Morgunblaðið - 21.11.2000, Side 48

Morgunblaðið - 21.11.2000, Side 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ t Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, MARÍA ELÍN GUÐBRANDSDÓTTIR, Kópavogsbraut 1a, lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstu- daginn 17. nóvember. Garðar Sigurðsson, Helgi Eyjólfsson, Dagur Garðars, Guðrún Garðars, Margrét Garðars Melk, Guðbrandur Garðars, Sigurður Garðars, Sveindís Sveinsdóttir, Guðrún Sigurðardóttir, Guðmundur Einarsson, Rúnar Molk, Helga Kristinsdóttir, Sigrún Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Eiginkona mín, dóttir, móðir, tengdamóðir og amma, ANNA LILJA GUÐMUNDSDÓTTIR, Brekkutúni 3, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks laugardaginn 18. nóvember síðastliðinn. Jarðsungið verður frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 25. nóvember kl. 14.00. Ólafur Guðmundsson, Brynhildur Einarsdóttir, Konráð Antonsson, Guðmundur Brynjar Ólafsson, Guðbjörg Elsa Helgadóttir, Hafdís Ólafsdóttir, Svavar Helgason, Ólafur Rafn Ólafsson, Aníta Hlíf Joasdóttir, Ómar Örn Ólafsson og barnabörn. t Frænka okkar, AUÐUR EINARSDÓTTIR frá Garðhúsum í Grindavík, síðast til heimilis á Dalbraut 27, lést föstudaginn 17. nóvember. Útför hennar verður gerð frá Fossvogskirkju á morgun, miðvikudaginn 22. nóvember kl. 13.30. Frændsystkinin frá Garðhúsum. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HALLGRÍMUR EÐVARÐSSON frá Helgavatni, lést á Fléraðshælinu á Blönduósi að morgni laugardagsins 18. nóvember. Þorbjörg Jónasdóttir, böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. t Útför móður minnar og systur okkar, HULDU SIGURLAUGAR STEFÁNSDÓTTUR, sem lést fimmtudaginn 16. nóvember, ferfram frá Áskirkju fimmtudaginn 23. nóvember kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Stefán Ragnar Jónsson og systkini hinnar látnu. t Elskuleg móðir mín, ELÍN SKÚLADÓTTIR ELLEFSEN, Kirkjuvegi 17, Keflavík, lést föstudaginn 17. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 24. nóvember kl. 14.00. Guðrún Vilhelmsdóttir Benner. KRISTIN SIGURROS JÓNSDÓTTIR + Kristín Sigurrós Jónsdóttir fædd- ist í Neðri-Hreppi í Skorradal 15. febr- úar 1921. Hún lést á elliheimilinu Grund 11. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Emilía Guðmundsdóttir frá Hóli á Akranesi, f. 19. október 1892, d. 10. janúar 1925, og Jón Jónsson, bóndi í Neðri-Hreppi, f. 19. mars 1885, d. 3. nóvember 1973. _ Bróðir Kristínar er Ásgeir, f. 30. júní 1922, og hálfbróðir hennar er Einar Kristmann, f. 3. ágúst 1932. Kristín eignaðist soninn Birgi Má Birgisson 24. mars 1946. Hann er kvæntur Guðrúnu Jónu Gunnarsdóttur, f. 8. júní 1947. Þeirra börn eru: 1) Kristín Þóra, f. 18. júní 1964, gift Óðni Grímssyni, f. 7. apríl 1962, börn þeirra eru Elsa_ Rut, f. 6. maí 1986, Óskar Freyr, f. 3. ágúst 1989, og Birgir Orri, f. 27. júni 1996. 2) Valdís Guðrún, f. 9. júní 1967, í sambúð með Kára Val Hjörvarssyni, f. 16. september 1970. 3) Helgi Bjarni, f. 17. janúar 1972, í sambúð með Karólinu Rósu Guðjónsdóttur, f. 27. ágúst 1972. Helgi á dótturina Diljá, f. 10. apríl 1995. Arið 1955 hóf Kristín sambúð með Magnúsi Daníel Ólafssyni frá Hurðarbaki í Svínadal, f. 20. janúar 1924, d. 1. nóvember 1995. Þau eignuðust tvö börn: 1) Óiafur Unnar Þór, f. 31. janúar 1956. Hann er kvæntur Lilju Sig- mundsdóttur, f. 18. mars 1963. Þau eiga Sunnu Björk, f. 10. nóv- ember 1997. Frá fyrra hjóna- bandi á Ólafur tvo syni: Brynjar, f. 21. maf 1975, búsettur í Banda- ríkjunum, kvæntur Alison, f. 11. apríl 1977, og Magnús Daníel, f. 6. desember 1980, og Lilja á dótturina Valgerði Grétu Rúnarsdóttur, f. 6. febrúar 1987. 