Morgunblaðið - 21.11.2000, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 37
Þjdðleikhúsið
J á, ham-
ingj an
ÆFINGAR eru nýhafnar í Þjóðleikhúsinu á
leikritinu Já, hamingjan eftir Kristján Þórð
Hrafnsson. Leikritið fjallar á gamansaman hátt
um alvarleg samskipti tveggja bræðra sem eiga
ekkert sameiginlegt nema það að vera skapheit-
ir, viðkvæmir, bókelskir, greindir og mælskir.
Annars eru þeir ósammála um allt.
Þetta er fyrsta verk Kristjáns Þórðar í Þjóð-
leikhúsinu. Bræðurna tvo leika þeir Baldur
Trausti Hreinsson og Pálmi Gestsson. Höfundur
leikmyndar og búninga er Heljja I. Stefánsdóttir
og leikstjóri Melkorka Tekla Olafsdóttir.
Frumsýning er fyrirhuguð á Litla sviðinu í jan-
Morgunblaði/Þorkell
Mclkorka Tekla Ólafsdóttir, Baldur Trausti Hreinsson, Helga Stefánsdóttir, Arndís Egilsdóttir,
Kristján Þórður Hrafnsson og Pálmi Gestsson.
TONLIST
Sigurjónssafn
KAMMERTÓNLEIKAR
Snorri Sigfús Birgisson: Hlið við
hlið. Hugi Guðmundsson: Equil-
ibrium. Hjálmar H. Ragnarsson:
Ríma. Oliver Kentish: ÞAR (að
auki). Eltn Gunnlaugsdóttir: Spil II.
Atli Heintir Sveinsson: Veglaust
haf. Karólína Eiríksdóttir: Spor.
Sveinn Lúðvík Björnsson: Þögnin í
þrumunni; Að skila skugga. Guð-
rún Birgisdóttir, Martial Nardeau,
flautur; Pétur Jónasson, gítar.
Sunnudaginn 19. nóvember kl. 20.
Veglaust haf
ÞRIÐJI hluti tónleikaraðar Tón-
skáldafélags íslands í samvinnu við
Reykjavík - menningarborg Evrópu
árið 2000 undir íyrirsögninni „Is-
lenzk tónlist frá lokum tuttugustu
aldar“ rann upp á sunnudagskvöldið
var með flautu- og gítartónleikum
Guðrúnar Birgisdóttur, Martials
Nardeau og Péturs Jónassonar í
Listasafni Sigurjóns Ólafssonar í
Laugamesi.
Minnsti en notalegasti kammersal-
ur Stórreykjavíkursvæðisins var ekki
beinlínis úttroðinn áheyrendum, enda
mikið um að vera annars staðar sama
kvöld, m.a. með umtalaðri uppvakn-
ingu á Orfeifi og Evrydís eftir Christ-
oph riddara Willibald von Gluck. En
þó var megnið af uppstilltum sætum
skipað áheyrendum, þ.e. ríflegum
fjórðungi lítils hundraðs. Að vísu
komst varla hjá því að vekja athygli
hlutfallið milli óbreyttra borgara og
starfandi tónskálda, sem stóð nærri á
jöfnu. Engu líkara en að gamla slag-
orðið l’Art pour l’Art hefði þrengzt
áfram niður í „tónskáld fyrir tón-
skáld“, sem ekki sízt kvað einkenna
marga tónleika með nýrri tónlist í ná-
grannalöndum okkar í landsuðri.
En líkt og þegar tónhús fyllast
stundum í hrópandi öfugu hlutfalli við
gæði þess sem á boðstólum er, má
óhætt fullyrða að hér misstu margir
af miklu, og m.a.s. langt utan raða
sérstakra velunnara gítars og flautu.
