Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 39
MORGÚNBLAÐIÐ
LISTIR
Pollock-Krasner, stærsti einkarekni styrktarsjóður
myndlistarmanna í heimi
Ekkja listmálarans Jackson Pollocks, Lee Krasner, Charles C. Bergman, formaður stjórnar Pollock-
mátti bíða þess lengi að verk hennar yrðu metin að Krasner-stofnunarinnar, sem rekur stærsta einka-
eigin verðleikum. Krasner lést árið 1984. rekna styrktarsjóð til myndlistar á alþjóðavísu.
Vilja fá umsóknir
sem víðast að
Stofnun kennd við bandarísku listamanna-
hjónin Jackson Pollock og Lee Krasner,
Pollock-Krasner Foundation, hefur
verið starfrækt í New York frá 1985.
Hulda Stefánsdóttir talaði við stjórnar-
formanninn Charles C. Bergman.
STOFNUNIN er einkarekin og út-
hlutar styrkjum til myndlistamanna
alþjóðlega. Er hún sú stærsta sinnar
tegundar í heimi en styrkveitingar
síðustu fimmtán ára telja um 2,3
milljarða ísl. kr., 27 milljónir banda-
ríkjadollara, sem runnið hafa til yfir
2000 listamanna í 57 þjóðlöndum.
Formaður stjórnar stofnunarinn-
ar, Charles C. Bergman, hefur ferð-
ast víða um heim til að vekja athygli
myndlistamanna á tilvist Pollock-
Krasner-stofnunarinnai' sem og
ráðamanna og forsvarsmanna stór-
fyrirtækja á nauðsyn þess að saman
fari fjárstuðningur hins opinbera og
einkageirans við stuðning til hsta.
Tveir íslenskir myndhstamenn
hafa hlotið styrki frá stofnuninni til
þessa, þær Brynhildur Þorgeirsdótt-
ir og Erla Þórarinsdóttir, sem hlaut
sinn styrk nýverið.
Skipta umsóknir þúsundum ár-
lega en fjöldi styrkþega á árabihnu
1999 til 2000 voru 124. Rúm 27%
styrkþega eru búsett annars staðar
en í Bandaríkjunum og leggur stofn-
unin áherslu á að kynna starfsemi
sína sem víðast.
Umsækjendur sýni
metnað fyrir list sinni
Styrkir Pollock-Krasner-stofnun-
arinnar eru veittir til listmálara,
skúlptúrista og listamanna sem
vinna verk sín á pappír, þar með
taldir grafíkhstamenn. Ekki er tekið
við umsóknum fagljósmyndara eða
kvikmynda-og vídeólistamanna.
Kröfur sjóðsins eru tvíþættar og
annars vegar byggðar á mati á verk-
um listamannanna og hins vegar
sannanlegri fjárþörf viðkomandi.
Dómnefnd skipuð fagfólki á sviði
myndlistar fer yfir innsendar mynd-
ir af verkum og metur listræna
hæfni umsækjenda eingöngu.
í umsókninni er jafnframt farið
fram á að listamenn geri grein fyrir
fjárhagsstöðu sinni og er þörf þeirra
síðan metin í hvert sinn. Styrkir ná
að jafnaði til eins árs og tekið er við
umsóknum allt árið.
Ekki eru veittir styrkir til greiðslu
gamalla skulda heldur er ætlast til
þess að listamenn noti féð til áfram-
haldandi starfa á sviði myndlistar,
hvort sem það er til að borga leigu á
vinnustofu og efniskostnað eða vinnu
við uppsetningu eigin sýninga. Þá
veitir stofnunin aðstoð vegna per-
sónulegra aðstæðna listamanna, s.s.
sjúkrakostnaðar.
Stofnunin veitir ekki styrki til list-
nema eða þeirra sem nýlokið hafa
námi. Segir Bergman mestu skipta
að umsækjandi hafi starfað að list
sinni um nokkurn tíma, hvort svo
sem myndlistamanninum hafi tekist
að skapa sér nafn og viðurkenningu
sem slíkur eður ei. „Þar með er ekki
sagt að viðkomandi þurfí að starfa
eingöngu að listsköpun því sú er
sjaldnast raunin, heldur hitt að það
sé sýnilegt að hann taki list sína al-
varlega,“ segir Bergman.
Krasner í skugga
Pollocks
Tilkomu styrktarsjóðs Pollock-
Krasner stofunarinnar segir Berg-
man hafa verið sameiginlega ákvörð-
un ekkju Pollocks, Lee Krasner, sem
lést árið 1984, og lögfræðings hennar
og náins vinar, fyrsta formanns
stofnunarinnar, Geralds Dickler,
sem nú er nýlátinn.
