Morgunblaðið - 21.11.2000, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 21.11.2000, Qupperneq 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 35 Að eiga sér stund í fallegum og nátt- úrulegum söng TONLIST L a n g h o 11 s k i r k j a BARNAKÓRS- TÓNLEIKAR Gradualekór Langholtskirkju, Graduale Nobilis og Skólakór Kársness fluttu íslenska dagskrá á vegum Tónskáldafélags íslands. Stjórnendur: Þórunn Björnsdóttir og Jón Stefánsson Undirleikarar: Lára Bryndís Eggertsdóttir og Marteinn H. Friðriksson. Föstu- daginn 17. nóvember. TÓNSKÁLDAFÉLAG íslands, í samvinnu við Reykjavík - menning- arborg Evrópu árið 2000, stóð fyrir tónleikum þar sem tekin voru til flutnings íslensk tónverk, samin fyr- ir barnakóra, er spanna tímann frá seinni hluta til loka síðustu aldar. Barnakórar gegna stóru hlutverki í menningaruppeldi unga fólksins og á því sviði hafa íslenskir tónlistarmenn náð ótrúlegum árangri á sl. þrjátíu árum og auk þess hafa íslensk tón- skáld lagt þessu starfi til mörg og góð viðfangsefni. Tónleikarnir hófust með söng Gradualekórs Langholtskirkju, und- ir stjórn Jóns Stefánssonar, á sér- lega fallega gerðum og sönglega ein- földum þremur sálmum eftir Hjálmar H. Ragnarsson, við texta eftir Kristján Val Ingólfsson, undir fyrirsögninni Sálmar um lífið og ljós- ið. Fyrir utan þýðleika verkanna liggja þau á þægilegu hljómsviði barnaraddanna og syngjast því sér- lega vel. Jólalagið hennar Jórunnar Viðar og Stefáns frá Hvítadal er yndisleg tónsmíð og var einstaklega fallega flutt og þar kom einnig til þýður flautuleikur Vigdísar Sigurðardótt- ur. Hundraðasti Davíðssálmur var viðfangsefni Tryggva M. Baldvins- sonar í glæsilegu og stóru tónverki fyrir barnakór og orgel og var flutn- ingur þessa verks frábærlega mótað- ur af kór og orgelleikaranum Láru Bryndísi Eggertsdóttur. Skólakór Kársness, undir stjórn Þórunnar Bjömsdóttur og við undir- leik Marteins H. Friðrikssonar, flutti eins konar samantekt kórlaga, alls 16 lög, er spannaði tímann frá Grýlukvæði Jóns Þórarinssonar, sem fyrir fjörutíu árum þótti allt of nútímalegt fyrir börn en er nú orðið klassík, til laga sem unga fólkið í skólakórnum hefur samið: Tímamót, eftir Harald V. Sveinbjörnsson, Lof- söngur eftir Þóru Marteinsdóttur og síðasta lagið Sköpun, fæðing, skírn og prýði, þar sem Helgi Guðmunds- son tónsmíðanemi valdi sér fimmta erindið úr Lilju Eysteins munks til að tónklæða. Þessi lög voru öll fal- Iega mótuð, sum gædd töluverðri dulúð og mjög vel flutt. Graduale Nobili er nýstofnaður kór, skipaður söngfólki á aldrinum 17-23 ára, er var í Gradualekórnum. Graduale Nobili er frábærlega góður kór og söng hann nýjustu tónverkin, eftir Mist Þorkelsdóttur, Hildigunni Rúnarsdóttur, Hróðmar Inga Sigur- björnsson og Jón Nordal, allt tölu- vert erfið verk, sem kórinn söng af mikilli prýði, bæði hvað varðar radd- gæði og tónstöðulegt öryggi. Tónleikunum lauk með samsöng allra kóranna, fyrst með Te Deum eftir Þorkel Sigurbjörnsson, þá Jónasarlögunum eftir Atla Heimi Sveinsson og síðast söngdönsum í gerð undirritaðs. Söngur kóranna var í einu orði sagt glæsilegur og sérstaklega var athyglisvert hversu Jónasarlögin eftir Atla voru vel sungin og hvað þau voru elskulega