Morgunblaðið - 21.11.2000, Side 78
78 ÞRIÐJUDAGUR 21. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
Victor McLaglen, sem hinn írski Júdas Ískaríot, í Uppljóstraranum sem
færði leikaranum og leikstjóranum þeirra fyrstu Oskarsverðlaun.
Henry Fonda, John Carradine og John Qualen virða fyrir sér eyðilegg-
ingu þurrkanna í Oklahoma, áður en lagt er útá þjóðveginn til fundar
við örlögin í Kaliforniu - í meistaraverkinu Þrúgur reiðinnar.
HÆGLÁTI Bandaríkjamaðurinn
John Ford (1895-1973) var ekki að-
eins frumkvöðull, heldur einn ör-
fárra leikstjóra sem settu mark sitt
á kvikmyndalistina, lyftu henni til
hæða, mótuðu hana og meitluðu í
það form sem hún er og verður um
alla framtíð. Það má segja að hans
sérgrein, öðrum fremur, sé vestrinn.
Sjálfur var hann hugfangnastur af
þeim þætti í stórbrotinni sögu lands
síns, er landnemamir lögðu undir
sig heillandi óbyggðir vestursins
ijheð öllum sínum ævintýrum og
átökum við land, íríimbyggjana og
hver annan. Leitandi að betra lífi
fyrir sig og sína, þó frelsi fyrst og
síðast. Skilur eftir sig ógleymanlega,
sígilda vestra einsog Stagecoach
(’39), She Wore a Yellow Ribbon
(’49), The Searchers (’56) og The
Man Who Shot Libery Wailace (’62).
Ford á einnig meistaraverk í öðrum
greinum kvikmyndanna, líkt og
sögulegar stórmyndir á borð við
YoungMr. Lincoln (’39), dramatísk-
samtíðarmyndir; Þrúgur reiðinn-
ar-Grapes ofWrath (’40) og Grænn
varstu dalur - How Green Was My
Valley(’41), jafnvel grínaktugar
stríðsmyndir - Mr. Roberts (’55).
Frábær sögnmaður
Ford er einn af hæfileikaríkustu
leikstjórum Bandaríkjanna, ásamt
Huston, Welles og fáeinum öðrum.
Setti svip sinn á kvikmyndaheiminn
hálfa öldina - frá því um miðjan ann-
an áratuginn til 1966, er hann stjórn-
aði sinni síðustu mynd. Lagði jafnan
áherslu á þau gildi sem landar hans
höfðu í mestum hávegum, heiðar-
leika og réttlæti. Frábær sögumaður
sem fjallaði gjaman um átök þess
góða og illa í samfélaginu og ekki
"’teíður um baráttu einstaklingsins við
umhverfi sitt, sem oft varð honum
um of. Myndum hans fylgir jafnan
mannleg reisn og mikilfengleiki.
Sonur írskra innflytjenda sem
settust að í Nýja-Englandi, nánar
tiltekið í bænum Cape Elizabeth í
Maine, og var yngstur 13 systkina.
Einn bræðra hans, Francis, flutti til-
tölulega snemma til kvikmynda-
borgarinnar á vesturströndinni, og
litli John fylgdi í kjölfarið. Sjálfsagt
um leið og hann átti fyrir fargja-
ldinu, því John Ford var sestur að í
Hollywood aðeins 19 ára gamall.
Francis hafði vakið athygli á Broa-
dway og gerðist í framhaldi af því
leikari og leikstjóri í Hollywood.
John byrjaði á að breyta nafni sínu
JOHN
úr Sean Aoysius O’Feeney, eft-
irnafnið fékk hann hjá stóra bróður.
Til að byrja með tók Ford þau störf
sem til féllu, var aukaleikari hjá D.
