Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 26

Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 26
26 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Börkur frá Ncskaupstað er eitt aflasælasta skip sögunnar. Þegar á þessu ári er aflinn orðinn 68.000 tonn. Börkur með 70.000 tonn NÓTA- og togveiðiskipið Börkur NK hefur borið að landi um 68.000 tonn af uppsjávarfiski það sem af er þessu ári. Það er sennilega mesti afli sem íslenzkt fiskiskip hefur landað á minna en ári. Alls hefur Börkur fiskað um 33.000 tonn af kolmunna, tæp 6.000 tonn af sfld og um 29.000 tonn af loðnu. Skipstjóri á Berki sem um þessar mundir stundar veiðar á kolmunna er Sturla Þórðarson. Samherji hefur fjárfest fyrir 600 milljónir í fiskeldi Fellur vel að stefnu og starfsemi félagsins FISKELDI fellur vel að stefnu og starfsemi Samherja að mati Finn- boga Jónssonar, stjómarformanns fé- lagsins. Samherji hefur þegar íjárfest í fiskeldi fyrir um 600 milljónir króna og er m.a. stærsti hluthafi í Fiskeldi Eyjafjarðar. A ráðstefnu um fiskeldi og sjávar- útveg, sem haldin var á Akureyri sl. föstudag, rakti Finnbogi ástæður þess að Samherji hefur haslað sér völl í fiskeldi á síðustu misserum. Finn- bogi sagði Samherja hafa yfir miklum uppsjávarkvóta að ráða og vegna mikilla endurbóta á fiskimjöls- verksmiðjum og bættri hráefnismeð- ferð um borð í skipum, skapist auknir möguleikar á meiri verðmætasköpun úr uppsjávarfiski en hágæðamjöl og lýsi sé uppistaðan í fóðri til laxeldis. Með því að taka þátt í ferlinu frá veið- um til markaðar megi jafna afkomu- sveiflur en dæmin sýni að meðan verð á mjöli og lýsi sé lágt sé almennt góð afkoma í fiskeldi. Þá geti fiskeldi bætt nýtingu framleiðslufyrirtækja og nefndi Finnbogi í því sambandi full- komið frystihús Samherja á Dalvík í því sambandi. Hann benti á að Norð- menn hafi á síðasta ári aukið útflutn- ingsverðmæti á heilfrystum eldislaxi um 44% og á frystum flökum um 52%. Guldrangnr til Rússlands GULDRANGUR, hlutdeild- arfélag Vinnslustöðvarinnar hf. í Færeyjum, hefur selt frystitogara sinn, Guldrang, til Rússlands. Partafelagið Guldrangur hefur í kjölfarið gert upp skuldir sínar við Vinnslustöðina og er starf- semi Guldrangs þar með lok- ið. Breytingar á gjaldfærslu vegna P/f Guldrangs í rekstr- arreikningi Vinnslustöðvar- innar hf. verða óverulegar sökum þessa. Vinnslustöðin hafði áður tilkynnt að félagið myndi færa niður 85 milljóna króna viðskiptakröfu á hend- ur P/f Guldrangi og gjaldfæra þá fjárhæð meðal annarra rekstarliða í ársreikningi fyr- ir rekstrarárið 1999/2000. Ennfremur sagði hann fyrirtækið ráða yfir öflugu sölukerfi, auk þess sem það búi yfir mikilli þekkingu í sjávarútvegi. Vaxtarmöguleikar í fískeldinu Finnbogi sagði að hefðbundnir möguleikar sjávarútvegsfyrirtækja til vaxtar væru takmarkaðir. Þannig væri verð á kvóta nú mjög hátt, auk þess sem neikvæð umræða og óvissa í fiskveiðistjómun valdi því að fyrir- tæki hafi verulega dregið úr kvóta- kaupum. Þá færi möguleikum í sam- einingum fækkandi, auk þess sem sókn í vannýtta stofna og á ný mið væru nú takmörkuð og kostnaðar- söm. Fiskeldi væri því áhugaverður fjárfestingarkostur til vaxtar ef rétt er að málum staðið. Finnbogi