Morgunblaðið - 21.11.2000, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 21.11.2000, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ fsafjörður Lögreglu- maður fékk spark í andlitið ÞRJU ungmenni réðust á lögregluna á Isafirði eftir að lögreglumenn höfðu stöðvað átök. Einn lögreglu- mannanna fékk spark í andlitið en ekki urðu alvarleg meiðsli. Vegfar- andi sem varð vitni að átökunum tók þau upp á myndband og hefur afhent það lögreglu. Aðfaranótt laugardags urðu lög- reglumenn á Isafírði vitni að því að þrjú ungmenni, ein stúlka og tveir piltar, réðust að ungri stúlku. Þegar lögreglumennirnir komu henni til hjálpar snerust árásarmennimir gegn þeim og réðust að þeim með höggum, spörkum og hrindingum. Lögreglumönnunum tókst að koma stúlkunni undan og héldu með hana á lögreglustöðina. Ungmennin þrjú veittu þeim eftirfor og jusu yfir þá svívirðingum. Þau voru síðan handtekin og færð til yfirheyrslu en að því loknu var þeim ekið heim til foreldra. Pilturinn sem hafði sig mest í frammi er 18 ára gamall en hin tvö eru um og undir tvítugu. Myndbandið sýnir atburðarásina Atburðarásin var tekin upp á myndband sem lögreglan hefur nú í vörslu sinni. Önundur Jónsson, yfir- lögregluþjónn á Isafirði, segir mynd- bandið sýna árásina vel. Þar sést m.a. hvar annar piltanna heldur í stúlkuna á meðan önnur stúlka sparkar í hana. Þá sést hvar hinn pilturinn kemur og lemur í hana. „Það virðist ekki skipta neinu hvar höggið lendir, það er bara að berja hana. Hann lemur þarna þrisvar sinnum og þetta eru greinilega fantahögg," segir Önundur. Fyrr í mánuðinum þurfti lög- reglan á ísafirði að beita vamarúða (mace-úða) til að yfirbuga menn sem réðust að lögreglumönnum fyrir ut- an skemmtistað á ísafirði. Önundur segir að í þessu tilviki hafi menn af- ráðið að beita ekki vamarúðanum en freista þess að róa fólkið niður. Önundur segir það mikið umhugs- unarefni ef fólk víli það ekki fyrir sér að ráðast að lögreglumönnum. FRÉTTIR Morgunblaðið/Júlíus Frá ætluðum vettvangi í Öskjuhlíð þar sem lögreglan var að störfum í gær í leit að sönnunargögnum. Rannsókn á vettvangi í Öskjuhlíð LÖGRÉGLAN heldur áfram rann- sókn sinni á morðinu á Einari Emi Birgissyni. Talið er að málið skýr- ist enn frekar í lok vikunnar. Von er á niðurstöðum DNA-rannsókn- ar frá Noregi í vikunni en lög- reglan sendi þangað blóðsýni í síð- ustu viku. Kafarar á vegum lögreglunnar vom að störfum í Hafnarfjarðar- höfn í gær en leit þeirra að hamri, meintu morðvopni, og fleiri mun- um bar ekki árangur. í leit að sönnunargögnum vegna rannsókn- arinnar girti lögreglan af svæði í Öskjuhlíð í gær og reisti þar tjald til að vinna að málinu. Breytingar á skilmálum og fargjaldaflokkum Flugfélags íslands Fargjöld hækka um 7-8% HÆKKUN á fargjöldum Flugfélags Islands gengur í gildi á fimmtudag jafnframt því sem fargjaldaskilmál- um verður breytt vemlega. Meiri áhersla verður lögð á að bjóða far- þegum upp á að kaupa stök fargjöld og þarf nú í flestum tilfellum ekki að kaupa far fram og til baka til þess að fá lágt fargjald. Lægsta fargjald aðra leið milli Reykjavíkur og Akureyrar verður 5.200 án flugvallarskatts og þarf að bóka það með viku fyrirvara. Dýr- asta