Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
Höfuðborg í vanda
FYRIR stuttu var
lagður fram í borgar-
ráði áætlaður sam-
stæðu-efnahagsreikn-
ingur Reykjavíkur-
borgar fyrir árið 2000.
Þessi reikningur sýnir
heildarskuldastöðu
allra rekstrareininga
Reykjavíkurborgar,
þar með talið Orku-
veitu, Strætisvagna
Reykjavíkur, Reykja-
^jkurhafnar og fl. I
reikningnum kemur
fram að skuldir
Reykjavíkurborgar
hafa vaxið ískyggilega
á undanförnum árum
þannig að ljóst er að Reykjavíkur-
borg er að komast í mikinn fjár-
hagslegan vanda.
Skattagræðgi
borgaryfírvalda
Allir þekkja hinar miklu og sí-
felldu skatta- og gjaldskrárhækk-
anir í valdatíð Ingibjargar Sólrúnar
og félaga hennar síðustu 6 árin.
Rétt er að minna á stóraukna út-
svarshækkun, stórhækkun allra
gjaldskráa hinna ýmsu málaflokka
''þ.e. strætó, dagvistar, sundlaug-
anna og fl. Ennfremur hafa arð-
greiðslur fyrirtækja borgarinnar til
borgarsjóðs hækkað verulega, sem
veldur hækkun á gjaldskrám sömu
fyrirtækja. Þá hafa stöðumælagjöld
stórhækkað og síðast en ekki síst
nýi holræsaskatturinn, en þar nær
borgarstjórnarmeirihlutinn í „litl-
ar“ 500 til 600 milljónir króna á ári
hverju. Þetta er rifjað hér upp til að
minna á að borgin hefur stóraukið
tekjur sínar og til viðbótar haft góð-
^risvind í seglum, sem einnig hefur
skapað umtalsverða tekjuaukningu.
Allt þetta dugar þó ekki til að
bjarga peningamálum Reykjavíkur-
borgar því samhliða öllum þessum
hækkunum hafa skuldir stóraukist
á síðustu 6 árum.
I fyrrnefndri áætlun kemur fram
að skuldir borgarinnar hafa aukist
um 15 milljarða frá ár-
inu 1994 eða um rúm
100%. Þetta er skulda-
aukning um 2,5 millj-
arða á ári þ.e um 6
milljónir og 850 þús-
und á dag, eða sem
samsvarar árslaunum
borgarstjórans í
Reykjavík. I árslok
1994 voru skuldir 14,9
milljarðar en verða
samkvæmt áætluninni
um 31 milljarður um
næstu áramót eða með
öðrum orðum þrjátíu
og eitt þúsund milljón-
ir króna. Hér er afar
alvarleg þróun á ferð-
inni. Ekki er ólíklegt að skuldir
muni enn aukast á næstu tveimur
árum og ef svo illa tækist til við
Reykjavík
Enn einu sinni
útsvarshækkun, segir
Júlíus Hafstein, svo
milljörðum skiptir
næstu borgarstjórnarkosningar að
Ingibjörg Sólrún og félagar sætu
enn áfram við stjórn og sama þróun
héldi áfram, verða skuldir borgar-
innar farnar að nálgast 50 milljarða
árið 2006. Hvenær félagsmálaráðu-
neytið, sem á að fylgjast með þess-
um málum hjá sveitarfélögunum,
telur að mál séu komin á hættustig
skal ósagt látið, en víst er að þessi
þróun í fjármálum Reykjavíkur-
borgar stefnir í alvarleg vandamál.
Vill enn hækka skatta
Nýlega var viðtal við Ingibjörgu
Sólrúnu borgarstjóra í einu af dag-
blöðum landsins. Meðal annars
sagði hún þar, að ríkisstjórnina
skorti kjark til að hækka skatta í
þeim tilgangi að slá á þenslu og
verðbólgu og auka á sparnað ein-
staklinga í landinu. Nær væri að
borgarstjóri hefði sín eigin orð í
huga við fjármálastjórnun borgar-
innar. Þegar borgarstjóri var búin
að marghækka allar skattaálögur
jók hún enn meira á þenslu á höfuð-
borgarsvæðinu með stóraukinni
skuldaaukningu, sem ekki er búið
að sjá fyrir endann á. Og til að und-
irstrika pólitíska blindu sína til-
kynnti borgarstjóri, með bros á vör,
að hann hefði sparað borginni 5
milljónir króna með því að skipta
um símafyrirtæki til að þjóna borg-
arstofnunum. Eða með öðrum orð-
um 15 milljarða skuldaaukning var
ekkert mál en 5 milljónir í síma-
sparnaði stórmál.
