Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Forseti Perú heldur kyrru fyrir í Japan og hyggst segja af sér
Stjórnarandstaðan hyggst
vflíja Fujimori úr embætti
Tókýó. Reuters, AP, AFP.
Kona fagnar falli Albertos Fujimoris, forseta Perú, í Lima eftir að hann tilkynnti að hann hygðist segja af sér.
Konan heldur á blómum, kertum og mynd af Fujimori eins og hún væri að vaka yfir líki hans.
ALBERTO Fujimori, forseti Perú,
hélt kyrru fyrir í Japan í gær eftir að
hafa sent þingi Perú formlegt af-
sagnarbréf. Leiðtogar stjómarand-
stöðunnar sögðust ætla að beita sér
fyrir því að þingið hafnaði afsagnar-
beiðni forsetans en véki honum úr
embætti vegna „siðferðislegs van-
hæfis“.
Með því að svipta Fujimori emb-
ættinu hyggst stjórnai-andstaðan
koma í veg fyrir að annar varaforseti
landsins, Ricardo Marquez, taki við
forsetaembættinu eins og stuðnings-
menn Fujimoris vilja. Hugsanlegt er
einnig að forseti þingsins, sem er
stjórnarandstæðingur, gegni for-
setaembættinu fram yfir næstu
kosningar verði Fujimori vikið frá.
„Ef Fujimori leggur fram afsagn-
arbeiðni verður henni einfaldlega
hafnað og við lýsum því yfir að for-
setastóllinn sé auður,“ sagði Cesar
Zumaeta, þingmaður stjómarand-
stöðuflokksins APRA. Hann bætti
við að þessi áform nytu mikils stuðn-
ings á þinginu.
Hefur ekki óskað eftir hæli
Fujimori hélt kyrra fyrir á hóteli í
Tókýo þar sem hann hefur dvalið frá
því á föstudag eftir að hafa setið leið-
togafund APEC, Efnahagssam-
vinnuráðs Asíu- og Kyrrahafsríkja, í
Brúnei. Hann sagði ekkert um hve-
nær hann hygðist snúa aftur til Perú
og margir Perúmenn telja að hann
hafi flúið til að komast hjá því að
verða sóttur til saka fyrir aðild að
spillingarmálum Vladimiros Montes-
inos, fyrrverandi yfirmanns leyni-
þjónustunnar. Montesinos var hægri
hönd Fujimoris þar til meintar
mútugreiðslur hans og fleiri spilling-
armál urðu til þess að forsetinn til-
kynnti fyrir níu vikum að hann hygð-
ist láta af embætti í júlí, fjóram áram
áður en fimm ára kjörtímabili hans
lyki.
Fujimori tilkynnti seint á sunnu-
dagskvöld að hann hygðist segja af
sér strax, meðal annars vegna þess
að andstæðingar hans náðu meiri-
hluta á þinginu í vikunni sem leið.
Ráðherrar stjórnar hans sögðust
vera „hneykslaðir“ á þessari ákvörð-
un forsetans og sögðu af sér.
Alejandro Toledo, helsti leiðtogi
stjómarandstöðunnar, sem var
staddur í Madrid, taldi að Fujimori
myndi vera um kyrrt í Japan og
kvaðst hafa heyrt að hann hefði ósk-
að eftir japönsku vegabréfi. Að sögn
embættismanns í Tókýó gildir vega-
bréfsáritun Fujimoris í eitt ár.
Báðir foreldrar Fujimoris fædd-
ust í Japan og hann getur því óskað
eftir dvalarleyfi í landinu.
Hafna varaforsetanum
Samkvæmt stjómarskránni á
fyrsti varaforseti landsins,
Francisco Tudela, að taka við for-
setaembættinu segi forsetinn af sér.
Tudela ákvað hins vegar að segja af
sér þegar Montesinos sneri aftur til
Perú 23. október eftir misheppnaða
tilraun til að fá hæli í Panama. Þingið
hefur þó ekki enn samþykkt afsagn-
arbeiðni varaforsetans.
Ricardo Marquez, annar varafor-
seti, kvaðst vera tilbúinn að gegna
forsetaembættinu fram yfir kosning-
ar sem ráðgert er að halda 8. apríl.
„Stjórnarskráin kveður á um að ef
forsetinn segir af sér og fyrsti vara-
forsetinn hefur sagt af sér þá skuli
annar varaforsetinn taka við emb-
ættinu,“ sagði Marquez.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
sögðust vera andvígur því að Marqu-
ez tæki við völdunum þar sem hann
væri of tengdur nánustu samstarfs-
mönnum Fujimoris. „Við ætlum að
óska eftir afsögn Marquez,“ sagði
þingkonan Milagros Huaman.
Þingið hefur ekki vald til að víkja
varaforsetunum frá en til greina
kemur að skipa sérstakt öldungaráð
til að stjórna fram að næstu kosning-
um.
Kosningum flýtt til
að afstýra valdaráni?
