Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 15
Þungaflutn-
ingur til
Nesjavalla-
virkjunar
FARIÐ var með tvær stórar eining-
ar íþriðja áfanga Nesjavallavirkjun-
ar frá Sundahöfn á þriðjudag á
tveimur stórum flutningabílum frá
flutningafyrirtækinu ET.
Um er að ræða hluta tækjabúnað-
ar frá Mitusbishi Heavy Industries í
Japan, sem keyptur var af Heklu til
stækkunar virkjunarinnar. Þessi
stækkun skilar 30 megawöttum, en
eftir stækkunina verður heildar-
afkastageta Nesjavallavirkjunar 90
megawött. Áætlað er að þessi
stækkun virlgunarinnar verði kom-
in ígagnið í júlí á næsta ári.
Á þriðjudag var fluttur rafallinn
sjálfur sem er um 66 tonn að þyngd
og spennirinn sem er 72 tonn. Síðar í
vikunni verður túrbínan flutt á stað-
inn, en hún er um 80 tonn að þyngd.
Sektaður
fyrir að
slá stöðu-
mælavörð
í andlitið
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík-
ur dæmdi 26 ára karlmann til að
greiða 70.000 króna sekt í ríkis-
sjóð fyrir að ráðast á stöðu-
mælavörð og slá hann í andlitið
með þeim afleiðingum að hann
hlaut tvö sár yfir vinstra gagn-
auga og bólgnaði á vör. Valtýr
Sigurðsson héraðsdómari kvað
upp dóminn sl. fóstudag.
Atvikið átti sér stað í október
fyrir ári í Tryggvagötu í Reykja-
vík. Fyrir rétti kvaðst stöðu-
mælavörðurinn hafa verið að
skrifa út kæru á bifreið sem lagt
var ólöglega fyrir framan veit-
ingahús þar sem ákærði sat að
snæðingi ásamt sambýliskonu
sinni og bami. Akærði hafi kom-
ið út og spurt hvort hann mætti
ekki færa bifreiðina. Stöðu-
mælavörðurinn gaf ákærða
tækifæri til að fjarlægja bifreið-
ina en þegar ekki var orðið við
því hugðist hann skrifa út sekt-
armiða. Ákærði kom þá aftur út
og var mjög æstur. Stöðumæla-
vörðurinn segist þá hafa ætlað
að kalla á aðstoð í gegnum tal-
stöð. Hann vissi síðan ekki fyrr
en ákærði sló hann 4-5 hnefa-
högg í andlitið og sparkaði í
sköflung hans. Samkv. læknis-
vottorði voru tvö sár yfir vinstra
gagnauga auk þess sem hann
var bólginn á vör.
Þras þróaðist út í
stympingar milli manna
Ákærði segir þras milli stöðu-
mælavarðarins og hans sjálfs
hafa þróast út í stimpingar.
Stöðumælavörðurinn hafi síðan
hent frá sér möppu og lyft tal-
stöð yfir höfúð sér. Ákærði
kveðst þá hafa slegið stöðu-
mælavörðinn einu sinni í andlitið
með flötum lófanum enda bjóst
hann við að fá talstöðina í and-
litið.
Héraðsdómur segir ósannað
gegn eindreginni neitun ákærða
að hann hafi slegið stöðumæla-
vörðinn 4-5 hnefahögg í andlitið.
Ákærði hafi hins vegar játað að
hafa að fyrra bragði slegið hann
með flötum lófa í andlitið. Hann
var því dæmdur til að greiða
70.000 krónur í sekt en greiðist
sektin ekki innan fjögurra vikna
kemur 16 daga fangelsi í stað-
inn. Auk refsingarinnar var
ákærði dæmdur til að borga
sakarkostnað, þar með talinn %
hluta málsvarnarlauna skipaðs
verjanda síns.
Bfiarnir með tækjabúnaðinn við Rauðavatn á leið austur á Nesjavelli.
Yísa frá tillögu um
kaup á Islendingi
FULLTRÚAR Reykjavíkurlistans
í borgarráði samþykktu á borgar-
ráðsfundi á þriðjudag að vísa frá
tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins um kaup á víkingaskipinu
Islendingi. Málið var einnig rætt á
borgarstjórnarfundi í síðustu viku.
