Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Ný lög um fæðingar- og foreldraorlof koma til framkvæmda um áramdtin
Breytingin mun
kosta ríkissjóð 3
milljarða á ári
NÝ lög um fæðingar- og foreldraor-
lof, sem tóku gildi í sumar, koma til
framkvæmda um áramótin. Á blaða-
mannafundi um nýju lögin, sem
haldinn var í gær, sagði Páll Péturs-
son félagsmálaráðherra að um væri
að ræða stórt skref í átt að jafnrétti
bæði milli kynjanna og á vinnumark-
aðnum sjálfum, þar sem nú væri
engin munur á rétti fólks eftir því
hvar það ynni. Hann sagði að kostn-
aður ríkissjóðs vegna breytinganna
væri um 3 milljarðar á ári, en sú tala
miðast við árið 2003 þegar breyting-
amar verða allar komnar til fram-
kvæmda.
„Karlar hafa samkvæmt þessu
meiri rétt heldur en að við vitum til
að þeir haíi annars staðar í heimin-
um,“ sagði Páll. „I samanburði við
Norðurlöndin þá hafa konurnar
meiri rétt þar, en karlarnir hafa ekki
jafn rúman rétt þar og þeir hafa
hér.“
Karl Steinar Guðnason, forstjóri
Tryggingastofnunar ríkisins, var
sammála Páli og sagði að um gríðar-
lega stórt stökk væri að ræða.
Markmið laganna er að tryggja
bami samvistir bæði við föður og
móður og er þeim ætlað að gera
bæði konum og körlum kleift að
samræma fjölskyldu- og atvinnulíf.
Lögin taka til réttinda foreldra á
innlendum vinnumarkaði til fæðing-
ar- og foreldraorlofs og eiga þau við
um foreldra sem em starfsmenn eða
sjálfstætt starfandi. Lögin taka
einnig til réttinda foreldra utan
vinnumarkaðar og í námi til fæðing-
arstyrks.
Rétturinn til fæðingar- og for-
eldraorlofs á við hvort sem um er að
ræða fæðingu bams, ættleiðingu eða
töku bams í varanlegt fóstur.
Lengt fæðingarorlof
við Qölburafæðingar
Samkvæmt lögunum eiga foreldr-
ar sjálfstæðan rétt til þriggja mán-
aða hvort um sig og er sá réttur ekki
framseljanlegur milli foreldra. Til
viðbótar eiga foreldrar sameiginleg-
an rétt til þriggja mánaða og þeim
rétti geta þeir hagrætt milli sín að
eigin vild. Þegar um er að ræða fjöl-
burafæðingar eiga foreldrar rétt á
lengingu fæðingarorlofs um þrjá
mánuði fyrir hvert barn umfram eitt,
en réttur til fæðingarorlofs fellur
niður er bam nær 18 mánaða aldri.
Páll sagði að samkvæmt lögunum
ykist sjálfstæður réttur föður til fæð-
ingarorlofs, þannig að 1. janúar 2001,
yrði hann einn mánuður, tveir mán-
uðir frá og með 1. janúar 2002 og þrír
mánuðir frá og með 1. janúar 2003.
Hann sagði að feður öðluðusthins
vegar strax um næstu áramót hinn
sameiginlega rétt til fæðingarorlofs.
Átta vikum áður en foreldri ætlar í
fæðingarorlof þarf það að tilkynna
vinnuveitanda sínum um fyrirhugaða
tilhögun þess. Geti vinnuveitandi
ekki fallist á óskir starfsmanns skal
hann að höfðu samráði við starfs-
mann leggja til aðra tilhögun innan
viku frá móttökudagsetningu til-
kynningar. Sex vikum fyrir áætlaðan
fæðingardag þarf foreldrið að sækja
um greiðslur til Tryggingastofnunar
ríksins, þannig að ef foreldri á að
eignast barn nú í byrjun janúar þarf
það að sækja um greiðslur til Trygg-
ingastofnunar, sem fyrst, því nú em
um sex vikur til áramóta.
80% af meðaltali heildarlauna
Páll sagði að foreldri á vinnumark-
aði sem færi með forsjá barns síns
ætti rétt á fæðingarorlofi. Forsjár-
laust foreldri ætti rétt á fæðingar-
orlofi lægi fyrir samþykki þess for-
eldris sem færi með forsjá barnsins
um umgengni í fæðingarorlofi. Hann
sagði að foreldri ætti ekki rétt ef t.d.
móðir kysi að feðra ekki bamið, ef
foreldrið sem færi með forsjá neitaði
forsjárlausa foreldrinu um rétt að
fæðingarorlofi og ef foreldrið væri í
útlöndum.
