Morgunblaðið - 21.11.2000, Qupperneq 76

Morgunblaðið - 21.11.2000, Qupperneq 76
M ÞRIÐJUDAGUR 21. NOVEMBER 2000 QOþ ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ simi i 551 1200 GJAFAKORT í ÞJÓÐLEIKHÚSIB - GJÖFIN SEM LIFNAR Vlð! Stóra sviðið kl. 20.00: HORFÐU REIÐUR UM ÖXL - John Osborne Fös. 24/11 uppselt, lau. 25/11 uppselt, fim. 30/11 uppselt, fös. 1/12 upp- selt, lau. 9/11 nokkur sæti laus. KIRSUBERJAGARÐURINN - Anton Tsjekhov Sun. 26/11, síðasta sýning. DRAUMUR Á JÓNSMESSUNÓTT - William Shakespeare Lau. 2/12, síðasta sýning. Smíðaverkstæðið kl. 20.00: ÁSTKONUR PICASSOS - Brian McAvera Fös. 24/11 nokkur sæti laus, lau. 25/11 nokkur sæti laus, fim. 30/11. www.leikhusid.is midasala@leikhusid.is Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Miðasalan er opin mán, — þri. kl. 13 — 18, mið.—sun. kl. 13—20. Leikfélag Islands Leikhúskortið: Sala í fullum gangi 1ÍasTaSMIi 552 3000 SJEIKSPÍR EINS 0G HANN LEGGUR SIG lau 25/11 kl. 20 UPPSELT sun 26/11 kl. 20 örfá sæti laus fös 1/12 kl. 20 nokkur sæti laus ÁSAMATÍMAAÐÁRI fös 24/11 kl. 20 Aukasýning lau 2/12 kl. 20 Aukasýning BANGSIM0N: sýnt af Kvikleikhúsinu sun 26/11 kl. 15.30 530 3O3O TRUÐLEIKUR sun 26/11 kl. 14 örfá sæti laus fim 30/11 kl. 20 nokkur sæti laus SÝND VEIÐI lau 25/11 kl. 20 örfá sæti laus lau 25/11 kl. 22 nokkur sæti laus sun 26/11 kl. 20 nokkur sæti laus fös 1/12 kl. 20 örfá sæti laus lau 2/12 kl. 20 MEDEA þri 21/11 kl. 20 A.B.C&D kort gilda mið 22/11 kl. 20 E.F.G.H&I kort gilda fös 24/11 kl. 20 ATH. aðeins 10 sýningar .***. CULTURt 2000 Miðasalan er opin kl. 12-18 virka daga, kl. 14-18 um helgar og fram sýningu alla sýningardaga. Hópasala fyrir leikhús og/eða veitingahús er í síma 530 3042, opið kl. 10-16 virka daga. ‘Ekki er hleypt inn í salinn eftir að sýning hefst. Miðasala@leik.is DDAUMASMIÐ3AN GÓBAR HÆGfilR eftlr Auöi Haralds 9. sýn. lau 25/11 kl. 20 örfá sæti laus 10. sýn. lau 2/12 kl. 20 11. sýn. fös 8/12 kl. 20 Síðustu sýningar! „Og égerekki frá þvíað einhverjir i áhorf- endahópnum hafi fengið fáein krampaköst afhlátri". G.B. Dagur Sýnt í Tjarnarbíói Sýningin er á leiklistarhátíöinni Á mökunum Miöapantanir í Iönó í síma: 5 30 30 30 > - og fjölskylduleikrit t f Loftkastalanum sun. 26/11 kl. 13.00 sun. 26/11 kl. 15.30 Forsala aSgöngumlða I slma 552 3000/ j “Cí 530 3030 eÖa á netinu, midasala@ieik.is | HAFNARFJARÐARLEIKHÚSIÐ Símonarson fös 24. nóv, uppsdt, lau 25. ncv, uppselt !