gjald, forgangssæti, milli Reykjavíkur og Akureyrar kostar 8.800 og 10.000 til Egilsstaða. „Eg vona að ekki þurfi að koma til frekari hækkana og yfirlýsingar okkar um að við myndum ekki hækka þótt samkeppni minnkaði standast, því hækkanirnar stafa ein- göngu af kostnaðarhækkunum,“ segir Jón Karl Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Flugfélags íslands. Eftir breytingu munu öll fargjöld taka mið af verði aðra leið og einnig verður um hækkun á þeim að ræða sem nemur að meðaltali 7-8%. Jón Karl segir að með kerfisbreyting- unni sé verið að gefa farþegum kost á að kaupa einstök fargjöld og ná jafnvel hagkvæmari kosti en áður var með því að þurfa að kaupa far- gjald fram og til baka. „Þannig verð- ur hægt að blanda fargjöldum meira saman sem getur þýtt að þrátt fyrir hækkunina geta menn verið að fljúga á hagstæðari fargjöldum en verið hefur,“ segir Jón Karl þar sem flest fargjöld hafi orðið að kaupa báðar leiðir. Þannig kosti önnur ferð- in milli Reykjavíkur og Akureyrar rúmlega 5 þúsund krónur og sé það tekið í öðru tilvikinu og hin leiðin á um 8 þúsund króna gjaldi sé heildar- verðið orðið lægra en t.d. 16 þúsund króna gjald sem áður hafi gilt. Um 200 milljóna kostnaðar- hækkun á árinu Um hækkunina segir Jón Karl að reynt hafi verið að draga hana í lengstu lög og hækkanir ekki verið eins örar og kostnaðarhækkanir sem dunið hafi yfir. „Bara á þessu ári hef- ur hækkun eldsneytisverðs og geng- isþróun kostað félagið 130 til 140 milljónir króna og ef ég tek launa- hækkanir með og hækkun flugleið- sögugjalda er kostnaðarhækkunin farin að nálgast 200 milljónir króna. Við erum því að horfa hér á gífurleg- ar hækkanir sem virðast ekki ætla að hætta en við höfum reynt að stilla hækkun í hóf og vonumst til að nú fari að hægja á hækkunum á elds- neytisverði." Jón Karl segir ljóst að verulejgt tap verði á rekstri Flugfélags Is- lands á árinu, líklega vel yfir 200 milljónir króna. Hann segir að tryggja verði að tekjur fyrirtækisins séu í samræmi við rekstrarkostnað. „Að því gefnu að kostnaður hætti að hækka og með þeim spamaði sem við erum að grípa til sýnist okkur endar geta náð saman á næsta ári enda verður það að gerast,“ segir Jón Karl ennfremur. Spara 50-70 milljónir með breyttu bókunarkerfi Spamaðaraðgerðir felast meðal annars í því að félagið notar ekki lengur Amadeus-bókunarkerfið, leggur aukna áherslu á bókun gegn- un Netið og farmiðar era að hverfa. Ný bókunarvél verður tekin í notkun á heimasíðu félagsins á næstunni og segir Jón Karl þessar breytingar á bókunum þýða 50 til 70 milljóna króna minni kostnað. Lægsta fargjald eftir breytingu, svokallað bónussæti, á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar eða ísa- fjarðar mun verða 5.200 án flugvall- arskatta, til Egilsstaða eða Hafnar 5.900 án flugvallarskatta og til Vest- mannaeyja kr. 4.500 án flugvallai’- skatta. Fargjald frá Reykjavík til Vopnafjarðar og Þórshafnar verður 7.995. A þeim leiðum er flugvallar- skattur 330 kr. þar sem millilenda þarf á Akureyri en annars er skatt- urinn 165 kr. fyrir hverja ferð. A bónussæti er sjö daga bókunarfyrir- vari og það veitir enga vildarpunkta. Sparsæti heitir næstódýrasti kost- urinn og er þar