Meiri skattar og
meiri skuldir
Nú er nýbúið að birta fjárhags-
áætlun borgarinnar fyiir næsta ár
og hvað kemur í ljós? Enn einu
sinni útsvarshækkun svo milljörð-
um skiptir og enn einu sinni meiri
skuldaaukning svo milljörðum
skiptir. Hvar endar þessi vand-
ræðagangur borgarstjóra og félaga
hennar? Borgarstjóri reynir að vísu
að fela ósómann með því að segja að
borgarsjóður muni lækka skuldir
og er þá búið að færa marga millj-
arða af skuldum úr borgarsjóði yfir
í aðrar rekstrareiningar borgarinn-
ar eins og t.d. Félagsbústaði hf.
Heldur borgarstjóri að hún beri
enga ábyrgð á þessum skuldum?
Svo sannarlega ber Ingibjörg Sól-
rún alla ábyrgð á allri skatta- og
skuldaaukningu á borgastjóraferli
sínum. Allt það sem fram hefur
komið í þessari grein segir okkur
aðeins eitt; Ingibjörg Sólrún og
meirihlutalið hennar er algjörlega
búið að missa tökin á fjármálum
Reykjavíkurborgar þannig að til
stórvandræða horfir.
Er ekki rétt að fara að gefa þess-
um mannskap frí?
Höfundur er fv. borgarfulltrúi.
Július
Hafstein
Eg fæ ekki
orða bundist!
ÉG fór á sýninguna
Skáldanótt eftir Hall-
grím Helgason í Borg-
arleikhúsinu síðastlið-
ið föstudagskvöld og
skemmti mér meir og
betur en ég man eftir í
leikhúsi. Og vegna
hvers? Þessi sýning er
leikhús eins og það
gerist best, einfalt um
leið og það er áhrifa-
mikið og leiktexti
Hallgríms sem er rík-
ur, hnyttinn og þrung-
inn af vísunum í
kvæðaarf okkar Is-
lendinga, er það afl
sem gerir þessa sýn-
ingu að viðburði sem ég hefði ekki
viljað missa af.
Gagnrýnandi Morgunblaðsins,
Sveinn Haraldsson, er nú aldeilis
Gagnrýni
Það var einmitt andagíft
textans, sem kveikti
þessa leikhúsveislu, sem
ég sá, segir Vilborg
Halldörsdóttir, og
margir leikara þessarar
sýningar hafa sjaldan
staðið sigjafnvel.
ekki á sama máli og talar um að
enginn hluti textans sé vel kveðinn,
textinn sé rislágur og andlaus.
Leikhús er list andartaksins,
tímasetninganna og hins sjálfs-
sprottna (spontant). Eðli ritverka
er annað, þá tvfles lesandinn jafn-
vel og getur flett til baka, þar er
það hann sem stjórnar. Þar liggur
frelsi hans. Leikhúss-
ins frelsi liggur hins
vegar í vali sínu á
túlkunarleið. Það að í
leiksýningu sé eitt val-
ið umfram annað þýð-
ir ekki endilega að það
sem verið er að sýna
sé sannleikurinn með
stóru essi. Hann býr í
auga þess sem sér og
getur verið eins marg-
ur og augun og eyrun
sem nema hann.
Sú er skoðun mín að
þótt þessi sýning sýni
kvensemishlið Jónas-
ar Hallgrímssonar, sé
alls ekki verið að nið-
urlægja hann. Þessi túlkunarleið
fer fyrir brjóstið á gagnrýnandan-
um Sveini ásamt flestöllu er varðar
textann, leikritið. í sýningunni
birtast m.a þjóðskáldin: Jónas
Hallgn'msson, Einar Ben, Bene-
dikt Gröndal og Steinn Steinarr....
„hér er ekkert sagt um þjóðskáldin
nema það sem er á allra vitorði".
Sveinn, fyndni þessa verks byggist
á vísunum í það sem (flest)allir
þekkja! Þegar til dæmis Steinn
Steinarr kallar á eftir Jónasi Hall-
grímssyni „Jónas - ég bið að
heilsa“ þá er það auðvitað drep-
fyndið fyrir þá sem þekkja hans
fræga kvæði sem endar á orðunum
„þröstur minn góður! það er stúlk-
an mín.“ Þarna er engin djúpköfun
á ferð heldur er það andartakið
sem fær að lifa í sínum kátbrosleik.
Kannski er einmitt hægt, nú í
nóvember 2000, tæpu ári eftir út-
komu meistaraverks Páls Valsson-
ar um ævi Jónasar Hallgrímssonar
sem sýndi okkur margbreytileik
Jónasar sem manneskju og mikil-
leik, að leika sér eins og hér er
gert með kvensemi hans. Enginn
er eins konar heldur alls konar!