W. Griffith, var t.d. einn af kufl-
klæddum Ku Klux Klan-mönnum í
Fæðingu þjóðar- A Birth of A Nat-
ion (’15). Eftir tvö ár sem áhættu- og
aukaleikari, snúningastrákur o.fl.
fékk Ford að spreyta sig sem leik-
stjóri í fyrsta sinn. Viðfangsefnið var
Straight Shootin’ (’17), B-vestri, þó
er álitið að hann hafi jafnvel gert
Lucilie the Waitress, mynd í fjórum
hlutum, þrem árum fyrr. Á þessum
byrjendaárum gerði Ford einar 30
myndir fyrir Universal. Flestarvoru
vestrar með Harry Carey í aðal-
hlutverki. 1925 flutti Ford sig um
set, yfir til Fox, þar sem afköstin
voru svipuð. Flestar af þessum
myndum hafa verið álitnar glataðar,
en hafa verið að skjóta upp kollinum,
jafnvel á ólíklegustu stöðum einsog í
Austur-Evrópu. Ford vann í nokkur
ár til viðbótar í ýmsum störfum, svo
sem handritshöfundur og aðstoðar-
leikstjóri.
I nálægð vestursins
Fyrsta myndin hjá Fox var Heart
of Gold (’24), og vakti enga sérstaka
eftirtekt. Það gerði hinsvegar The
Iron Horse (’24), næsta mynd hans
fyrir kvikmyndaverið. Hún er fyrsta
afrek Fords sem leikstjóra og önnur
tveggja merkisverka hans frá tímum
þöglu myndanna. Hin er sögð Four
Sons (’28). í millitíðinni gerði leik-
stjórinn fjölda mynda, m.a. Three
Bad Men (’28), sem stórlega jók við
orðspor hans.
Hróður Fords sem eins virtasta
leikstjóra allra tíma stafar þó ein-
göngu af fjölda meistaraverka sem
hann skapaði eftir að hljóðið kom til
sögunnar. Hélt sig jafnan í nálægð
vestursins en gerði þess á milli
myndir af margvíslegum toga. Þ. á
m. Arrowsmith (’31), kvikmynd gerð
eftir kunnri skáldsögu Sinclairs
Lewis; stríðsmyndin The Lost Patr-
ol (’34), grípandi persónuskoðun úr
fyrri heimsstyrjöldinni, og The In-
former (’35), sem m.a. færði Ford
fyrstu óskarsverðlaunatilnefning-
una. Árið 1939 gerði Ford rómaða
mynd, byggða á sögulegum atburð-
um, YoungMr. Lincoln. Fjallar,
FORD
gerist í hitabeltinu. Fjallar um
ágreining yfirvalda og ungra hjóna
(Dorothy Lamour og John Hall), þau
vandamál öll fá snöggan endi í ham-
förunum sem nafn myndarinnar er
dregið af. Jan Troell gerði ægilega
endurgerð með sama nafni, 1979.
Stagecoach (’38), var mesta afrek
Fords til þess tíma, sígildur vestri
með öllum bestu eigindunum í sögu-
þræðinum sem einkenna verk leik-
stjórans. Kom Monument Valley á
landakortið og John Wayne á
stjömuhimininn. Ári síðar kom ann-
ar stórvestri, Drums Along the
Mohawk, um átök ungra landnema-
hjóna í Mohawk-dal (Henry Fonda
og Claudette Colbert) við náttúruna
og frumbyggjana.
Þessar þrjár myndir settu Ford í
hásæti í kvikmyndaborginni. Þær
eru sígilt dæmi um stórkostlega
sögumennsku og hrífandi frásagnar-
máta og töku. Enn í dag komast fáir
ef nokkrir í hálfkvisti við hann við að
skapa slíka veislu fyrir augað sem
Ford tókst að galdra fram í aldar-
fjórðung. Tök hans á Ieikurum sín-
um voru orðlögð, en Ford vann mik-
ið með þeim sömu og hafði eigið
gengi í aukahlutverkum. Allir bestu
kostir hans koma skýrt fram í stór-
virkinu Þrúgur reiðinnar (’40), einni
dáðustu mynd kvikmyndasögunnar,
þar sem allt hjálpast
að, saga, gerð,
leikur, taka
og tónlist.
i
John Ford 1 blóma lífsins
á fjórða áratugnum.
einsog nafnið bendir til, um yngri ár
forsetans, sem Henry Fonda er
sagður leika af miklu innsæi. Áður
hafði leikstjórinn gert Mary of Scot-
land (’36), með stórleik Katherine
Hepburn í titilhlutverkinu. Hún var
einnig söguleg, myndin um lækninn
sem hjúkraði John Wilkes Booth,
morðingja Abrahams Lincoln.
