Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 59

Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ __________________________ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 5^. UMRÆÐAN Beljur, rollur ogbykkjur ÞEGAR fylgst er með tungutaki fjöl- miðlafólks nú á dögum verður þeim, sem komnir eru yfir miðjan aldur, á stundum átak- anlega ljós sú gjör- bylting sem orðið hef- ur á íslensku þjóðlífi síðari helming þessar- ar aldai- sem á enda er við næstu áramót. Eitt dæmi af þessu tagi snertir óþægilega gamlan fyrrverandi sveitamann eins og mig. Það er þegar fjölmiðlungar og Ijós- víkingar ræða um þær tvær dýrategundir sem lengst af Islandssögunni sáu landsfólkinu fyrii- mestum hluta fæðis og klæða, með öðrum orðum sauðfé og naut- gripi. Þegar dýr eru mannfólkinu svo nátengd og nauðsynleg sem raun bar vitni um þessar tvær tegundir þá myndast um þau sérstakur orða- forði. í honum eru gæluorð sem notuð eru þegar hugarástand mælandans einkennist af hlýju eða umhyggju. Onnur eru hlutlaus ef svo má segja, fela í sér almenn heiti teg- undanna eins og þau sem ég hefi þegar tilgreint. I þriðja lagi eru þau orð er hafa niðrandi merkingu, sem gripið var til þegar blessaðar skepnurnai- brugðust vonum manna. í þeim flokki eru til dæmis rollur um sauð- fé og beljur um nautgripi eða nánar tiltekið kvenkyn þeirrar tegundar, blessaðar kýrnar. Þessi orð hafa verulega niðrandi merkingu í huga okkar sem ólumst upp í sveit fyrii- miðja þessa öld, eru hrein skamm- ai-yrði. Nú vill svo til að fjölmiðlamenn, hvort heldur er í ljósvaka- eða prentmiðlum, virðast helst ekki kunna að nota önnur orð þegar þeir fjalla um áðurnefndar dýrategund- ir. Sá sem þetta ritar sleit barnskón- um í sveit þar sem afkoma fjöl- skyldunnar byggðist á þeim arði sem fékkst af búpeningnum. Þótt hugur minn beindist ekki að búskap sem ævistarfi þá mynduðust tilfinn- ingatengsl við þau dýr sem daglega þurfti um að sinna. Því kemur ónotalega við mig æ og sí að sjá þessi leiðindaorð á prenti ellegar heyra þau úr útvarpinu og imban- um. Ég hefi getið mér þess til að skýring á þessari orðanotkun felist í ótta fjölmiðlunganna við að fall- beygja hin algengu orð ær og kýr. Játa verður að í því tilliti eru orð þessi mestu ólíkindatól. Beygingar- aðimar: ær - á - á - ær, og kýr - kú - kú - kýr, eru rétt að segja eins og út úr kú svo að gripið sé til orða- tiltækis. Þeim mun frekar hallast undirrit- aður að þessari skýringu sem hon- um virðast háskólamenntaðir frétta- menn fjölmiðlanna leggjast ótrúlega þungt á þær árar að útrýma beygingakerfi íslenskrar tungu. í hádegisfréttatíma Ríkisútvarpsins þann dag sem þetta er ritað var lesin frétt um átök þau sem standa um stórjarðir í Afríkurík- inu Zimbabwe, að taka skuli þær frá hvítum landeigendum og skipta milli landlausra blökkumanna. I tví- gang las fréttakona: að skipta jarðir. Undirritaður sem lærði fallbeygingu í barnaskóla fyrir sex tugum ára man enn að til er í ís- lensku þágufall fleirtölu sem brúk- ast þegar sagt er: að skipta jörðum. Tungutak Það kemur ónotalega við mig, segir Guð- mundur Gunnarsson, að sjá þessi leiðindaorð. En frá málfræðinni aftur að dýra- fræðinni. Þriðja húsdýrið sem fylgt hefur okkur íslendingum frá upp- hafi er hesturinn. Hann hefur tvenns konar sérstöðu samanborið við kýrnar og kindurnar. Eitt er að frá og með kristnitöku var landslýð óheimilt að leggja sér kjöt hans til munns. Hitt er að hann var eina samgöngutæki þjóðarinnar á landi fram yfir byrjun þessarar aldar. Þetta hefur sett hann á stall sem goðsögulega veru sem Sleipnir, gæðingur Óðins, er besta dæmið um. Hann var þrepum ofar en kýrin Auðhumla sem sá hinum fyrstu