Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 58

Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 58
58 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ _ Til þín sem ert for- eldri fermingarbarns AÐ YFIRGEFA æskuna hefur bæði gleði og sorg í för með sér. Hið örugga og sjálfsagða er ekki lengur fyrir hendi og ný áhugamál laða að. Fermingarbarnið, .jjíglingurinn, táning- urinn, er með annan fótinn í barndóminum ef svo mætti segja og hinn í veröld hinna fullorðnu. Það sem var mikilvægt og aug- ljóst árið áður hefur glatað gildi sínu. Hans Markús Sjálfstæðiskenndin Hafsteinsson eykst og einkum og sér í lagi á það við um allt það sem framundan er. Nýjar hugsanir og viðmið koma fram. Unglingurinn þinn er á leið til fullorðinsára. Þú elskar barnið þitt og vilt því allt það besta í framtíðinni. Þú hef- ur nokkuð mjög mikilvægt að miðla til barnsins þíns, sem ekki vasKhugi A L H L I Ð A VIÐSKIPTAHUGBUNAÐUR t Fjárhagsbókhald • Sölukerfi I Viðskiptamanna kerfi I Birgðakerfi I Tilboðskerfi I Verkefna- og pantanakerfi i Launakerfi I Tollakerfi Vaskhugiehf. Slðumúla 15-Sfmi 568-2680 SALTER uitÓKVOO^ GOTT VERÐÍ GERUM VIÐ ALLFLESTflR GERDIR VOGA Nettoá^ § Babinnréttingar Vantar þig nýtt og betra bab fyrir jólin? Nú er lag, því vib bjóbum allt ab afslátt af öllum gerbum. Þab munar um minna ríform HÁTÚNI6A (I húsn. Fönlx) SlMI: 552 4420 er öruggt að hann eða hún geti fengið nokk- urs staðar annars staðar: Þú segir því við barnið: Þú ert mjög mikilvæg/ur, þú átt skilið að þér líði vel, ég stend með þér. Þú hefur einnig spurningar til barns þíns: Hvað finnst þér vera mikilvægt, hvernig vilt þú lifa líf- inu þínu? Það er eng- inn vissa fyrir því að nokkur annar spyrji barnið þessara spurn- inga. Unglingar eru mót- aðir af heimili sínu og foreldrun- um. Hingað til hefur þú verið við- mið fyrir barnið þitt, myndin af þvi hvernig fullorðin manneskja á að vera. Nú ert þú sem foreldri mótvægi fyrir barnið þitt. Til að verða fullorðin þarf barnið þitt að skilgreina fyrir sér hvað er líkt með ykkur og hvað er ólíkt. Eðli- lega mun það sem aðskilur fá áherslu, því það er í því sem er ólíkt, sem það kemur fram að bamið þitt er sérstök persóna. Það er mikilvægt að þú sem foreldri haldir fram viðmiðunum þínum gagnvart lífinu og viljir að skoðan- ir þínar séu virtar. En þú verður líka að virða þau mörk sem barnið þitt setur í kringum sig og per- sónu sína. Að geta sett sér mörk forsenda þess að ná virðingu sem fullorðin manneskja, sem ber ábyrgð á lífi sinu. Gefðu barninu þínu möguleika á að koma fram af heilindum heima fyrir. Þú skalt þora að spyrja svo að unglingurinn þinn fái möguleika á að skýra afstöðu sína. Þú ert hugs- anlega sem foreldri eina mann- eskjan í umhverfinu sem gerir þá kröfu til unglingsins að hann út- hugsi það sem hann gerir og hafi Ferming Markmiðið með ferm- ingarfræðslunni segir, Hans Markús Hafsteinsson, er að unglingurinn þinn upp- götvi kærleika Guðs og fyrirgefningu, vegna Jesú Krists. tilganginn á hreinu. Jafnvel þó að unglingurinn vilji ekki viðurkenna það, á þessum tímapunkti í lífi sínu, ert þú sem foreldri mjög mikilvægur einstakl- ingur í lífi hans eða hennar. Fyrir flesta unglinga skipta til- finningar miklu máli. Jafnvel þótt þau séu róleg og yfirveguð að sjá hið ytra getur verið um að ræða margvíslegar hugsanir og spurn- ingar sem breytast dag frá degi. Að skilgreina tilfinningar sínar og viðhorf á yfirvegaðan hátt krefst þjálfunar og þroska og að finna til öryggiskenndar er forsenda þess að tjá sig og prófa sig áfram. Ör- yggiskennd er einnig forsenda þess að tjá ný viðhorf og hugsanir. Það getur jafnvel verið að svo að unglingur sem virðist vera mjög neikvæður og gagnrýninn sé sá einstaklingur sem finnur til mesta öryggisins í samskiptum við for- eldra sína. Félagarnir Félagarnir eru mjög mikilvægir á unglingsárunum. Félagahópur- inn færir öryggiskennd og sam- kennd, en ,er einnig vettvangur ná- kvæmrar skoðunar á klæðaburði, framkomu og skoðunum innbyrðis. Tiltekin ímynd verður ákveðinn grunnur hópsins. Líkar skoðanir, klæðaburður