Morgunblaðið - 23.11.2000, Side 1
STOFNAÐ 1913
270. TBL. 88. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Handtalning vafaatkvæða stöðvuð í Miami-Dade vegna tímaskorts
Bush lætur reyna á deilur
fyrir hæstarétti landsins
Washington. AP, AFP.
ÞRIGGJA manna kjörstjóm í Mi-
ami-Dade-sýslu í Flórída ákvað í
gær að binda enda á handtalningu
atkvæða í forseta-
kosningunum þar
eð ekki myndi
takast að ljúka
henni fyrir tilsett-
an frest sem
hæstiréttur Flór-
ída hafði ákveðið,
kl. tíu á sunnu-
dagskvöld að ís-
lenskum tíma eða
í síðasta lagi 14 á
mánudag. Demó-
kratar og repúblikanar hafa höfðað
fjölda dómsmála til að reyna að
knýja fram sjónarmið sín og að sögn
AP-fréttastofunnar í gærkvöldi ætl-
ar George W. Bush að láta reyna á
kröfu repúblikana um bann við
handtalningu í Flórída fyrir hæsta-
rétti Bandaríkjanna.
Demókratar eru í meirihluta í
kjörstjórninni í Miami-Dade og
ákvörðun hennar síðdegis í gær að
íslenskum tíma var mikið áfall fyrir
A1 Gore varaforseta. Hann hafði gert
sér vonir um að endurtalning í þrem
sýslum og þá einkum hinni fjöl-
mennu Miami-Dade myndi bæta
stöðu hans og tryggja honum fleiri
atkvæði en Bush og þannig alla kjör-
menn Flórída, 25 talsins.
Dick Cheney, varaforsetaefni
Bush, fékk í gær vægt hjartaáfall og
var lagður inn á sjúkrahús en Bush
fullyrti á blaðamannafundi að Chen-
ey væri ekki alvarlega sjúkur.
Demókratar áfrýjuðu strax í gær
ákvörðun kjörstjórnarinnar í Miami-
Dade og munu reyna að fá dómara-
úrskurð um að talning hefjist á ný.
Um 654.000 manns greiddu atkvæði í
Miami-Dade en kjörstjómin ákvað
að láta aðeins telja vafaatkvæði sem
voru um 10.000. Síðdegis í gær
komst hún síðan að þeirri niðurstöðu
að ekki ynnist tími til að ljúka verk-
inu. Standi sú ákvörðun merkir hún
að áður birtar, staðfestar tölur verði
látnar gilda. Meirihluti Bush í Flór-
ída var fyrir handtalninguna í þrem-
ur af 67 sýslum sambandsríkisins um
930 atkvæði.
Erfitt að úrskurða
um vafaatkvæði
Repúblikanar vilja að nokkur
hundruð utankjörstaðaatkvæði, sem
flest munu hafa komið frá herstöðv-
um erlendis, verði úrskurðuð gild en
þeim hafði áður verið vísað frá vegna
þess að ekki var staðfest með póst-
stimpli hvenær þau voru send af
stað. Afstaða demókrata í málinu er
enn óljós.
Vegna deilnanna um hvernig meta
skuli vafaatkvæði er geysilega taf-
samt að telja slík atkvæði. Skoða
þarf vandlega hvern seðil og meta
hvort kjósandinn hafi raunverulega
merkt með óyggjandi hætti við
ákveðinn frambjóðanda. Segja
fréttaskýrendur ljóst að ákaflega
erfitt sé að setja skýrar reglur um
þetta mat.
En Jorge Labarga, dómari í Palm
Beach, ákvað í gær að tefja skyldi
gilda atkvæðaseðla þar sem kjósandi
hefði sett greinilega merki í reit við
frambjóðanda jafnvel þótt flipi, sem
ætlast er til að losni frá umræddum
reit á seðlinum, hafi ekki losnað. Tal-
ið er að mörg hundruð seðlar hafi
verið úrskurðaðir ógildir í sýslunni
við fyrstu talningu af þessum sökum.
Dómaramir sjö í hæstarétti Flór-
ída voru flestir skipaðir er
demókratar réðu þar ríkjum. Þeir
gáfu ekki fyrirmæli um hvernig meta
skyldi vafaatkvæði en bentu á dóma-
fordæmi þar sem segði að atkvæði
skyldi talið gilt ef hægt væri að
ganga úr skugga um ætlun kjósanda
með viðunandi vissu.
Bush sagði að dómaramir hefðu
endurskrifað lög Flórída og breytt
reglunum eftir að forsetakjörinu var
lokið. Þeir hefðu „rænt“ myndug-
leikanum frá embættismönnum
kjörstjórna í ríkinu.
■ Handtalning atkvæða/27
Kúariðu
vart á
Spáni
Madríd. AFP.
SPÆNSKA landbúnaðarráðuneytið
greindi frá því í gær að kúariðu hefði
orðið vart í landinu. Við rannsókn á
132 nautgripum í Xunta-héraði í Gal-
isíu fundust tvær smitaðar kýr.
Spánverjar bættust nýlega í hóp
með ítölum, Grikkjum og Portúgöl-
um og bönnuðu innflutning á naut-
gripum og nautakjöti frá Frakk-
landi, þar sem 109 dýr hafa greinst
með kúariðu það sem af er þessu ári.