Engum blandast hugur um að Jón-
as var, er og verður einn okkar
Vilborg
Halldórsdóttir
„Vertu hvorki latur,
lyginn né þjófóttur“
ÞANNIG hljóðuðu
lífsreglur Inkanna,
sem öllum bar að
hlýða alveg skilyrðis-
laust og voru því tíð-
um . notaðar sem
kveðjuorð manna á
meðal á förnum vegi
til þess þær fyrndust
ekki og misstu þannig
gildi sitt. í Biblíunni
gæti þetta ef til vill
hafa verið orðað
svona: „Þú skalt ekki
^læpast. Þú skalt ekki
s'égja ósatt. Þú skalt
ekki stela.“ Spænsku-
mælandi menn tjá
þessa meginreglu á
eftirfarandi hátt: „No sea perez-
eso; no sea mentiroso; no sea ladr-
ón.“ Menning Inkanna í Perú og
Ekvador, Mayanna í Mið-Ameríku
og Aztekanna og Toltekanna í
Mexíkó á sér bæði langa og stór-
merkilega sögu, sem ekki verður
rakin hér, en hins vegar sakar
ekki að geta þess að allir þessir
þjóðflokkar eiga það sameiginlegt
-að hafa skilið eftir sig mannvirki,
b'yggingar og listaverk, er hiklaust
má skipa á bekk með því besta,
fegursta og fullkomnasta, sem
mannsandinn hefur nokkru sinni
skapað. Hver hefur ekki heyrt get-
ið um heimsfræga pýramída Tolt-
ekanna í grennd við Mexíkóborg,
Sólarsteininn, grafhýsi Mayanna á
Jjíucatanskaga, Inkavirkið í Cuzco
Halldór
Þorsteinsson
eða gríðarstóru hengi-
garðana í Pisac, Perú,
svo fátt eitt sé nefnt?
Manco Capac, sem
ættaður var frá eyju
nokkurri í Titicaca-
vatninu, stofnaði keis-
aradæmi sitt í Cuzco-
dalnum og með stjórn
þess fóru svonefndir
„curacas“ eða indíána-
höfðingjar. Þetta var
ákaflega víðlent ríki,
sem náði yfir núver-
andi lýðveldi Perú,
Ekvador, Bólivíu,
hluta af Kólumbíu,
Chile og Argentínu,
enda oft líkt við
Rómaveldi til forna. Haft hefur
verið fyrir satt að þessi fyrsti keis-
ari Inkanna hafi viljað hafa sem
minnst samneyti við menn, sem
áttu silfur, gull, gimsteina og
þræla og hafi því heldur kosið að
umgangast vinnandi fólk og eink-
um það sem yrkti jörðina. Sá hátt-
ur var hafður á meðal Inkanna að
jarðnæði var úthlutað eftir þörfum
hverrar fjölskyldu. Uppskeran
skiptist á milli þriggja aðila. Fyrsti
hlutinn fór til sólarinnar, þ.e.a.s.
ríkisins, sem myndaði varasjóð eða
birgðasjóð með honum, annar til
prestanna og heilögu meyjanna og
sá þriðji til bændanna. Þegar upp-
skeran brást var gripið til vara-
birgðanna. Lög þeirra mæltu svo
fyrir að enginn þyrfti að líða skort.
Lífsreglur
Nú er röðin komin
að tvísköttun, segir
Halldór Þorsteinsson,
og tekjutengingum.
Ef einhver indíánahöfðingi varð
uppvís að því að hann léti slíkt við-
gangast var hann dæmdur til refs-
ingar fyrir bragðið. Þegar menn
voru ekki önnum kafnir við land-
búnaðarstörf bar þeim þegnskylda
til að vinna við framkvæmdir á
vegum hins opinbera eins og t.a.m.
byggingu stórhýsa, vatnsveitur og
flutning gróðurmoldar neðan úr
dölunum og upp í ræktunarbeltin í
sólríkum fjallshlíðunum. A þessum
tíma stóð allt með miklum blóma í
keisaradæmi Inkanna. Auður
þeirra var einkum fólginn í gulli,
silfri og dýrum steinum. Jafnskjótt
og spænsku innrásarhermennirnir,
hinir svokölluðu „conquistadores"
með Pizarro í broddi fylkingar
komust á snoðir um þetta vaknaði,
já, glaðvaknaði, fégræðgin, sem
lengi hafði blundað í brjósti þeirra.