í greinargerð með frávísunartil-
lögunni segir: „Komið hefur fram í
umræðum á Afþingi og í máli ráð-
herra í ríkisstjórn greinilegur
áhugi á því að ríkið eignist víkinga-
skipið íslending, sem gert var út til
Vesturheims á árinu og gegnt hef-
ur stóru hlutverki í tilefni þess að
landafunda hefur verið minnst á
árinu 2000. Borgarráð telur því
eðlilegt að ríkið hafi forgöngu í
málinu en lýsir sig reiðubúið til
samstarfs verði þess óskað. Borg-
arráð telur ekki ástæðu til að leita
eftir kaupum á skipinu að svo
stöddu og samþykkir að vísa tillög-
unni frá.“
í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins segir að með frá-
vísuninni hafi Reykjavíkurlistinn
hafnað tillögu sem feli í sér aukin
tækifæri fyrir ferðaþjónustuna í
Reykjavík.
•. .■ y
Kæliskápur meö klakavél á
ótrúlegu veröi.
LG-DVD spilari - 3200 E
Verð aðeins stgr. kr.
Verð aðeins stgr. kr.
149.000.-
LG-20" sjónvarp CB-20F80X
20" LG sjónvarp meö Black
Hi-Focus skjá sem gefur einstaklega
skarpa mynd. Hátalarar að framan,
ACMC sjalvirkur stöövaleitari,
100 rása minni, fjarstýring,
rafræn barnalæsing,
innbyggður tölvuleikur o.fl.
Verð aðeins stgr. kr.
19.900.-
Verð áður kr. 24.900,-
LG-Hi-Fi videotæki 6 hausa
Ný hönnun frá LG með frábærum
myndgæðum. Long play afspilun og
upptöku. NTSC afspilun á PAL TV,
100% kyrrmynd. Breiðtjaldsstilling 16:9.
Barnalæsing, fjarstýring,
Video Doctor(sjálfbilanagreining) o.fl.
Verð aðeins stgr. kr.
•d Wilfa kaffivél
^XQ616
Verð aðeins stgr. kr.
iJsn.-
◄
Creda Advanœ
þvottavél 17112E
Réttverðkr. 39.900.-
Cpeda
^edesa
1000/500 snúninga þvottavél.
Tekur inn heitt og kalt vatn.
Hitastilling innbyggö í þvottakerfi.
Hurö opnast 180°. 13 þvottakerfi m.a.
ullarvagga, flýtiþvottur og
sparnaroarkerfi.Tekur 5 kg.
Mjög öflug uppþvottavél
fyrir 12 manna matarstell,
5 þvottakerfi: Skol, forþvottur,
aöalþvottur, seinna skol og þurrkun.
2 hitastig 65°C/55°C, sparnaöarkerfi.
Mjög lágvær (42db)
Breidd 59,5cm - Hæö 82 cm - Dýpt 57 cm
Verð aðeins stgr. kr.
37.900.-
Verð áður kr. 54.900.-
JVC hljómtækjasamstæða pk
MX-J300
90Wx2 magnari, 70Wx2 RMS, 3ja diska
CD spilari.útvarp, tvöfalt kassettuæki,
Powered Rolling Panel, Active Bass,
fjarstýring o.m.fl.
44.900.-
◄
Wilfa Örbylgjuofn
WP700J17
700 wött, snúningsdiskur
Góður ofn á frábæru verði!
9.900.-
<4 LG-bökunarvél HB-152Œ
Bakaöu ný og ilmandi brauö daglega
án fyrirhafnar. 7 mismunandi
bökunaraöferðir. 3 stillingar fyrir
bakstur, Ijóseða dökk. 13lclst.
tímastillir þannig aö þú færö nýbakaö
brauö þegar þu vaknar.
13.900.-
EXPERT erstærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeöja í heiminum
- ekki aðeins á Norðurlöndum.
á íslandi
RflFTíEKMPERZLUN ÍSLflMDSIE
- AN NO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776