Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 57
Kins
íniA4fIWUiWJlJW
MORGUNBLAÐIÐ
___________________________ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
UMRÆÐAN
Hvað á ég að borða?
ÞESSI spurning hef-
ur flogið um hugann
þegar ég hef fylgst með
því sem rætt hefur verið
og ritað um næringu á
síðustu vikum þar sem
bæði leikir og lærðir
hafa tjáð sig um sykur,
fitu, manneldismarkmið
o.fl. Eg hef starfað sem
næringarráðgjafi í 17 ár
og langar að blanda mér
í þessa umræðu, sem oft
á tíðum hefur verið mis-
vísandi.
Mataræði er hluti
af lífsmynstri
Matur er öllu fólki
nauðsynlegur. Fyrir utan að vera
mikilvægur orku- og næringarefna-
gjafi þá er matur hluti af lífsmynstri
okkar. Félagslegt líf okkar er samof-
ið matnum. Hann skiptir okkur máli
bæði í hversdagsleikanum og á stór-
hátíðum og veitir vellíðan ef fólk kann
að njóta þess að borða í staðinn fyrir
að borða á hlaupum. Okkur þykir yf-
irleitt gott það sem við erum vön að
borða samanber að maturinn hennar
mömmu er alltaf bestur. Flestum
þykir sætt bragð gott, sem er ekkert
skrýtið þar eð við byrjum á að drekka
móðurmjólkina, sem er mjög sæt.
Þannig er sætubragðið fyrsta bragð-
skynjun okkar í lífinu. Að vera sólg-
inn í sætan mat orsakast ekki endi-
lega af sykrinum sjálfum heldur
hverju við höfum vanist. Margii' eru
sólgnir í eitthvað sérstakt hvort sem
það er kökur, kex, súkkulaði, brjóst-
sykur eða annað. Þegar fólk talar um
að það finni hjá sér sykurþörf þá fer
það yfirleitt ekki ofan í skúffu og nær
sér í lófa af sykri heldur út í sjoppu
eða bakarí og nær sér í það sem því
finnst gott. Það að gera breytingar á
mataræði sínu krefst yfirleitt mikils
átaks og þá eru það oft hinir félags-
legu og sálrænu þættir sem skipta
mestu máli. Þegar okkur tekst að
breyta einhverjum vana þá forum við
í annan vana, sem verður oftast jafn
mikilvægur og sá fyrri. Þannig heyr-
um við fólk oft tala um að það skilji
ekkert í því hvemig það gat drukkið
dísætt kaffi þegar það er búið að
venja sig á það sykurlaust. Sama
heyrist sagt um nýmjólkina, sem fer
að bragðast eins og rjómi þegar fólk
hefur vanist undanrennunni.
Næringarfræðin
I umræðunni undanfarið hefur
borið á þekkingarleysi á störfum
næringarfræðinga og næringarráð-
gjafa. Báðir þessir hópar eru há-
skólamenntaðar fagstéttir sem hafa
sérþekkingu á hvemig efnin í matn-
um virka í líkamanum, samspili þess-
ara efna og áhrifum þeirra á heilsuna.
Næringarfræðingar hafa sérþekk-
ingu á næringarþörf heilbrigðra og
tengslum mataræðis við menningar-
sjúkdóma, en næringarráðgjafar
hafa sérmenntað sig í klínískri nær-
ingarfræði eða næring-
arþörfum fólks með
mismunandi sjúkdóma.
Þekking í næringar-
fræði hefur aukist jafnt
og þétt síðustu áratugi.
Rannsóknir á mat og
næringu beinast ekki
eingöngu að lífsnauð-
synlegu næringarefn-
unum í matnum heldur
einnig ýmsum öðmm
efnum og samspili
þeirra. Enn fremur
skoðar næringarfræð-
in hvemig við umgöng-
umst matinn, máltíða-
mynstur og hvemig
hægt er að hafa áhrif á
neyslumynstur okkar. Þannig bland-
ast ýmsar aðrar faggreinar inn í nær-
ingarfræðina. Þegar mataræði heill-
ar þjóðai’ er skoðað era kostir þess og
gallar metnir. Ráðleggingar era síð-
an byggðar á þeim upplýsingum og
þeirri kunnáttu sem tiltæk er. Ráð-
leggingar um breytingar geta beinst
að allri þjóðinni eða að ákveðnum
hópum, t.d. bömum eða öldraðum.
