Morgunblaðið - 23.11.2000, Side 14

Morgunblaðið - 23.11.2000, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Salan á Qrkubúinu er eina von Vesturbyggðar til að komast upp úr skuldafeninu Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Bæjarstjórar í minni bæjum hafa margvísleg embætti með störfum. Jón Gunnar Stefánsson, bæjarstjóri Vesturbyggðar, er jafnframt hafnarstjóri þriggja hafna. Komnir á endastöð Jón Gunnar Stefánsson bæjarstjóri þarf að nýta alla sína reynslu og þekkingu við rekstur Vesturbyggðar sem er eitt af verst stöddu sveitarfélögum landsins. Hann hefur bundið vonir við að salan á Orkubúi Vest- fjarða geti leyst vandann en segir Helga Bjarnasyni að til þess að byggðin geti staðist þurfí íbúar svæðisins einnig að fá frjálsari aðgang að fiskimiðunum. VESTURBYGGÐ er eitt þeirra sveitarfélaga sem eiga í miklum fjárhagsvanda. Þótt árang- ur hafi náðst í rekstri þess á allra síðustu árum er sveitarfélagið svo skuldsett að ekkert hefur verið hægt að gera til að auka þjónustu við íbúana. Stjórnendur sveitarfélagsins eru í nokkurs konar skuldafangelsi. Þeir gerðu sér vonir um að unnt yrði að greiða verulega niður skuldir með andvirði eignarhlutar þess í Orku- búi Vestfjarða sem ríkið hefur fallist á að kaupa og hafa því tekið illa þeim tíðindum að ríkið geri kröfu um að fjármunirnir verði not- aðir til að leysa vandamál vegna félagslega íbúðakerfisins. Komnir á endastöð Bæjarsjóður Vesturbyggðar sem nær yfir Patreksfjörð, Bíldudal og sveitimar í Vestur- Barðastrandarsýslu er djúpt sokkinn í skulda- fenið eftir áföll vegna atvinnulífs og eyðslu um- fram tekjur fyrr á árum. Eftir síðustu bæjar- stjórnarkosningar var Jón Gunnar Stefánsson, sem verið hafði bæjarstjóri í Grindavík í sex- tán ár, ráðinn bæjarstjóri. Hlutverk hans var að reyna að ná tökum á rekstrinum. Virðist það hafa tekist. Þannig var bæjarsjóður með jákvæðan rekstur á síðasta ári, útgjöldin námu 75% af tekjum. Jón Gunnar segir að í ár hefði mátt búast við svipuðum árangri ef ekki hefði komið til verulegra afskrifta krafna sem koma til lækkunar á tekjum sveitarsjóðs á þessu ári. „Þetta hefur gengið, með skilningi íbúanna. Við höfum ekkert getað gert fyrir þá og um- hverfi okkar, Við erum komnir á endastöð og förum hvergi á stjá því við getum ekki efnt til útgjalda og skulda sem fyrirfram er vitað að ekki verður hægt að greiða. Það eina sem við getum gert er að reyna að standa skil á rekstr- arkostnaði, öll uppbygging verður að bíða betri tíðar,“ segir Jón Gunnar. Bundnir á klafa Hann vekur athygli á því að sveitarfélögin eru bundin á klafa löggjafans. Þeim sé gert að sinna ýmsum lögboðnum málum, svo sem skólaskyldu sem taki meginhluta teknanna, og alltaf sé verið að bæta nýjum verkefnum við, og þá ekki alltaf athugað hvort öll sveitarfélög hafi peninga til að annast þau. Nefnir bæjar- stjórinn sem dæmi að gera þurfi átak í um- hverfismálum í Vesturbyggð, ekki síst í sorp- hirðu og sorpeyðingu. Þar þurfi að uppfylla ströng skilyrði. „Við þurfum að leggja 15-20 milljónir kr. í umhverfismálin á ári. Þótt þetta fé sé að verulegu leyti sótt í vasa borgaranna með þjónustugjöldum, þarf hinn sameiginlegi sjóður þeirra að sjá um að verkið sé unnið, en það er ekki einfalt mál fyrir skuldsett sveitar- félag,“ segir Jón Gunnar. Hann segir að gerður hafi verið samningur við verktaka til tuttugu ára um að koma upp fyrirtæki á staðnum til að