Mjög hefur dregið úr sölu á nauta-
kjöti í Frakklandi og annars staðar í
Evrópu, eftir að uppvíst varð í síð-
asta mánuði að nokkurt magn af
sýktu kjöti hefði ratað í hillur
franskra stórmarkaða. Greint var
frá sex nýjum tilfellum í Frakklandi í
gær. Fimm smituð dýr fundust í
vesturhluta landsins og eitt dýr í
Aveyron-héraði í Suður-Frakklandi.
Landbúnaðarráðherrar Evrópu-
sambandsríkja hafa samþykkt nýjar
reglur um eftirlit með kúariðu, sem
ganga í gildi um áramótin, en
spænskir bændur tóku í gær undir
kröfu Frakka um að reglurnar verði
hertar enn frekar. Frakkar og
spænsku bændurnir krefjast þess að
tekin verði sýni úr öllum dýrum sem
náð hafa 30 mánaða aldri.
Fangaflótti
í Taílandi
HÓPUR glæpamanna braust í gær
út úr fangelsi í Samut Sakom í Taí-
landi, skammt frá höfuðborginni
Bangkok. Tóku þeir fangelsissljór-
ann og nokkra verði í gislingu og
flýðu síðan í pallbíl að landamærun-
um að Búrma en leiðtoginn, Maung
Win, er sagður ættaður þaðan. Ut-
varpsstöð ræddi við Maung Win í
farsíma og heyrðust gíslarnir
hrópa og biðja um að ekki yrði
reynt að stöðva fangana með valdi.
Á myndinni beinir fangi byssu að
gfsl sem var látinn aka bflnum.
Reuters
George W.
Bush
Hadera, Parí, JerúsaJem. AFP, AP.
Tveir létust og nærri 40 slösuðust í bflsprengingu í ísrael
Palestínumenn
óttast grimmi-
legar hefndir
Ceausescu-arfur
Föt gefín
öldruðum
Cliý- AFP.
ÝMSAR persónulegar eigur úr
búi Ceauseseu-hjónanna, sem
tekin voru af lífi í Rúmeníu á
jóladag 1989, hafa verið boðnar
upp, þ.á m. gjafir frá erlendum
leiðtogum. Er eitt uppboðið í
gangi á Netinu sem stendur.
Enginn vildi sumt af fatnaði
hjónanna og var hann nýlega
gefinn fólki á elliheimili. Um er
að ræða 13 innisloppa einræðis-
herrans, eitt bindi, 14 pör af
stuttbuxum og 19 skópör, einn-
ig náttföt. Gamla fólkið fékk
auk þess níu kjóla, fimm dragt-
ir, tvo brjóstahaldara, tvær
kápur og 16 pör af inniskóm El-
enu Ceausescu.
TVEIR biðu bana og um 40 slösuð-
ust þegar öflug bflsprengja sprakk
nálægt strætisvagni í bænum Had-
era í Norður-ísrael í gær. Ehud Bar-
ak, forsætisráðherra ísraels, lýsti
strax yfir, að Yasser Arafat, leiðtogi
Palestínumanna, bæri ábyrgð á
hryðjuverkinu en hann og palest-
ínska heimastjómin vísa því á bug.
Sagði talsmaður heimastjórnarinn-
ar, að Israelar ætluðu sér augljós-
lega að nota ódæðið sem afsökun fyr-
ir enn grimmilegri árásum á Pal-
estínumenn.
Að minnsta kosti tveir menn létu
lífið í sprengingunni sem varð á
miklum annatíma og 37 slösuðust,
þar af nokkrir alvai’lega. Ekki er vit-
að hvort um var að ræða sjálfs-
morðsárás en vitni segja, að spreng-
ingin hafi verið svo öflug, að nálægur
strætisvagn hafi þeyst inn í næstu
verslun.
Barak sagði, að Arafat og heima-
stjórnin bæru ábyrgð á hermdar-
verkinu vegna þess, að hún hefði lát-
ið lausa marga hryðjuverkamenn úr
Hamas- og Jihad-hreyfingunni.
„Þetta var villimannleg árás á sak-
lausa borgara," sagði hann.
Nabil Abu Rudeina, talsmaður
Arafats, sagði í gær, að ásakanir
Baraks væru út í hött en ljóst væri,
að hann hygðist nota hryðjuverkið
sem átyllu fyrir enn ofsafengnari
árásum á Palestínumenn.
Síðustu átta vikumar hafa um 260
manns fallið í átökum ísraela og Pal-
estínumanna, langflestir Palestinu-
menn. Sjö manns féllu í gær, ísrael-
arnir tveir í Hadera og fimm
Palestínumenn.
Átök ísraela og Palestínumanna
em farin að valda miklum áhyggjum
á alþjóðavettvangi enda magnast
þau dag frá degi.
Hubert Vedrine, utanríkisráð-
herra Frakklands, sagði í gær, að
hætta væri á, að úti væri um friðar-
ferhð og Madeleine Albright, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, ræddi
í gær við Arafat í síma. Var hann þá
staddur í Kaíró þai- sem hann átti
viðræður við Hosni Mubarak, for-
seta Egyptalands.
Boðaður var fundur í gær í öiygg-
isráði Sameinuðu þjóðanna til að
ræða ástandið í Miðausturlöndum en
Arababandalagið hafði hvatt til, að
hann yrði haldinn.
MORGUNBLAÐIÐ 23. NÓVEMBER 2000