Ráðleggingar verða að vera raun-
Næring
Einkunnarorðin eru,
segir Kolbrún Einars-
dóttir, að borða fjöl-
breytt, borða grænmeti
og ávexti á hverjum
degi, borða reglulega,
borða ekki of mikið í
einu og hreyfa sig.
hæfar þannig að mögulegt sé fyrir
sem flesta að fylgja þeim. Oraunhæf-
ar ráðleggingar eins og að ætlast til
að allir hætti að borða kjöt eða að allir
borði rúgbrauð era aldrei líklegar til
árangurs. Þær breytingar sem
Manneldisráð hefur lagt til að Islend-
ingar geri á mataræði sínu hafa
mælst mismunandi fyrir þar eð sum-
um finnst of langt gengið og öðram of
stutt. Þegar næringarfræðingar og
næringarráðgjafar gefa einstakling-
um ráð er mataræði, heilsa og sjúk-
dómasaga þeirra metin. Ráð era síð-
an gefin í samræmi við þetta og með
hliðsjón af vilja einstakhngs og getu
til að breyta mataræðinu. Leiðbein-
ingar til einstaklinga geta því verið
mismunandi allt eftir því hvaða
breytingar hver og einn þarf og getur
áorkað. Litlar breytingar gefa oft
meiri árangur en stórar, sem oftast
endast bara í nokkrar vikur eða mán-
uði. Reynsla mín í starfi segir mér að
auðvitað fari ekki allir eftir ráðleg-
gingum en margir séu þakklátir fyrir
raunhæf ráð og geri breytingar á
mataræði sínu, stundum litlar og
stundum meiri. Yfirleitt er gagn að
öllum breytingum, sem fólk gerir í já-
kvæða átt.
Orkugjafarnir
Orkuefnin í matnum era kolvetni,
fita og prótein. Matur, sem inniheld-
ur kolvetni, er mjög mikilvægur
orkugjafi fyrir alla heimsbyggðina,
ekki síst vegna þess að hann gefur
orku, vítamín, trefjar og steinefni.
Tengsl harðrar fitu og ýmissa menn-
ingarsjúkdóma era vel þekkt í dag.
Meira en helmingi fleiri hitaeiningar
era í einu grammi af fitu en í einu
grammi af kolvetnum, sem skýrir að
hluta hvers vegna næringarfræðing-
ar mæla með fituminna fæði þegar
fólk vill grennast. Rannsóknir og
reynsla hafa einnig margsinnis sýnt
að fólk grennist frekar ef það minnk-
ar fituneysluna. Næringarfræðin
hefui- ávallt bent á að viðbættur syk-
ur innihaldi einungis hitaeiningar.
Einstaklingur, sem drekkur 2 lítra af
gosi, sem gefur um 800 hitaeiningar
frá sykri, þarf heldur betur að vanda
valið til að fá í sig allt sem skrokkur-
inn þarf af næringarefnum ef hitaein-
ingamar eiga ekki að fara langt yfir
orkuþörfina. Sykurríkar vörur inni-
halda oft einnig mikla fitu þannig að
þegar dregið er úr fituneyslu er einn-
ig dregið úr sykumeyslu og er það af
hinu góða. Að nota hunang, hrís-
grjónasíróp, hrásykur o.þ.h. í staðinn
fyrir sykur eykur ekki næringargildi
matarins mikið. Þurrkaðir ávextir og
ávaxtamauk auka aftur á móti nær-
ingargildið þegar þeir era notaðir til
að sæta matvörur í staðinn lýrir syk-
ur. Að venja bömin okkai’ á sætt
bragð af öllum mat er engan veginn
gott. Að setja sykur á bannlista er
hins vegar fráleitt því hófið er það
sem reynst hefur best. Við skulum
muna að bragðlaukar okkar eru gerð-
ir fyrir mismunandi bragð. Mikil-
vægt er því að örva bragðskynið og
halda sem mestri fjölbreytni í matar-
æðinu.
Hinn gullni meðalvegur
I dag má segja að einkunnarorð
næringarfræðingsins og næringar-
ráðgjafans séu að borða fjölbreytt,
borða grænmeti og ávexti á hverjum
degi, borða reglulega, borða ekki of
mikið í einu og hreyfa sig. Næringar-
fræðin á langt í land með að hafa
prófað allt og sannað allt varðandi hið
gullna mataræði. Þegar gefa á ráð-
leggingar um mataræðið borgar sig
sjaldnast að fara fram með offorsi.
Það ætti alltaf að taka tillit til þjóðfé-
lagsins og muna að matur veitir vel-
líðan og á að vera okkur til ánægju.
Þeir, sem segja að hollur matur sé
vondur matur, ættu að íhuga hvort
ekki sé rétt að skerpa svolítið bragð-
skynið og sjá hvort ekki þurfi að auka
aðeins á fjölbreytnina í mataræðinu.
Höfundur er yfimæringarráðgjafi
við næringarstofu Landspítala.
Kolbrún
Einarsdóttir
Dæmi um ,
mat á bókum
Á DEGI íslenskrar
tungu birtist í Morg-
unblaðinu grein eftir
Þór Whitehead
prófessor undir heit-
inu: „Blindur er bók-
laus háskóli.“ Þar
fjallar höfundur al-
mennt um matsreglur
kjaranefndar Háskól-
ans fyrir framlögð rit-
verk og telur mat á
bókum vera of lágt
miðað við greinar en
meira era þær metnar
ef þær era á ensku.
Ekki er tekið neitt
sérstakt dæmi um
þetta en hér er dæmi
um hvernig hlutföll í þessu mati
geta orðið.