túlkuð af unga söngfólkinu. Það var mikil reisn yfir þessum tónleikum og þarna er unnið merkilegt grasrótar- starf í menningaruppeldi unga fólks- ins er hefur þýðingu langt út fyrir þau mörk, sem einir tónleikar eru, og á eftir að skila þjóðinni menningar- menntuðu fólki til að takast á við maskíneraða framtíð komandi tölvu- aldar, þar sem nauðsynlegt getur verið til mannbjargar að eiga sér óvélvædda stund í fallegum og nátt- úrulegum söng. Jón Ásgeirsson Oeirðir í Ziirich SKÚLPTÚRINN í forgrunni myndarinnar nefnist „Riot,“ eða Óeirðir, og er eftir banda- ríska listamanninn Duane Han- son. Óeirðir eru hluti sýningarinn- ar „Hyper Mental" sem stendur yfír í Art House safninu Ziirich í Sviss þessa dagana, en verkin á sýningunni segir sýningar- stjórinn Bice Curiger vera myndgervingu þess rökræna og drökræna hugarástands sem fólk upplifi í líflnu. Ný geislaplata • ÚT er komin geislaplata með tónlist eftir Gusgus, Bix og Daníel Agúst úr dansverk- inu Diaghilev: Goðsagnirnar eftir Jochen Ulrich sem Is- lenski dansflokkurinn hefur sýnt að undanförnu. í fréttatilkynningu segir: „Evrópska danstímaritið Ballet Tanz International kallaði verkið „veislu fyrir augað“ en sýningin vakti meðal annars athygli fyrir nýstárlega með- ferð á tónlist Gusgus, Bix og Daníels Ágústs. Höfundur verksins, Jochen Ulrich, fékk til liðs við sig þá félaga en not- ast auk þess við verk eftir tón- skáld eins og Henryk Górecki, Giya Kancheli. Lögin á plöt- unni eru ýmist ný eða endur- hljóðblönduð fyrir sýninguna og Daníel Ágúst Haraldsson flytur flest þeirra á sviðinu. Síðasta sýning á Diaghilev: Goðsagnirnar á Islandi verður nk. sunnudag, 26. nóvember á stóra sviði Borgarleikhússins." Þeir sem bóka ferðina frá mánudegi til fimmtudags fyrir 20. janúar, geta tryggt sér 8.000 kr. afslátt á mann. fýúr þá béM fýúr 20. jantiar notnum, borgin er einstok og a engan smn lika í hvropu. Borgin var stærsta || j og ríkasta borg Evrópu á 14. og 15. öld, menningarhjarta Evrópu, og hún er Vv / ótrúlegur minnisvarði um stórkostlega byggingarlist og menningu. Hér - frumflutti Mozart Don Giovanni óperuna, hér hélt Beethoven reglulega tónleika, hér sátu Kafka og Einstein við skriftir og Mahler við tónsmíðar. Tékkar hafa notað timann vel undanfarin ár og til borgarinnar streyma nú yfir 7 milljónir ferðamanna á hverju ári enda er hún tvímælalaust ein fegursta borg heimsins. Hradcany kastalinn gnæfir yfir borgina, hið gamla stjómarsetur konunga allt ffá níundu öld og nú aðsetur forsetaskrifstofu Havels. Gamla bæjartorgið, tunglklukkan, Karlsbrúin, Wenceslas torgið, allt em þetta ógleymanlegir borgarhlutar. Heimsferðir bjóða nú einstakt tækifæri til að kynnast þessari ótrúlegu borg. í boði em góð 3ja og 4ra stjömu hótel og spennandi kynnisferðir um kastalann og gamla bæinn þar sem þú kynnist ótrúlega heillandi mannlífi á milli þess sem þú eltir óendanlega rangala gamla bæjarins með íslenskum fararstjómm Heimsferða. Heimsferðir Flugoghötel. Skattar kr. 2.820, ekki innifaldi Flug fimmtudaga og mánudagaí mars og apríl Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • Sími 595 1000 • Fax 595 1001 • www.heimsferdir.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.