Morgunblaðið - 21.11.2000, Qupperneq 66
MORGUNBLAÐIÐ
j;.66 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
FRÉTTIR
Heimsókn fínnsku Evrópu-
meistaranna í dansi
Bæði listamenn
og íþróttamenn
Dansinn á sér í raun tvær hliðar. Annars
vegar er það keppnishliðin og hins vegar
hlið listarinnar. Dansarinn þarf því bæði að
vera íþróttamaður og listamaður í sömu
persónu, segja fínnsku Evrópumeistararnir
Jukka Haapalainen og Sirpa Suutari í sam-
tali við Jóhann Gunnar Arnarson.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Jukka Haapalainen og Sirpa Suutari Evrópumeist arar.
JUKKA Haapalainen og Sirpa Su-
utari eru vel þekkt í dansheiminum.
Þau hafa bæði stundað dans af
kappi frá bamæsku og náð miklum
og skjótum frama á dansgólfmu.
Þeim skaut fyrst upp á stjömu-
himininn árið 1991, með því að
komast í úrslit á Opna breska
meistaramótinu. Þau kepptu þar í
keppni sem kalla mætti keppni
hinna rísandi stjama. Þar keppa
pör sem era að fikra sig upp keppn-
isstigann í flokki atvinnumanna. Ár-
ið eftir gerðu þau sér lítið fyrir og
dönsuðu sig inn í úrslit í aðalkeppn-
inni og unnu til fjórðu verðlauna.
Frami þeirra kom óvænt og skjótt
en þessir einlægu Finnar hafa eftir
þetta verið í úrslitum í nær öllum
keppnum sem þau hafa keppt í, nú
hin síðari ár yfirleitt í fyrsta eða
öðra sæti.
Jukka og Siirpa era fyrstu Finn-
ar sem ná því að komast í fremstu
röð dansara í heiminum og vakti
það gífurlega athygli í Finnlandi og
ekki síður dansheiminum þegar þau
komust í úrslit og sigraðu á Opna
breska meistarmótinu 1997. Þau
unnu til gullverðlauna þrjú ár í röð
á Opna breska meistaramótinu,
sem þykir með virtustu og sterk-
ustu danskeppnum heims. Þau hafa
nær unnið til allra merkustu titla
dansheimsins og era nú handhafar
„World Dance Award 2000“ sem
Mikasa prins í Japan veitir.
Jukka og Siirpa komu til íslands
í síðustu viku til þess að sýna dans
á danshátíð Dansskóla Jóns Péturs
og Köra. Þetta er fyrsta heimsókn
þeirra hjóna til landsins og vora
þau mjög hrifin af landi og þjóð.
Fréttamaður hitti þau að máli á
Grand Hóteli í Reykjavík. Þau vora
þreytt að loknum löngum degi, en
ánægð og brosandi:
„Farangurinn okkar varð eftir í
London og komst ekki í okkar
hendur fyrr en þegar klukkuna
vantaði kortér í sex og við áttum að
byrja sýninguna kortér yfir
sex...þetta var mikið stress, en
blessaðist þó!“sagði Jukka. Það er
ekki ofsögum sagt að þetta hafi
blessast, sýning þeirra hjóna var
hreint út sagt frábær, í rauninni
ekki hægt að segja neitt meir. Þau
fara hálf hjá sér við hólið og brosa
breitt að venju.
Undirrituðum lék forvitni á að
vita hvemig líf atvinnudansarans
væri. Jukka varð fyrri til svara:
„Síðustu dagar hafa verið svolítið
skrýtnir, við höfum lent í ýmsum
erfiðleikum en það gleðilega er að
við höfum hitt margt skemmtilegt,
ólíkt og gott fólk og höfum orðið
þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að
sýna þeim það sem við eram að
gera. Það slæma er e.t.v. þessi
þreyta á ferðalögum, og að týna
farangrinum. Maður er í rauninni
þreyttari á ferðalaginu en ástæð-
unni fyrir ferðalaginu. Sem er
dansinn. En við höfum reynt að
hugsa bara um að bæta dansinn
okkar og hafa ánægju af því sem
við eram að gera, þá verða slæmu
hlutimir ekki svo slæmir.“
Siirpa bætir svo við: „Dans er
mjög spennandi atvinna, hann á sér
í raun tvær hliðar. Annars vegar er
það keppnishliðin og hins vegar hlið
listarinnar. Þetta er því eins og að
vera íþróttamaður og listamaður í
sömu persónu. Svo má að sjálf-
sögðu ekki gleyma kennslunni, sem
er mjög skemmtileg og gefandi.
Þetta er mjög skemmtilegt starf.“
Lykilorðið er skipulagning
„Þetta er i raun venjulegt mynst-
ur hjá okkur frekar en venjulegir
dagar, við vitum hvemig hvert
tímabil gengur fyrir sig og það þarf
svo sannarlega skipulagningu og
því betur sem þú skipuleggur því
betur gengur þér. Ef við skipu-
leggjum tímann okkar ekki vel,
bitnar það á árangrinum sem við
náum, það er ekki flóknara en það.
