Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.11.2000, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ AKUREYRI Skíðavertfðin hafin f Dalvfkurbyggð og á Akureyri Morgunblaðið/Kristján I Böggvisstaðaíjalli var skíðafólk bæði á svigskíðum og snjóbrettum. Unga fólkið fjölmennti í Hlíðarfjall um helgina þar sem stólalyftan var opin í fyrsta sinn á þessu hausti. Um 400 manns komu á skíði í Hlíðarfjall og voru margir komnir langt að. Hann er ekki hár í loftinu þessi ungi skíðagarpur sem var að renna sér í Böggvisstaðafjalli og fékk hann því aðstoð niður brckkuna. Fjölmargir á skíðum í ágætis skíðafæri SKIÐASVÆÐIN í Hlíðarfjalli við Akureyri og Böggvisstaðafjalli við Dalvík voru opin um helgina og fjöl- menntu skíðamenn í brekkurnar. Að sögn Guðmundar Karls Jónassonar, forstöðumanns Skíðastaða í IHíðar- fjalli, komu um 400 manns á skiði um hclgina og var brettafólk í nokkrum meirihluta. Einnig var fólk þar á svigskíðum og gönguskíð- um. Skíðasvæðið í Böggvissfaðafjalli var opnað á mánudag í síðustu viku og voru heimamenn fljótir að taka við sér og fjölmenntu á skíði. Einar Hjörleifsson, forstöðumaður skíða- svæðisins, sagði að um 130 manns hefðu komið á skíði um helgina og aðstæður til skíðaiðkunar hefðu ver- ið ágætar. í hópi gesta voru ung- menni úr úrvalsliði Reykvíkinga, sem komu norður til æfínga og gistu á Dalvík. Einar sagði að ekki hefði verið hægt að opna fyrir almcnning fyrr en eftir hádegi á laugardag vegna bilunar í snjótroðara og þvf hefði verið mun betri aðsókn á sunnudeg- inum. Skíðasvæðið var opnað óvenjusnemma á þessu hausti en Dalvikingar hafa þó jafnan verið fíjótir til á hveiju hausti. Skíðasvæð- ið liggur frekar lágt og er neðri endi skíðabrekkunnar aðeins í 40 metra hæð yfír sjó. „Við erum yfirleitt með flesta opna daga allra skíðasvæða á hveiju ári og höfum keyrt lyftur í allt að 140 daga á vetri. Staðan er hins veg- ar erfíðari hjá okkur á vorin, sólin skín þá beint í fjallið og færið er þvi oft hundleiðinlegt,“ sagði Einar. Hann sagði að skíðasvæðið yrði opið í dag, þriðjudag, og á morgun, mið- vikudag, frá kl. 15 til 19 og um næstu helgi frá kl. 12-16. Aðeins neðri diskalyftan í Böggvisstaða- Qalli hefur verið opin en ef aðstæður leyfa verður efri diskalyftan einnig opnuð. Mikið um utanbæjarfólk Guðmundur Karl sagði að skiða- færi í Hlíðarfjalli hefði verið gott miðað við árstíma og fólk verið mjög ánægt. Aðeins stólalyftan var opin og var búið að troða svokallað suð- urgil í fjallinu. Víða annars staðar í Hlíðarfjalli stendur jarðvegurinn enn upp úr og sagði Guðmundur Karl því mikilvægt fyrir fólk að fara að öllu með gát. Enn vantar meiri snjó upp í Strýtu og þar er mun stór- grýttara en neðar í fjallinu. Töluvert var um utanbæjarfólk í Hlíðarfjalli og var nokkuð um að íbúar höfuðborgarsvæðisins hefðu lagt land undir fót og brugðið sér á skíði til Akureyrar. Sá sem fyrstur mætti í stólalyftuna á laugar- dagsmorgun kom akandi frá Reykjavík og fékk þessi fyrsti gest- ur skíðavertíðarinnar árskort í fjall- ið að launum. Guðmundur Karl sagði að stefnt væri að því að hafa opið í fjallinu um næstu helgi og jafnvel á föstudag en ákvörðun um á hvaða tíma verður opið verður tekin síðar í vikunni. í Ólafsfirði er einnig kominn ágætis skíðasnjór en þar sem snjó- troðari staðarins er bilaður hefur skíðasvæðið í Tindaöxl ekki enn ver- ið opnað. Handtekinn með stolin ávísana- hefti LÖGREGLAN á Akureyri handtók ungan mann í bænum á sunnudags- kvöld en hann hafði gerst sekur um að stela þremur ávísanaheftum í Reykjavík. Maðurinn kom norður til Akur- eyrar í leigubíl, sem samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins kostaði 64.000 krónur og borgaði hann bílinn með blaði úr stolnu ávísanahefti. Þá hafði maðurinn gefið út ávísanir fyrir um 200.000 krónur, aðallega á Akur- eyri, þegar lögregla hafði hendur í hári hans. Rannsókn málsins var á lokastigi seinni partinn í gær. Bflvelta í Víðidal á Fjöllum Mývatnssveit - Jeppabifreið á aust- urleið valt út af þjóðveginum austast í Víðidal á fimmtudagskvöldið. Nokkur skafrenningur var og missti bílstjórinn, sem er rússneskur, stjórn á bifreiðinni með fyrrgreind- um afleiðingum. Rússinn, sem var einn í bílnum, taldi sig hafa sloppið ómeiddan og bíllinn sem er nýlegur bílaleigubíll virtist lítið skemmdur en þó ekki ökufær. Ekki leið löng stund frá óhappinu þar til aðra vegfarendur bar þar að og kölluðu þeir björgun- arsveitarmenn úr Mývatnssveit til aðstoðar. GENEVE www.raymond-weil.com Framhaldsskólakennarar á Akureyri Komið verði til móts við kröfur kennara Framhaldsskólakennarar á Akur- eyri hafa sent áskorun til ríkis- stjórnarinnar um að axla ábyrgð á skólastarfi og koma til móts við kröfur kennara um launaleiðrétt- ingu og gerð kjarasamnings. Framhaldsskólakennarar á Akur- eyri hafa opnað verkfallsmiðstöð í Hamri, félagsheimili Þórs á Akur- eyri. „Kennarar hafa sýnt ábyrgð sína í verki með því að sinna nýj- um verkefnum sem talið er að geti bætt skólastarfið, taka meira tillit til sérþarfa nemenda, sinna fjöl- breyttari nemendahópi, taka þátt í undirbúningi þess að nota nýja tækni og aðlögun starfshátta að nýrri námskrá. Kjör kennara hafa ekki tekið mið af neinum þessara breytinga og viðbóta. Því telja kennarar á Akureyri launakröfur stéttarfélags síns sanngjarnar og forsendu þess að unnt verði að efla starf framhalds- skóla, segir í ályktun frá kennara- félögunum í MA og VMA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.