Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 1

Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 1
STOFNAÐ 1913 268. TBL. 88. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Loftslagsráðstefna SÞ Enn deilt um sveigj- anleika- ákvæði Málflutningi lauk í gær fyrir Hæstarétti Flórída um lögmæti handtalningar atkvæða Liðsmenn A1 Gores vilja frest fram í desember Haag. AP, Reuters. FULLTRÚAR Bandaríkjanna á framhaldsráðstefnu aðildarríkja loftslagssáttmála Sameinuðu þjóð- anna í Haag lögðu í gær, við upphaf úrslitaviku ráðstefnunnar, fram nýja tillögu um það hvernig ríkin geti reiknað sér til tekna nýrækt og vemdun skóga og gróðurlendis, í viðleitni sinni til að uppfylla skuld- bindingar um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Byggist þetta á hæfni skóga til að binda kol- tvísýring og aðrar gróðurhúsaloft- tegundir og koma þar með í veg fyrir að þær stígi upp í lofthjúp jarðar og ýti undir gróðurhúsaáhrifín svoköll- uðu. Eftir að tillagan var kynnt for- dæmdu fulltrúar umhverfisvemdar- samtaka hana; hún væri „svindl". Viðbrögð fulltrúa Evrópusambands- ins (ESB), sem fram að þessu hafa ekki verið mjög móttækilegir fyrir slíkum sveigjanleikahugmyndum, lágu ekki fyrir í gærkvöldi. Ráðherrar bættust í gær í hóp annarra fulltrúa hinna 180 ríkja sem þátt taka í ráðstefnunni. Peirra bíður að gera út um ágreining um það hvernig markmiðum Kyoto-bókun- arinnar frá 1997 um aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda í heiminum skuli náð. Chirac berorður „Ekkert land getur skorazt undan sínum hluta heildarátaksins," sagði Jacques Chirac Frakklandsforseti í ávarpi við upphaf þessarar úrslita- viku ráðstefnunnar, en hann talaði fyrir hönd ESB þar sem Frakkar gegna nú formennsku í ráðherraráði SÞ. „Það væri rangt að líta á sveigj- anleikaákvæði ... sem möguleika til undankomu frá skuldbindingum,“ sagði hann. Bandaríski öldungadeildarþing- maðurinn Larry Craig svaraði ræðu Chiracs fullum hálsi. ,A-ð skammast út í aðra, eins og gerðist í dag, er ekki til þess fallið að stuðla að sam- komulagi," tjáði Craig blaðamönnum í Haag. ■ Áfangi/28 AP Stuðningsmenn beggja forsetaframbjóðenda sjást hér halda á loft kröfuspjöldum fyrir utan stjórnsýslubygg- ingu Miami-Dade-sýslu í Flórída, þar sem handtalning 654.000 atkvæða úr forsetakosningunum stendur yfir. Tallahassee. AP, Reuters. HÆSTIRÉTTUR Flórídaríkis í Bandaríkjunum hlýddi í gær á rök- semdir lögfræðinga liðsmanna A1 Gores, frambjóð- anda demókrata, og George W. Bush, frambjóð- anda repúblikana, í deilunni um lög- mæti handtaln- ingar atkvæða í nokkrum sýslum ríkisins. Verði nið- urstaða dómsins sú, að ekki beri að taka tillit til end- urtalningarinnar í formlegum úrslit- um forsetakosninganna í ríkinu, ligg- ur fyrir að Bush verði næsti forseti Bandaríkjanna, þar sem hann var með 930 atkvæða forskot á Gore eftir fyrstu talningu hinna sex milljóna at- kvæða Flórídabúa. Charles J. Wells Repúblikanar vonast til að dómurinn heimili tafarlausa staðfestingu úrslita Dómurinn, sem skipaður er sjö dómurum - sex þeirra voru skipaðir af rfldsstjórum úr Demókrataflokkn- um, einn samkvæmt samkomulagi demókrata og repúblikana - situr nú á rökstólum eftir að hafa hlýtt á munnlegan málflutning beggja hliða í tvær og hálfa klukkustund í gær. Öllu réttarhaldinu var sjónvarpað beint. Dómararnir gáfu ekkert upp um hve- nær von væri á úrskurðinum. „Við höfum við rótgróna hefð að styðjast (...) sem er að þeir hagsmunir sem fyrst og fremst ber að taka tillit til hér eru hagsmunir kjósenda,“ lýsti forseti réttarins, Charles T. Wells, yf- ir, en hann spurði ítrekað að því hve langan frest yfirvöld Flórídaríkis hefðu að lögum til að staðfesta hver hefði farið með sigur af hólmi í kosn- ingunum. Fulltrúar demókrata sögðu að 12. desember væri svarið við hinni marg- ítrekuðu spumingu Wells, sex dögum áður en kjöimenn allra sambands- ríkjanna 50 koma saman til kjörfund- ar og kjósa næsta forseta formlega. Joe Klock, sem talaði máli Katherine Harris, innanríkisráðherra Flórída úr Repúblikanaflokknum, hélt því hins vegar fram að hún væri bundin af ákvæði laga Flórídaríkis um að henni beri að staðfesta úrslit kosninga eigi síðar en viku eftir að þær fóru fram. Klock viðurkenndi þó, er einn