Læknirinn hét Samuel Mudd, var
fangaður og settur í lífstíðarafplán-
un á hinni illræmdu eyju Shark Is-
land. Mudd var sannur heiðursmað-
ur og öðlingur, sem hætti lífi sínu
fyrir samfanga sína í
gulufaraldri sem upp
kom, heillaði jafnt
fangana sem yfirvöldin
og var fljótlega látinn
laus. Wamer Baxter fer óað-
finnanlega með hlutverk læknisins.
Ein þeirra sem taldar eru í hópi
bestu mynda Fords er The Hurri-
cane (’37), þar sem kveður við nýj-
an tón í ævin-
týramynd sem
Hér er Wayne
ásamt Claire
Trevor, mót-
leikara sínum, í
Stagecoach.
Sígild myndbönd
ÞRÚGUR REIÐINNAR - THE
GRAPES OF WRATH (1940)
★★★★
EITT af stórvirkjum Johns
Steinbecks og bókmenntanna, Ford
og kvikmyndanna, segir frá rauna-
legum búferlaflutningi Oklahóma-
búa til fyrirheitna landsins, Kali-
forníu. Persónumar em upp-
flosnað, allslaust bændafólk á
tímum þurrkanna og kreppunnar
miklu. Á ekkert nema vonina og
■ fötin sem það stendur í. Ekki er allt
gull sem glóir, raunveraleikinn
jafnvel enn óbærilegri í glóaldin-
fylkinu þar sem sá sterki er enn
miskunnarlausari og misjafnari
mannanna kjörin. Ógleymanleg
mynd og saga með ógleymanlegum
persónum og leikuram. Þau Henry
Eonda, Jane Darwell og Charles
Grapewine túlka Joad-fjölskylduna
ógleymanlega, svo og John
Carradine sem ærður presturinn,
þetta er ódauðlegt fólk í sígildri
mynd. Myndin er ferðalag sem
fylgir manni á leiðarenda.
STAGECOACH (1939)
★★★★
Sígildur tímamótavestri, og einn
sá besti sem nokkru sinni hefur
verið gerður, segir frá farþegum í
póstvagni, mislitri hjörð skúrka og
heiðursmanna. Þeir eiga ekkert
sameiginlegt annað en að þrauka
saman í þröngum vagninum. I þess-
ari veröld, umsetinni frambyggjum
og óþjóðalýð, er konan með vafa-
sömu fortíðina (Claire Trevor), ung
kona sem væntir sín (Louise Platt),
vafasamur bankamaður (Thomas
Mitchell), drykkfelldi læknirinn, og
ekki má gleyma The Ringo Kid, út-
laganum, sem John Wayne túlkar
af slíkum krafti og myndarskap að
hann varð stórstjama upp frá
þessu, allt til dauðadags. Jafnframt
var leikarinn lengst af „vöramerki“
leikstjórans, sem treysti hinum
vörpulega Wayne manna best til að
halda um taumana í flestum sínum
vestram. Fleiri lífga uppá félags-
skapinn; John Carradine, George
Bancroft o.fl. Myndina prýðir uppá-
haldstökustaður Fords, Monument
Valley í Arizona, sem átti eftir að
koma ámóta mikið við sögu vestr-
anna og leikarinn. Hlaut fjölda til-
nefninga og nokkur Óskarsverð-
laun.
THE INFORMER (1935)
★★★★
Ford var af írskum ættum, líkt
og kemur fram í mörgum verka
hans, ekki síst í þessu hárbeitta
drama sem gerist í uppreisninni,
kenndri við Sinn Fein, á þriðja ára-
tugnum. Victor McLaglen leikur
listavel dryllfelldan IRA-mann, sem
gerist svikahrappur. Uppljóstrari
sem selur yfirvöldum upplýsingar
um vin sinn, á 20 pund sterling.
