Morgunblaðið - 21.11.2000, Page 67
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 67
Stjórnmála-
fræðing-ar
funda
FÉLAG stjórnmálafræðinga held-
ur félagsfund í húsnæði Reykjavík-
urAkademíunnar á Hringbraut
121, miðvikudaginn 22. nóvember
kl. 21.
Dr. Áslaug Ásgeirsdóttir, sem
nýlega lauk doktorsprófi í stjórn-
málahagfræði frá Washington Uni-
versity í St. Louis í Bandaríkjun-
um, verður gestur fundarins og
mun hún kynna doktorsverkefni
sitt sem fjallaði um fiskveiðideilur
Islands og Noregs og um þá samn-
inga sem ísland hefur gert við
Noreg og önnur ríki sl. tvo áratugi
um veiðar á deilistofnum.
Niðurstöður sýndu að innan-
landsstjórnmál skipta verulegu
máli á gang samningaviðræðna og
að hagsmunasamtök á Islandi hafa
enn sterk ítök í stjórnkerfinu og
þ.a.I. á samningaferlið en dregið
hefur úr mætti hagsmunasamtaka í
Noregi. Þetta hefur haft þau áhrif
að þeir fiskveiðisamningar sem Is-
land hefur gert hafa verið hag-
stæðir, segir í fréttatilkynningu.
Áslaug lauk prófi í blaða-
mennsku og stjórnmálafræði frá
Háskólanum í Missouri árið 1990,
hún hefur starfað sem blaðamaður
á Morgunblaðinu en gegnir nú
rannsóknarstöðu við Harvard-há-
skóla í Bandaríkjunum.
Léttar veitingar verða á boðstól-
um.
Fræðslu-
fundur um
uppgræðslu
VILHJÁLMUR Lúðvíksson fram-
kvæmdastjóri Rannsóknarráðs ís-
lands flytur þriðjudaginn 21. nóvem-
ber kl. 20 erindi í Norræna húsinu er
hann nefnir „Að breyta landi“.
Vilhjálmur er kunnur áhugamað-
ur um skóg- og trjárækt svo og garð-
rækt. Hann hefur ásamt fjöldskyldu
sinni ræktað upp landsvæði í ná-
grenni Reykjavíkur. Vilhjálmur mun
í máli og myndum segja frá reynslu
sinni af ræktun ýmissa trjátegunda
við erfið skilyrði.
Fræðslufundurinn er öllum opinn
og er aðgangseyrir 300 krónur.
Gagnrýna
stjórnvöld
vegna kenn-
araverkfalls
EFTIRFARANDI ályktun var sam-
þykkt í stjórn Kjördæmisfélags
Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs í Reykjavík á fundi sem
haldinn var 16. nóvember sl.:
„í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks hefur í
síauknum mæli komið í ljós sú stefna
að skólakerfið skuli svelt til hlýðni
við einkavæðingarstefnuna. Svo-
nefndum einkaskólum hefur verið
hyglað með ríkisframlagi sem þeir fá
auk skólagjalda og hafa því svigrúm
til að skapa þeim sem þegar búa við
betri kjör enn betri skilyrði við nám
og störf en almenningur í landinu
nýtur. Hugmyndir menntamálaráð-
herra um ríkisstyrktan „hraðbraut-
arskóla" er nýjasta varðan á þessari
leið.
Stjórn Vinstri hreyfingarinnar -
græns framboðs í Reykjavík lýsir
fullri ábyrgð á ríkjandi ófremdar-
ástandi á hendur ríkisstjórnarinnar
og krefst þess að gengið verði tafar-
laust til raunhæfra samninga við
kennara þannig að almennri mennt-
un í landinu verði sköpuð skilyrði til
að efla þann mannauð sem nauðsyn-
legur er framtíð þjóðarinnar."
Kvöldvaka
hjá Ferðafé-
lagi Islands
FERÐAFÉLAG íslands efnir til
kvöldvöku í F.í.-salnum miðviku-
dagskvöldið 22. nóvember kl.
20:30. Þar fjallar Jón Viðar Sig-
urðsson um Grænland í máli og
myndum.
Jón Viðar hefur ferðast um
Grænland gangandi að sumri og
vetri og myndirnar, sem hann ætl-
ar að sýna á miðvikudaginn, voru
teknar á árunum 1994-1999 á ferð-
um hans vítt og breitt um Græn-
land. Þær eru úr gönguferðum í
byggð og óbyggðum að sumarlagi
og á gönguskíðum að vetrarlagi.
Allir eru velkomnir á kvöldvökur
Ferðafélags íslands, aðgangseyrir
er 500 krónur og kaffiveitingar eru
í hléi.
Funda-
ferð
• •
Ossurar
og Mar-
grétar
ÖSSUR Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingar-
innar og Margrét Frí-
mannsdóttir, varafor-
maður, kynna leið
Samfylkingarinnar í
fundaferð dagana 20,-
25. nóvember.
Fundirnir verða á eftirtöldum
stöðum: Þriðjudaginn 21. nóvem-
ber Sal Sveinafélagsins, Tjarna-
götu 7, Reykjanesbæ kl. 20, mið-
vikudaginn 22. nóvember,
Deiglunni Akureyri kl. 20,
fimmtudaginn 23. nóvember Hót-
el Selfossi, Norðursal, kl. 20, og
laugardaginn 25. nóvember Korn-
hlöðuloftinu Reykjavík, kl. 12.
Allir eru velkomnir á fundina.
Össur og Margrét heimsækja
vinnustaði og stofnanir á ofan-
töldum stöðum.
