Morgunblaðið - 23.11.2000, Page 10

Morgunblaðið - 23.11.2000, Page 10
10 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Stungið saman nefjum ÞAÐ hefur verið annasamt á Al- þingi undanfarna daga og margt efnið sem alþingismenn þurfa að kynna sár og kunna skil á. Það kemur þó ekki í veg fyrir að menn stingi saman nefjum þegar ástæða þykir til, eins og þeir gera á mynd- inni alþingismennirnir Kristján Pálsson og Sverrir Hermannsson. Bak við þá situr Svanfríður Jónas- dóttir. í dag og á morgun verða nefndafundir á Alþingi. Morgunblaðið/Kristinn Sjókvíaeldi við fsland rætt á Alþingi Lýst eftir póli- tískri skoðun ráðherra LÝST var eftir pólitískri skoðun landbúnaðarráðherra á því í gær hvaða reglur ætti að viðhafa við út- hlutun leyfa til sjókvíaeldis, þ.e. hvort bjóða ætti leyfin út og hvort heimila ætti framsal á leyfunum, svo eitthvað sé nefnt. Guðni Agústsson landbúnaðarráð- herra sagði hins vegar nefnd að störfum, sem falið hefði verið að setja reglur um sjókvíaeldi. Rétt væri að bíða tillagna hennar áður en hann lýsa pólitískri skoðun sinni í þessum efnum. Svanfríður Jónasdóttir, þingmað- ur Samfylkingar, hafði borið upp fyr- irspum til landbúnaðarráðherra um Von á niðurstöðum nefnd- ar um umferðaröryggi VON er á niðurstöðum nefndar, sem dómsmálaráðherra skipaði til að end- urskoða lög og reglur er tengjast ör- yggi í umferðinni, fyrir áramót. Nefndin hefur í starfi sínu m.a. skoð- að valkosti eins og þann að hækka sektir, beita harðari viðurlögum, bregðast við lausagöngu búfjár og einnig hraðakstursbrotum í því skyni að bæta umferðaröryggi í landinu. Þetta kom fram á Alþingi í gær í máli Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, Sjálfstæðisflokki, en hún er formaður nefndarinnar. Var þá verið að ræða fyrirspum Ástu Itagnheiðar Jóhann- esdóttur, Samfylkingu, um umferð- aröryggismál. í svari Sólveigar Pétursdóttur Ákvæðum um útboð verðbréfa o g innherjaviðskipti breytt VALGERÐUR Sverrisdóttir við- skiptaráðherra mælti á þriðjudag fyrir frumvarpi til laga um breyt- ingu á lögum um verðbréfaviðskipti en þar eru lagðar til breytingar á ákvæðum verðbréfaviðskiptalaga um útboð verðbréfa og innherjavið- skipti. Nokkrar athugasemdir voru gerðar í umræðu sem fram fór um frumvarpið en almennt fékk það fremur jákvæð viðbrögð. Valgerður lagði á síðasta þingi fram lagabreytingafmmvarp er varðaði verðbréfaviðskipti og verð- bréfasjóði. Taldi Alþingi þá óeðli- legt að ráðherra fengi jafn víðtæka heimild til reglugerðarsetningar um almennt útboð verðbréfa og raun bar vitni og þeim tilmælum því komið á framfæri að ráðherra léti semja frumvarp sem fæli í sér - .r ■/. - ALÞINGI helstu efnisreglur um útboð verð- bréfa og innherjaviðskipti. Meðal helstu breytinga í frum- varpinu má nefna að kveðið er á um að Fjármálaeftirlitið skuli hafa um- sjón með athugun á útboðslýsing- um í stað Verðbréfaþings. Undan- þágur frá almennu útboði eru settar inn í verðbréfaviðskiptalögin og síðan er ráðherra gert skylt að kveða á um viðvarandi upplýsinga- skyldu og skilgreiningu á fagfjár- festum í reglugerð en slík ákvæði era ekki til staðar í gildandi lögum og reglum um útboð verðbréfa. Hugtakið innherji skilgreint Hugtakið innherji er ennfremur skilgreint sérstaklega í lögunum, einnig er gert ráð fyrir að ákvæði laganna um innherjaviðskipti taki einungis til viðskipta með skráð verðbréf, gert er ráð fyrir sérstakri rannsóknarskyldu innherja í tengslum við viðskipti með verð- bréf og jafnframt að komið verði á fót sérstakri innherjaskrá. Loks er skerpt á kröfum gagnvart útgef- sjókvíaeldi. Ljóst væri að um arð- bæran rekstur gæti verið að ræða í þessari gi'ein og líklegt væri því að einhverjir ættu eftir að sækjast eftir leyfi til að setja á laggirnar eldis- stöðvar. Mikilvægt væri hins vegar að þá giltu skýrar reglur um þau mál. Guðni Agústsson tók undir þá skoðun að setja þyrfti skýrar reglur um sjókvíaeldi hér á landi. Málið væri hins vegar á vinnslustigi og af- staða hans myndi m.a. geta mótast af tillögum fyrrnefnds vinnuhóps. Fyr- irspyrjandinn yrði því að fyrirgefa þó að ráðherra úttalaði sig ekki um málið á þessu stigi. dómsmálaráðherra kom m.a. fram að um síðastliðin mánaðamót hefðu tekið til starfa hjá umferðardeild Ríkislögreglustjóra þrír lögreglu- menn sem ráðnir voru í tengslum við sérstakt umferðaröryggisátak. Væri hér um að ræða ný störf en ekki til- flutning frá öðrum lögregluembætt- um. endum verðbréfa, stjórnvöldum og öðram aðilum, sem fá reglulega trúnaðarupplýsingar í starfsemi sinni, varðandi setningu reglna um