fimm daga bókunar- fyrirvari. Þar kostar fargjald milli Reykjavíkur og Akureyrar eða ísa- fjarðar 6.000 kr. og 7.000 kr. milli Reykjavíkur og Egilsstaða eða Hafnar. Aðalflokkum fargjalda er fækkað úr fimm í fjóra og verður einungis skylt að kaupa eitt fargjald af þess- um fjóram fram og til baka, en þau vora tvö áður. í framhaldi af þessum breytingum er gert ráð fyrir að bjóða upp á sérstök fjölskyldufar- gjöld. Fargjöld Flugfélagsins vora síð- ast hækkuð 21. ágúst síðastliðinn og var haekkunin þá að meðaltali um 10%. Þá hækkuðu fargjöld einnig í byrjun ársins, að meðaltali um 3,5% en einstök fargjöld á bilinu 2 til 6%. .. 'itot Brúardeilurnar á Héraði Tannlækna- stofa á hjólum SKÓLANEFND Akureyrar hefur samþykkt erindi frá Agli Jónssyni tannlækni, þar sem hann fer fram á að koma upp tannlæknastofu á hjólum við grunnskóla bæjarins. Egill sagði í samtali við Morgun- blaðið að með þessu væri hann að láta 20 ára gamlan draum rætast. Egill keypti á síðasta ári 20 ára gamlan rútubfl af Benz-gerð í Þýskalandi og er þessa dagana verið að innrétta bflinn sem tannlæknastofu, þar sem verður aðstaða fyrir tvo tannlækna. „Ég er nánast eingöngu með krakka og það vilja allir koma á stofuna á milli klukkan tvö og fimm og það gengur ekki að hafa aðeins starfsfólk á þeim tíma. Þá verður þjónustan betri með þessu, ég kippi þá bara krökkun- um sem eru hjá mér út úr tíma og þá þurfa foreldrar þeirra ekki að taka sér frí frá vinnu." Egill sagðist ætla að hefja þessa starfsemi við Síðuskóla og þá væntanlega í næsta mánuði en unnið hefur verið að því að gera við og innrétta bflinn á Akureyri. Egill sagði að ekki hafi áður ver- ið rekin tannlæknastofa á hjólum hér á Iandi og því er hér um frumkvöðlastarf að ræða. „Ég mun svo bjóða kollegum taugavegl 18 • Sími 515 2500 • Slðumúla 7 • Slml 510 2500 Morgunblaðið/Kristján Egill Jónsson, tannlæknir á Akureyri, ætlar að færa starfsemi sína út til viðskiptavina sinna með tannlæknastofu á hjólum. mfnum í bænum upp á að nýta sér þessa aðstöðu," sagði Egill en aðspurður sagðist hann ekki eiga von á því að þeir myndu þiggja það. EgiII sagðist þess fullviss að þetta væri það sem koma skyldi í framtíðinni við grunnskóla, bæði í Reykjavík og á öðrum stærri stöðum í landinu. „Þetta er þróun sem ekki er hægt að víkja sér undan.“ Fleiri undirskriftum safnað TALSMENN íbúa Austur-Héraðs, sem mótmælt hafa fyrirhuguðum brúarframkvæmdum á Seyðisfjarð- arvegi yfir Eyvindará, söfnuðu um helgina fleiri undirskriftum, sem af- henda á bæjarstjóra Austur-Héraðs á Egilsstöðum í dag. Bæjarstjómar- fundur er í kvöld. Að sögn Þorbjöms Rúnarssonar, talsmanns íbúanna, er talið að undir- skriftir séu um 400, með þeim 125 sem skilað var í síðustu viku áður en umhverfisráð sveitarfélagsins ræddi brúarmálið. Gengið var hús úr húsi á Egilsstöðum á sunnudag og einnig farið á flesta bæi í nágrenninu. 4) FORLAGÍÐ RflK30% 2.790.- Engin er sem Dfs! Snjaltir orðaleikir og léttur húmor einkenna söguna alla ... Dís er fjörleg og fyndin skáldsaga. Steinunn Inga Óttarsdóttir, DV Veltist um af hlátri ... Ótviræðir hæfileikar. *** Kolbrún Bergþórsdóttir, ísland i bitió
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.