Mót lands-
vinafélaga'
haldið
ANNAÐ mót landsvinafélaga verður
haldið á morgun, miðvikudag. Þar
munu eftirfarandi félög kynna
stefnu sína og starfsemi: Tælenska
félagið, Víetnamska-íslenska félagið,
Filippínska-íslenska félagið, Vin-
áttufélag íslendinga og Pólverja, fé-
lagið Island-Palestína, Indlands-
vinafélagið og Vináttufélag íslands
og Kanada.
Ennfremur mun Kristniboðssam-
bandið kynna starfsemi sína í Kenýa.
Að lokum mun Upplýsinga- og
menningarmiðstöð nýbúa í Reykja-
vík kynna starfsemi sína, segir í
fréttatilkynningu.
Mótið er haldið á vegum Vináttu-
félags íslands og Kanada í Lögbergi,
Háskóla íslands, stofu 102, kl. 19.
Opinn fundur og aðgangur ókeypis
og allir velkomnir.
Málþing um sérfræðiþekk-
ingu í hjúkrunarstarfínu
MÁLÞING verður haldið á veg-
um Rannsóknarstofnunar í hjúkr-
unarfræði í samstarfi við Heilsu-
gæsluna í Reykjavík, Landspítala
- háskólasjúkrahús og Hollvina-
félag hjúkrunarfræðideildar Há-
skóla Islands. Haldið á Grand
Hótel fimmtudaginn 23. nóvem-
ber kl. 13-17.
Dagskráin hefst á erindi dr.
Guðrúnar Kristjánsdóttur, dós-
ents við Háskóla íslands: Hvað
er sérfræðiþekking. Að þvi loknu
verða flutt erindin: Hvað er sér-
fræðiþekking? Dr. Hrafn Óli Sig-
urðsson, hjúkrunarframkvæmd-
astjóri Landspítala-Fossvogi.
Sérþekking í hjúkrun á íslandi
Anna Gyða Gunnlaugsdóttir, klín-
ískur sérfræðingur og Hrund
Sch. Thorsteinsson, hjúkrunar-
framkvæmdastjóri Landspítala -
Hringbraut. Veggjalaus þekking-
arnotkun. Margrét Magnúsdóttir,
fræðslustjóri hjúkninarsviðs
Heilsugæslunnar í Reykjavík.
Sérfræðiviðurkenning í hjúkrun:
Stefna hjúkrunarráðs Dr. Herdís
Sveinsdóttir, dósent, formaður
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga. Þörfin fyrir sérfræðiþekk-
ingu í heimahjúkrun. María
Kristinsdóttir, deildarstjóri í
heimahjúkrun á Heilsugæslustöð-
inni Efra Breiðholti. Að starfa
sem klínískur sérfræðingur Sig-
ríður Sía Jónsdóttir, yfirljósmóð-
ir Heilsuverndarstöð Reykjavík-
ur. Nýtist sérfræðiþekking
sjúklingum? Lovísa Baldursdótt-
ir, klínískur sérfræðingur, Land-
spítala - Hringbraut
Á eftir kaffihléi flytur Þóra
Árnadóttir, hjúkrunardeildar-
stjóri gigtardeild, Landspítala -
Hringbraut erindi um Þróun sér-
þekkingar á eigin spýtur og Ey-
rún Jónsdóttir, umsjónarhjúkr-
unarfræðingur, neyðarmóttöku
vegna nauðgunar, Landspítala-
Fossvogi flytur erindið: Þróun
sérþekkingar í hjúkrun í gegnum
aðrar fræðigreinar.
Að því loknu verða pallborðs-
umræður: Þörf fyrir sérfræði-
þekkingu í framtíðinni Stjórn-
andi: Helga Jónsdóttir, dósent
Anna Stefánsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri Landspítala - háskóla-
sjúkrahúsi, Anna Birna Jensdótt-
ir, hjúkrunarframkvæmdastjóri
Landspítala - Túngötu, Eydís
Sveinbjarnardóttir, sviðstjóri
hjúkrunar Landspítala - Kleppi,
Marga Thome, deildarforseti
hjúkrunarfræðideildar, Ragn-
heiður Haraldsdóttir, skrifstofu-
stjóri heilbrigðisráðuneytinu og
Þórunn Ólafsdóttir, hjúkrunar-
forstjóri Heilsugæslunni í
Reykjavík.
Fundarstjóri er Vilborg Ing-
ólfsdóttir, yfirhjúkrunarfræðing-
ur hjá Landlæknisembættinu og
formaður Hollvinafélags hjúkrun-
arfræðideildar Háskóla íslands.
Þátttaka skráist á skrifstofu
Hjúkrunarfræðideildar, í tölvu-
pósti ingainga@hi.is. Hámarks-
fjöldi er 120 manns. Ráðstefnu-
gjald er 1.000 kr.
SABAL
rir blöðruhálskirtilinn
ABAL
Sabal inniheldur fjögur virk efni sem eru góö
fyrir blööruhálskirtilinn:
þykkni úr freyspálma, þykkni úr graskersfræsolíu,
náttljósarolíu og þykkni úr blómafrjókornum.
Sabal fyrir menn eftir miðjan aldnr
náttúrulega
Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi
MECALUX
Fullkomið
kerfi með
heildarlausn
fyrif
lagerrymið ,
UMBOÐS- OG HEILDVERSL UN |
Sfeaa»Bar t
AUBBREKKU 1 200 KÓPAVOGI
SÍMI: 544 5330 FAX: 544 5335
| www.straumur.is |