Morgunblaðið - 21.11.2000, Side 79

Morgunblaðið - 21.11.2000, Side 79
MÖRGÚNBLÁ6ÍÐ 55 3 6500 S .tm« <n o« j t»4 Gripinn, gómaður, negldur. Kynnist þeim i eigin persónu innan vallar sem utan - sigrum jafnt sem ósigrum ★ ★★ SV Mbl ★ ★ ★l/2 OFE hausverk.is snðtch Stelandi steinum og brjótandi bein. VIKUNNAR ÞRÍÐJÚDAGUR 21. NÓVEMBER 2000 79 Framhaldslíf á N etinu Zot! Online eftir Scott McCloud. Sagan er í sextán hlutum og geta áhugasamir lesið alla söguna frítt á netslóðinni www.comicbookresources.com. MYNDASÖGUTRÚBOÐINN Scott McCloud virðist vera staðráð- inn í því að færa myndasöguna inn á ný mið. Hann hefur gefið út tvær kennslubækur í myndasöguformi þar sem hann kryfur myndasögu- bókmenntagreinina og veltir sér um í uppruna, nútíð og framtíð hennar. Síðustu ár hefur hann lagt niikinn metnað í það að sigla myndasöguskútunni inn á hið botn- lausa og óendanlega haf Netsins. Það er hans álit að myndasögur ættu að geta höfðað til allra þeirra sem yfir höfuð hafa gaman af bók- menntum. Ástæðuna fyrir því að bókmenntagreinin hefur þennan barnalega stimpil telur McCloud vera augljósa: Yrkisefnin eru ekki nægilega fjölbreytt. Sama hvað myndasöguhöfundarnir leggi mik- inn metnað í að skrifa góðar „mannlegar" sögur um ungt fljúg- andi fólk á uppleið verði alltaf til „þroskaðri" lesendur sem eru ein- faldlega ekki tilbúnir til þess að taka nefið upp úr prakkaranum Wilde, hefðarfrúnni Austen, hinum næma Gyrði eða hinum guðdóm- lega Milton (eða þá bara upp úr símaskránni) fyrir einhverja lúða- lega ofurhetju í fimleikagalla. Hmm, gæti þessi maður hugsan- lega haft rétt fyrir sér? Hann telur að ef myndasöguhöf- undar myndu t.d. skrifa myndasög- ur um skák, þá hlytu skákáhuga- menn að fá áhuga á því að skoða það verk. Jafnvel menn sem afneit- uðu Andrésar Andar-blöðunum í æsku af hræðslu við rökleysuna. McCloud er maður kenninga sinna og áhugamenn um skák geta því lesið skákmyndasögur hans auk fjölda annarra á heimasíðu piltsins, www.scottmccloud.com. Þrátt fyrir gagnrýni McClouds á það hrörlega ástand sem mynda- söguútgáfan berst við í dag er hann ofurhetjunni samt trúr. Já, það er víst hægt að hafa bæði gaman af Shakespeare og Súpermann. Nýjasta netafrek kappans er framhaldssagan af ofurhetjunni Zot!. Þetta er ekki fyrsta sagan sem McCloud skrifar um Zot! en þó sú fyrsta sem verður einungis gefin út í bitum og bætum. I sögunni glímir Zot! við erki- fjanda sinn Dekko, sem hefur feng- ið þá illu flugu í vélhöfuð sitt að losa nokkra vel valda einstaklinga, að Zot! meðtöldum, úr heljargreipum dauðans og færa meðvitund þeirra inn í nýjan líkama sem auðveldlega má lagfæra og endurnýja eftir þörf- um, án þeirra samþykkis að sjálf- sögðu. Það sem er eiginlega aðalsjarm- inn við ævintýri Zot! er hve yfir- bragð þeirra er ískyggilega barna- legt, sérstaklega í ljósi þess að höfundurinn er búinn að valda ýms- um heilabrotum með kennslubók- um sínum. En Zot! veitir dágóða skemmtun, og er ekki amalegt í amstri dagsins fyrir fólk sem er hlekkjað við lyklaborðið allan dag- inn að ráfa annað slagið inn í veröld Zot! og lesa svo sem einn kafla á dag (ekki segja það, ekki segja það) til þess að koma skapinu í lag. Scott McCloud sannar að ef myndasagan er deyjandi listgrein, eins og margir óttast, á hún vissu- lega framhaldslíf á Netinu. Birgir Orn Steinarsson Hrekkjavökuball í Frostaskjóli Kanínur, klappstýrur og þreyttar húsmæður FÖSTUDAGINN 3. nóvember sl. var haldið hrekkjavökuball í fé- lagsmiðstöðinni P'rostaskjóli. Mæting var gríðarlega góð en um 200 unglingar mættu á ballið og skemmtu sér konunglega. Stemmningin var frábær og ballið fór ákaflega vel fram í alla staði. Það voru félagar DJ-klúbbsins sem sáu um að þeyta skffum við niikla hrifningu viðstaddra. Skreytinganefndin víðfræga stóð SIK frábærlega og skapaði rétta andrúmsloftið með drungalegum skreytingum sem samanstóðu m.a. af útskornum graskerjum, draug- um og leðurblökum. Búningar voru ótrúlega fjölbreyttir og krakkarnir, sem og starfsmenn, hafa greinilega lagt mikla vinnu og alúð í undirbúning fyrir ballið. Þarna mátti sjá ballgesti í allra kvikinda Iiki. Kanína, birnir, engl- ar, rapparar, draugar, þreyttar húsmæður, smábörn, framtíðarof- urmunkur, nornir, klappstýrur, pönkarar, hasargellur og töffarar voru meðal gesta. Veittar voru viðurkenningar fyrir flotta og frumlega búninga. Sigurður V. Steinþórsson (sjómaður), Sjöfn Sigurbjörnsdóttir (Tommi köttur), Einar I. Sigmundsson (séntil- menni) og Benedikt A. Pétursson „Johnny national" eða Amljótur Sig- urðsson steig á svið. (pönkari) hlutu sérstakar viður- kenningar fyrir vel heppnaða búninga. Pétur K. Oddsson (Skyr- gámur) fékk verðlaun fyrir frum- Ingibjörg Valgeirsdóttir (lengst til vinstri) frá Frostaskjóli ásamt þeim krökkum sem þóttu skarta bestu búningunum: Einar I. Sigmundsson, Sigurður V. Steinþórsson, Bragi Árnason, Pétur K. Oddsson, Sjöfn Sig- urbjörnsdóttir, Benedikt A. Pétursson og Tjörvi Bjamason. legasta búninginn og Bragi Árna- son, í gervi Kölska, fékk verðlaun fyrir besta búninginn. Starfsfólk Frostaskjóls þakkar öllum gestum dansleiksins fyrir frábæra skemmtun og óskar vinningshöf- <- um hjartanlega til hamingju. Frostaskjól er ein af félags- miðstöðvum íþrótta- og tómstund- aráðs Reykjavíkur. ■SW-NÝJAEijD

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.