mannverum fyrir fæðu og geitin Heiðrún er veitti ásum og einherj- um í Valhöll bijóstbirtu. Engu að síður hefur þjóðin um aldir átt sín niðrandi orð um hest- inn. Þrjú þeirra eru mér á svip- stundu tiltæk: bykkja, jálkur og trunta. En ég á eftir að heyra eða sjá þá fjölmiðlamenn, hverra ær og kýr eru rollur og beljur, taka sér í munn eða setja á blað eitthvert þessara þriggja áðurnefndu orða í umfjöllun um hesta eða málefni þeim tengd. Höfundur er ellilífeyrisþegi, búsett- ur á Akureyri. Aðsendar greinar á Netinu & mbl.is _e/777/VMO NÝTT Guðmundur Gunnarsson Góður kennari er gulls ígildi Framhaldsskóla- kennarar eru í verk- falli eins og vitað er og er afleitt, að til þess þurfti að grípa. Þeir hafa verið langt á eftir í launamálum og er leitt til þess að hugsa að minna fé hefur verið skammtað hér til menntamála en gerist í nágrannalönd- um okkar. Eðlilega leitar unga fólkið til starfa sem eru betur launuð og hafa margir nýtir menn yfirgefið skólastarfið og talið sig ekki geta séð fjöl- skyldu sinni farborða, þrátt fyrir margra ára háskólanám. Eru samningamenn tilbúnir að sýna þessum kröfum kennara skilning? Ekki má gleyma því, að kennarar hafa oft áður verið settir til hliðar. Margir einblína á frístundir kennara, þeir hafi löng leyfi og langt sumarfrí. Þeir athuga ekki hvað kennari þarf mikið að undir- búa sig, læra og lesa til að vera góður kennari og starfi sínu vax- inn. Störf kennara eru ekki alltaf sýnileg en nemendur finna fljótt hvað að þeim snýr. Til að ná áhuga þeirra og löng- un til að læra, þarf kennarinn mikinn undirbúning og sifellt að endurnýja kunn- áttu sína svo að hann geti náð til nemenda sinna. Kennari þarf að lesa sér til um nýj- ungar í sinni grein, fylgjast vel með, nota til þess tæki og tölv- ur, oft á eigin kostn- að. Þeir þurfa að fylgjast vel með nem- endum sínum, leiðrétta ýmis gögn og próf og meta námsárangur þeirra og síðast en ekki síst að hafa áhuga og njóta kennslunnar. Kennarar þurfa að sækja fundi og námskeið og bera sig saman við samkennara sína um verkefnaval o.fl. Flest af þessu er unnið í svo- nefndum frístundum þeirra. Stundum leita nemendur til kennara utan hefðbundins kennslutíma. Foreldrar vilja fylgj- ast með og þeir eru beðnir um meðmæli ef nemendur sækja um Gúðrún P. Helgadóttir Kennarar Störf kennara eru ekl^ alltaf sýnileg, segir Guðrún P. Helgadóttir, en nemendur fínna fljótt hvað að þeim snýr. vinnu eða framhaldsnám. Það eru ekki öll störf upp talin í þessum greinarstúf sem kennarar þurfa að inna af hendi utan kennslustunda en þau eru bæði margvísleg og krefjandi. ^ Oft vaknar sú spurning hvers vegna kennarar starfi enn við kennslu. Þeirri spurningu er auð- svarað. Þeir hafa áhuga á henni og njóta hennar. Þeir vinna oft meir af hugsjón en skyldu og fyrir þjóð- félagið er góður kennari gulls ígildi. Höfundur er fv. skólastjóri. Dilbert á Netinu Rúnar Helgi Vignisson Kynin í návígi „Persónurnar eru af holdi og blóði og hafa því sögurnar erótískan blæ... bráðsmellnar smásögur.“ Súsanna Svavarsdóttir/Mbl. „... glæsilegt smása gnasafn og sagan Dropinn á glerinu i hópi bestu islensku smásagna.“ L/stavakt/n / visir.is. Innflytjandl: PtaraBco hf. Þroskuð húð þarfnast einstakrar meðhðndlunar. Nýja Natura Vital andlitsllnan frá Apotheker Scheller nærir og meðhöndlar húðina með náttúrulegiín innihaidsefnum. Grænt te og Ginseng styrkja endurnýjunarferli húðarinnar, vernda hana og draga úr öldrun. Njóttu náttúrunnar með Natura Vital snyrtivörira. DGjmtimj ídag frákl. 14 -17 í Lágmúla og Hamraborg 15% kynningarafsláttur og kaupaukar Hl LYFJA Lyfja fyrir útlitið Lágmúla - Hamraborg
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.