dóm- aranna, Harry Lee Anstead, spurði hvort þessi einnar viku frestui’ væri ófrávíkjanlegur, að svo væri „að sjálf- * Tveir Israelar láta lífíð í sprengitilræði sem svarað var með flugskeytaárás Palestínsk skotmörk sprenefd Kfar Darom, Gaza-borg. AP, Reuters. ^ ISRAELSKAR herþyrlur gerðu í gær flugskeytaárásir á skotmörk sem tengjast öryggismálayfirvöld- um á palestínsku sjálfstjórnarsvæð- unum. Þetta var stærsta árásin sem ísraelar hafa gripið til gegn Palest- ínumönnum frá því átök blossuðu upp milli þeirra fyrir átta vikum, en hún var gerð í hefndarskyni fyrir sprengjuárás á rútubifreið sem var í skólaakstri í landnemabyggð gyð- inga á Vesturbakkanum. Tveir Isra- elar létu lífið og níu særðust í tilræð- inu, sem átti sér stað í gærmorgun. Talsmenn palestínsku heima- stjórnarinnar sögðu 62 hafa særzt í hefndarárás ísraela og þar af hefði um helmingur verið óbreyttir borg- arar. Talsmenn ísraelshers stað- festu, að í árásinni hefði flugskeyt- um einnig verið skotið frá herbátum undan Gaza-ströndinni. Ásakanir ganga á víxl Þessar nýjustu árásir hafa drepið á dreif veikri von um samkomulag sem dygði til að binda enda á ofbeld- isölduna, sem hófst hinn 28. septem- ber og skilið hefur 245 manns eftir í valnum, en þar af voru langflestir Palestínumenn. „Við munum halda áfram af öllum mætti að vinna að því að stöðva átökin og koma heimastjóm Palest- ínumanna í skilning um að hún nái engu fram með ofbeldi," sagði Ehud Barak, forsætisráðherra Israels, í sjónvarpsávarpi í gærkvöldi. Talsmenn heimastjórnar Palest- ínumanna vísuðu ásökuninni með öllu á bug. „Forysta Palestínu- manna telur ísraelsstjórn og ísra- elska herinn bera alla ábyrgð á þessum glæpsamlegu árásaraðgerð- um,“ sagði í yfirlýsingu heima- stjómarinnar. Flugskeytaárás ísraela hófst eftir að skyggja tók og stóð yfir í rúma klukkustund. Olli árásin talsverðum skemmdum á byggingum og raf- magnslaust varð í stómm hluta Gaza-borgar. Skotmörk vom meðal annars pal- estínskar lögreglustöðvar, sjón- varpsstöðin á Gaza, vísirinn að strandgæzluflota Palestínumanna og æfingabúðir lífvarða Yassers Arafats Palestínuleiðtoga. Að sögn palestínskra embættis- manna var Arafat á skrifstofu sinni á Gaza þegar árásirnar stóðu yfir. Ein þeirra bygginga sem varð fyrir flugskeytum var að sögn í um 200 m fjarlægð þaðan. sögðu“ ekki. í dag em liðnar tvær vik- ur frá kjördegi. Á meðan lagarefir beggja hliða tók- ust á í réttarsalnum hélt handtalning atkvæða áfram í þremur sýslum Flór- ída - Miami-Dade, Broward og Palm Beach. Demókratar hafa vanalega sterka stöðu í þessum kjördæmum, og liðsmenn Gores vonast til að við endurtalninguna vinnist nógu mörg atkvæði til að slá Bush við. Demókratar töpuðu annarri laga- rimmu í tengslum við kosningarnar í gær, er Bon Butterworth, saksóknari og stuðningsmaður Gores, úrskurðaði að kjörstjómir í kjördæmum ríkisins skyldu taka gild utankjörfundarat- kvæði frá hermönnum erlendis, þótt á kjörseðlana vantaði póststimpil sem sannaði að þeir hefðu verið póstlagðir eigi síðar en á kjördegi, 7. nóvember. ■ Mörg atkvæói/30 Ótti við kúariðu Frakkar krafðir svara Brussel, París. Reuters, AP. DAVID Byrne, sem fer með heilbrigðis- og neytendamál í framkvæmdastjórn Evrópu- sambandsins, ESB, krafðist þess í gær að frönsk stjórnvöld ábyrgðust að neytendur í öðr- um löndum nytu sömu verndar gagnvart kúariðumenguðum afurðum og franskir. Franska stjómin greip um helgina til þess ráðs að láta birta heilsíðuauglýsingar með yfirskriftinni: „Hvers vegna þú getur borðað nautakjöt án þess að óttast nokkuð.“ Kúariða hef- ur greinst í 90 nautgripum í Frakklandi en riðan er talin valda lífshættulegum heila- sjúkdómi í mönnum, Creutz- feldt-Jakob (CJD). Vitað er um tvo Frakka sem hafa látist úr CJD en meira en 80 dauðsfóll hafa orðið í Bretlandi. ESB bannaði útflutning á bresku nautakjöti 1996 en banninu var aflétt að hluta í fyrra. Hafa Frakkar í trássi við samþykktir ESB haldið áfram að banna innflutning á bresku nautakjöti en nú hafa nokkrar Evrópuþjóðir, þ.ám. ítalir og Tékkar, einhliða takmarkað innflutning á frönsku nauta- kjöti. Sala á nautakjöti hefur minnkað um 40% í Frakklandi vegna óttans við C JD. MORQUNBLAÐIÐ 21. NÓVEMBER 2000
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.