Foreldrar sem hafa verið samfellt
í sex mánuði á vinnumarkaði í a.m.k.
25% starfi fyrir upphafsdag fæðing-
arorlofs eiga rétt á 80% af meðaltali
heildarlauna. Tryggð er áframhald-
andi uppsöfnun tiltekinna réttinda
meða fæðingarorlofí stendur. For-
eldri greiðir áfram í lífeyrissjóð og
greiðir fæðingarorlofssjóður lög-
bundið framlag á móti. Fæðingar-
orlofssjóður, sem er í vörslu Trygg-
ingastofnunar ríkisins, annast
greiðslur til foreldra, en sjóðurinn er
fjármagnaður með tryggingagjaldi.
Fæðingarorlof reiknast einnig til
starfstíma við mat á starfstengdum
réttindum s.s. rétti til orlofstöku og
lengingar orlofs samkvæmt kjara-
samningum, mat á rétti til starfsald-
urshækkana, veikindaréttar, upp-
sagnarfrests og réttar til atvinnu-
leysisbóta.
Foreldrar utan vinnumarkaðar, í
minna en 25% starfi eða í fullu námi,
eiga sjálfstæðan rétt til fæðingar-
styrks í allt að þrjá mánuði hvort um
sig, en sá réttur er ekki framseljan-
legur milli foreldra. Til viðbótar eiga
foreldrar sameiginlegan rétt á fæð-
ingarstyrk í þijá mánuði og þeim
rétti eiga foreldrar kost á að hagræða
milli sín.
Páll sagði að réttur foreldris á
vinnumarkaði væri háður því að það
legði niður launuð störf á meðan, þ.e.
foreldri getur ekki unnið annars
staðar á meðan það er í fæðingar-
orlofi.
13 vikna foreldraorlof
Á fundinum í gær vakti Páll einnig
athygli á svokölluðu foreldraorlofi.
Foreldri á rétt á foreldraorlofi í allt
að 13 vikur, en um er að ræða launa-
laust oriof. Heimilt er að taka for-
eldraorlof allt frá fæðingu bams og
til 8 ára aldurs. Rétturinn, sem nær
einnig til forsjárlausra foreldra er,
ólíkt fæðingarorlofinu, ekki framselj-
anlegur milli foreldra. Starfsmaður
sem hyggst nýta sér rétt til foreldra-
orlofs skal tilkynna það vinnuveit-
anda eins fljótt og kostur er eða í síð-
asta lagi sex vikum fyrir
fyrirhugaðan upphafsdag foreldraor-
lofs.
Vinnuveitandi á rétt á að fresta or-
lofi í allt að sex mánuði geti hann ekki
fallist á óskir starfsmanns um tilhög-
un þess. Frestun er hins vegar ein-
göngu heimil þegar fyrir hendi eru
Morgunblaðið/Vilhelm Gunnarsson
Burt með tjöruna
TJARAN er fylgifiskur nagladekkjanna og sem slík ör- Tjöruleysir er því rnikið þarfaþing áður en þvegið er og
uggt merki þess að vetur er genginn í garð þótt snjór- ekki er ónýtt að geta þvegið utandyra eins og viðrað
inn láti bíða eftir sér, að minnsta kosti sunnanlands. hefur undanfarið.
Morgunblaðið/Kristinn
Markmið nýrra laga um fæðingar- og foreldraorlof er að tryggja barni
samvistir bæði við föður og móður. Frá vinstri: Karl Steinar Guðnason, for-
stjóri Tryggingastofnunar ríkisins, og Páll Pétursson félagsmálaráðherra.
sérstakar aðstæður í rekstri viðkom-
andi fyrirtækis eða stofnunar.
Óheimilt er að fresta foreldraorlofi
sem er í beinu framhaldi af fæðing-
arorlofi eða af barn veikist svo nær-
vera foreldris er nauðsynleg. Það er
s.s. heimilt að taka fæðingar- og for-
eldraorlof í einu lagi og einnig má
skipta því niður á fleiri en eitt tíma-
bil, sem og taka það samhliða minnk-
uðu starfshlutfalli. Sveigjanleikinn
er háður samkomulagi við vinnuveit-
anda.