og áhugi á tiltekinni tónlist eru mikilvægir þættir þvi hvernig hópurinn skilgreinir sig. Það er mikilvægt að þú sem for- eldri virðir að barnið hefur rétt til að ákveða hvernig það vill líta út gagnvart samfélaginu. Sömuleiðis verður unglingurinn einnig að taka tillit til viðhorfa þinna hvað varðar til dæmis viðeigandi klæðnað eða hárgreiðslu við tiltekin tímamót í fjölskyldunum. Að taka tillit til og finna hinn gullna meðalveg er mikilvægt fyrir alla í fjölskyldunni. Hvað felur fermingin og fermingarundir- búningurinn í sér? Kristin trú gerir ráð fyrir kærleiksríkum Guði, sem vill deila lífinu með okkur í aðstæðunum okkar. Fermingarundirbúningur- inn fjallar um það að kristin trú gefur einstaklingnum möguleika á öryggiskennd, utan eigin persónu. Umvafin kærleika Guðs og í samfélagi með öðrum getum við vaxið og þroskast sem sannar manneskjur. Að finna fastan punkt utan sjálf sín getur verið mikilvægt á ungl- ingsárunum ekki síst og félagahóp- urinn getur ekki alltaf uppfyllt þörfina á að skilgreina sig sem einstakling og finna sig tilheyra. Hvað er rétt og hvað er rangt? Hvers vegna er svo mikla illsku að finna í heiminum? Hver er tilgang- urinn með lífi mínu? Mun ég standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til mín? Það eru sann- arlega margar spurningar sem leita á á leiðinni inn í heim hinna full- orðnu. Við erum reyndar að leita svara við mörgum spurningum út í gegnum lífið. Unglingarnir eiga að stefna að því að fullorðnast, en hvernig er fullorðinslífið í raun og veru? Markmiðið með fermingar- fræðslunni er að unglingurinn þinn uppgötvi kærleika Guðs og fyrir- gefningu, vegna Jesú Krists. Fermingarundirbúningurinn á að styðja börnin til að hugsa á sjálf- stæðan hátt um trúna og hinar mikilvægu spurningar lífsins. í fermingarundirbúningnum fær Gutti á götunni KÆRI borgar- stjóri. Ég heiti Andri Dag- ur Ofeigsson og verð bráðum tveggja ára. Ég bý með móður minni, Steinunni Guð- björgu Þorsteinsdótt- ur, í vesturbæ Reykjavíkur. Hún er á þriðja ári í iðnaðar- verkfræði við Háskóla íslands og útskrifast vonandi haustið 2001. Það veltur þó á þér, virðulegi borgarstjóri. Ég fæddist eftir að AndriDagur mamma hóf nám við Ófeigsson Háskóla íslands. Á meðan hún gekk með mig leitaði hún til námsráðgjafa en einu svör- in sem hún fékk út úr þeirri heim- sókn voru að hún ætti að skipta um fag af því að verkfræði er ekki barnvænt nám. Mamma lét sér ekki segjast en þegar líða tók á vetur fór róðurinn að þyngjast. Það var ekki námið sem reyndist þungur baggi, heldur dagvistun mín. Ólétt dagmamma Fyrstu sex mánuði ævi minnar var mamma heima hjá mér en haustið 1999 fór hún að sækja skólann á ný. Hún hringdi í tíu dagmömmur og alla einkarekna leikskóla nálægt heimili okkar en án árangurs. Að lokum hafði mamma upp á góðri dagmömmu í grennd við heimili okkar en sú átti von á barni þá um vorið. Hins veg- ar hafði mamma engra annarra kosta völ en að koma mér fyrir hjá Dagvistun Ef þú stæðír í sömu sporum og mamma mín, spyr Andri Dagur Steinunn Guðbjörg Þorsteinsddttir þessari dagmömmu þar sem hún þurfti að lesa undir sumarpróf. í sjö mánuði var ég sem sagt í vist hjá þessari góðu konu. Allt gekk þokkalega fyrir sig þrátt fyr- ir óhentugar aðstæður hjá henni. Þriggja ára sonur hennar hafði ekki enn fengið pláss á leikskóla og var okkur smábörnunum dálítið erfiður. Þar fyrir utan var hús- næðið óheppilegt fyrir starfsemi sem þessa. Að því viðbættu þurfti dagmamman iðulega að taka sér frí vegna sjúkraþjálfunar og mæðraskoðunar. Sjálfum leið mér ekki vel og grét alltaf þegar mamma skildi mig eftir. Ekki létti þetta álagið á mömmu sem þurfti að stunda nám sitt af kappi til að standast prófin - en eins og allir vita þarf að skila góðum árangri til að fá námslán. Onnur ölétt dagmamma Mér til láns tókst mömmu að Qfeigsson, með tveggja ára barn og hefðir enga framtíðarlausn á dagvistun barnsins myndir þú hætta sem borgarstjóri? koma mér fyrir hjá annarri góðri dagmömmu. Sá galli var þó á gjöf Njarðar að hún bjó í öðru hverfi en við. Þrátt fyrir aukna vega- lengd setti