Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 40
40 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Fróðleg kaupmannasaga
BÆKUR
Verslunarsaga
SAGAKAUPMANNA-
SAMTAKA ÍSLANDs.
Höfundur: Lýður Björnsson:
Útgefandi: Sögusteinn í samvinnu
við Kaupniannasaratök Islands.
Reykjavík 2000.279 bls., myndir.
Á ÞEIM fimmtíu árum sem liðin
eru frá stofnun Kaupmannasamtaka
íslands hefur margt breyst í íslensku
viðskiptalífi, svo margt að þá sem
stóðu að stofnun samtakanna og fóru
fyrir þeim fyrstu árin mun fæsta hafa
órað fyrir því að svo miklar breyting-
ar myndu eiga sér stað á einum
mannsaldri. Um það bil er sú saga
hefst, sem sögð er á þessari bók, var
íslenskt viðskiptalíf enn njörvað í
reglugerðir hafta og skömmtunar,
boða og banna. Verslunarstéttin var
að sönnu ærið fjölmenn og verslanir
margar í stærri bæjum, en starfssvið
þeirra var takmarkað og sama máli
gegndi um vöruframboð. Árið 1950
voru sérverslanir áberandi reyndar
ráðandi - í íslensku viðskiptalífi. Hver
verslun seldi ákveðnar vörutegundir,
sem hún hafi leyfi til, og aðrar ekki.
Skó keypti fólk í skóbúðum, föt í fata-
verslunum, svo dæmi séu nefnd, og
matvöruverslanir höfðu einnig sitt
ákveðna starfssvið. Þannig keypti
fólk mjólk í mjólkurbúð-
um, kjöt í kjötbúðum,
fisk í fiskbúðum o.s.frv.
Til daglegra innkaupa á
heimili þurfti þannig oft
að fara í fjórar til fimm
verslanir til þess að fá
varning, sem nú á dög-
um fæst yfirleitt allur á
einum stað. Gefur auga-
leið að óhagræði var að
þessu fyrirkomulagi og
að því fylgdi ýmislegur
aukakostnaður.
Fáir munu þó á þeim
tíma hafa talið eftir sér
að rölta á milli búðanna
og nú segjast margir
sakna gömlu hverfisverslananna,
„kaupmannsins á horninu", líka fólk
sem er of ungt til að muna þær! Og
það var reyndar ekki það fyrirkomu-
lag verslunarinnar, sem hér hefur
verið lýst, sem olli kaupmönnum og
viðskiptavinum þeirra mestum erfið-
leikum. Hitt þótti flestum sýnu verra,
að öll viðskipti voru stórlega tak-
mörkuð með hvers kyns boðum og
bönnum, sem gerðu fólki erfitt fyrir
um ýmsar athafnir daglegs lífs, að
ekki sé talað um meiriháttar fram-
kvæmdir á borð við húsbyggingar.
Vöruinnflutningur var stórlega tak-
markaður við það sem stjómvöld
töldu nauðsynlegt og sitthvað það
sem nú á dögum er talið bæði hollt og
nauðsynlegt hverjum manni var nán-
ast bannvara á íslandi á
þessum árum. Átti það
t.d. við um nýja ávexti,
sem ekki fengust fluttir
inn nema í takmörkuð-
um mæli, og helst ekki
nema fyrir jól. Önnur
hlið á málinu vora gjald-
eyrishöftin, sem tor-
velduðu í senn viðskipti
við önnur lönd og utan-
farir og gerðu það að
verkum, að í raun
bjuggu íslendingar við
svipaða átthagafjötra
og þjóðir Austur-
Evrópu, löngu eftir að
ferðalög og frjáls við-
skipti töldust sjálfsagðir hlutir á Vest-
urlöndum. Kaupmannasamtök Is-
lands voru að sönnu ekki stofnuð
beinlínis til höfuðs haftafyrirkomu-
laginu. Hlutverk þeirra hefur frá upp-
hafi verið að gæta hagsmuna kaup-
manna í sem víðustum skilningi og
þar hlaut fullt viðskiptafrelsi að vega
þungt. Sagan af því hvemig kaup-
menn og samtök þeirra börðust fyrir
breyttum verslunarháttum og auknu
frelsi á flestum sviðum viðskipta er
sögð á þessari bók og gefur hér að
lesa margar sögur manna af barátt-
unni við kerfið fyrr á tíð. Eru sumar
þeirra giska spélegar og nánast fár-
ánlegt hve miklum tíma og fyrirhöfn
fólk þurfti að eyða í baráttu við van-
hugsaðar og löngu úreltar reglur og
skrifræði. Eins og eðlilegt má teljast
um afmælisrit samtaka á borð við
Kaupmannasamtökin er sagan öðra
fremur sögð frá sjónarhóli þeirra,
minna er fjallað um almenna umræðu
um viðskipta- og verslunarmál og enn
minna um sjónarmið þeirra sem vora
á öndverðum meiði. Sú umfjöllun bíð-
ur betri tíma, er skráð verður almenn
verslunarsaga Islendinga á 20. öld.