Fujimori er fyrrverandi búfræði-
kennari og var lítt þekktur þegar
hann var fyrst kjörinn forseti árið
1990. Hann naut hylli margi'a Perá-
manna fyrir að kveða niður óða-
verðbólgu, ná friðarsamningi við
Ekvador, sigra vinstrisinnaða upp-
reisnarmenn og draga úr eiturlyfja-
smygli. Hann hefur hins vegar verið
gagnrýndur bæði heima fyrir og er-
lendis fyrir mannréttindabrot og
einræðistilburði.
Spænska dagblaðið E1 Mundo
sagði að besta leiðin til að koma í veg
fyrir að valdatómarámið yrði til þess
að herinn tæki völdin í sínar væri að
mynda þjóðstjórn og flýta forseta-
kosningunum. Blaðið bætti þó við að
Toledo teldi mjög ólíklegt að þessi
leið yrði farin.
,jÚlt bendir til þess að leiðtoginn
sem stjórnaði Perá með harðri hendi
hafi ekki í hyggju að snúa aftur til
heimalands síns,“ sagði E1 Mundo.
„Astæðan er einfaldlega sú að hann
myndi eflaust verða saksóttur fyrii'
spillingu."
Spænska dagblaðið E1 País sagði
að Fujimori, sem hefði „leyst upp
þingið með ólöglegum hætti, virt
stjórnarskrána að vettugi, komið
réttlætinu fyrir kattarnef og hag-
rætt úrslitum síðustu kosninga“,
væri nú orðinn „aumkunarverður
einstaklingur sem nýtur ekki stuðn-
ings neinna nema dóttur sinnar og
ráðgjafa“.
„Það er ekki bara ég, heldur helm-
ingur allra Perámanna, sem tráa
ekki lengur orði af því sem hann seg-
ir,“ sagði Susana Higuchi, fyrrver-
andi eiginkona Fujimoris, en hún
gekk til liðs við stjórnarandstöðuna
eftir skilnað þeirra árið 1995.
Tillaga Islands afgreidd í undirnefnd á alþjóðlegu loftslagsráðstefnunni í Haag
ÞAÐ er áfangi að koma tillögunni í
gegnum undimefnd, en það er ekki
þar með sagt að hún hljóti samþykkt
á þinginu sjálfu," sagði Siv Friðleifs-
dóttir umhverfisráðherra er rætt var
við hana í Haag, en þar er hún stödd
á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um
loftslagsbreytingar. Tillagan er að-
haldssamari en það sem íslenska
stjórnin hafði í huga í upphafi og tek-
ur meira mið af þeim anda Kyoto-
bókunarinnar að draga úr loftmeng-
un í heiminum.
Það er þó enn allsendis óljóst
hvort tillagan nær fram að ganga og
verði tekin inn í endanlega niður-
stöðu þingsins, en því lýkur á laugar-
daginn. Islendingar hafa hingað til
heldur haldið sig í svokölluðum
Regnhlífarhópi, en í honum era einn-
ig meðal annarra Bandaríkjamenn,
Kanadamenn, Ástralar og Norð-
menn. I augum umhverfissinna hef-
ur þessi hópur þótt heldur tregur í
taumi en Evrópusambandið, ESB,
hefur þótt vistvænna í hugsun.
Allt er þetta þó afstætt. Þegar
kemur að endanlegum niðurstöðum,
líklega aðfaranótt laugardags, er
menn verða búnir að funda sólar-
hringum saman, er óvíst hvernig ís-
lensku tillögunni reiðir af.
Tillaga sem hefur þróast
Þó það sé ekki sagt skýram orðum
felur tillagan nú í sér minna svigrám
til losunar en íslenska stjórnin
stefndi að í upphafi, þegar fundað
var um útfærslu Kyoto-bókunarinn-
ar í Buenos Aires 1998. Þá stefndi ís-
lenska stjómin að því að öll losun út í
andrámsloft af efnum frá stóriðju
yrði undanþegin frá losunarmörkum
og að ekkert þak yrði sett á losun.
Umhverfisráðherra segir hins
vegar að hér sé á ferðinni sama til-
lagan, sem aðeins sé útfærð nánar.
„Það er tvennt nýtt í tillögunni," seg-
ir Siv. „Annars vegar er að við tökum
á okkur hluta af losuninni, það er
Áfangi - en enn
langt í land
Tillaga Islands á loftslagsráðstefnu Sam-
einuðu þjóðanna í Haag var afgreidd áfram
í undirnefnd, en hvort tekst að koma henni í
gegnum endanlega afgreiðslu er annað mál,
segir Sigrún Davíðsdóttir.
flúorkolefni, sem er fjórði hluti af
losun álvera. Hins vegar að það er
sett þak á losunina. Þannig verður
tillagan auðútskýranlegri og ljóst að
hún tekur til ákveðinna verkefna,
ekki til endalausra verkefna."
