Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 51
ELÍNÞÓRA
HELGADÓTTIR
+ Elín Þóra Helga-
dóttir fæddist í
Keflavík 7. febrúar
1981. Hún lést af
slysföruni 22. októ-
ber síðastliðinn og
fór útför hennar
fram frá Kolbeins-
staðakirkju í Kol-
beinsstaðahreppi,
Snæfellsnesi 28.
október.
Elsku Ella, þú ert
farin en vqnandi á
betri stað. Ég var í
fóstri á Hraunsmúla
eins og þú þegar við kynntumst.
Okkur kom vel saman frá upphafi.
Yngsti meðlimurinn á heimilinu sá
ekki sólina fyrir þér, hann Steinar
Haukur. Það var svo gott samband
á milli ykkar að ég öfundaði ykkur
stundum. Ég man þegar við vorum
einar saman heima um helgi, og við
áttum að sjá um að gefa kindunum.
Þáverandi kærastinn þinn hann
Boggi kom og hjálpaði okkur að
gefa og svoleiðis. Það var geggjað
stuð og vð belgdum okkur út af
nammi um kvöldið. Svo einu sinni
ákváðum við að fara í heimsókn til
Helga og Önnu á Syðstu-garða og
fórum labbandi allt til að selast til
að fá okkur sígó. Ég spurði þig
hvort stjörnurnar væru ekki falleg-
ar og þú sagðir jú. Svo einu sinni
þegai' bróðir hans Kristbjörns var
að fara að gifta sig þá var ég búin
að taka allt voða fín föt til að fara í
og braut þau saman upp á þvotta-
vél, en þér vantaði eitthvað til að
þvo með því sem þú varst að láta í
vélina og hélst að þetta væri
óhreint svo þegar ég kom úr sturtu
þá var allt horfið. Ég brjálaðit og
sagði þér að þurrka þetta eins
skot, það hljógu allir nema ég.
Núna er ég að hlægja svakalega að
þessu. Svo þegar þú fékkst bílpróf-
ið þá fékkstu að keyra nýja bílinn
þeirra Krissa og Diddu og ég var
voða fúl að fá ekki að prufa líka en
það var bara ein ástæða sagðir þú,
þú átt afmæli í desember en ég í
febrúar, ég var voða skúffuð. Við
áttum margar frábærar stundir og
stundum voru hurðaskellir og læti í
okkur, en það jafnaði sig alltaf og
við hlógum bara að því. En svo
kom að því að ég kvaddi Hrauns-
múla með mikilli þjáningu og fó í
bæjinn. Við misstum svolítið þráð-
inn, en töluðumst stundum við og
vorum sammála um það að við
værum fóstur systur. Þú komst að
heimsækja mig á Bræðraborgar-
stíginn og við hlógum og þú mátað-
ir alla kjólana mína og mig langaði
að gefa þér þá alla því þeir fóru
þér betur en mér satt að segja. Þú
varst lífsglöð, bráðlát, _ svolítið
klaufsk, þrósk og frábær. Ég sakna
þín, það er tómarúm í mér mér en
það er sama hvað ég græt þú kem-
ur ekki aftur og ég
ætla að geyma allar
minningarnar okkar,
svo seinna þegar ég
hitti þig þá hlægjum
við aftur og ég svindla
í ólsen ólsen við þig.
Hafðu það gott á
himnum Ella því þar
ertu.
Ég vil votta fjöl-
skyldu, unnusta og
vinum, mína samúð.
Sorgin læðist upp að
mér,
eins og dimm nótt.
I skjólinu frá vindunum
mun ég ég taka gleði mína á ný.
Ég mun minnast þín er ég horfi
á stjörnurnar, eins og við verðum,
einu sinni.
Stefanía Rut.
Elsku besta Ella mín. Það er
erfitt að hugsa tiþþess að þú sért
farin frá okkur. Ég er svo slegin
yfir þessu öllu saman, er ekki kom-
ið nóg?
Hvað þarf hann þarna uppi að
taka margt ungt fólk frá okkur.
Við sem eftir stöndum fáum eng-
in svör við einu né neinu, fyrr en
við kveðjum sjálf. En þeir deyja
ungir sem guðirnir elska, það er
mikið til í þeim orðum.
Það er mér mjög minnisstætt
þegar við fórum í Galtalæk sumrin
’94 og ’95. Fyrst fórum við með
Astu ásamt foreldrum ykkar
beggja. Okkur fannst svo gaman að
við gátum ekki hugsað okkur ann-
að en að fara aftur. Þá fórum við
með Hildi og Önnu Siggu.
Þú átti það til að vera mjög
stríðin og þú hlóst alltaf svo dátt
að það var engin leið að komast hjá
því að hlæja með.