annast sorphirðing- una og brenna sorpinu. Hins vegar hafi ekki verið hægt að hrinda samningnum í fram- kvæmd því verktakinn þurfi lánsfé til að byggja upp nauðsynlega aðstöðu en fái hvergi lán því tekjustreymið frá sveitarfélaginu, sem á bak við stendur, sé ekki talið öruggt til lengdar. Vesturbyggð hefur snúið sér til Byggða- stofnunar og óskað eftir að hún aðstoði við lausn á málinu. „Ef það tekst ekki erum við skildir eftir berstrípaðir á víðavangi. Við get- um ekki með nokkru móti framkvæmt það sem okkur er skylt samkvæmt lögum frá Alþingi. Fólki hefur fækkað mjög í Vesturbyggð á undanfömum árum. Á tíu árum hefur íbúunum fækkað úr 1.555 í 1.232, miðað við síðustu ára- mót. Hefur því fækkað um 323 menn eða rúm- lega 20% á þessu tímabili. Þróunin virðist halda áfram, því fyrstu níu mánuði þessa árs fluttu 100 íbúar í burtu en einungis 54 komu í staðinn. Von í Orkubúinu „Á meðan við eigum hlut okkar í Orkubúi Vestfjarða er staðan ekki vonlaus," segir bæj- arstjórinn. Vesturbyggð hafði frumkvæðið að þeirri umræðu sem nú er um sölu sveitarfélag- anna á Orkubúi Vestfjarða til ríkisins. Nú er unnið að formbreytingu Orkubúsins, úr sam- eignarfélagi í hlutafélag, þannig að einstök sveitarfélög geti í framhaldinu selt sinn hlut, en ríkið hefur sem kunnugt er fallist á að kaupa hlut þeirra sveitarfélaga sem vilja selja. Miðað við væntanlegt tilboð ríkisvaldsins ætti Vesturbyggð að fá rúmar 400 milljónir kr. fyrir hlut sinn í Orkubúinu. Það hugðust for- svarsmenn sveitafélagsins nota til að grynnka á skuldum þess. Sveitarsjóður skuldar um 500 milljónir kr. og er verulegur hluti skuldanna gjaldfallinn. Að auki skuldar félagslega íbúða- kerfið í sveitarfélaginu, sem sveitarfélagið ber ábyrgð á, Ibúðalánasjóði verulega fjármuni. Þar af eru 120 milljónir gjaldfallnar, að sögn Jóns Gunnars. „Við höfðum hug á að greiða þessi vanskil við íbúðalánasjóð en reyna að semja um dráttarvextina. Afganginn myndum við síðan nota til að greiða niður aðrar gjald- fallnar skuldir okkar og semja um eftirstöðv- arnar til lengri tíma. Með því móti værum við komin aftur á sléttan sjó með fjármálin og í svipaða stöðu til að veita íbúunum þjónustu og flest sveitarfélög landsins." Meðal þess sem sveitarstjórnarmenn í Vest- urbyggð dreymir um, fyrir utan það að koma umhverfismálunum í rétt horf, er að koma upp íþróttahúsum í þorpunum. Iþróttahús eru ekki í sveitarfélaginu, hvorki á Bíldudal né Patreks- firði, en Jón Gunnar segir að þetta sé aðstaða sem teljist sjálfsögð í öllum bæjarfélögum. Allt söluandvirðið í félagslega kerfið Það setti strik í þessar áætlanir sveitar- stjómarmanna í Vesturbyggð, og raunar víðar á Vestfjörðum, þegar í ljós kom, með bréfi þriggja ráðuneytisstjóra til sveitarstjórnanna, að ríkið gerir kröfu um að sveitarfélögin noti þá fjármuni sem þeir fá fyrir Orkubúið til að leysa vanda félagslega íbúðakerfisins. I því felst að þeim er ekki einungis gert að greiða vanskil sín við Ibúðalánasjóð heldur einnig að lækka skuldir á íbúðunum þannig að þær verði seljanlegar á almennum markaði með hæfileg- um skuldum eða að unnt verði að reka þær fyr- ir leigutekjur. Vesturbyggð á þegar 83 félagslegar íbúðir, meðal annars vegna innlausnar af upphafleg- um kaupendum, og tvær gætu átt eftir að bæt- ast við. Á hverri íbúð hvíla um það bil 6 millj- ónir kr. að meðaltali en þær geta ekki selst fyrir nema 1,5 til 2,5 milljónir kr., að