Morgunblaðið - 21.11.2000, Síða 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
>
BRÉF
TIL BLAÐSINS
Dýraglens
Kringlunni 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329
Ljóska
Ferdinand
Fleiri falla fyrir eigin hendi í landinu okkar en farast í umferðarslysum.
Sjálfsvíg* o g varn-
ir gegn þeim
Frá Herdísi Hallvarðsdóttur:
EINS OG allir vita er margt sem
steðjar að fólki hér á landi, öld slysa
virðist vera gengin í garð, sjálfsvíg-
um fer fjölgandi, hjón virðast varla
kunna önnur „ráð“ en að skilja þeg-
ar erfitt verður á heimilinu, og
unglingarnir okkar eru í stórhættu
vegna eiturlyfja.
Þess vegna var svo uppörvandi
að sjá þátt eins og ég rakst á á
OMEGA-sjónvarpsstöðinni í gær-
kvöldi, fimmtudaginn 16. nóv. Hann
var um sjálfsvíg og vamir gegn
þeim. Stjórnandi þáttarins var
Ragnar Gunnarsson, flinkur í
þáttagerð, og viðmælendur hans
vom þeir Hilmar Kristinsson og
Guðjón Ingi Guðmundsson, sem eru
í forsvari fyrir „Sókn gegn sjálfs-
vígum“. Þarna vom ungir menn
sem greinilega hafa unnið, ásamt
fjölda sjálfboðaliða, af fagmennsku
við forvarnir, og það í nokkur ár.
Þeir bentu á að fleiri falla fyrir eig-
in hendi í landinu okkar en farast í
umferðarslysum. Sérstaklega er
unga fólkinu hætta búin.
Sýnd voru myndbrot af starfi
þeirra með unglingum í miðborg-
inni á nóttunni um helgar, önnur
myndbrot af starfi þeirra í skólum
landsins, og enn önnur af uppá-
komu á Lækjartorgi sl. sumar, þar
sem dansað var af krafti. Þessi hóp-
ur notar öflugar aðfeðir til að ná til
krakkanna, dans, drama, og
fræðslu svo eitthvað sé nefnt. Um
helgar hafa þau kaffihús opið í mið-
bænum fyrir krakkana, og gefa
veitingarnar, fyrir utan að vera á
staðnum og tala við þá og hjálpa
þeim ef þess er óskað. Foreldrar
koma líka við stundum, þetta er frá-
bært.
Það var upplifun að heyra um
Líflínuna sem þessi hópur opnaði
fyrir tæpum 2 árum. Hún er opin
allan sólarhringinn, allt árið, (s.
577-5777), og mönnuð sjálfboðalið-
um úr þessum samtökum, Sókn
gegn sjálfsvígum. Þangað getur
hver sem er hringt, og er mikið um
að fólk sem ekki sér aðra útleið en
að taka sitt líf, hringi.
Mér fannst sérstaklega athyglis-
vert þegar Hilmar lýsti því hvernig
við getum, með bara smá fræðslu/
upplýsingum, greint hættumynstur
í hegðun vinnu- eða skólafélaga,
ættingja eða annarra sem við um-
göngumst. Það virðist nefnilega oft
vera hægt að sjá fyrir ákvörðun um
sjálfsvíg, þótt fæstum okkar sé það
ljóst. Og þá er hægt að veita fólki
hjálp.
Má ekki biðja OMEGA-sjón-
varpsstöðina að endurflytja þennan
þátt sem allra fyrst og auglýsa það
sérstaklega, svo að þeir mörgu sem
hafa hjarta til þessara mála geti séð
að það er verið að lyfta Grettistaki
mitt á meðal okkar, og meira en
það, vegna þess að þarna er lifandi
trú virkjuð á öflugan hátt.
HERDÍS
HALLVARÐSDÓTTIR,
tónlistarmaður.
Nú, hvað var það.
Labbaðu bara út.
Veistu hvað er
vandamálið hjá þér?
Þú kannt ekki að taka _________________________
dsanngjarnri gagnrým. Allt efnj sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga-
safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort
sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni
^m^mmm—^mmmmmmmmmmmmmmmmm til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.