Breiddin og fjölbreytnin í níu tón-
verkum kvöldsins var með ólíkindum,
og er satt að segja langt um liðið síðan
undirritaður hefur haft jafnmikla
ánægju af jafnmörgum og jafnnýjum
tónsmíðum á einum og sama tíma-
punkti. Þó að sáld tímans eigi síðar
eftir að skilja sundur stórsnilld og
smásnilld, má telja nokkuð víst, að
jafnvel margir meðal svokallaðra for-
sendulítilla hlustenda, sem forðast
framsækna tónlist að jafnaði, hefðu
kunnað að meta þessa tónleika, þar
sem verkin áttu sér flest aðgengileg-
ar hliðar, og voru að auki framreidd
af innblásnu listfengi.
Hinn rúmlega kortérslangi tvíleik-
ur Snorra Sigfúsar Birgissonar fyrir
tvær C-flautur sem undirritaður
heyrði frumfluttan í Norræna húsinu
fyrir rúmum þrem árum undir nafn-
inu „Quaternio", endurbirtist hér eft-
ir að manni skilst þriðju endurskoðun
undir nýja titlinum „Hlið við hlið“.
Verkið var forkunnarvel spilað af
þeim flautuleikarahjónum Guðrúnu
Birgisdóttur og Martial Nardeau, ef-
laust ekki sökum að spyrja eftir þetta
langa viðkynningu, og virtist verkið,
að svo miklu leyti sem reiða má sig á
minnið, frekar hafa batnað en hitt,
orðið þéttara og skorinorðara, eftir
yfirlegu tónskáldsins.
Skáldlegur þokki var yfir „Equil-
ibrium", stuttu verki Huga Guð-
mundssonar fyrir einleiksgítar, sem
Pétur Jónasson flutti af yfirvegaðri
og kyrrlátri natni. Aberandi voru
millisköi'uð þrástef og hrynmynztur,
þar sem tíðir ekkóeffektar juku á
dýpt og vídd. Martial blés þamæst
„Ríma“ eftir Hjálmar H. Ragnars-
son, sem borið var uppi af kröftugu sí-
iðandi þráhryni á þröngu tónsviði,
hvaðan út stóðu spjótalög með milli-
bilum. Hið ágenga verk Hjálmars
birtist manni sem n.k. útlegging á
skapmiklum stama í spennitreyju
tónsviðs og þjóðlegra kvæðaskapar-
taktskipta.
„ÞAR (að auki)“ Olivers Kentish
fyrir flautu, altflautu og gítar var
frumflutningur nýrrar útgáfu af
eldra verki og reyndist meðal hlust-
vænustu verka kvöldsins. Eftir
vöggusöngskennt forspil gítarsins
tók við paradísískur þríundatvísöng-
ur flautnanna í útvíkkuðum dúr og
moll og lauk með epísku resítatífi, þar
sem gítarinn manaði fram mynd af
sagnaskáldi aftan úr fomöld við
harpslátt og bragþáttu.
Fyrst eftir hlé léku hjónin knappt
og nett h'tið flautudúó eftir Elínu
Gunnlaugsdóttur, „Spil II“, sömuleið-
is frumflutningur nýrrar útgáfu af
eldra verki; ýmist mótað af mælskum
punktastíl eða stuttum frösum sem
flugu ótt og títt á milli flautna í þéttri
skipan, líkt og spumingar og svör.
Eftir Atla Heimi Sveinsson kom síð-
an gítarverkið Veglaust haf, upphaf-
lega samið sem melódrama með for-
spili og átta hugleiðingum við
samnefnt kvæði Matthíasar Johann-
essen, og virtist það vel geta staðið
eitt sér án orða, þó svo kvæðið væri
prentað með í tónleikaskrá. Innhverft
verk en andrúmsauðugt í íhugulli
túlkun Péturs Jónassonar, og í meg-
inatriðum byggt á svipuðu bogaformi
og ljóðið, þar sem líking lífshlaups og
ásta hefst og endar í vöggu hafsins.
„Spor“ eftir Karólínu Eiríksdóttur
Njósnari merktur Snipes
KVIKMYNPIR
Laugarásbíó, Ilegn-
buginn, Borgarbíó
Akureyri
„THE ART OF WAR“ ★%
Leikstjóri: Christian Duguay. Aðal-
hlutverk: Wesley Snipes, Marie
Matiko, Ann Archer, Maury Chayk-
in, Michael Biehn og Donald
Sutherland. 2000.