Við eram annars vegar með lang-
tímaskipulag, við vitum nokkurn
veginn hvar við verðum við sýning-
ar, kennslu og keppnir árið 2001.
Hins vegar er um skammtíma-
skipulag að ræða, þar sem við
skipuleggjum hvern dag fyrir sig.
Lykilorðið er því skipulagning,"
segir Siirpa.
Nú era þið búin að vera atvinnu-
dansarar í rúm 10 ár. Hvemig hef-
ur þessi áratugur verið? Siirpa fer
að hlæja og segir svo:
„Rosalega skemmtileg og rosa-
lega erfið. En við eram mjög
ánægð með þessi 10 ár, við höfum
verið ákaflega heppin og þá ekki
bara á dansgólfinu heldur með
hvort annað. Fyrir 10 áram gerðum
við áætlun fyrir áratuginn og hún
hefur staðist, jafnvel farið fram úr
okkar björtustu vonum. Síðasti vet-
ur var e.t.v. einn sá erfiðasti, því við
fundum að nú þyrftum við að setj-
ast niður og hugsa málin upp á nýtt
og örva okkur til dáða á ný. Þetta
kemur öragglega fyrir alla sem
dansa svo lengi saman, kannski
ekki bara í dansinum heldur í lífinu
almennt. Nú eram við því að hefja
nýtt tímabil í okkar lffi sem dansar-
ar, sem gerir lífið spennandi.
Heimur suður-amerísku dans-
anna hefur tekið gífurlegum breyt-
ingum síðustu ár. Það era mörg ný
pör komin fram á sjónarsviðið, ekki
nýir dansarar, heldur nýjar sam-
setningar á pöram. Það er kannski
hægt að segja að það hafi verið
svolítill óstöðugleiki í dansheimin-
um hvað það varðar. Við eram í
raun þau stöðugu, þessi gömlu, við
eram á dansmælikvarðanum búin
að dansa saman í 100 ár,“ sagði
Jukka hlæjandi.
Ástríðufullir dansarar
Hvemig dansarar erað þið? Óra-
löng þögn. Jukka og Siirpa líta á
hvort annað svona til að athuga
hvort þeirra þori að svara. Siirpa
fær orðið:
„Sem keppendur myndi ég segja
að við væram mjög ákveðin. Við er-
um mjög ástríðufullir dansarar,
kannski stundum örlítið of gagn-
rýnin á okkar dans. En okkur lang-
ar svo að gera hann fullkominn, þó
svo að það sé ekki hægt. Við unnum
dansinum svo mjög og viljum því að
sjálfsögðu gera okkar besta.“ Jukka
kinkar kolli þessu til staðfestingar.
Siirpa heldur áfram: „Ætli við séum
ekki líka mjög leikrænir dansarar.
Allt sem við geram á sér skýringu
og ástæðu. Við eram alltaf að reyna
að segja eitthvað með hverri hreyf-
ingu. Við notum t.d. grannsporin
mjög mikið í okkar dansi, þau era
svo falleg og segja svo mikið,“ segir
Sirrpa.
Jukka bætir við: „Við ætlum okk-
ur líka að halda þeim inni. Þessi
spor urðu heldur ekki til upp úr
þurra. Þau komu einhvers staðar
frá, ekki satt? Þetta er uppruninn
og við viljum halda svolítið fast í
hann, hann er mjög mikilvægur.
Sumt af þessu er ekki hægt að
nota, er i raun bara æfingar til að
æfa ákveðnar hreyfingar. Það er
ákaflega nauðsynlegt að kunna skil
á grannsporanum, þó svo maður
noti þau ekki mikið.
Við hins vegar notum þau frekar
ómeðvitað en hitt, þau passa svo vel
inn í frásögn.“
Siirpa og Jukka fóra til Kúbu
fyrir nokkram misseram og fóra
þar á samkomu þar sem mikið var
dansað og sáu þau þar mörg af
þeim sporam sem þau kunnu eða
höfðu lært hjá sínum kennuram.
Þetta var almenningssamkoma og
allir dönsuðu. Þau vora sammála
um það að þetta hefði verið einstak-
lega skemmtilegt að sjá og dans-
gleðin skinið úr hveiju einasta and-
liti.
En eiga þau sér eftirlætis dans?
„Ég veit eiginlega ekki hvað skal
segja, við vinnum mjög mikið í öll-
um fimm suður-amerísku dönsun-
um. En ef við ættum að velja held
ég að við myndum velja rúmbu og
pasó doble, þeir hafa alltaf staðið
hjarta okkar næst. Þetta era e.t.v.
ástríðufyllstu dansarnir og eins og
við töluðum um áðan, þá notum við
tilfinningar mikið í okkar dansi,“
segir Jukka. „Það er kannski líka
vegna þess að það er svo auðvelt að
segja sögu með þessum dönsum,
þeir era heitir og skapmiklir, ekki
eins léttir og hinir dansarnir. Við
eram kannski svona svartar sálir,“
bætir Siirpa við og brosir.