Samt sem áður varstu alltaf til-
búin að hjálpa öllum og þú varst
svo barngóð. Elsku Ella mín, ég
þakka fyrir að hafa fengið að kynn-
ast þér. Allar þær minningar sem
ég á um þig ætla ég að varðveita
vel í hjarta mínu. Eg veit að það
hefur verið tekið vel á móti þér og
það verður hugsað vel um þig.
Elsku fjölskyldur, megi Guð
vera með ykkur og styrkja í þess-
ari miklu sorg.
Þín vinkona,
Flóra Hlín Ólafsdóttir.
Elsku Ella mín. Það er svo sárt
að horfa á eftir ungri vinkonu í
blóma lífsins. Svo margar minning-
ar koma upp í huga mér, þegar ég
hugsa til þín. Við kynntumst á róló
bak við „stórublokkina" þegar við
vorum aðeins fjögurra og eftir það
vorum við bestu vinkonur.
Það var svo sárt að kveðja þig,
þegar ég flutti út til Noregs, en við
skrifuðumst á, og ég kom- í heim-
sókn hvert sumar, og stundum fyr-
ir jólin. Þú varst alltaf búin að
hringja í mig næstum því áður en
ég var komin inn um dyrnar hjá
pabba. En ég man eftir einu sumri,
þá ætlaði ég að koma þér á óvart.
Ég bankaði upp á hjá þér og þegar
þú komst til dyra brá þér svo að þú
öskraðir og æptir og dansaðir um
allan ganginn. Við lékum okkur
alltaf svo vel saman. Þú varst svo
óhrædd og alltaf til í að prófa eitt-
hvað nýtt. Ég man vel eftir leyni-
staðnum okkar í móanum við
Grænásbrekku.
Ég, þú og Steini bróðir lékum
okkur í allskonar leikjum í hellin-
um okkar. Við fórum í berjamó
með nesti og kókómjólk, og við
elskuðum að fara í sund og gerðum
það eins oft og við gátum.
Svo fórum við í „kaffi“ til ömmu
eftir sundið. Þú komst oft til ömmu
á Mávabrautinni, og ég gleymi
aldrei „leiknum okkar“.
Við þóttumst vera voða ríkar og
fínar frúr og drukkum „kampavín“
(epladjús) úr snapsglösum uppá
lofti. Við bulluðum heilu sögurnar,
og svo hlógum við eins og vitleys-
ingar. Svo urðum við eldri, og ég
ílutti heim til íslands til að fara í
skóla einn vetur. Þá kynntumst við
Flóru, og við þrjár vorum alltaf
saman. Það er nú heil saga að
segja frá öllu því sem við upp-
lifðum þann vetur.
Þú varst svo mikil bamagæla,
alltaf varst þú einhvers staðar að
passa krakka. Þú varst eins og
skopparakringla stundum, út um
allt og alls staðar.
Þegar þú fluttir í sveitina gátum
við ekki hist eins oft og áður, en
reyndum að hittast að minnsta
kosti einu sinni í hvert skipti sem
ég kom í heimsókn til íslands. Síð-
ast þegar við hittumst varst þú svo
hress, og það var svo gaman að sjá
þig svona sæta og glaða. Við kíkt-
um í kaffi til ömmu eins og í
„gamladaga“, og það það hvarflaði
ekki að mér að þetta yrði síðasta
skiptið sem við værum saman.
Ég á svo margar góðar minning-
ar frá æskuárunum með þér, elsku
vinkona, að ég gæti talið upp enda-
laust. Þetta eru bestu æskuminn-
ingarnar sem ég á, og ég mun
ávallt geyma þær í hjarta mínu.
Þú reyndist mér svo góð vinkona
í öll þessi 15 ár sem við þekktumst,
og ég vildi óska þess að þau hefðu
orðið fleiri. En því miður... Þeir
sem guðirnir elska deyja ungir.
Ég þakka Guði fyrir að hafa
fengið að kynnast þér, elsku Ella.
Elsku Helgi, Anna Lydia og
Theodór Helgi, Guðbjörg og Hall-
dór, Kristbjörn, Aðalbjörg og fóst-
ursystkini, unnusti og aðrir
aðstandendur, megi Guð vera með
ykkur í þessari miklu sorg.
Ég kveð þig að sinni, og ég veit
að við hittumst aftur þegar minn
tími kemur. Þangað til... Megi góð-
ur Guð geyma þig.
Þín vinkona,
Hildur Björg Guðmunds-
dóttir, Noregi.
SIGRIÐUR
JONSDOTTIR
Góður Guð geymi þig Sigga mín.