Sagan af baráttu Kaupmannasam-
takanna fyiir breyttum viðskiptahátt-
um skipar veglegan sess í þessu riti,
en er þó fráleitt eina efni þess. Bókin
er öðru fremur stéttarsaga, þar sem
sögð er saga samtaka kaupmanna-
stéttarinnar á síðari helmingi 20. ald-
ar. Bókinni er skipt í sjö meginkafla
og eru hinir fyrstu sex saga Kaup-
mannasamtaka íslands og forvera
þeirra, en í sjöunda kaflanum segir
frá landshluta- og sérgremafélögum.
Texti bókarinnar er einkar skemmti-
lega upp byggður. Höfundurinn, Lýð-
ur Bjömsson sagnfræðingur, rekur
sögu kaupmannasamtakanna og
meginþætti í verslunar- og viðskipta-
sögunni í meginmáli, en fléttar inn í
frásögnina viðtölum við forystumenn
og rammagreinum um ýmis málefni
tengd meginviðfangsefninu. Árang-
urinn verður mjög iæsilegur texti,
sem hefur að geyma mikinn fróðleik.
Þá er bókin ríkulega myndskreytt og
segja margar myndanna mikla og
fróðlega sögu.
Lýður Bjömsson er einna mikil-
Lýður Björnsson
virkastur og afkastamestur núlifandi
sagnfræðinga íslenskra. Hann hefur
samið ýmis góð rit um íslenska at-
vinnusögu og hér bætir hann enn
einni fjöður í hattinn. Saga Kaup-
mannasamtaka íslands er eljuverk,
fróðlegt og fjölbreytt að efni, en um-
fram allt skemmtilegt og þannig úr
garði gert, að þeir sem fræðast vilja
um þennan mikilvæga þátt íslenskrar
atvinnusögu á síðari hluta 20. aldar
geta flett því aftur og aftur og lesið
ýmist spjaldanna á milli eða um ein-
stök málefni. Allur frágangur bókai'-
innai- er til fyrirmyndar, hið eina sem
ég hefði kosið að væri öðruvísi er
frágangur heimildaskrár. Skrá um
heimildir er að finna í lok hvers meg-
inkafla, en betur hefði farið á því að
hafa heildarskrá í bókarlok.
Verslunarsaga hefur löngum verið
íslenskum fræðimönnum hugleikin og
þarf það ekki að koma á óvart þegar
þess er gætt, hve miklu hlutverki
þessi atvinnugrein hefur lengst af
gegnt í sögu okkar. Af einhverjum or-
sökum hefur verslunarsögu síðari
tíma þó verið næsta lítið sinnt. Við
eigum góð verk um verslunarsögu
fyrri tíma, ekki síst um dönsku einok-
unarverslunina, og sitthvað hefur ver-
ið ritað um verslunarsögu 19. aldar.
Saga verslunar og viðskipta á Islandi
á 20. öld er hins vegar að mestu
ókönnuð og óskráð enn. Þar bíða
mörg viðfangsefni dugandi fræði-
manna og víst væri það verðugt verk-
efni fyrir samtök verslunarinnar að
beita sér fyrir slíkri söguritun. Þar
mun þessi bók koma að góðu gagni.
Jón Þ. Þór
Ljúflingsdjass
TÖJVLIST
D j a s s
K a í f i R e y k j a v í k
KVARTETT
KRISTJÖNU
STEFÁNSDÓTTUR
Kristjana Stefánssdóttir söngur,
Birkir Freyr Matthíasson tromp-
et og flygilhorn, Gunnar Gunn-
arsson píanó og rafpíanó, og
Tómas R. Einarsson bassa. Múl-
inn í Betri stofu Kaffi Reykjavík-
ur sunnudagskvöldið 19. nóv.
HIN góðkunna djasssöngkona,
Kristjana Stefánsdóttir frá Sel-
fossi, hefur nú lokið prófi frá Kon-
unglega tónlistarháskólanum í
Haag með hæstu einkunn sem
gefin hefur verið þar fyrir djass-
söng. Það þarf ekki að koma ís-
lendingum á óvart, svo oft sem
hún hefur sungið snilldarlega á
tónleikum fyrir okkur landa sína.
Hún er á leið í frekara söngnám í
Englandi eftir áramót en sl.
sunnudagskvöld hélt hún tónleika
í djassklúbbinum Múlanum með
Birki Frey trompetleikara og
hryntvíburunum Gunnari Gunn-
arssyni og Tómasi R. Einarssyni.
