Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 46

Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 46
46 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 n ......... MORGUNBLAÐÍÐ MENNTUN Trúir þú á tunglið? Erþekking okkar eins og völundarhús þar sem allar leiðir eru jafngóðar? Sumir eru á því að það sé til eitthvað sem heitir póstmódernismi og þar með póstmódernistar. Þeir sömu halda því fram að póstmódemistar telji að allt sé tungumál og vemleikinn sé ekki til, og þeir geti því ekki trúað því að tunglið hangi uppi á festing- unni í raun og vem eða hundur sé dýr með fjóra fætur og skott, að minnsta kosti geti slíkt dýr allt eins heitið fill eða flóðhestur. Póstmódernistar geti heldur ekki verið á móti ofbeldi vegna þess að ofbeldi sé í þeirra huga bara skil- greiningaratriði eða samkomu- lagsatriði, það sé í raun ekki til neitt ofbeldi heldur bara mismun- andi orðaðar hugmyndir um fyrir- bærið. A sama hátt trúi póstmód- ernistar heldur ekki á sannleikann því hann sé einnig bara samkomu- lagsatriði eða í besta falli spurning um hefð. Að auki geti póstmód- ernistar ekki borið neitt traust til þekkingar og alveg sérstak- lega ekki ef hún sé vís- indaleg enda VIÐHORF Eftir Þröstur Helgason slík þekking ekkert betri en önnur þekking, hver annar galdur eða hjátrú, allt séu þetta sögusagnir sem byggi bara á mismunandi sterkum valdatengslum. Og þann- ig mætti áfram telja. Sjálfsagt er eitthvað til í þessu enda póstmódemismi liðugt hug- tak. Flest böm gætu að minnsta kosti fallið undir lýsinguna. Þau teikna sannarlega fallegar myndir af hundum en kalla þá mýs og múlasna, allt eftir eigin hentug- leika. Og hvenær höfum við ekki horft upp á afbrýðisamt bam berja systkin sitt í höfuðið með skóflu og svo þvertaka fyrir að hafa meitt angann litla þrátt fyrir að hann sitji eftir með glóðarauga og spmngna vör. Og hvaða barn trúir frekar á vísindin en álfa úti í hól? Það em auðvitað mikil með- mæli með póstmódernisma að böm geti flokkast undir hann. Hugsun bama er ómenguð af öllu gmgginu sem hugmyndaleg arf- leifð aldanna hefur borið með sér. Hún er frumleg, gagnrýnin og sundurgreinandi í eðli sínu enda þekkir hún engin takmörk. Og hún býr yfir þessari ærlegu, djúpu og framstæðu alvöra sem gerir hana um leið einfalda og flókna, en líka stundum fyndna. Fáir myndu sennilega skrifa undir að allt þetta ætti líka við póstmódernismann. Margir, sem teljast mega til þessarar óstefnu- r legu stefnu eða ástands, eins og er réttara að kalla póstmódemism- ann, hafa hins vegar þurft að verja hugmyndir sínar og skrif fyrir gagnrýni á borð við þá sem sett var fram í byrjun greinar og reyn- ir að draga úr mikilvægi þeirra eða hreinlega alvarleika. Svörin verða þá iðulega eins og þegar böm reyna að sanna sakleysi sitt og segja „ekki ég, ekki ég“ eða, jú víst, víst trúi ég á tunglið". Eftir að hafa orðið vitni að slíku þrasi ansi oft vaknar sú spurning óhjá- kvæmilega hvort það sé ef til vill lýsandi fyrir stöðu hugvísindanna nú um stundir þar sem allir virð- ast vera fastir í sama netinu og niðurstöðurnar virðast alltaf jafn langt undan. Dæmið um tunglið er raunvera- v legt (orðalagið vekur væntanlega erflðar hugsanir meðal heimspek- inga og ég afsaka) og ættað frá Umberto Eco, sem ég veit ekki hvort myndi telja sig til póstmód- emista ef hann yrði spurður. I rit- deilu um