mamma það ekki fyrir sig þar sem henni líkaði vel við nýju dagmömmuna. Ég var ekki sama sinnis, smeykur við nýtt um- hverfi, nýja konu og nýja krakka. Það tók mig langan tíma að aðlag- ast en nú 7 mánuðum síðar er ég loksins orðinn ánægður. Mamma gat á ný einbeitt sér að skólanum því ég var í góðum höndum. Auð- vitað var þetta of gott til að vera satt. Dagmamma númer tvö er ólétt og væntir sín í byrjun mars. Fyrir liggur að ég þurfi enn á ný að aðlagast nýjum stað á næstu mánuðum. Kæri borgarstjóri! Hjálpaðu okkur nú og segðu mér hvað hún mamma mín á að gera. 1. Á hún að setja mig til þriðju barnið þitt þekkingu á því hvað kristin trú segir um gildi mann- eskjunnar, gildi heimsins og um- hverfis okkar, kunna skil á réttu og röngu, ábyrgðartilfinningu og samkennd. Fræðslan fer fram með ýmsum hætti, fyrirlestrum, samtali, verk- efnavinnu og i vinnuhópum. Skap- andi verkefnavinna, tónlist og leik- list getur einnig verið ein aðferðin til skilja Guð og okkur sjálf betur. Samtímis er hópurinn, sem er í fermingarfræðslu, samfélag þar sem barnið er ekki bundið neinum skilyrðum til að fá að vera með. Það má útleggja sem undirstrikun þess að við erum öll mikilvæg, án tillits til kunnáttu, útlits eða hæfi- leika. Einn af grundvallarþáttum kristinnar trúar er að við erum öll umvafin náð Guðs og við þurfum ekki að státa af neinu til að verða aðnjótandi kærleika hans. Mæting til guðsþjónustu Á undirbúningstímanum fær barnið þitt möguleika á að tileinka sér hið allra mikilvægasta í safnað- arstarfinu, guðsþjónusturna. Hér mætist fólk á mismunandi aldri til að kynnast Guði og syni hans Jesú Kristi betur, kynnast hvert öðru og okkur sjálfum betur. I byrjun fermingarfræðslunnar færð þú að vita hversu oft er ætlast til að barnið mæti til guðsþjónustu að lágmarki yfir veturinn. Þú sem foreldri ert auðvitað hjartanlega velkomin. Að fylgja barni sínu til guðsþjónustu er ein aðferð til að undirstrika mikilvægi fermingar- innar. En það getur hent að barnið þitt vilji ekki að þú komir. Láttu það ekki koma í veg fyrir að deila þessari upplifun með barninu. Lík- lega munuð þið koma til með að ræða um guðsþjónusturnar og fermingarundirbúninginn heima fyrir og þá er mjög gott að þú sem foreldri hafir kynnt þér þessa hluti einnig. Munum að vegurinn til framtíð- ar liggur í gegnum samtalið. For- eldrar: Tölum því saman og við börnin okkar. Áthugum að mikill munur er á því að tala við börnin okkar og því að tala til þeirra. Höfundur er sóknarprestur Garða- prestakalls í Kjalamesprófastsdæmi. dagmömmunnar þangað til ég fæ loksins pláss á leikskóla? Og hvað fæ ég að vera lengi hjá henni? Sömu sögu er að segja um dag- mömmur og leikskóla, það er erfitt að komast að. 2. Á mamma að hætta í verk- fræði eða taka færri fög á hverju misseri - seinka útskrift? Við þurf- um nú samt að lifa og þess vegna verður hún að skila að minnsta kosti 80% námsárangri. 3. Hvað þarf að gerast til að ég komist á forgangslista á leikskóla? Á mamma að ráða sig í vinnu á einum slíkum til að stytta biðina? 4. Mamma mín segir að börn á mínum aldri þurfi öruggt og traust umhverfi. Ertu ekki sammála? Og eins og þú sérð að framan þá á ég erfítt með að aðlagast nýjum að- stæðum og byggja upp traust við nýjar manneskjur. Ef áfram held- ur sem horfir verð ég eflaust búinn að þvælast á milli fjögurra staða á tveimur árum þar sem ég fæ ekki pláss á leikskóla fyrr en í fyrsta lagi haustið 2001. Slíkt rót mun ugglaust fara illa með mig. Kæri borgarstjóri, hvað ætlar þú að gera í dagvistarmálum barna í Reykjavík? Ertu með ein- hverjar úrbætur á takteinum? Ef þú stæðir í sömu sporum og mamma mín, með tæplega tveggja ára barn og hefðir enga framtíðar- lausn á dagvistun barnsins, mynd- ir þú þá hætta sem borgarstjóri? Fengir þú þér starf á leikskóla eða hæfir þú leit að þriðju dagmömm- unni? Ég vona að þú, kæri borgar- stjóri, sjáir þér fært að svara mér fljótt. Kveðja, Andri Dagur. Höfundurinn, Steinunn Guðbjörg Þorsteinsdóttir, ernemi ogskrifar fyrir hönd tveggja ára sonar sfns.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.