BANDARÍSKI spennutryllirinn
The Art of War er eins mikil formúlu-
mynd og hægt er að hugsa sér. Hún
byrjar eins og Bond-mynd og segir
frá njósnara á vegum leyniþjónustu
Sameinuðu þjóðanna (?) sem fær
spilltan austrænan ráðamann til þess
að skila aftur 90 milljónum dollara
sem hann stal af þróunaraðstoðarfé
Sameinuðu þjóðanna. Eftir það er
njósnarinn flinki sakaður um morðið
á kínverska sendiherranum við Sam-
einuðu þjóðimar og til þess að
hreinsa nafn sitt verður hann sjálfur
að finna morðingjann.
Á það sjálfsagt að vera hin æsileg-
asta leit en eins og ófrumlegt hand-
ritið er uppbyggt og leikstjóm
Christian Duguay er háttað verður
myndin aldrei spennandi heldur
þvert á móti fyrirsjáanleg í öllum að-
alatriðum, allt frá smæstu svikum til
hinna stærstu. Það er nákvæmlega
ekkert í þessari mynd sem kemur hið
minnsta á óvart. Ahorfandinn er allt-
af tveimur skrefum á undan Wesley
Snipes sem leikur njósnarann með
ógurlegum stælum, studdur leikni í
sjálfsvamaríþróttum. Reynt er að
setja alþjóðlegan svip á söguna með
því að tengja atburði hennar gerð
tímamótaviðskiptasamnings Banda-
ríkjamanna við Kínverja; af einhverj-
um ástæðum getur sá samningur
orðið illa skilgreindum aðilum
skeinuhættur. Þannig er reynt að
tengja myndina samtímaatburðum
og það er eini snertiflötur hennar við
raunveruleikann.
Leikaraliðið er ágætt en bregst
einnig undir handleiðslu Duguay.
Snipes er hin klassíska hetja hasar-
myndanna, staffímgur en gersam-
lega ótrúverðugur á milli þess sem
hann hoppar niður þriggja hæða
blokkir án þess að finna íyrir því. Ann
Archer er tilgerðarlegur yfirmaður
leyniþjónustunnar; Donald Suther-
land veit ekki í hvorn fótinn hann á að
stíga sem aðalritari Sameinuðu þjóð-
anna; Michael Biehn er sama buffið
hvar sem hann fer og nýliðinn Marie
Matiko, sem leikur túlk og aðstoðar-
mann Snipes, hefur svo litla vigt að
það hefði mátt sleppa henni alveg.
Að því öllu slepptu hefur myndin
nokkuð skemmtigildi fyrir þá sem
gera ekki of miklar kröfur til hasar-
myndanna sinna, láta sér nægja elt-
ingarleiki og slagsmál með reglulegu
millibili, stíliseraða eða það sem kall-
að myndi vera í dag „flotta“ mynda-
töku sem byggir mikið á nærmynd-
um, vilja ekki þurfa að pæla of mikið í
framvindunni og finnst formúlu-
myndir af hinu góða.
Arnaldur Indriðason
var samið fyrir Guðrúnu Birgisdóttur
og nýju altflautu hennar og var í þrem
þáttum. Fyrst var leikið með örstutt-
um lagfrumum í síbreytilegri hrynj-
andi. I II. þætti söng altflautan svip-
mikinn líðandi harmsöng, sem
leggjandi væri í munn einsetuvölu á
araþúfu „áðr sylti“, og loks kvakaði í
örstuttum III. þættinum að ímyndun
undirritaðs næturgali á áttfalt hægð-
um hraða, sem að ósekju hefði mátt
teygja aðeins lengur úr. Einnig mætti
ímynda sér að veridð ætti eftir að sh'p-
ast aðeins betur til í túlkun þegar
Guðrún verður orðin fulldús við stóru
flautuna. Am.k. virtist sem bóndi
hennar hefði haft hlutfallslega lengri
reynslu af altflautuleik, þ. á m. af
„multiphonics" tækni, þegar að
tveimur örverkum Sveins Lúðvíks
Björnssonar kom síðast á dagskrá.