íkonisma, sem fjallar ein- mitt um það hvort það sé til veruleiki handan táknanna (og nánar tiltekið hvort við skynjum ekki heiminn í gegnum tungumál- ið, sem eftirlíkingu þess jafnvel), á áttunda áratugnum var honum gerð upp sú ofurídealíska skoðun að tunglið væri ekki til í raun og vera. I bók sinni Kant ogbreið- nefurínn. Ritgerðir um tungumál ogskilning, sem kom út tuttugu áram síðar (1997), heldur hann umræðunni áfram og segist þar víst trúa því að tunglið sé til, að minnsta kosti trúi hann því jafn einlæglega og hann trúi á tilvist annarra hluta, þar á meðal eiginn líkama. Bókin er hörð glíma en Eco hefur hana á því að ræða um sjálfa verana. í þeirri umfjöllun veltir hann fyrir sér nokkram spumingum sem hann segir fræðilega skyldu að svara og varpa raunar ágætu ljósi á tilvist- arvandann sem steðjar að hugvís- indunum um þessar mundir. Svo hratt sé hlaupið yfir sögu heldur Eco því fram að forsenda allra spuminga sé veran. Það að eitthvað er til vitum við fyrir víst, segir hann, þar eð við gætum ekki hugsað neitt ef við vissum ekki að við væram að hugsa um eitthvað. Veran er meira að segja áður en við tölum um hana. En þrátt fyrir að við vitum fyrir víst að við eram spyrjum við spurninga um vera okkar og þar með er hún orðin að vandamáli sem enn hefur ekki fundist nein haldgóð lausn á. Meg- inskýringin á þessu er sú að um leið og við byrjum að tala um ver- una túlkum við hana; það er engin leið að komast hjá túlkun ef mað- ur talar um hlutina, segir Eco. Þannig getur (og nú stytti ég mér leið) skilningur okkar á veranni ekki verið annað en ólíkar túlkanir (en þar með er vitanlega ekki búið að afneita því að við séum í raun og veru). Að mati Eeos þýðir þetta ekki að engin raunveraleg (stað- fest) þekking á veranni sé til held- ur þvert á móti að við búum yfir ofgnótt þekkingar, eins og hann orðar það, ofgnótt lýsinga á ver- unni sem hver og ein markast af sjónarhorni skoðandans? reynslu, þekkingu, tungumáli, menningu o.s.frv. Á endanum, segir Eco, hljótum við því að sitja uppi með þessa spumingu (sem er kannski meginspuming póstmódem- ismans): Ef sjónarhomin á verana era óendanleg þýðir það þá að þau era öll jafnrétt, að allar lýsingam- ar á veranni segi eitthvað satt um hana? Þýðir þetta með öðram orð- um að það sé ekki til nein ein rétt og sönn lýsing á heiminum, að þekking okkar (eða skilningur) sé ætíð takmörkuð, brotakennd, bundin óendanlegum valmögu- leikum? Er þekking okkar eins og völundarhús þar sem allar leiðir era jafngóðar því áfangastað verður hvort eð er aldrei náð (nema gin ófreskjunnar sé sá áfangastaður)? Á meðan hugvísindamenn geta ekki komið sér saman um svör við þessum spurningum eða að minnsta kosti rætt þær á sameig- inlegum forsendum geta þeir haldið áfram að játa og neita til- vist tunglsins út í hið óendanlega. Foreldrar/ Mengin í samfélagi skólans eru nemendur, kennarar og foreldrar. Gunnar Hersveinn skoðaði stökin sem búa þar sem mengin þrjú skarast og heillavænleg samskipti þeirra. Hlutverk foreldra • Foreldrar og foiráðamenn bera frumábjmgð á uppeldi barna sinna. • Skólinn aðstoðar foreldra í uppeldishlutverkinu og býð- ur fram menntunartæki- færi. • Menntun og velferð nem- enda er sameiginlegt verk- efni heimila og skóla og samstarfið þarf að byggjast á gagnkvæmri virðingu, gagnkvæmu trausti, sam- ábyrgð og gagnkvæmri upp- lýsingamiðlun. • Þrír