Morgunblaðið - 21.11.2000, Side 8

Morgunblaðið - 21.11.2000, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Þrír, Qórir, fimm, dimmalimm, oh ég ruglast alltaf. Suðurstrandarvegur búinn undir mat á umhverfísáhrifum Þrjár leiðir til skoðunar VEGAGERÐIN vinnur nú að gerð skýrslu fyrir Skipulagsstofnun vegna mats á umhverfisáhrifum á fyrirhuguðum Suðurstrandarvegi, sem tengja á núverandi Suður- lands- og Reykjaneskjördæmi sam- an milli Þorlákshafnar og Grinda- víkur. Um er að ræða ríflega 50 kíló- metra kafla sem leggja þarf á nýju vegarstæði. Geri Skipulagsstofnun ekki alvarlegar athugasemdir við skýrslu Vegagerðarinnar, að fengn- um umsögnum, stendur til að bjóða framkvæmdina út á næsta ári. Skýrslugerðinni á að vera lokið um næstu áramót. Vesturhluti vegarins er talinn viðkvæmari út frá umhverfissjónar- miðum. Að sögn Eymundar Run- ólfssonar, forstöðumanns áætlana- deildar Vegagerðarinnar, er núna verið að skoða þrjár leiðir á vestur- hlutanum er liggja um Ögmundar- hraun og land Krísuvíkur. Eymundur sagði að taka þyrfti tillit til ýmissa umhverfisþátta við lagningu vegarins, s.s. fuglalífs, gróðurfars og mannvistarleifa á svæðinu í kringum Krísuvík. Fræðslufundur SPOEX Þórunn Jónsdóttir ► Þórunn Jónsdóttir fæddist í Rcykjavík 31.7.1965. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um við Hamrahlíð 1985 og prófi í hjúkrunarfræði frá Háskóla Is- lands árið 1993. Hún hefur starf- að sem hjúkrunarfræðingur á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut og gerir enn. Hún á sæti í sfjórn SPOEX (Sam- taka psoriasis- og exemsjúkl- inga). Þórunn er í sambúð með Enes Cogic, starfsmanni í Merk- ingu. Börn með psoriasis eða exem Fræðslukvold um psoriasis- og ex- em hjá bömum og unglingum verður haldið á Litlu-Brekku í Banka- stræti í kvöld klukkan 20.00. Þar mun Rannveig Pálsdóttir húðsjúkdóma- læknir tala og svara fyrir- spumum. Þórunn Jóns- dóttir er starfandi for- maður SPOEX (Samtök psoriasis- og exemsjúkl- inga). Hún var spurð hvort miklar framfarir hafi orðið í meðferð þessara sjúk- dóma upp á síðkastið? „Þetta em húðsjúkdóm- ar og einkenni þeirra svip- uð, einkum hjá bömum, og meðferðin er svipuð. Hún felst í rakakremum og lyfjaáburðum og einnig ljósameðferð. Auk þess má nefna olíuböð sem einnig em meðferðar- úrræði. Þessi meðferð hefur verið tii lengi og ekkert nýtt og bylting- arkennt hefur komið fram sem læknai' þessa sjúkdóma." - Hvaða markmið er með þess- um fyrirlestri? „Mikið er af ungum bömum sem em með exem eða psoriasis. For- eldrar þurfa að bera ábyrgð á að böm haldi meðferð, oft er næstum full vinna að hugsa um húðina og það getur verið erfitt að fá böm til samvinnu. Því era foreldrar stund- um hjálparvana gagnvart þessu. Sjúkdómunum báðum fylgir mikill kláði, sviði og önnur óþægindi sem fátt dugar á. Því er svo erfitt fyrir foreldra að horfa upp á vanlíðan bama sinna og geta ekki orðið þeim að meira liði en raun ber vitni. Það era hins vegar margir, hver í sínu horni, búnir að finna leið sem reynist vel í þeirra tilviki. Þess vegna vonumst við í félaginu eftir að sem flestir foreldrar mæti á þennan fræðslufund þar sem fólk getur lært hvað af öðra, auk þess sem það heyrir erindi húðsjúk- dómalæknis og getur spurt hann.