Ami Finnsson hjá Náttúravemd-
arsamtökunum segir að tillagan nú
og takmarkanir hennar frá þvi sem
var áður sýni að íslenska stjómin
hafi greinilega gert sér grein fyrir að
það þyrfti að koma fram með tillögu
sem væri gegnsærri og skýrari en
áður var. „Með þessari tillögu hefur
íslenska stjómin bakkað nokkuð,“
segir Ámi.
Hvort sem Iíta má á tillöguna, sem
nú hefur farið áfram í gegnum undir-
nefnd sem tilhliðran eða ekki þá er
enn við ramman reip að draga að
koma henni áfram í lokaniðurstöður
ráðstefnunnar. Tillagan hefur ekki
hlotið neina efnislega umfjöllun í
undimefndinni, heldur aðeins verið
afgreidd áfram.
„Afgreiðsla tillögunnar er áfangi,
en við vinnum áfram að okkar málum
á þinginu og að málum þar almennt,"
segir Siv Friðleifsdóttir. „Það era
margar stórar tillögur hér til um-
ræðu, eins og losunarkvótar, binding
koltvíoxíðs og þá hvort það megi
nota til þess skóga, hvernig skóga,
hvort landgræðsla nýtist til binding-
ar en það skiptir íslendinga máli, því
við höfum notað 450 milljónir til
landgræðslu undanfarin ár, svo eitt-
hvað sé nefnt.“
Siv bendir einnig á að framfylgd-
arákvæði séu til umræðu, hvort beita
eigi refsingum gegn þeim þjóðum,
sem losa meira en þær mega og þá
hversu þungar þær eigi að vera. Allt
þetta era umfangsmikil mál í sjálfu
sér, en auk þess gífurleg hita- og
átakamál einstakra landa.
Víðtæk kynning
fyrir þingið
Á ráðstefnu eins og loftslagsráð-
stefnunni nú, þar sem þúsundir full-
tráa skipta sér niður í nefndir og
undirnefndir til að koma með tillög-
ur, sem ráðherrar landanna geta
samþykkt í vikulok, skiptir máli að
vinna með öðram löndum með svip-
aða hagsmuni. Eins og áður er nefnt
hafa Islendingar unnið með Banda-
Reuters
Fjöldi umhverfísvemdarsinna
hefur notað tækifærið í Haag til
að koma skoðunum sinum á
framfæri. Hér andmælir S-Kór-
eumaður kjarnorku.
ríkjunum og fleiri löndum. Á vett-
vangi eins og þessum skiptir öllu
máli að kynna sín sjónarmið sem
best og sú vinna var byrjuð löngu
fyrir sjálfa ráðstefnuna. Siv bendir á
að bæði hún og aðrir ráðherrar hafi
kynnt sjónarmið Islendinga við
starfsbræður sína undanfarið og
sendiherrar íslands hafa gert það
sama.
Þar hefur áherslan ekki síst verið
lögð á Evópusambandslöndin, því
þegar ESB tekur sínar ákvarðanir
era íslendingar eðlilega víðs fjarri.
Siv vill ekki taka undir að íslenska
stjórnin hafi gert einhver kaup við
aðrar þjóðir um stuðning við þeirra
tillögur gegn því að þær styðji sjón-
armið íslendinga. Þetta gangi ekki
þannig fyrir sig, heldur reyni allir að
kynna sín sjónarmið sem best. „Við
höfum fengið stuðning við okkar til-
lögu því hún er í anda Kyoto-bókun-
arinnar," segir Siv.
Þar sem sjónarmið íslendinga
áttu vart andófi að mæta í Regnhlíf-
arhópnum má gera ráð fyrir að
stuðningur ESB vegi þungt. Það
verður því forvitnilegt að sjá hvaða
afstöðu Islendingar taka til þeirra
meginmála, sem ESB hefur tekist á
við Bandaríkjamenn um, en þau era
einkum hversu sveigjanlegt það
verði fyrir lönd að versla með losun-
arkvóta, skógrækt og binding, meðal
annars í þróunarlöndum.
Islendingar milli steins
og sleggju?
I þessum málum verður ísland að
því er virðist milli steins og sleggju.
Það skiptir nefnilega óneitanlega
máli hvar ísland tekur sér stöðu.
Þótt hér sé um umhverfissmál að
ræða hafa öll samskipti á alþjóða-
vettvangi áhrif almennt, ekki aðeins
á afmarkaða málaflokka. ísland á í
stöðugu samstarfi við önnur lönd og
það taka allir eftir hvemig sam-
starfsþjóðir haga sér á þingi eins og
þessu.
Ef það tekst að koma einhverjum
heildarpakka í gegnum loftslagsráð-
stefnuna í Haag þá hefur ísland tæp-
lega efni á að láta vera að undirskrifa
Kyotq-bókunina ef hin iðnríkin gera
það. Árni Finnsson bendir á að fyrir-
tæki eins og Norsk Hydro, sem hafi
mjög lagt sig fram um að efla ímyr.d
sína á umhverfissviðinu mundi tví-
mælalaust ekki kæra sig um að fjár-
festa í landi, sem ekki undirritaði
bókunina, ef önnur iðnríki gerðu það.