Og hver urðu viðbrögð hinna inn-
fæddu við ágirnd Spánverjanna?
Þeir drápust nú ekki alveg ráða-
lausir. Þeir fluttu nefnilega allt sitt
gull og gersemar til Quito til að
fela það fyrir Spánverjunum, sem
fengu brátt fréttir af þessum flutn-
ingi. Þeir biðu ekki boðanna held-
ur drifu sig þegar af stað þangað,
en gripu í tómt. Allir íbúarnir voru
á bak og burt með allan sinn fá-
dæma fjársjóð, sem samkvæmt
upplýsingum annálaritara er talinn
vera falinn við upptök Amason-
fljótsins eða nánar tiltekið á botni
Dorado-vatnsins eða þar í grennd.
Því næst tók Pizarro Atahualpa
keisara, afkomanda Mancos Cap-
acs, til fanga. Til þess að fá sig lát-
inn lausan bauðst hann til að láta
fylla með gulli stofu, sem væri 22
fet á lengd, 16 fet á breidd og jafn-
há og Pizarro gæti teygt sig. Á
meðan á gullsöfnuninni stóð fór
Pizarro ekki beinlínis fallega að
ráði sínu, vegna þess að hann
sveik ekki aðeins loforð sitt heldur
lét hann líka myrða Atahualpa.
Sem betur fer komst lausnargjald-
ið aldrei á leiðarenda, þar sem
menn höfðu fengið spurnir af af-
drifum keisara síns í tæka tíð.
Enginn hefur hugmynd um hvar
þessi fjárjóður er falinn, en hans
hefur verið leitað með ærinni fyr-
irhöfn og tilkostnaði í meira en 400
ár og hefur sú leit borið álíka ár-
angur og leitin að gullskipinu á
Skeiðarársandi. Nýlenduherrar
réttlæta jafnan arðrán sitt með því
að segja að með aðgerðum sínum
séu þeir að vinna ákaflega óeig-
ingjarnt starf. Það vaki í raun og
sanni ekki annað fyrir þeim en að
kristna og siðmennta frumstæða
þjóðflokka og villutrúarmenn og
undir því yfirskini hafa þeir farið
ruplandi og rænandi öldum saman.
Mér er spurn hvort það hafí ekki í
sannleika sagt staðið Inkunum
nær að reyna að koma Spánverjum
til nokkurs þroska með því að
miðla þeim af lífspeki sinni og
mannúðarstefnu, en ekki öfugt. Að
mínum dómi voru þeir þess fylli-
lega umkomnir þar sem þeir stóðu
á miklu hærra menningarstigi,
einkum siðmenningarstigi. Gætum
við íslendingar lært eitthvað af
Inkum og reynt að tileinka okkur
gildismat þeirra og lífsskoðanir?
Landinn verður seint sakaður um
að vera latur, en hins vegar er
varla ofmælt að hann geti verið
býsna ólatur við að ljúga og stela.
Óprúttnir pólitíkusar umgangast
tíðum sannleikann af mestu var-
færni og æðstu ráðamenn þjóðar-
innar hika jafnvel ekki við að
bregða fyrir sig vísvitandi blekk-
ingum. Forsætisráðherra vor er
ekki barnanna bestur, enda krítar
hann jafnan liðugt, þegar hann
fjallar t.a.m. um kjör aldraðra og
öryrkja. Og hvað um athafnamesta
og vinsælasta „spámann" íslensku
þjóðarinnar um þessar mundir,
Kára Stefánsson, sem virðist einna
helst sérhæfa sig í því að villa
mönnum sýn og slá falskar nótur
eins og þýska dagblaðið Die Zeit
hefur reyndar nýlega bent á. Eitt
er víst að hann hrærir ekki neinn
streng í mínu brjósti og enginn
veit í rauninni enn hvernig enda
muni fyrir honum og fyrirtæki
hans.
Nú er röðin komin að tvísköttun
og tekjutengingum. Má ekki í viss-
um skilningi líta á þetta hvumleiða
fyrirbæri sem dulbúinn þjófnað?
Áð lokum má benda á gjafakvóta-
greifana, sem hafa hrifsað til sín
eina dýrmætustu auðlind landsins
og það beint úr greipum þjóðar-
innar. Ja, mikil er ábyrgð stjórn-
valda og Alþingis, sem leyfa slíkt
og þvíumlíkt. Að mínu viti er það
því miður borin von að Islendingar
beri nokkurn tíma gæfu til að til-
einka sér lífsreglur Inkanna, til
þess eru þeir ekki nægilega þrosk-
aðir enn sem komið er.
Höfundur rekur
Málaskóla Halldórs.