Í| fös. 1. des. uppsett lau. 2. des. uppseft aukasýn sun 3. des, laus sæti fös 8. des, örfá sæti laus lau 9. des, laus sæti Jólaandakt frumsvnd lau. 2. des. kl. 14. Sýnlngar hefjast kl. 20 Vltleyslngarnlr eru hlutJ af dagskrá Á mörkunum, Leikiistarhátiðar Sjálfstæðu leikhúsanna. Miðasaia t síma 555 á www.visir.is BORGARLEIKHÚSIÐ Leikfélag Reykjavíkur Næstu sýningar Stóra svið LÉR KONUNGUR e. William Shakespeare Rm 23. nóv kl. 20 ALLRA SÍÐASTA SÝNING Stóra svið SKÁLDANÓTT e. Hallgrfm Helgason Fös 24. nóv kl. 20 3. sýning ÖRFÁ SÆTI LAUS Lau 25. nóv kl. 19 4. sýning Litla svið ABIGAIL HELDUR PARTÍ e. Mike Leigh Fös 24. nóv kl. 20 Lau 25. nóv kl. 19 ÖRFÁ SÆTI LAUS §tóra svið ISLENSKI DANSFLOKKURINN Diaghilev: Goðsagnirnar Sun 26. nóv kl. 19 SÍÐASTA SÝNING AUÐUNN OG ÍSBJÖRNINN e. Nönnu Ólafsdóttur -Dansverk fyrir böm- Sun 25. nóv kl. 14 Lau 2. des kl. 14 Sun 3.des kl. 14 Lau 9. des kl. 14 Sun 10. des kl. 14 Ragnarök 23. nóvember kl. 19.30 Richard Strauss: Hornkonsert nr. 1 Till Eulenspiegels lustige Streiche Richard Wagner: Þættir úr Ragnarökum c ■ í Hljómsveitarstjóri: Thomas Kalb e Einlelkarl: Lars Stransky (Z) LEXUS IGul áskriftarröð Háskótabló v/Hagatorg Slmi 545 2500 Mifiasala alia daga ki. 5-17 www.sinfonia.is SINFÓNÍAN LEIKFÉLAG AKUREVRAR C leðigjafarnir eftir Neil Simon Leikstjóri Saga Jónsdóttir sýn. mið. 22/11 kl. 20 uppsett sýn. fös. 24/11 kl. 20 uppselt sýn. lau. 25/11 kl. 20 Fáar sýningar eftir. Miðasala opin alla virka daga kl. 13—17 og fram að sýningu sýningardaga. Simi 462 1400. www.leikfelag.is mbl.is MORGUNBLAÐIÐ FOLKI FRETTUM Nýjar myndir á myndbandalistanum iiiiininnt 11 ■ in MYNDBONDIN A ISLANDH VIKAN 14.-20. nóv. Reuters Þremenningar í tangó. Þrjár sjón- varps- stjörnur THREE to Tango er ný toppmynd myndbandalistans þessa vikuna og leysir þar með Erin Brockovich af hólmi. Þessi nýja toppmynd er ein af þessum rómantísku gamanmyndum sem ganga á spaugilegan máta út á hina órannsakanlegu vegi ástarinn- ar. Það eru þrjár sjónvarps- þáttastjörnur sem fara með aðalhlut- verkin í myndinni, þau Dylan McDermott úr The Practice, Neve Campbell úr Party of Five og Matthew Perry úr Friends. Mc- Dermott leikur auðkýfíng sem held- ur fyrir misskilning að Perry sé sam- kynhneigður. Báðir eru þeir síðan yfír sig ástfangnir af Campbell og slíkt kann aldrei góðri lukku að stýra. En það er allt leyfilegt í orr- ustunni um ástina. Perry er þessa dagana að leika í enn einni syrpunni um vinina góðu í Nýju-Jórvík. Hann gefur sér þó enn tíma til að sinna kvikmyndum samhliða enda hefur honum gengið ágætlega miðað við aðrar sjónvarpsstjörnur að fóta sig í „úrvalsdeildinni" - kvikmyndaheim- inum. Á næsta ári er væntanleg með Nr. var vikur Mynd Otgefondi Tegund 1. NÝ 1 Three To Tongo Sam myndbönd Gaman 2. 1. 3 Erin Brockovich Skífan Dramo 3. 3. 2 The Skulls Sam myndbönd Spenna 4. 2. 5 Deuce Bigaiow: Male Gigolo Sam myndbönd Gaman 5. NÝ 1 Reindeer Games Skífan Spenna 6. 5. 5 Englar alheimsins Hdskólabíó Drama 7. 4. 3 The Ninth Gate Sam myndbönd Spenna 8. 13. 2 Superstar Sam myndbönd Gaman 9. 6. 4 Mission To Mors Myndform Spenna 10. 11. 2 The Million Dollar Hotel Skífan Spenno 11. NY 1 Where the Heart Is Myndform Gaman 12. 