Ég veit að Öskar, börnin ykkar,
tengdabörnin og barnabörnin eiga
yndislegar minningar um þig. Guð
blessi ykkur öll.
+ Sigríður Jóns-
dóttir fæddist í
Reykjavík 6. nóvem-
ber 1927. Hún lést á
Landspítalanum við
Hringbraut 1. nóv-
ember síðastliðinn
og fór útför hcnnar
fram frá Bústaða-
kirkju 9. nóvember.
Minningar streyma
og streyma um huga
minn. Ég sakna þín
svo mikið.
Ég hugsa til þess
þegar ég flutti sem
lítil stúlka í hús foreldra þinna,
þeirra góðu hjóna Guðrúnar Gísla-
dóttur og Jóns Lýðssonar. Þau
tóku á móti öllum vinum, vanda-
mönnum og ekki síst fólki sem
þurfti á hjálp að halda.
Við Sigga urðum
mjög nánar strax, ein-
hver hulinn þráður
sem aldrei slitnaði.
Bernskan með sín-
um leikjum inni og
úti. Unglingsárin með
sínum skólum, döns-
um og bíóferðum. Síð-
an eignumst við eigin-
menn og góð börn.
Alltaf var vináttan
góð og mikið sam-
band. Við bjuggum
aldrei í sama hverfi
en engin leið var of
löng og aldrei slitnaði
þráðurinn. Svo urðum við ömmur
og ekki minnkaði vináttan.
Ég man síðasta brosið sem þú
sendir mér, þú varst orðin mjög
veik. Það var kvöldið áður en þú
lést.
Þér kæra sendi kveðju
með kvöldstjörnunni blá.
Það hjarta sem þú átt
en er svo langt þér frá.
Þar mætast okkar augu
þö ei oftar sjáumst hér
og Guð mun ávallt gæta þín
ég gleymi aldrei þér.
Hulda
Pálsdóttir.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskl-
ingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar
til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á net-
fang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt
er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
KATLA PÁLSDÓTTIR,
áður á Laufásvegi 47,
lést á hjúkrunarheimilinu Eir laugardaginn
18. nóvember.
Jarðsungið verður frá Hallgrímskirkju föstu-
daginn 24. nóvember nk. kl. 13.30.
Áslaug G. Harðardóttir, Jón Hákon Magnússon,
Hörður H. Bjarnason, Áróra Sigurgestsdóttir,
Áslaug Svava Jónsdóttir, Hörður Hákon Jónsson,
Sigríður Ása Harðardóttir, Þröstur Hjartarson,
Bjarni Einar Harðarson, Ebru Giinaydin,
Katla Harðardóttir.
t
Hjartkær eiginmaður minn,
NJÁLL BENEDIKTSSON
frá Bergþórshvoli,
Garði,
lést á Landspítalanum Fossvogi sunnudaginn
19. nóvember.
Jarðarförin fer fram frá Útskálakirkju laugar-
daginn 25. nóvember kl. 14.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar og annarra aðstandenda.
Málfríður Baldvinsdóttir.
t
Við þökkum öllum, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát ástkærrar móður okkar og
ömmu,
JÓRUNNAR ÁRMANNSDÓTTUR,
Heiðargerði 110,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Landspítala
Landakoti, deild L4.
Sturla Sighvatsson,
Helga Sighvatsdóttir,
Kristín Sighvatsdóttir,
Guðlaug Jónsdóttir.
Þegar andlát
-.--t ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar.
Vesturhlíð 2
Fossvogi
Sími 551 1266
www.utfor.is
Við Útfararstofu kirkjugarð-
anna starfa nú 14 manns
með áratuga reynslu við
útfaraþjónustu. Stærsta
útfararþjónusta landsins
áíÍsíiRÉ&L með þjónustu allan
sólarhringinn.
Prestur
Kistulagning
Kirkja
Legstaður ,
Kistur og krossar
Sálmaskrá
Val á tónlistafólki
Kistuskreytingar
Dánarvottorð
Erfidrykkja
UTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA EHF.
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Sjáum um alla þá þætti sem hafa ber í huga
er andlát verður
Útfararstjórar okkar búa yfir áratuga reynslu af störfum við
útf ararþj ónustu.
Sjáum um útfarir á allri landsbyggðinni.
} * Sverrir t Æ i'f && • Æ Áúit.. &Æ Baldur
Einarsson Svcrrir Frederiksen
H ■■■■''J| útfararstjóri, H Olsen Æ útfararstjðri,
strni 896 8242 WUSlÆÆ 11 tfararstjóri. ÆmÁ Sm sími 895 9199
Útfararstofa íslands, Suðurhlíð 35, Fossvogi.
Sími 581 3300. Þjónusta allan sólarhringinn.
www.utfararstofa.ehf.is