Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 17

Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 17
HVÍTA HÖSID / S f A Þann 21. nóvember 1960 komu saman 15 frumkvöðlar og stofnuðu Vöruflutninga- miðstöðina hf. til að sinna vöruafgreiðslu í Reykjavík. í dag eru 40 ár liðin frá stofnun Vöruflutningamiðstöðvarinnar hf. sem nú starfar undir merki Flytjanda. Af því tilefni bjóðum við alla starfsmenn, viðskiptavini og velunnara velkomna að gleðjast með okkur og þiggja veitingar. Á fyrstu starfsárum félagsins voru flutnings- aðilarnir á bilinu 15 til 20 og heildarflutningar þeirra um 8 til 9 þúsund tonn á ári. í dag eru 30 flutningsaðilar undir merki Flytjanda með um 80 afgreiðslur um land allt. Áætlað er að þeir flytji á bilinu 130 til 150 þúsund tonn á ári. Með auknum kröfum um tíðari ferðir og harðnandi samkeppni hefur flutningsfyrirtækjum fækkað og þau stækkað. í upphafi var hlutverk Vöruflutningamiðstöðvarinnar fyrst og fremst að taka á móti og afhenda vörur fyrir flutnings- aðila. f dag er Flytjandi tæknivætt alhliða þjónustufyrirtæki sem sér í auknum mæli um sölu og markaðsmál fyrir flutningsaðila auk þess að tryggja viðskiptavinum samræmda þjónustu hvar sem er á landinu. Lítið inn f dag milli kl. 9 og 17 að Klettagörðum 15. Á afmælisdaginn opnum við nýja heimasíðu Flytjanda, www.flytjandi.is. Þar er meðal annars að finna skrá yfir afgreiðslustaði, ferðaáætlanir, gjaldskrá og aðrar hagnýtar upplýsingar um þjónustuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.