Alltaf von á góðum
dönsurum frá íslandi
Hvað finnst ykkur um íslenzka
dansara?
Jukka: „Við höfum séð mikið af
framúrskarandi íslenzkum dönsur-
um á danshátíðinni i Blackpool, eins
höfum við haft tækifæri til að
kenna nokkram íslenzkum pöram.
íslendingar eiga sér mikla framtíð í
dansinum og mikið og gott starf er
að skila sér þessa dagana. Tvö pör
frá íslandi unnu til gullverðlauna á
Norðurlandamótinu Espoo í Finn-
landi um daginn. Frábær pör!“
Siirpa jánkar þessu og bæti við:
„íslendingar era svo sannarlega
búnir að stimpla sig inn í dansheim-
inn. Það vita allir að alltaf er von á
góðum dönsuram frá íslandi."
Ný frétta-
þjónusta
hjá RÚV
RÍKISÚTVARPIÐ opnaði nýja
fréttaþjónustu laugardaginn 18. nóv-
ember undir nafninu Fréttasíminn.
Notendur geta framvegis hlustað á
fréttir RÚV í gegnum síma með því
að hringja í símatorgsnúmerið 903
5000 sem veitir aðgang að flestum
fréttatímum Útvarpsins.
Boðið er upp á ýmsa valmöguleika
þegar hringt hefur verið í símatorg-
ið. Hægt er að velja á milli fréttayfir-
lita og fréttatíma í fullri lengd. Not-
andinn gerir þetta með því að velja 1
fyrir nýjasta fréttayfirlit og 2 fyrir
fréttatíma. I framhaldinu þarf not-
andinn þá að slá inn tímasetningu
þess fréttatíma sem hann óskar eftir
að hlusta á, t.d. 12 sem veitir aðgang
að hádegisfréttum (12.20). Fréttir
verða að öllu jöfnu aðgengilegar í
Fréttasímanum 30 mínútum eftir út-
sendingu þeirra. Verð fyrir þessa
þjónustu er 24.90 kr. á mínútu. Hægt
er nýta þessa þjónustu erlendis en
þá þarf að notast við símanúmerið
809 0500.
Verkið hefur tekið hálft ár í undir-
búningi og hefur það verið unnið af
markaðs- og þróunarsviði Ríkisút-
varpsins í samvinnu við Grann ehf.
og Landssímann.
----------------
Truflanir á
símasambandi
vegna upp-
færslu
Á NÆSTU tveimur vikum verður al-
menna símstöðvarkerfið uppfært með
nýjum aðferðum. Uppfærslan hefur
nú þegar verið gerð í prafustöðinni og
símstöðinni í Breiðholti.
I hugbúnaðarpakkanum sem er
notaður er að finna m.a. kerfi sem gef-
ur möguleika á að halda utan um
númeraflutning á milli símaiyrir-
tækja sem og landfræðilegan núm-
eraflutning. Afleiðingar uppfærsl-
unnar verða truflanir á símasambandi
í uppundir 8 mínútur. Þau símtöl sem
verða í sambandi munu rofna og þeir
sem munu reyna að ná sambandi á því
augnabliki sem uppfærslan á sér stað
munu ekki fá són fyrr en eftir 8 mín-
útur. Þetta mun ekíd hafa nein áhrif á
GSM-samtöl.
Eftirfarandi er sú áætlun sem unn-
ið verður eftir, með fyrirvara um
breytingar á tímum og röðim:
Á miðnætti í kvöld hefst uppfærsla
á símstöðvum frá Trékyllisvík að
Höfn í Homafirði og í Reykjavík
verður uppfærsla í Fossvogi og að
Sundahöfn EUiðaá og Nóatúni. Hinn
22. nóvember verður uppfærsla í Mið-
bæ, Hlíðahverfi og Seltjamamesi.
Einnig verður uppfærsla á SnæfeUs-
nesi, á Vesturlandi og um Suðumes
25. nóvember. Á Reykjavíkursvæðinu
verður uppfært í Hafnarfirði, Garða-
bæ, Álftanesi, Kópavogi og MosfeUs-
bæ. 27. nóvember verður uppfært í
Múlastöðinni. Hinn 28. nóvember
verður uppfært á Suðurlandi frá
Hveragerði að Kirkjubæjarklaustri
og Vestmannaeyjum, einnig á Vest-
fjörðum.
----------------
Lýst eftir
vitnum
EKIÐ var á vinstri framhurð og
bretti bifreiðarinnar ZU-378, sem er
svört BMW-fólksbifreið, frá kl. 20
þann 17. nóvember sl. til kl. 16 næsta
dag þar sem hún stóð mannlaus í
bílastæði við Snorrabraut 36.
Er jafnvel talið að þetta hafi átt
sér stað um kl. 16 þann 18. þar sem
þá fór í gang þjófavarnarkerfi bif-
reiðarinnar. Farið var af vettvangi
án þess að tilkynna um óhappið og
því era þeir sem hugsanlega geta
gefið upplýsingar beðnir að snúa sér
til lögreglunnar í Reykjavík.