sögn bæj- arstjórans. Ef Vesturbyggð ætti að leysa vandamálið í eitt skipti fyrir öll þyrfti að lækka skuldir hverrar íbúðar um 4 milljónir kr. og greiða vanskilaskuldir vegna þeirra. Færi öll eign sveitarfélagsins í Orkubúinu til þess og dygði ekki til, að mati Jóns Gunnars. Hann lætur í ljós þá skoðun að ekki sé hægt að velta vandanum vegna þeirra mörgu félags- legu íbúða sem Vesturbyggð hefur þurft að leysa til sín einvörðungu yfir á herðar þeirra íbúa staðanna sem eftir eru. „Hér var blómleg byggð og fólki fannst hvergi betra að búa. Það er því miður liðin tíð og sá vandi sem fólks- fækkunin skapar, hlýtur að teljast vandamál þjóðfélagsins í heild en ekki aðeins þess fólks sem enn kýs að búa hér.“ Frjálsari aðgangur að miðunum Jón Gunnar telur að með skilyrðum ríkis- valdsins fyrir kaupum á Orkubúinu sé verið að eyða vonum sem íbúarnir bundu við nýtt og betra líf í kjölfar sölu þess. „Það er miklu hreinlegra að dæma byggðina úr leik, með sama hætti og gert er við hús á náttúruham- farasvæðum. Auðvitað má líkja þvi við nátt- úruhamfarir þegar björgin hverfur úr höndum fólksins eins og hér hefur gerst, þegar mögu- leikar þess til að nýta auðlindir svæðisins hafa verið eyðilagðir að miklu leyti,“ segir Jón Gunnar. Með þessum orðum er hann að vísa til fiskveiðistjómunarkerfisins. Fyrirtæki í Vest- urbyggð hafa tapað í burtu miklum kvóta frá þvi það var tekið upp og Jón Gunnar segir að þær einstaklingsútgerðir sem mikið hafi hvílt á síðustu árin eigi nú einnig í miklum erfiðleik- um. Kvótaverðið sé svo hátt að rekstrargrund- völlur margra báta sé í raun brostinn. „Ef þessi svæði fengju frjálsari aðgang að fiskimiðunum, til dæmis að ýsu og steinbít ut- an kvóta á ákveðnum árstímum, myndu ein- staklingarnir spjara sig og byggðarlögin ná sér á strik á nýjan leik. Þetta er svo mikill smáiðnaður að lítil tilslökun að þessu leyti myndi ekki hafa teljandi áhrif á kerfið í heild. Eins og fyrirkomulagið er nú er staðan hins vegar vonlaus svo það er ekki að ástæðulausu að á þetta er bent,“ segir Jón Gunnar Stefáns- son. Barna- og unglinga- geðdeild fær eitt j ar ðskj álftahúsanna HÚS var flutt í heilu lagi á lóð barna- og unglingageðdeildar Landspitalans við Dalbraut í gærmorgun. Að sögn Ólafs Ó. Guðmundssonar, yfirlæknis deildarinnar, er húsið eitt af þeim bráðabirgðarhúsum er sett voru upp á Hvolsvelli eftir jarð- skjálftana í sumar. Ólafur segir að deildina hafí lengi vantað betri aðstöðu en ekki sé þó hægt að taka húsið í notkun strax þar sem það vantar fjárveitingu fyr- ir innanstokksmunum. „Starfsfólk hefur ekki haft að- stöðu til að taka viðtöl í göngu- deild. Við höfum farið fram á að það verði byggt hérna við og beiðni þess efnis liggur fyrir í fjárlagafrumvarpi. Nýja húsið er bráðabirgðalausn á húsnæðis- málum dcildarinnar. Við erum þó að sjálfsögðu ánægð með hús- ið því aðstöðuleysi hefur alltaf háð starfsemi deildarinnar,“ segir Ólafur. Hann bendir á að þótt húsið sé komið sé ekki til nein fjárveiting fyrir innanstokksmunum. „Það er ekki hægt að taka húsnæðið strax í notkun sem er mjög bagalegt. Fjárveitingar spitalans til áhalda- og tækjakaupa eru uppumar. Ef góðhjartaðir aðilar eða fyr- irtæki sæju sér fært að hjálpa okkur í þessum málum þá væri það mjög vel þegið.“ Húsinu komið fyrir á lóð barna- og unglingageðdeildar Landspi'talans við Dalbraut.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.