„Þar sem engir erfingjar voru að
eignum Pollocks og Krasner, sem
voru barnlaus, ákvað Krasner að eig-
um þeirra væri best fyrirkomið inn-
an stofnunar sem hefði það megin-
markmið að styrkja aðra listamenn á
mikilvægum tímamótum í lífi þeirra
og starfi,“ segir Bergman. „Krasner
hafði sjálf eins og sennilega flestir
listamenn, og eins og maður hennar
áður en verk hans fóru að vekja at-
hygli, gengið í gegnum fjárhags-
þrengingar og erfiðleika í sínu starfi
sem listmálari. Sumir segja reyndar
að verk hennar hafi ekki enn verið
fyllilega metin að verðleikum. Hún
skildi því vel að fjárstuðningur gæti
skipt sköpum fyrir listamenn sem
hefðu lengi unnið að list sinni við bág
kjör, slíkur stuðningur væri oft sálu-
hjálparatriði sem efldi listamönnum
sjálfstraust, ekki síður en að létta af
þeim fjárhagsáhyggjum og skaDa
nýja möguleika til frama í starfi.“
Einkageirinn og hið opinbera
verða að taka höndum saman
Eins og áður sagði hefur Charles
Bergman ferðast víða um lönd „með
boðorð sitt“, eins og hann orðar það.
Erindi sem hljóðar upp á mikil-
vægi menningar í samfélögum þjóða
og þar með nauðsyn þess að til komi
stuðningur einkaframtaksins til
móts við opinberan stuðning, og
skattaafslátt til handa fyrirtækjum
sem styrki menningu, en í slíku telur
hann felast framtíð fjárstuðnings við
listir. Bergman var áður ráðgjafi al-
þjóðlegra menningarverkefna á veg-
um opinbers launasjóðs listamanna í
Bandaríkjunum og hefur í gegnum
árin setið í fjölda úthlutunarnefnda
stofnana og sjóða fyrir listamenn og
rithöfunda. Hann er sannfærður um
að efla þurfi stuðning við listamenn
víða um heim. „Það virðist sem sá
tími muni seint renna upp að lista-
menn þarfnist ekki lengur stuðnings
frá hinu opinbera og úr einkageiran-
um. Þetta er söguleg staðreynd sem
enn er staðfest með tilvist Pollock-
Krasner-stofnunarinnar síðustu 15
árin,“ segir Bergman.
Hægt er að nálgast umsókn-
areyðublöð Pollock-Krasner-stofn-
unarinnar um netfang þeirra:
grants@pfk.org og heimasíðu:
www.pfk.org.
Islendingar á
N orðurljósahátíð
NORÐURLJÓSAHÁTÍÐIN, nor-
ræn menningarhátíð sem haldin er
árlega í Caen í Normandí í Frakk-
landi, hófst sl. fimmtudag, 16. nóv-
ember, og stendur til 25. nóvem-
ber.
Fjöldi íslenskra listamanna tek-
ur þátt í hátíðinni, meðal annars
skáldið Sjón, en í tengslum við há-
tíðina kemur ljóðabók hans, Myrk-
ar fígúrur, út hjá útgáfufyrirtæk-
inu Cahiers de nuit í franskri
þýðingu Catherine Eyjólfsson.
Meðal annarra íslenskra listvið-
burða er útgáfa á bók með teikni-
myndum eftir Bjarna Hinriksson,
sem m.a. hefur staðið að útgáfu
teikimyndatímaritsins Gisp!, hljóð-
og myndasýning Egils Snæbjörns-
sonar, sýning Islenska dansflokks-
ins við undirleik hljómsveitarinnar
múm, sýning á verkum Erró, tón-
leikar Bang Gang og performans
Icelandic Love Corporation.
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 200Ó 39
kæli- og frystiskápar
Dönsk gæðavara
— einstök innrétting,
níðsterk og rúmgóð
— glerhillur í kæliskápum
— fást í hvítu, úr stáli
eða stálklæddir
Gerið verðsamanburð!
/ponix
HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK Sl'MI 552 4420
Wmm~
. "k * Jr
Árið 2000
Veldu
^eit i nyakús
m á n a ð a r i n s * *
og þú gætir unnið kvöldverð fyrir tvo
Sendist til:
Morgunblaðsins, merkt "Veitingahús mánaðarins". Kringlunni 1. 103 Reykjavík
Veitingahús mánaðarins er:
-k. Á +
BH
■
§§§
joȒ
Nafn:
Kennitala:
Sími:
Heimilisfang:
Umsögn:
Einnig hægt að velja á icelandic-chefs.is Gildir út árið 2000. Skilist fyrir 1. hvers mánaðar.
REYKJAVlK
W KIINNINOARBORO IVRÓPU
% Arib iooo
reykjavikZOOO.is
Léttur og meðfærilegur
GSM posi
með iiinbyggðum prentara
Les allar tegundir greiðslukorta
°point sem notuð eru á íslandi.
Hiíðasmára 10 [ Er með lesara fyrir
Sími 544 5060 [ snjallkort og segulrandarkort.
Fax 544 5061
Hraðvirkur hljóðlátur prentari.