Þau léku saman á djammsessjón á
Jazzhátíð Vestmannaeyja í vor og
fannst Kristjönu þau verða að
endurtaka leikinn í alvöru.
Kristjana er einn af fáum djass-
söngvurum okkar - varla hægt að
tala um aðra djasssöngvara hér-
lendis um þessar mundir nema
Andreu Gylfadóttur og Ellen
Kristjánsdóttur, þótt margir
bregði fyrir sig djassfætinum
uppá grín og sér til dundurs.
Þetta hefur sosum alltaf verið
svona. Sigrún Jónsdóttir var frá-
bær djasssöngkona hér á árum
áður, en aðeins fáeinar djassupp-
tökur hafa varðveist með henni.
Ellý Vilhjálmsdóttir bjó líka yfir
miklum djasshæfileikum, sem hún
ræktaði því miður aldrei sem
skyldi. Því verður seint fullþakkað
að henni skyldi auðnast að hljóð-
rita tvo ópusa með Stórsveit
Reykjavíkur - firnagóður djass-
söngur það. Raggi Bjarna hefur
líka margt til branns að bera sem
djassöngvari, en nýtir það sjaldan
- er þá flest upptalið.
Fyrsta lagið á efnisskrá Krist-
jönu og félaga var sveifluópusinn
frægi eftir Jimmy McHuges: I’m
In The Mood For Love, eða Ég er
í stuði til ásta, í þýðingu Krist-
jönu. Blæbrigðaríkt hljómaspil
Gunnars Gunnarssonar minnti í
mörgu á Jimmy Jones, sem lengi
var píanisti Ellu Fitzgerald og
kom hingað með henni 1966.
Kristjana hefur aldrei minnt mig
eins á Ellu Fitzgerald og þetta
kvöld og er ekki leiðri að líkjast.
Enginn djasssöngvari hefur fras-
erað og svingað eins leikandi létt
og Ella og þó Kristjana leiki það
ekki eftir átti hún firnagóða
spretti í þeim lögum þar sem hin
hreina sveifla réð ríkjum eins og í
upphafslaginu og Do It The Hard
Way eftir Richard Rodgers, sem
hún söng eftir hlé. Gunnar notar
hljóma mikið í sólóum sínum eins
og Jones, en brýtur þá samt upp
með einstaklega tærum línum. Á
stundum er eins og hann ætli að
seinka, en það gerist þó aldrei og
tekst honum þannig að magna lýr-
íska sólóa sína spennu. Samleikur
þeirra Tómasar er glimrandi og
tókst þeim fimavel að byggja upp
þéttan hryn og sterka sveiflu.
Trompetleikarinn ungi, Birkir
Freyr Matthíasson, blés einfalda
ljóðræna sólóa. Tónn hans er
mjúkur og breiður og minnir
stundum á Chet Baker og flygil-
hornsóló hans í Over The Rain-
bow var glæsilegur. Gunnar lék á
rafpíanó í fyma setti er fyrsta lagi
sleppti og var það dálítið einhæft
til lengdar. Áftur á móti var
rafpíanóleikur hans fínn í Harry
„Sweets" Edinson blúsnum, Cent-
erpiece við ljóð Jon Hendricks,
fóra þau öll á kostum í þeim blús
og fann maður þá að efnisskráin
hafði verið helst til einhæf og of
mörg lög sem erfitt er að gera
mikið fyrir í djassi.
Ekki verður svo skilið við Krist-
jönu að minnast ekki á smekklegt
„skatt“ hennar í anda stefjaspun-
ans, en „skattið" eða orðlausi
söngurinn er vandmeðfarinn og
verður oftar en ekki að smekk-
leysu. Svo söng hún bæði But Not
For Me Gershwins og Nature Boy
firnavel. Fínir og notalegir tón-
leikar - maður bíður þess bara að
hún komi frá Englandi enn betri
og sýni á sér nýja hlið - djarfari og
ferskari.
Vernharður Linnet
Morgunblaðið/Kristinn
Hláturgas hengt upp í síðasta sinn
SÍÐASTI áfangi farandsýningarinn-
ar Hláturgas var opnaður á Land-
spitala - háskólasjúkrahúsi sl. föstu-
dag. Hefur sýningin þá verið hengd
upp á tíu sjúkrahúsum víðs vegar
um landið. Það er íslenska menn-
ingarsamsteypan art.is sem setur
sýninguna upp en hún er í boði lyfja-
fyrirtækisins Glaxo Wellcome á Is-
landi. Hugmyndin er að lífga upp á
yfirbragð sjúkrastofnana og gera
þannig sjúklingum og aðstandend-
um dvölina þar bærilegri. Magnús
Pétursson forstjóri Ríkisspítala opn-
aði sýninguna en að þviloknu fór
Flosi Ólafsson leikari með gaman-
mál. Að meðfylgjandi myndum að
dæma hefur mál hans hitt í mark.