Óheimilt að segja
starfsmanni upp
Samkvæmt lögunum er ráðninga-
sambandi vinnuveitenda og starfs-
manns viðhaldið á orlofstímanum og
starfsmanni því tryggður réttur til
að hverfa aftur að starfi sínu að
loknu fæðingar- eða foreldraorlofi.
Sé þess ekki kostur skal hann eiga
rétt á sambærilegu starfi hjá vinnu-
veitanda í samræmi við ráðninga-
samning. Þá er samkvæmt lögunum
óheimilt að segja starfsmanni upp
störfum vegna þess að hann hefur
tilkynnt um að fara í fæðingar- eða
foreldraorlof. Einnig er óheimilt að
segja starfsmanni upp sem er í fæð-
ingar- eða foreldraorlofi.
Hægt er að nálgast það umsókn-
areyðublað sem skila á til Trygg-
ingastofnunar á heimasíðu stofnun-
arinnar (http://www.tr.is) og það
eyðublað sem skila á til vinnuveit-
anda má nálgast á heimasíðu Sam-
taka atvinnulífsins (http://www.-
sa.is).
Andlát
KRISTÍN PETREA
S VEIN SDÓTTIR
KRISTÍN Petrea
Sveinsdóttir, sem var
elst íslendinga, lést í
Reykjavík á laugardag-
inn, rúmlega 106 ára
að aldri.
Kristín var fædd í
Skáleyjum á Breiða-
firði 24. ágúst 1894 og
voru foreldrar hennar
Sveinn Pétursson og
Pálína Tómasdóttir.
Kristín giftist Berg-
sveini Finnssyni árið
1920 og hófu þau bú-
skap í Gufudal í Barða-
strandarsýslu, þar sem
þau bjuggu til ársins 1952 er Berg-
sveinn lést.
Kristín og Bergsveinn eignuðust
átta börn og eru sjö þeirra á lííí, en
alls á Kristín yfir 120
afkomendur.
Nokkrum árum eft-
ir andlát Bergsveins
fluttist Kristín til
dóttur sinnar í
Reykjavík. Þar vann
hún lengst af hjá fisk-
verkuninni Júpíter og
Mars eða þar til hún
var komin fast að átt-
ræðu.
Síðustu árin bjó
Kristín á Hrafnistu í
Reykjavík. Hún var
vel em og hafði
fótavist þar til undir
það síðasta.
Kristin verður jarðsett í Gufudal
á laugardaginn kemur, 25. nóvem-
ber, klukkan 14.
KATLA
PÁLSDÓTTIR
KATLA Pálsdóttir lést
síðastliðinn laugardag,
18. nóvember, á hjúkr-
unarheimilinu Eir
Reykjavík, 85 ára að
aldri.
Katla fæddist í
Reykjavík 17. desem-
ber 1914 og var dóttir
hjónanna Guðrúnar
Indriðadóttur, sem var
þjóðkunn leikkona, og
Páls Steingrímssonar,
ritstjóra Vísis um
langt árabil. Afi Kötlu
í móðurætt var Indriði
Einarsson, rithöfund-
ur.
Katla gifist 29. júní 1939 Herði
Bjarnasyni, arkitekt og fyrrum
húsameistara ríkisins. Hörður
Bjarnason lést 2. september 1990,
en meðal verka hans má nefna Skál-
holtsdómkirkju og Kópavogskirkju.
Þar að auki lauk hann við hönnun
Hallgrímskirkju að
innan eftir fráfall Guð-
jóns Samúelssonar,
arkitekts kirkjunnar.
Katla hafði mikinn
áhuga á öllu menning-
arlífi Reykjavíkur.
Skipaði Þjóðleikhúsið
stóran sess í lífi henn-
ar, enda var Indriði afi
hennar frumkvöðull að
þeirri hugmynd að
þjóðin eignaðist þjóð-
leikhús. Um langt ára-
bil missti Katla ekki af
einu einasta leikverki
sem sýnt var á fjölum
Þjóðleikhússins.
Katla og Hörður eignuðust tvö
börn, Áslaugu G. Harðardóttur, sem
er gift Jóni Hákoni Magnússyni,
framkvæmdastjóra KOM ehf., og
Hörð H. Bjarnason, sendiherra í
Stokkhólmi, sem er kvæntur Áróru
Sigurgeirsdóttur.