C-flautusólóið fyrir innkomu gít-
arsins í byijun „Þögnin í þrumunni“
gat að vísu minnt örlítið á Syrinx eftir
Debussy að hugblæ, en að öðru leyti
var þetta litla verk Sveins Lúðvíks,
svo og hið næsta hans þar á eftir, ,Að
skila skugga“ fyrir altflautu, bassa-
flautu og gítar, frumlega hugsað
(þrátt fyrir nokkuð stífa nýtingu
tónskrattans), knappt og hnitmiðað.
Safaríkur samhljómur djúpu flautn-
anna í seinna verkinu var engu líkur
og eftirminnilega innrammaður af
frásagnarblæ gítarsins í vönduðum
samleik þeirra þremenninga.
Ríkarður Ö. Pálsson
Nýjar bækur
• ÚT er komin unglingabókin
Markús og stelpurnar eftir Klaus
Hagerup í þýðingu Önnu Sæ-
mundsdóttur.
í fréttatilkynningu segir; „Sag-
an er sjálfstætt framhald bókar-
innar Markús og Díana - Ljósið
frá síríus sem út kom í fyrra og
var valin fyndnasta bók ársins
þegar hún kom út á frummálinu.
Markús og stelpurnar er drep-
fyndin saga um hinn 14 ára
Markús sem er haldinn ástarsýki,
er búinn að vera skotinn í öllum
stelpunum í bekknum að minnsta
kosti einu sinni. Sigmundur vinur
hans vill gjarna hjálpa Markúsi að
ná ástum hinnar heittelskuðu
hverju sinni en ráðin hans eru
skrýtin og engin leið að vita
hverju þau skila. Þannig þvælast
Leonardo DiCaprio, Hringjarinn
frá Notre Dame og Shake-
speare inn í-vandamál Markúsar
án þess að leysa þau minnstu
vitund."
Utgefandi er Mál og menning.
Bókin er 174 bls., prentuð í Sví-
þjóð. Kápuna gerði Helgi Sigurðs-
son. Leiðbeinandi verð er 1.990
krónur.
Nýjar bækur
• ÚT er komin bókin Stelpur í
strákaleit eftir verðlaunahöfund-
inn Jacqueline Wilson. Nick
Sharratt myndskreytti og Þórey
Friðbjörnsdóttir þýddi.
I fréttatilkynningu segir: „Þetta
er fjörug og skemmtileg ungl-
ingasaga sem hefur vakið mikla
athygli. Hér segir frá þremur
stúlkum í níunda bekk sem allar
þrá að eignast góðan vin, vanda-
málum sem geta komið upp og
hvernig sönn og einlæg vinátta
getur leyst þau. Þegar Nadine
eignast vin, segist Ellie líka eiga
vin, hængurinn aðeins sá að hann
er of ungur, of hallærislegur og of
ljótur. En þegar vinur Nadine
reynist vandræðagemlingur, opn-
ast augu þeirra fyrir mikilvægi
vináttunnar. Stúlkurnar komast að
raun um að það er annað en gott
útlit sem gefur lífinu gildi.“
Útgefandi er JPV forlag. Bókin
er 160 bls., unnin í Prentsmiðjunni
Odda hf. Leiðbeinandi verð: 1.980
krónur.
QéLJ
i rLums
Ferðaskrifstofa Vesturlands býður upp á 10 daga
golfferð til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til
að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð.
Golf við kjöraðstæðui1 í þægilegu loftslagi. Fyrsta
flokks strandhótel, góður matur og þjónusta.
Sérlega áhugaverður menningarheimur.
Brottfarir 16. febrúar og 27. apríl.
Fararstjóri Sigurður Pétursson golfkennari.
Verð kr. 116.800 í tvíbýli innifelur: Flug, fararstjórn,
akstur, gistingu, hálft fæði og 7 vallargjöld.
Ferðaskrifstofa Vesturlands, sími 437 2323.
FERÐASKKIFSTOfA
VESTURIANDS
Vf. STl1 KIANDS TOUKIST BUKFAU