7. 4 The Story of Us Sam myndbönd Gaman 13. 9. 4 Stúart litli Skrfon Gomon 14. 8. 5 Boys Don't Cry Skífan Drama 15. 10. 6 Any Given Sundoy Sam myndbönd Drama 16. 14. 8 Being John Molkovich Hóskólabíó Gaman 17. 12. 6 Down To You Skífan Gaman 18. 15. 2 Pokémon: fyrsta myndin Sam myndbönd leikni 19. 17. 10 Girl, Interrupted Skífan Drama 20. 16. 6 Boiler Room Myndform Spenna honum enn ein gamanmyndin, Serv- icing Sara, þar sem hann mun leika á móti Elizabeth Hurley. Myndin í fimmta sæti, Reindeer Games með Ben Affleck og Charlize Theron, er myrkur spennutryllir eft- ir hinn gamalreynda John Franken- heimer sem gert hefur hátt í 50 myndir á hálfrar aldar löngum ferli. Affleck er upptekinn mjög þessa dagana og fyrr eða síðar eru væntan- legar a.m.k. fimm myndir þar sem hann fer með eitt af helstu hlutverk- unum; Bounce, þar sem hann leikur á móti Gwyneth Paltrow, Daddy and Them, nýja myndin eftir Billy Bob Thornton, Disney-risamyndin Pearl Harbour, The Third Wheel, enn og aftur með félaga sínum Matt Damon, og síðast en ekki síst næsta myndin um leyniþjónustumanninn Jack Ryan, The Sum ofAll Fears. Vel af sér vikið - og gott betur TÖNLIST Geisladiskur í ÁLÖGUM I álögum, geisladiskur Rabba og Rúnars. Rabbi, eða Rafn Jónsson, sér um áslátt, söng og hljómborð og Rúnar Þórisson leikur á gítar, búsúki', hljómborð og gítargervil. Þeim til aðstoðar eru þau Andrea Gylfadóttir (söngur), Helgi Björns- son (söngur), Birgir Baldursson (trommur), Haraldur Þorsteinsson (bassi), Egill Orn Rafnsson (trommupúði), Dan Cassidy (fiðla), Jon Kjell (strengir), Jón Olafsson (hljómborð, orgel), Jóhann Yngva- son (hljómborð), Hjörtur Howser (hljómborð), Veigar Margeirsson (trompet), Jóel Pálsson (sax), Eyj- ólfur Bjarni Alfreðsson (fiðla), Ey- þór Ingi Kolbeins (básúna), Victoria Tarevschi (selló), Magnús Þór Sig- mundsson (raddir) og Jóhann Helgason (raddir). Lögin eru eftir Rabba og Rúnar en textana á Krist- ján Hreinsson. Upptökustjórn var í höndum Rabba og Rúnars. 55,33 mín. R & R músík gefur út. MÉR leist nú ekkert á blikuna er ég barði þennan disk fyrst augum. Grábrúnt umslagið skreytt einhvers konar fornum galdrastaf og textamir allir byggðir á aldagömlum sögum um álfa og huldufólk, tröll og aðrar óvættir. Og ábyrgðarmennimir þeir Rabbi og Rúnar, fyrmm meðlimir hljómsveitarinnar Grafík, ásamt, meðal annarra, tveimur fyirum söngvumm þeirrar frómu sveitar, þeim Helga Bjömssyni og Andreu Gylfadóttur. Hvað er í gangi héma! En svo fór ég að hlusta og hlusta og ýmislegt fór að koma í ljós. Oftar en ekki er sú ályktun dregin að menn sem teknir em að reskjast eigi lítið erindi við sviptivinda dægurtónlistar- innai-. Þessi stórgóða plata þeirra Rabba og Rúnars gefur slíkum vangaveltum langt nef. Langt er um liðið síðan Rabbi og Rúnar störfuðu