Morgunblaðið - 21.11.2000, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 23
VIÐSKIPTI
Verðbréfavísitölur á
Norðurlöndum
Breyting á vísitölum á Norður- löndunum frá áramótum
Aðal- Úrvals-
vísitala vísitala
Danmörk +24,44% +29,04%
Noregur +7,69% +16,20%
Svíþjóð -6,84% -5,87%
Finnland -10,22% -10,62%
(SLAND -10,46% -15,15%
Samanburð-
ur óhagstæð-
ur Islandi
SAMANBURÐUR á íslenskum
verðbréfavísitölum og sambærileg-
um vísitölum á hinum Norðurlönd-
unum birtist í Fjármálafréttum
SPRON í gær og kemur í ljós að ís-
land kemur nokkuð illa út í þeim
samanburði það sem af er árinu.
Tekið er fram að samanburður við
hin Norðurlöndin sé ekki alltaf
sanngjarn því íslenski markaðurinn
sé mjög ólíkur hinum Norðurlöndun-
um að samsetningu.
„Þeir geirar sem verst hafa staðið
sig á íslandi eru samgöngur sem
hafa lækkað um 41,26% og sjávar-
útvegur um 32,72%. Ofangreindar
vísitölur vega ekki þungt í mörkuð-
um hinna Norðurlandanna og ætti
því fjárfestir með vel áhættudreift
safn að hafa sloppið ágætlega við
lækkanir það sem af er ársins,“ segir
í Fjármálafréttum SPRON.
--------------
Hagnaður
Baugs 394
milljónir kr.
HAGNAÐUR Baugs hf. fyrstu níu
mánuði ársins var 1.111 milljónir
króna fyrir fjármagnsgjöld og af-
skriftir. Hagnaður eftir skatta nam
394 milljónum króna og veltufé frá
rekstri er 724 milljónir króna. Þess-
ar afkomutölur eru í samræmi við
áætlanir félagsins, að því er fram
kemur í fréttatilkynningu, en mesta
hagnaðarmyndun í verslunarfyrir-
tækjum á sér stað síðustu þrjá mán-
uði ársins.
Tekið er fram að þrátt fyrir lækk-
andi álagningu á matvöru hafi heild-
arframlegð haldið sér miðað við
milliuppgjör 2000 og ársuppgjör
1999, og komi þar helst til aukin
áhersla á sölu sérvöru sem sé sívax-
andi þáttur í starfsemi Baugs.
Eins og fram hefur komið verður
hlutafé Baugs aukið um 10% eða 110
milljónir króna að nafnvirði. í undir-
búningi er útboð til forgangsréttar
hafa að fjárhæð 100 milljónir að
nafnvirði á genginu 11,6. Eftirstand-
andi tíu milljónir verða notaðar í
hlutabréfaívilnanir til starfsmanna
sem starfað hafa lengur en tólf mán-
uði hjá félaginu. Áætlað er að hluta-
fjáraukningu verði að fullu lokið fyr-
ir áramót.
Hlutafjáraukning þessi mun að
mestu leyti fara til uppsetningar
verslana Baugs á Norðurlöndum og í
Smáralind eins og fram hefur komið
í tilkynningum félagsins.
Össur hf. undirritar samning
um kaup á Century XXII
ÖSSUR hf. hefur undirritað samn-
ing um kaup á öllum hlutabréfum í
bandaríska stoðtækjafyrirtækinu
Century XXII Innovations, Inc.
Össur greiðir fyrir öll hlutabréf
Century XXII með 41.785.000 hlut-
um í Össuri hf., sem þýðir að selj-
endur Century XXII munu við
kaupin eignast 13% hlut í Össuri
hf. Einnig munu seljendur fá sem
nemur einni milljón bandaríkjadoll-
ara á þriggja ára tímabili, ef viss
markmið í rekstri fyrirtækisins
nást.