hópar mynda skólasam- félagið í hveijum skóla, þ.e. nemendur, stai-fsfólk skól- ans og foreldrar. Mikilvægt er að þessir hópar vinni vel saman að mótun þessa sam- félags og þeirra umgengnis- hátta sem eiga að einkenna samskipti innan skólans og utan. Aðalnámskní, bls. 44. inu innan ramma samningsins. For- eldrar reyndust ánægðir með sam- skiptaleiðir og hlutverk sitt við að fylgjast með framvindu verkefna (Benson, S.H. 2000, Make mine an A. Educational leadership). Hvernig bæta foreldrar frammi- stöðu nemenda? Allyson sagði að í rannsóknum á foreldrahlutverkinu hefði þrennt komið fram sem stuðlað getur að bættri frammistöðu bama í skólum: 1. Túni: Þeir geta haft áhrif á skipulag bama á tíma sínum. Einnig hvemig og með hveijum þau nota tímann og klukkan hvað. 2. Áhugi: Þeir geta fylgst með heimavinnu barna sinna. Þeir geta skoðað heimaverkefnin, rætt þau við börnin og sýnt áhuga á efninu. 3. Stuðningur: Þeir geta rætt skólamál við böm og unglinga, hlust- að á viðhorf þeirra og vanda og veitt Gott samband: Samningur miili nemanda, kennara og foreldra; samstarf um sjálfsstjórn nemandans, sem bæði kennarí og foreldrar vaka yfir til að geta veitt endurgjöf Þríhyrningur Bensons í skólastarfið • Stuðningur foreldra skiptir miklu máli fyrir námsárangur • Astæða samstarfs foreldra og skóla er velferð nemenda ÞVÍ ER oft haldið fram að samstarf foreldra og skóla hafi jákvæð áhrif á námsár- angur nemenda. En þegar grannt er skoðað er mjög erfitt að finna sannfærandi rannsóknir á þátt- töku foreldra í skólastarfi sem sýna fram á að samstarf eða þátttaka, eitt og sér, leiði til aukins árangurs," sagði M. Allyson Maedonald í erindi sínu á málþinginu „Era foreldrar óvirlqað afl í skólastarfinu?" um sam- eiginlega hagsmuni kennara og for- eldra 11. nóvember sl. Stundum reynist það sem allir telja augljóst og sjálfsögð sannindi vera byggt á sandi. Gæti svo verið um for- eldra í skólastarfi? „Það er einkum tvennt sem nýlegar rannsóknir hafa leitt í |jós sem ég tel vera sérstaklega umhugsunarvert," segir Allyson hjá Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla íslands. Hún nefndi annars vegar nýja sýn á námsárangur, sem m.a. birtist í námskrám og námsmati. Og hins vegar að rannsóknir sýndu að stuðningur og stjóm foreldra á heim- ilum skiptir mjög miklu máli fyrir námsárangur. Allyson sagði frá tilraun í kennslu og námsmati sem S.H. Benson bók- menntakennari gerði í Bandaríkjun- um. Hann myndaði þríhyming milli skóla, einstakra nemenda og foreldra þeirra. Benson skiigreindi hlutverk nemandans, foreldra og kennarans. Svo skrifuðu allir undir samning sem hann hafði útbúið þar sem áhersla var lögð á meiri sjálfsstjóm nemenda og markvissari endurgjöf (umbun) kenn- ara og foreldra vegna námsins, sem þurftu jafnframt að vera betur vak- andi um námsframvindu. Niðurstað- an var að nemendur bættu námsár- angur sinn og í Ijós kom, við samanburð á verkefnavinnu, að gæði námsins vora meiri. Áhugahvöt nem- enda og sjálfsímynd batnaði sömu- leiðis og nemendum fannst mjög gott að geta stýrt betur eigin vinnu í nám- Kennari Foreldri Morgunblaðið/t>orkell Árlega mætast nemendur, foreldrar og kennarar á hausthátíð í Breiðholtsskóla. Hún er haldin af foreldrafélag- inu til að bjóða alla velkomna í upphafi skólaársins. Erindi foreldra

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.