benti á að aukinni fisk- neyslu í framtíðinni yrði að mæta með eldi, enda flestir villtir fiskistofnar nú þegar fullnýttir. Fiskeldi hafí því vax- ið mikið undanfarin áratug og mark- aðir fyrir eldislax stækkað stöðugt. í því sambandi nefndi Finnbogi að þó fiskneysla í Bandaríkjunum hafi stað- ið í stað síðustu 10 ár, hefði neysla á laxi aukist hlutfallslega og væri nú rúm 9%. Þegar litið væri til ná- grannalandanna væri ljóst að Islend- ingar væru nokkuð langt á eftir þegar kæmi að fiskeldi. Þannig hefði fiskeldi aukist gríðarlega bæði í Færeyjum og Noregi og útflutningsverðmæti lax og silungs í Noregi væri nú um 40% af heildarútflutningsverðmæti sjávaraf- urða, á meðan útflutningsverðmæti hvítfisks væri um 38%. Þá sagði Finnbogi að miklar íiram- farir hafi orðið í kynbótum og vaxtar- hraða í laxeldi á undanfömum ámm. Tæknin hafi gert það að verkum að nýjasta kynslóð íslenska eldislaxins hafi sömu mögueika á að vaxa í sjó og norski laxastofninn. íslenski stofninn væri að mörgu leyti betri þar sem hann væri laus við vímsa og sjúk- dóma en það gæti skapað íslenskum eldislaxi sérstöðu. Þá hafi einnig orðið miklar framfarir í fóðurgerð, launa- kostnaður hafi lækkað vemlega sam- fara tækniframförum og noktun fúkkalyfja væri nánast úr sögunni en í stað þess beitt bólusetningum. Fram- leiðslukostnaður í laxeldi hafi þannig lækkað um meira en helming á 10 ár- um í Noregi. Finnbogi sagði mikil- vægt að standa vel að markaðssetn- ingu íslensks eldislax, þar sem áhersla verði lögð á sérstöðu hans, enda muni hún skipta sköpum þegar til lengri tíma er litið. Morgunblaðið/Elín Una Dauft hefur verið yfir Ólafsvíkurhöfn nú í nóvember. Lítið veiðist ólafsvík. Morgunblaðið. ÓVENJUDAUFT hefur verið yfir höfninni í Ólafsvik á haustmánuð- um í ár. Að sögn Björns Arnalds- sonar hafnarstjóra hefur lítill afli borist á jand miðað við sama tíma í fyrra. I október var afar lítið fiskað og lélegar gæftir fyrir smábátana. Árið hefur þó ekki verið alslæmt því að á fyrstu 9 mánuðum ársins var landaður afli í Ólafsvik 1.250 tonnum meiri en á sama tfma í fyrra. Neðri deild japanska þingsins Mori hélt velli Tókýó. Reutci-s. YOSHIRO Mori, forsætisráðherra Japans, hélt velli í gærkvöld þegar neðri deild þingsins greiddi atkvæði um vantrauststillögu á hendur hon- um. Aður höfðu þingmenn í flokki hans, Frjálslynda lýðræðisflokkn- um, ákveðið á síðustu stundu að hætta við að styðja tillöguna. Óvin- sældir forsætisráðherrans og efa- semdh' um að hann sé fær um að stjórna landinu gætu þó orðið til þess að hann léti af embætti fyrir árslok. Koichi Kato, fyrrvei'andi fram- kvæmdastjóri Frjálslynda lýðræðis- flokksins, ákvað að hvetja stuðn- ingsmenn sína til að sitja hjá við atkvæðagreiðsluna eftir samninga- viðræður á bak við tjöldin milli for- ystumanna fylkinga flokksins. Vantrauststillaga stjórnarand- stöðunnar fékk 194 atkvæði en 237 þingmenn studdu stjórnina. Kato hafði hótað að fella Mori til að endurnýja Frjálslynda lýðræðis- flokkinn sem hefur verið við völd nánast óslitið í hálfa öld. Orðrómur var á kreiki um að for- ystumenn flokksins hefðu náð sam- komulagi um málamiðlun sem fælist í því að Mori segði af sér, hugsan- lega eftir að aukafjárlög yrðu sam- þykkt í byrjun næsta mánaðar. Kato hafði sagt að hann myndi ekki styðja vantrauststillöguna ef Mori féllist á að láta af embætti á næstu mánuðum. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn missti meirihluta sinn í neðri deild- inni í kosningum í júní og margir þingmenn hans óttast að hann gjaldi afhroð í kosningum til efri deildarinnai' á næsta ári verði Mori áfram við völd. AP Um 100 manns úr björgunarsveit í Obergurgl í Týról unnu að því að leita þeirra sem urðu fyrir snjóflóðinu í Ötztal. Þrír týndu lífi. Fjórir fórust í snjóflóðum :k. AFP. FJÓRIR menn fórust í snjóflóðum, sem féllu í Týról-héraði í Austurríki á sunnudag. Koma þessar slysfarir skömmu eftir að 155 manns týndu lífi í eldsvoða sem varð í toglestargöng- um upp að Kitzsteinhorn-jöklinum. Fjórir menn, Þjóðverjar, urðu fyr- ir snjóflóði, sem féll á Ötztal-skíða- svæðinu og komst einn þeirra lífs af. Talið er, að skíðamennirnir hafi átt sinn þátt í að koma flóðinu af stað en varað hafði verið við þeim á þessum stað. Annað snjóilóð féll skammt frá því fyrsta en það varð engum að fjörtjóni þótt fréttir hafi farið á kreik um það í fýrstu. Hins vegar lést fjallgöngu- maður í þriðja flóðinu, sem féll í Aust- ur-Týról. Sluppu tveir félagar hans að mestu en öðrum tveimur tókst að grafa sig úr fönninni allmikið slasað- ir. Dauðsföllum af völdum snjóflóða hefur fjölgað mikið í Austun-fki að undanfömu. Á síðasta ári týndu 39 manns lífi og 381998. Skíðatíminn í Austurríki er að hefj- ast fyrir alvöru um þessar rnundh' og nú um helgina voru aðstæður eins og þær geta bestar orðið í augum skíða- mannsins. Góður snjór, logn og sól- skin. Ekki er þó allt sem sýnist og síst þegar mikið hefur snjóað á skömm- um tíma eins og nú. Vegna þess hafði fólk verið varað sérstaklega við mik- illi snjóflóðahættu. Stöðvar Schengen viðskipti við Rússa? Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. YFIRVÖLD í nyrstu héraðum Nor- egs hafa miklar áhyggjur af því að viðskipti við Rússa muni skaðast þegar Schengen-samkomulagið um vegabréfaeftirlit tekur gildi í Noregi. Ástæðan er kostnaðurinn við áritun, sem er sá sami í öllum löndum, um 2.500 ísl. kr., en hann er sagður svara til mánaðarlauna í Rússlandi. Arne Pedersen, næstæðsti yfir- maður Finnmerkur-fylkis, segist í útvarpsviðtali óttast að með Scheng- en verði sett upp efnahagsleg landa- mæri, sem komi í veg fyrir að Rússar geti ferðast til Noregs. „Þetta mun hafa slæm áhrif á Barentshafssam- starfið, hvorki við né Rússar viljum að það minnki,“ segir Pedersen í samtali við norska útvarpið, NRK. Mikil aukning hafi verið á samstarfi, ekki aðeins á viðskiptasviðinu, held- ur einnig hvað varði menningu og umhverfismál og óttast hann einkum að það síðarnefnda muni bíða skaða af ef Schengen-gjaldinu verði komið á. Fulltrúar Finnmerkur-fylkis ræddu málið við Thorbjorn Jagland utanríkisráðherra í gær. Hann segir ríkisstjórnina hafa vitað af málinu og velt því fyrir sér um nokkurn tíma. I Schengen-reglugerðinni sé gert ráð fyrir undantekningum, sem eigi að koma í veg fyrir vandann. Ráðherr- ann er þó ekki reiðubúinn að segja hvaða ákvæði sé um að ræða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.