Ég hef lengi unnið að rannsókn-
um á ritum frá 17. öld, einkum á
ritum Jóns Guðmundssonar lærða,
og gaf út tvö rit hans í tveggja
binda verki með löngum inngangi
árið 1998. Eddurit Jóns
Guðmundssonar lærða. Saman-
tektir um skilning á Eddu og Að
fornu í þeirri gömlu norrænu köll-
uðust rúnir bæði ristingar og
skrifelsi. Þættir úr fræðasögu 17.
aldar. I. Inngangur. II.
Texti. Reykjavík 1998. 512; (6)
116 s. (Stofnun Árna Magnússonar
á Islandi. Rit 12). Bækur þessar
lagði ég fram til doktorsvarnar við
Háskóla Islands og fór vörn fram
13. júní 1998. Eins og sést er þetta
rit alls 628 s.
Samkvæmt stigamati voru bæk-
urnar aðeins metnar til 45 stiga
sem er hámarksstigagjöf fyrir
„doktorsritgerð hina meiri“.
Hæsta mögulega stigagjöf fyrir
eitt rit er 60 stig. Fyrir greinar í
bókum og fræðiritum er hæst gef-
ið 15 stig.
Veturinn 1985 flutti ég fyrirlest-
ur um Guðbrand Þorláksson og
bókaútgáfu hans í Þjóðminjasafni
Islands í tilefni af sýningu sem þar
var haldin til að minnast þess að
400 ár voru liðin frá útkomu
Guðbrandsbiblíu.
Fyrirlesturinn var síðan gefinn
út: »Guðbrandur Þorláksson og
bókaútgáfa hans.« Þar fylgdi með
útgáfa á nokkrum klausum um
biblíuna: »Fáein atriði um biblíuna
úr Minnis- og reikningabók Guð-
brands biskups.« Hvort tveggja
birtist í: Landsbókasafn íslands.
Árbók. Nýr flokkur. 10 (1984
(1986)). 5-26 og 27-36. Þessar tvær
greinar voru samanlagt metnar til
15 stiga.
Edduritin eru um það bil 20
sinnum lengri en nefndar greinar
en þá er ekki tekið tillit til að Ár-
bókin er myndskreytt og í minna
broti en þau. Greinin byggðist ekki
heldur í jafnríkum
mæli á frumrannsókn-
um sem Edduritin en
þau era aðeins metin
til þrisvar sinnum
fleiri stiga en ritsmíð-
arnar um Guðbrand í
Árbók Landsbóka-
safns. Svipað er hægt
að segja um útgáffr'
mína: Miðaldaævin-
týri þýdd úr ensku.
1976. cxx, 108 s. Sú
bók er einnig í minna
broti en Edduritin og
nærri því þrisvar
sinnum styttri að
blaðsíðufjölda en þau
era metin til 30 stiga.
Oft er það svo að menn skrifa
greinar um efni skylt því sem þeir
eru að fást við og nota niðurstöður
í verkum sínum og láta síðan
Ekki er mikils metið,^
segir Einar G.
Pétursson, að starfs-
menn við Háskóla Is-
lands skrifi bækur
nægja að vísa til greinanna. Mér
telst svo til þegar ég skoða stiga-
matið, svokallað grunnmat, að þar
séu eftir mig 12 slíkar greinar, alls
um 92 síður að lengd. Hér eru ekki
taldar letureiningar á síðum érf-i
heild hygg ég að færri yrðu blað-
síður ef miðað væri við blaðsíðu-
stærð í Edduritunum en greinarn-
ar gefa samt jafnmikið í stigum og
Edduritin öll, þ. e. 45 stig. Eins og
auðvelt er reikna út eru þær þó
nálægt því að vera einn sjötti af
lengd Édduritanna en gefa þó
jafnmörg stig.
Hvaða niðurstöður á að draga af
því sem að framan var rakið? Hér
verður ekki sagt annað en ljóst er,
að ekki er mikils metið að starfs-
menn við Háskóla íslands skrifi
bækur heldur eiga þeir að skrifa
nógu mikið af greinum og greinar
á ensku gefa fleiri stig. Er þetta
rétt stefna? ■
Höfundurinn er vísindamaður við
Stofnun Áma Magnússonar.
Einar Gunnar
Pétursson
Vega dagur í Lyfju Lágmúla
Ráðgjöf frá kl. 14-17 í dag
Kemur þér beint aó efnirtu!
Ótvlræður kostur þegar draga á úr ólykt.
Lykteyðandi innan frá, vinnur gegn
andremmu, svitalykt og ólykt vegna
vindgangs kemur lagi á meltinguna.
LYFJA
Lyf á lágmarksverði
Lyfja Lágmúla* Lyfja Hamraborg® Lyfja Laugavegi
Lyfja Setbergi* Útibú Grindavlke
Pöntunarsími;
555 7111
öðmiL ^ýcmnic
Sti'llfirulins
Stendur eitthvað til
á þínum vínnu
Ráðstefna, fundur,
afmæli, jólaglögg
eða viltu koma
starfsfólki þínu á óvart
Þá eru glæsilegir
sælkerabakkar frá
Bravó og Bonne
femme eitthvað
fyrir þig. Fjölbreytt
smurbrauð,koníakslax,
hreindýra-og sjávar-
réttapaté ásamt öðru
góðgæti.