Rauðir djöflar í nærmynd
KVIKMYJVDIR
Stjörnubfó,
Regnboginn
MANCHESTER UNITED-
BEYOND THE PROMISED
LAND★★★
Leikstjóri og handritshöfundur
Bob Potter. Tónskáld.
Kvikmyndatökustjóri. Heimildar-
mynd. Sýningartími 90 mín. Bresk.
Icon Production. Árgerð 2000.
ÓSKÖP og stórvirki þarf til að
sýnd sé heimildarmynd í kvikmynda-
húsum borgarinnar. Slík býsn telst
glæsileg sigurganga knappsymuliðs-
ins Manchester United, sem allt hefur
unnið sem unnist getur á knatt-
spyrnusviðinu á annan áratug. Skilið
önnur félög og aðdáendur þeirra eftir,
fársjúka af öfund. Eitt versta dæmið
um slík veikindi var munnsöfnuður
sem einn íþróttafréttamaður viðhafði
um David Beckham sl. laugardag,
þegar þessi snillingur átti enn einn
stórleikinn með liði sínu, í beinni út-
sendingu á viðureign andstæðing-
anna í Manchester, United og City.
Innsiglaði sigur Rauðu djöflanna,
sem er gælunafn liðsins, og sýndi einn
sinn þroskaðasta leik á ferlinum, und-
ir óvenju miklu álagi frá skrílnum á
Maine Road. Sem giýtti hann og hef-
ur örugglega ekki verið spar á
fúkyrðin. Þá var Beckham valinn á
dögunum til mestu ábyrgðar og heið-
urs sem nokkur knattspymumaður
getur öðlast; var fyrirliði landsliðs
Englendinga í fyrsta sinn, og stóð sig
eins og hetja.
Sem betur fer era viðbrögðin al-
mennt jákvæð. Snilli liðsins og ma-
estro Fergusons - þjálfarans Alex
Ferguson, hefur gert ManUnited að
vinsælasta knattspyrnufélagi heims -
og því ríkasta. Þeir rauðu era það eina
sanna í boltanum, í augum tugmillj-
óna aðdáenda frá ísafirði til Arkang-
elsk. Fatnaður og hverskyns góss selt
dýrum dómum um allan heim. Man-
United er ekki aðeins stórveldi á vell-
inum, heldur einnig á viðskiptasvið-
inu. Það er í hópi besta söluvamings
og útflutningsvöra Bretlandseyja
Sönnun um afburða atgervi leik-
manna ManUnited, er að á dögunum
var tilkynnt hvaða snillingar væru til-
nefndir til æðstu verðlauna í Evrópu-
fótboltanum; „Knattspymumaður ár-
sins“. Ekkert félag í álfunni fékk
jafnmargar og United, eða sex leik-
menn þess. Næstir komu núverandi
bikar- og deildarmeistarar Italíu,
Rómarveldið Lazio, með fimm. Þetta
segir allt sem segja þarf um getu og
álit liðsmanna. Þessum höfðingjum
og bakgrunni þeima kynnumst við ör-
lítið.
Heimildarmyndin er í flesta staði
fagmannlehga gerð, lauslega reifuð
saga þessa fomfræga félags, helstu
atburðfr tíundaðir, líkt og flugslysið
hörmulega við Múnchen 58, þegar
kjami liðsins fórst. Þá var ManUn-
ited besta félagslið Evrópu. Fram-
kvæmdastjórinn, Matt Busby, sem
lifði slysið af, gerði kraftaverk og
reisti liðið við á undraskömmum tíma,
með aðstoð snillinga á borð við Bobby
Charlton, George Best og Dennis
Law. Það er stóra gæfa hvers félags
að eiga slíka menn innanborðs. Liver-
pool átti sinn Bill Shankley, nú er það
Ferguson sem heldur endunum sam-
an á Old Trafford, með aðstoð
heimsklassaleikmanna einsog Beck-
ham, Giggs, Scholes, Kean, Barthez,
Irwin, Nevillenbræðra, ofl., ofl.
Þess er getið undir lokin að þegar
öllu er á botnin hvolít, eru það áhang-
endurnir sem mestu máli skipta fyrir
hvert félag. Þeir eru hryggurinn og
vöðvamir. Ekki ætti aðdáendum
Rauðu djöflanna að fækka vegna
þessarar ágætu myndar, áhangend-
um annarra liða gæti hinsvegar orðið
órótt undir sýningu.
Sæbjörn Valdimarsson