð - b 0 t r i k a u p I BRIDS Umsjón Arnór G. Ilagnarsson Landstvímenrringnr - Samnorrænn tvímenningnr Samnorrænn tvímenningur 16. nóv. og 17. nóv. Þetta er í fjórða sinn sem öll Norðurlöndin standa saman að þessari keppni og í þetta sinn sér Bridgesamband Islands um fram- kvæmdina. Útreikningurinn fer fram á Net- inu, þannig að úrslit ættu að liggja fyrir fljótlega eftir að spilamennsku lýkur. Hægt verður að spila annað kvöldið eða bæði, en keppnin á föstudaginn er einnig Landství- menningur 2000. Samnorrænn tvímenningur verð- ur spilaður í Þönglabakka 1, fimmtudaginn 16. nóvember. Spila- mennska hefst kl 19.30. Skráning á staðnum. Að spilamennsku lokinm fá þátttakendur afhenta bók með spilunum og umsögn um spilin sem Guðmundur Páll Amarson heims- meistari skrifar. Spilað víða um land á föstudaginn Landstvímenningur/Samnor- rænn tvímenningur verður spilaður föstudaginn 17. nóvember á eftir- farandi stöðum: Akranesi, Patreksfirði, Súðavík, Akureyri, Vopnafirði, Eskifirði, Homafirði, Keflavík og Reykjavík. Allar nánari upplýsingar hjá BSÍ í s. 587 9360. Gefin verða gullstig og verðlaun fyrir efstu sæti. Að spila- mennsku lokinni fá þátttakendur af- henta bók með spilunum og umsögn um spilin, sem Guðmundur Páll Amarson heimsmeistari skrifar. Spilamennska hefst í Þöngla- bakkanum kl. 19. íslandsmót kvenna íslandsmót kvenna í tvímenningi Verður haldið í Þönglabakkanum helgina 18.-19.nóvember. Spila- mennska hefst kl. 11 báða dagana. Keppnisstjóri er Sveinn Rúnar Eir- íksson. Skráning er hafin í s. 587 9360 eða bridge@bridge.is. íslandsmót (h)eldri og yngri spilara Islandsmót yngri spilara í tví- menningi verður 26.-27.nóv. í flokki yngri spilara eru þátttakendur fædd- ir 1976 eða síðar. Þátttaka er ókeypis. Islandsmót (h)eldri spilara í tví- menningi verður einnig spilað í Þönglabakkanum helgina 26.-27.nó- vember. Lágmarksaldur er 50 ár og samanlagður aldur parsins minnst 110 ár. Bæði mótin byija kl. 11 laugardag. Skráning í s. 587 9360 eða brid- ge@bridge.is. „Tösku-brids“ í heimahús „Tösku-brids“ er skemmtilegt keppnisform, sem Hollendingar tóku upp fyrir nokkrum árum. 24 forgefin spil eru í töskunni sem er lánuð í heimahús gegn 1.500 kr. gjaldi. Keppnisfyrirkomulag er tvímenning- ur (Mitchell) og er mótið reiknað út í tveimur riðlum N-S og A-V. Þannig geta allir kynnst keppnisbrids og tek- ið þátt í bridsmóti þegar þeim hentar. Hvert mót er spilað í tvo mánuði, þá er reiknað út og úrslitin birt hér í bridsþætti Arnórs Ragnarssonar. Ný „taska“ verður útbúin fyrsta hvers mánaðar, þannig að alltaf eru tvö mót í gangi í senn. Fyrstu úrslit verða birt í byrjun janúar. Spilað er um bronsstig skv. reglum BSÍ. Allar upplýsingar hjó Bridssambandi ís- lands, Þönglabakka 1, 3. hæð, sími 587 9360. Bridskvöld Bridsskólans og BSÍ 14 pör mættu á fyrsta bridskvöldið mánudaginn 13. nóv. Spilaður var Mi- tchell. Lokastaðan: N-S riðill ÁmiGuðbjömss.-ÓlafíaAndrésd. 76 Pétur Jónasss. - Guðrún Guðmundsd. 71 HrafnhildurGuðm.d.-BryndísGuðm.d. 65 A-V riðill Halldór Halldórss. - Eggert Sverriss. 74 HalldórHjartars.-AriGunnarss. 71 BenediktFranklínss.-MagnúsWaage 68 Spilað verður næstu fjóra mánu- daga í Þönglabakka 1 og hefst spila- mennskan kl. 20.00. Allir velkomnir og aðstoðað er við myndun para. Um- sjónarmaður er Hjálmtýr Baldurs- son.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.