Þau hyggst hann nota fyrir farseðli
vestur um haf en iðrast óhæfunnar
og drekkur Jjau út og fær makleg
málagjöld. Áleitin mynd og kraft-
mikil sem færði m.a. Ford og
McLaglen Óskarsverðlaunin.
Sæbjörn Valdimarsson
MYNPBOND
Stjörnu-
hrap
Barnastjarnan
(Hayley Wagner, Star)
Unglingamynd
★★
Leikstjóm og handrit: Nell Scovell.
Aðalhlutverk: Bethany Richards,
Priscilla Presley og Bill Fager-
bakke. (90 mín) Bandaríkin,
1999. Sam myndbönd.
Leyfð öllum aldurshópum.
HEYLEY Wagner er engin venju-
leg stúlka. Hún hefur leikið í lcvik-
myndum frá því að hún var uppgötv-
uð fimm ára gömul. En líkt og margar
bamastjömur á undan henni, lendir
hún í krísu þegar
hún kemst á kyn-
þroskaskeiðið. Þá
er hún ekki lengur
sæta litla stelpan
sem hún var og til-
boðin hætta að ber-
ast. Þá verður
Hayley að aðlagast
lífi venjulegrar
unglingsstúlku og
lærir þar meðal annars að umgangast
fólk eins og jafningja sína. Þetta er
ágætlega gerð unglingamynd og í
raun nokkuð dæmigerð sem slík.
Fjallað er um félagslífið í skólanum,
nýja vini, fyrstu ástina og tengslin við
fjölskylduna. Heyley ski-áh' sig m.a. í
leiklistarklúbb skólans sem setur á
svið Rómeó og Júlíu. Mikið mæðir á
aðalleikkonunni Bethany Richards
sem stendui' sig mjög vel. Ekki veit
ég hvort það er viljandi sem hún nær
að verða jafnpirrandi týpa og raunin
er, en sá eiginleiki á allavega vel við í
þessu hlutverki.
Heiða Jóhannsdóttir
Breskir
bófar
Gómaður
(Busted)
Spennumyn d
★ ★VÍ!
Leikstjórn og handrit Andrew
Goth. Aðalhlutverk Goldie, David
Bowie, Andrew Goth. (100 min.)
Bretland 1999. Myndform.
Bönnuð innan 16 ára.
HÉR áður fyrr stóðust fáir Bret-
um snúning þegar kröftugar og
óvægnar glæpamyndir voru annars
vegar. Nægir að nefna myndina Get
Carter því til sönnunar. Með vel-
gengni Lock, Stock
and Two Smoking
Barrels hafa
bresku bófarnir
hlotið uppreisn
æru og nú er að sjá
hvort henni verður
fylgt eftir. Gómað-
ur er sannarlega
óvægin glæpa-
mynd. Terry og
Ray snúa heim í gamla hverfið í
Norður-London eftir að hafa afplán-
að fangelsisvist. Refsingin hefur
virkað þveröfugt á þá. Ray getur
ekki hugsað sér að lenda aftur inni
og ákveður að snúa baki við glæpum
en Terry þráir hinvegar ekkert heit-
ara en fyrri iðju og er æði hamslaus
og grimmur. Hann getur þó engan
veginn sætt sig við að Ray hafi í
hyggju að snúa við sér baki.
Goth dregur upp ófagra mynd af
neðanjarðarlífi Norður-Lundúna.
Ekki skal segja hvort sýn hans sé
raunsönn eða blönduð reynslu úr
bíóheimum. Helsti gallinn er ansi
misjöfn frammistaða leikara, þótt
poppararnir tveir sleppi fyrir horn.
Þrátt fyrir klisjukennda framvindu
tekst Goth að skapa óhugnanlegar
aðstæður sem halda manni föngnum
allt frá upphafi til enda.
Skarphéðinn Guðmundsson