Kaupverð Century XXII er rúm-
lega 2,8 milljarðar króna ef miðað
er við meðalgengi bréfa Össurar
hf. síðustu 30 dagana fyrir dags-
etningu kaupsamnings. Sé tekið til-
lit til kostnaðar tengdum kaupun-
um má ætla að heildarkaupverð
verði tæpir 3 milljarðar króna.
Century XXII hefur yfm að ráða
7 einkaleyfum á framleiðsluvörum
fyrirtækisins sem markaðssettar
eru í yfir 40 löndum undir vöru-
merkinu Total Knee. í fréttatil-
kynningu frá Össuri segir að vöru-
lína Century XXII í gervihnjám
muni bætast við sterka vörulínu
Össurar hf. í hulsum og gerviökkla-
línu Flex-Foot, og að kaupin
treysti enn frekar forystu Össurar
hf. á sviði hönnunar og markaðs-
setningar stoðtækja. Jafnframt
mun samanlögð vörulína gera Öss-
uri hf. enn betur kleift að bjóða
notendum og fagfólki heildstæða
lausn.
Kaupunum fylgir mikill
virðisauki fyrir hluthafa
A síðustu 3 árum hefur velta
Century XXII aukist að jafnaði um
rúmlega 20% á ári, en áætluð velta
fyrir árið 2000 er 10,7 milljónir
dollara eða 945 milljónir króna.
Hagnaður er áætlaður 176 milljón-
ir króna og hagnaður fyrir afskrift-
ir er áætlaður 275 milljónir króna.
Þessar tölur taka ekki tillit til
hugsanlegra samlegðaráhrifa en
þeirra verður fyrst vart á næsta
ári.
Jón Sigurðsson, forstjóri Össur-
ar hf., segir tvær meginástæður yf-
ir þessum kaupum á Century
XXII. „Aðalástæðan er sú að okkur
vantaði hnjálínu inn í okkar heild-
arlausn og Century XXII er
langsterkasta fyrirtækið á því
sviði.
Þeirra hnjálína er sú langbesta
og því fellur starfsemi fyrirtækis;
ins mjög vel að okkar starfsemi. í
öðru lagi eru þessi kaup mjög fjár-
hagslega hagkvæm núverandi hlut-
höfum, vegna þess að þeim fylgir
mjög mikill virðisauki, það má
segja að greiðsluflæði hafi aukist
um 18-19% á hvern hlut í félaginu
eftir þessi kaup.“
„Sportj epplingurinna
Ný frískleg og aflmikil 16 ventla álvél
með tveimur yfirliggjandi knastásum.
Veró frá
1.448.000 krJ
Innifalið er meðal annars:
Sítengt fiórhjóladrif, ABS, álfelgur,
upphituð sæti, fjölspeglaljós,
bretta- og þakbogar, opnir
höfuðpúðar
imsmmm ignis er
EKTA sportjepplingur,
fáanlegur bæði bein- og
■m sjálfskiptur
Komdu í re 11
Suzuki IGNIS á sér ekki sinn líka á markaðnum.
Hann sameinar bestu eiginleika smábílsins
(lipurð og sparneytni) og fjölnotabílsins (lítið
utanrými, mikið innanrými, breytanlegt
farangursrými) og bætir við þá kostum jeppans
(sítengdu aldrifi og mikilli veghæð). Hvar annars
staðar færðu allt þetta í sama bílnum?
$ SUZUKI
— ...
SUZUKIBÍLAR HF
Skeifunni 17. Sími 568 51 00.
www.suzukibilar.is
SUZUKI SÖLUUMB0Ð: Akranes: Ólafur G. Ólafsson, Garðabraut 2, slmi 431 28 00. Akureyri: BSA hf., Laufásgötu 9, slmi 462 63 00. Hafnarfjörður: Guðvarður Ellasson,
Grænukinn 20, slmi 555 15 50. Hvammstangi: Bfla- og búvélasalan, Melavegi 17, simi 451 22 30. Isafjörður: Bilagarður ehf., Grænagarði, simi 456 30 95.
Keflavík: BG bllakringlan, Grófinni 8, simi 421 12 00.