“ -Eru margir með þessa sjúk- dómahér álandi? „Psoriasis er sjúkdómur hjá 2 tíl 4% Islendinga. Það getur komið fram á hvaða aldri sem er. Þetta er ættgengur sjúkdómur og lang- vinnur. Exem veit ég ekki hversu algengt er, hef engar tölur um það, en exem er algengt hjá t.d. ungum bömum. Oft eldist það af bömum, en það er þó ekki nærri alltaf." - Er mikil starfsemi hjá SPOEX? „Já, það er mikil starfsemi hjá okkur, en við vildum þó gjaman geta sinnt bömum og unglingum meira. Á hinum Norðurlöndunum er mjög öflug ungliðahreyfing sem heitir Ung-Pso. Islendingar hafa haft samstarf við þessa hreyfingu en ekki markvisst, það hefur gengið erfiðlega að fá unglinga til að starfa í félaginu. Til dæmis ---------- fara norrænir unglingar í sumarbúðir og þar fá þeir fræðslu um sjúk- dóminn og geta hitt aðra sem hafa sömu vanda- ___________ mál og þeir. Það er nógu erfitt að vera unglingur þótt ekki komi tíl sjúkdómur sem oft hefur í för með sér útlitslýtí. Slíkt getur valdið skertu sjálfstraustí og sjálfs- álití. Við hjá SPOEX vildum gjam- an mynda hóp með bömum með þessa sjúkdóma og foreldrum þeirra svo þeir getí fræðst hver af öðrum og fengið stuðning. Félagið þarf að vita hvað hægt er að gera fyrir hvem og einn og því verður fólk að gera vart við sig.“ Mikilvægt að öll meðferðar- úrræði séu í boði - Hvernig er þjónustan við þessa sjúklinga af hálfu hins opin- bera? „Það eru göngudeildir reknar bæði af Landspítalanum, SPOEX og Húðlæknastöðinni í Smáranum í Kópavogi. Svo era göngudeildir úti um landið líka. A deildunum era ljósaskápar með svokölluðum A- og B-geislum sem sjúklingarnir fara í allavega þrisvar í viku, svo vikum skiptir.“ - Hvað kostar svona meðferð? „Það kostar ekkert hjá SPOEX en nýlega var sett gjald á þessa þjónustu hjá göngudeild húðlækn- inga Landspítala í Þverholti og hjá Húðlæknastöðinni í Smáranum. Að fá þetta gjald fellt niður er eitt af baráttumálum SPOEX.“ - Hvaða með önnur baráttumál? „Vil viljum halda opinni einu legudeild húðsjúklinga á Vifils- stöðum. Þá eram við enn að berj- ast fyrir því að loftslagsmeðferð til Kanaríeyja sé raunhæfur með- ferðarmöguleiki. Einnig erum við að opna deildir útí á landsbyggð- inni og höfum m.a. gefið þangað ljósagreiður til að nota á psoriasis í hársverði.“ - Hvað með Bláa lónið? „Bláa lónið er göngudeild sem hefur yfir að ráða Ijósaskápum eins og fyrr vora nefndir. Þeir era þar notaðir samhliða böðum í lón- inu. Það er vitað að sólin er mikil- vægur þáttur í meðferð psoriasissjúklinga. Ljósin líkja eftir sólar- geislum og vatnið í Bláa lóninu hefur sýnt sig hafa lækningamátt íyr- ii' psoraisis. Saman virðist þetta virka mjög vel á þenn- an sjúkdóm - alveg eins og sól og sjór erlendis gerir. Bláa lónið hef- ur hins vegar ekki haft eins góð áhrif fyrir exemsjúklinga." -Hentar það sama öllum sem eru með þessa sjúkdóma? „Nei, það er misjafnt hvað hent- ar hverjum og einum og því er það svo mikilvægt að allar þær með- ferðir sem geta hjálpað okkur séu í boði.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.