meðferð trúnaðarupplýsinga og viðskipti innherja. Jóhanna Sigurðardóttir, Sam- fylkingu, taldi margt til bóta í þessu frumvarpi en gerði þó at- hugasemdir við nokkur atriði. Taldi hún m.a. að hagsmunaaðilar hefðu komið of mikið að gerð frumvarps- ins og velti fyrir sér hvort eðlilegt væri að slíkir aðilar væru að semja reglur sem þeir síðan ættu sjálfir að fara eftir. Steingrímur J. Sigfús- son, Vinstrihreyfingunni - grænu framboði, tók í svipaðan streng og fagnaði því m.a. að gerð væri til- raun til að skilgreina hugtök eins og innherji. Þjónusta Hið opin- bera taki sigá ÓLAFUR Öm Haraldsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu sem kveður á um að ríkisstjóminni verði falið að hefja markvissar aðgerðir til þess að bæta af- greiðslu og þjónustu opinberra stofnana við almenning og at- vinnulífið. Segir í greinargerð með til- lögunni að margt bendi til þess að stjómsýslan og opinberar stofnanír hafi setið eftir og að al- menningur og atvinnurekstur fái þar hvorki jafngóða þjónustu né jafnskjóta afgreiðslu erinda og tíðkast á öðrum sviðum við- skiptalífsins. „Meðal ábendinga er að ákvarðanataka sé seinvirk, fund- ir um aðkallandi mál skili ekki niðurstöðu, bréfum sé svarað seint eða aldrei, erfitt sé að vita hvar mál séu stödd, ábyrgð sé óljós, lipra þjónustu skorti og seint sé brugðist við kvörtun- um,“ segir í greinargerðinni. „Einkafyrirtæki sem þannig sinnti viðskiptavinum sínum yrði fljótlega undir í samkeppninni en hið opinbera nýtur vemdar að þessu leyti. Hið opinbera virðist því ekki hafa tekið að fullu þátt í þeim framförum sem orðið hafa og getur þannig hamlað auknum afköstum í samfélaginu." Umræður um endurbyggingu og varðveislu gamalla húsa á landsbyggðinni Framlög ríkisins hafa verið aukin verulega á undanförnum árum FRAMLÖG til endurbyggingar og varðveislu gamalla húsa á lands- byggðinni hafa verið aukin verulega á undanfömum árum. Alls hefur verið eytt á um fimmta hundrað milljóna króna á undanförnum fimm árum í verkefni á þessu sviði og hefur upp- hæðin farið stigvaxandi með hveiju árinu, var í ár 138,5 milljónir króna en aðeins 52 milljónir árið 1996. Þetta kom fram í svari Bjöms Bjamasonar menntamálaráðherra við fyrirspum Kristjáns L. Möller, þingmanns Samfylkingar, á Alþingi í gær. Kristján hafði m.a. spurt um það hvort gert hefði verið sérstakt átak til endurbyggingar og varðveislu gam- alla húsa á landsbyggðinni í samræmi við þingsályktun um stefnu í byggða- málum fyrir árin 1999-2001 sem sam- þykkt var á Alþingi í mars 1999. Vildi hann vita hversu miklu fé hefði verið varið til þessa málaflokks úr ríkissjóði undanfarin fimm ár og hvort ráðherr- ann teldi hugsanlegt að veita hærri styrki til uppbyggingar gamalla húsa á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu. Kom fram í máli Kristjáns að sem betur fer hefði orðið vakning í þessum málum að undanfömu. „En betur má ef duga skal,“ sagði hann. Bjöm sagði að framlög og styrkir til endurbyggingar og varðveislu gamalla húsa væru einkum með þrennum hætti, þegar frá væra taldar framkvæmdir á vegum ríkisins við endurbætur á eldri húsum í eigu þess. í fyrsta lagi framlög til gamalla húsa í vörslu Þjóðminjasafns. I öðru lagi styrkir sem veittir væru í sérstök verkefni, þ.e. endurbyggingu húsa sem í flestum tilfellum eru í eigu eða á vegum sveitarfélaga eða samtaka. Og í þriðja lagi framlög til húsafriðunar- sjóðs sem styrkir viðhald og endur- bætur á friðuðum húsum og mann- virkjum. Meginhlutinn rennur til fram- kvæmda á landsbyggðinni Bjöm sagði framlög rQdsins til þessara verkefna samanlagt hafa ver- ið 52 milljónir árið 1996, 64 milljónir árið 1997,79 milljónir árið 1998,103,5 milljónir árið 1999 og 138,5 milljónir króna nú í ár. Til viðbótar framlagi ríkisins í húsafriðunarsjóð legði jöfn- unarsjóður sveitarfélaga síðan árlega fé í sjóðinn. Á árinu 1996 hefði það framlag numið 40,2 milljónum kr. en síðan hækkað árlega um 400-500 þús- und krónur og væri nú í ár 41,8 miHj- ónir króna. „Framlag til verndunar gamalla húsa í vörslu Þjóðminjasafns svo og sérstakar styrkveitingar vegna end- urbóta renna nær eingöngu til fram- kvæmda utan höfuðborgarsvæðis- ins,“ sagði Bjöm síðan. „Styrk- greiðslur húsafriðunarsjóðs árið 1999 námu um 59 milljónum króna, þar af eru veittir styrkir á höfuðborgar- svæðinu alls 12 milljónir króna en 47 milljónir króna utan höfuðborgar- svæðisins. Meginhluti styrkja ríkisins til endurbyggingar og varðveislu gamalla húsa rennur því til fram- kvæmda á landsbyggðinni.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.