2) Emilía Guðrún, f. 20. nóv- ember 1957. Hennar börn eru Védís Árnadóttir, f. 7. mars 1977, og Hallgrímur Árnason, f. 25. febrúar 1988. Unnusti Védís- ar er Gunnar Jóhannesson, f. 28. maí 1977. Kristín stundaði nám í Hús- mæðraskólanum á Staðarfelli í Dölum. Hún vann ýmis störf en síðustu sautján ár starfsævinnar var hún við gæslu í Austurbæjar- skólanum. Utför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13:30. Hjónin Jón og Emilía undu sæl við sitt í Neðri-Hreppi. Þau höfðu nýlega tekið við búinu. Þá dundi ógæfan yfir. Emilía dó úr berklum frá tveimur ungum bömum. Kristín var aðeins þriggja ára þeg- ar hún missti móður sína. Ásgeir bróðir hennar var tveggja ára. Föð- uramman, Guðrún, reyndist stoð og stytta fjölskyldunnar. Síðar kom þar að ráðskonan Gústa, sem varð stjúp- móðir, og bróðirinn Einar fæddist. Átján ára fór Kristín í Húsmæðra- skólann á Staðarfelli í Dölum. Eftir þá skólavist réð hún sig sem þjónustu á Bændaskólanum á Hvanneyri. Þangað sóttu nám margir vænir pilt- ar víðs vegar að af landinu. Ekki var Varanleg minning er meitluð ístein. Íi S. HElfiASONHF I STEINSMIÐJfl Skemmuvegi 48, 200 Kóp. Sími: 557-6677 Fax: 557-8410 Netfang: sh.stone@vortex.is að undra þótt þeir hrifust af glöðu stúlkunni, sem gerði svo fjarska vel við fotin þeirra. Enda fékk hún tilboð um að gerast frú úti á landi. En sveitastúlkan Stína vildi til Reykja- víkur. Rúmlega tvítug flutti hún til höfuð- borgarinnar og gerðist gangastúlka á Landspítalanum. Hún þótti liðtæk í starfi og þrýst var á hana að fara í hjúkrunamám. En það lagðist illa í viðkvæma og tilftnninganæma kon- una þegar sjúklingar, sem hún hafði annast, dóu. Hún vann við sauma- skap, vefnað, skúringar og kaffium- sjón næstu árin. Sonurinn Birgir fæddist og ein- stæða móðirin vann úti. Þau bjuggu í Ingólfsstræti. Eldri hjónum í húsinu, Helgu og Bjarna, var mjög umhugað um að hlúa að Birgi. Það gerði gæfu- muninn á þessum áram. Árið 1953 fluttu Kristín og Birgir á Njálsgötuna, í húsið sem hún hafði keypt. Þangað flutti lífsíorunautur hennar, Magnús Daníel Ólafsson, ár- ið 1955. Það var í nógu að snúast eftir að Ólafur og Emilía fæddust 1956 og 1957. Magnús vann í Hvalstöðinni í Hvalfirði. Hann var mikið að heiman vegna vinnunnar. Kristín var því líkt og margar sjómannskonumar mjög sjálfstæð. Hún var stolt af því að bömin hennar þrjú byijuðu öll sinn búskap í kjallaranum á Njálsgötunni. Hún vissi að það var góður stuðningur á meðan þau vom í námi og að festa kaup á eigin húsnæði. Ekki spillti fyr- ir að fá að fylgjast náið með fyrstu bamabömunum. I Austurbæjarskólanum starfaði hún í sautján ár, þar til hún hætti vegna aldurs. Þar leit hún eftir börn- unum og studdi við margan, sem var lítill í sér. Hún hafði sjarma til að bræða ýmsan baldinn strákinn. Magnús lést í nóvember 1995. Þá var stundum einmanalegt á Njálsgöt- unni. Það var ekki átakalaust þegar Kristín þurfti að flytja á elliheimilið Gmnd í apríl á síðasta ári. Þá var heilsan farin að bila. Henni þótti gott að búa á Gmnd. Hún kunni að meta hve vel er hugsað um fólkið þar. rr t A o ARNLA UGSSON + EIias Arnlaugs- son fæddist í Reykjavík 8. nóvem- ber 1925. Hann varð bráðkvaddur á heim- ili sínu 4. nóvember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Iláteigskirkju 14. nóvember. Elsku besti Elli afi. Ég er mjög leiður yfir því að þú ert dá- inn. Þú varst líka bæði afi minn og besti vinur. Nú er ég búinn að skoða myndaalbúmin og rifja upp allar góðu stundirnar með þér. Mér fannst þú svo duglegur. Þótt þú værir alveg að verða sjötíu og fimm ára þá varstu nýbúinn að gera húsið okkar á Stokkseyri svo fínt. t Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma, og langamma, MARÍA INDRIÐADÓTTIR, Borgartúni, verður jarðsungin frá Ljósavatnskirkju fimmtu- daginn 23. nóvember kl. 14.00. Arnór Benediktsson, Indriði Arnórsson, Birna Kristjánsdóttir, Þórhallur Arnórsson, Jóna Jónsdóttir, Haukur Arnórsson, barnabörn og barnabarnabörn Mála það og smíða sólpall og gera allt svo fínt inni líka. Þú kunn- ir að smíða og mála, flísaleggja og allt. Al- gjör snillingur að gera við bíla. Líka að teikna mótorhjól. Ég á eftir að sakna þín þegar það er fót- bolti í sjónvarpinu eða þegar mig langar að spila. Bara ailtaf þegar eitthvað er að gerast 'V sem við vorum vanir að ___M-Ji gera saman. Það em svo margar góðar minningar sem ég á um þig og þá get ég brosað og líður betur. Ég ætla að vera duglegur að hjálpa ömmu nú þegar þú ert far- inn. Þegar ég er orðinn stór langar mig að vera eins og þú. Góður við börn og duglegur að hjálpa öðram. Svona flinkur líka og geta gert allt sjálfur. Ég veit að þú hefur það gott núna, afi minn. Takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig. Þinn afastrákur, Jökull Logi. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl- ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net- fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.