saman síðast og svo virðist sem einhver flóðgátt hafi brostið við þessa end- urfundi félaganna þar sem lagasmíðarnar sindra bein- línis af sköpunargleði og ferskieika. Hér er ekkert froðupopp í gangi með þreyttum og endurunnum laglínum úr sarpi dægur- tónlistarsögunnar. Hér er á ferðinni haglega samið og heilsteypt safn rokkpopplaga, skreytt ankanna- legum, á stundum óvæntum, melód- íum sem gefa lögunum vægi umfram hið allt of algenga meðalmennsku- popp. Platan er greinilega unnin af mikl- um áhuga og natni, hljómur og spila- mennska er fyrirtak og greinilegur metnaður á bak við útsetningar laga sem lýsir sér m.a. í glúrinni hljóð- færanotkun. Stemmning og umgjörð einstakra laga er sannfærandi - lögin eru fylgin sér og heil hvort sem um er að ræða hægt og drungalegt lag eins og „Draugadans" eða nýbylgjulega síðrokksstemmu eins og „Móðir mín í kví, kví“. Platan er í rauninni alveg „pottþétt". Af einstökum hljóðfæraleikurum ber að nefna gítarleik Rúnars Þóris- sonar sem er bæði hugmyndaríkur og frjór og söngvararnir Andrea og Helgi gefa bæði vel af sér, leysa hlut- verk sín af hendi með sóma og sann. Að vissu leyti býr platan yfir ein- kennilegri tvíræðni; hún er í senn bæði mikil samtímaplata (fyrsta lagið er ekki ósvipað Botnleðju) en vísar stundum nett og skemmtilega í eldri tíma. Lagið „Ysa var það heillin", besta lag plötunnar, minnir t.d. nokk- uð á sokkabandsár Grafíkur er hún beitti fyrir sig léttpönkaðri nýbylgju og nýrómantísku kuldarokki. „Huldumaðurinn" er svo nokkuð skondin tilvitnun í sjöunda áratuginn, undarlegur bræðingur af Rabba og Rúnari, „Penny Lane“ Bítlanna og „Pinball Wizard" með The Who. Textarnir eru eins og áð- ur sagði á einn eða annan hátt unnir upp úr gömlum íslenskum þjóðsögum. Það er virðingarvert að fom dægurmenning sé kynnt til sögunnar í gegnum hina nýju dægur- menningu. Stundum verða textarnir þó spaugilega þreytandi, maður getur ekki annað en brosað út í annað þegar Helgi fer að tala um tröll, drauga og huldufólk í enn eitt skiptið og að því er virðist endalaust um marbendla og -hnúta. Framan á geisladiskaöskjunni er svartur límmiði sem á stendur m.a. „Fyrrum Grafík". Svona lagað er bæði óþarft og hálfsmekklaust enda er hæpið að segja að hér séu Grafík á ferðinni enda er platan eignuð þeim Rabba og Rúnari. Það er þó skiljan- legt að þetta hafi verið gert, menn hafa greinilega verið hræddir um að diskurinn myndi hverfa í markaðshaf jólanna og því brugðið á það ráð að minna kaupendur á eitthvað sem þeir þekkja. Það er orðið nokkuð langt síðan ég heyrði jafn-vel heppnaða dægurtón- listarplötu og I álögum, andinn sem af henni stafar er góður bæði og hríf- andi. Frábærlega af sér vikið hjá þeim Rabba, Rúnari og félögum. Arnar Eggert Thoroddsen
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.