Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 23.11.2000, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 15 Þungaflutn- ingur til Nesjavalla- virkjunar FARIÐ var með tvær stórar eining- ar íþriðja áfanga Nesjavallavirkjun- ar frá Sundahöfn á þriðjudag á tveimur stórum flutningabílum frá flutningafyrirtækinu ET. Um er að ræða hluta tækjabúnað- ar frá Mitusbishi Heavy Industries í Japan, sem keyptur var af Heklu til stækkunar virkjunarinnar. Þessi stækkun skilar 30 megawöttum, en eftir stækkunina verður heildar- afkastageta Nesjavallavirkjunar 90 megawött. Áætlað er að þessi stækkun virlgunarinnar verði kom- in ígagnið í júlí á næsta ári. Á þriðjudag var fluttur rafallinn sjálfur sem er um 66 tonn að þyngd og spennirinn sem er 72 tonn. Síðar í vikunni verður túrbínan flutt á stað- inn, en hún er um 80 tonn að þyngd. Sektaður fyrir að slá stöðu- mælavörð í andlitið HÉRAÐSDÓMUR Reykjavík- ur dæmdi 26 ára karlmann til að greiða 70.000 króna sekt í ríkis- sjóð fyrir að ráðast á stöðu- mælavörð og slá hann í andlitið með þeim afleiðingum að hann hlaut tvö sár yfir vinstra gagn- auga og bólgnaði á vör. Valtýr Sigurðsson héraðsdómari kvað upp dóminn sl. fóstudag. Atvikið átti sér stað í október fyrir ári í Tryggvagötu í Reykja- vík. Fyrir rétti kvaðst stöðu- mælavörðurinn hafa verið að skrifa út kæru á bifreið sem lagt var ólöglega fyrir framan veit- ingahús þar sem ákærði sat að snæðingi ásamt sambýliskonu sinni og bami. Akærði hafi kom- ið út og spurt hvort hann mætti ekki færa bifreiðina. Stöðu- mælavörðurinn gaf ákærða tækifæri til að fjarlægja bifreið- ina en þegar ekki var orðið við því hugðist hann skrifa út sekt- armiða. Ákærði kom þá aftur út og var mjög æstur. Stöðumæla- vörðurinn segist þá hafa ætlað að kalla á aðstoð í gegnum tal- stöð. Hann vissi síðan ekki fyrr en ákærði sló hann 4-5 hnefa- högg í andlitið og sparkaði í sköflung hans. Samkv. læknis- vottorði voru tvö sár yfir vinstra gagnauga auk þess sem hann var bólginn á vör. Þras þróaðist út í stympingar milli manna Ákærði segir þras milli stöðu- mælavarðarins og hans sjálfs hafa þróast út í stimpingar. Stöðumælavörðurinn hafi síðan hent frá sér möppu og lyft tal- stöð yfir höfúð sér. Ákærði kveðst þá hafa slegið stöðu- mælavörðinn einu sinni í andlitið með flötum lófanum enda bjóst hann við að fá talstöðina í and- litið. Héraðsdómur segir ósannað gegn eindreginni neitun ákærða að hann hafi slegið stöðumæla- vörðinn 4-5 hnefahögg í andlitið. Ákærði hafi hins vegar játað að hafa að fyrra bragði slegið hann með flötum lófa í andlitið. Hann var því dæmdur til að greiða 70.000 krónur í sekt en greiðist sektin ekki innan fjögurra vikna kemur 16 daga fangelsi í stað- inn. Auk refsingarinnar var ákærði dæmdur til að borga sakarkostnað, þar með talinn % hluta málsvarnarlauna skipaðs verjanda síns. Bfiarnir með tækjabúnaðinn við Rauðavatn á leið austur á Nesjavelli. Yísa frá tillögu um kaup á Islendingi FULLTRÚAR Reykjavíkurlistans í borgarráði samþykktu á borgar- ráðsfundi á þriðjudag að vísa frá tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins um kaup á víkingaskipinu Islendingi. Málið var einnig rætt á borgarstjórnarfundi í síðustu viku. í greinargerð með frávísunartil- lögunni segir: „Komið hefur fram í umræðum á Afþingi og í máli ráð- herra í ríkisstjórn greinilegur áhugi á því að ríkið eignist víkinga- skipið íslending, sem gert var út til Vesturheims á árinu og gegnt hef- ur stóru hlutverki í tilefni þess að landafunda hefur verið minnst á árinu 2000. Borgarráð telur því eðlilegt að ríkið hafi forgöngu í málinu en lýsir sig reiðubúið til samstarfs verði þess óskað. Borg- arráð telur ekki ástæðu til að leita eftir kaupum á skipinu að svo stöddu og samþykkir að vísa tillög- unni frá.“ í bókun borgarráðsfulltrúa Sjálf- stæðisflokksins segir að með frá- vísuninni hafi Reykjavíkurlistinn hafnað tillögu sem feli í sér aukin tækifæri fyrir ferðaþjónustuna í Reykjavík. •. .■ y Kæliskápur meö klakavél á ótrúlegu veröi. LG-DVD spilari - 3200 E Verð aðeins stgr. kr. Verð aðeins stgr. kr. 149.000.- LG-20" sjónvarp CB-20F80X 20" LG sjónvarp meö Black Hi-Focus skjá sem gefur einstaklega skarpa mynd. Hátalarar að framan, ACMC sjalvirkur stöövaleitari, 100 rása minni, fjarstýring, rafræn barnalæsing, innbyggður tölvuleikur o.fl. Verð aðeins stgr. kr. 19.900.- Verð áður kr. 24.900,- LG-Hi-Fi videotæki 6 hausa Ný hönnun frá LG með frábærum myndgæðum. Long play afspilun og upptöku. NTSC afspilun á PAL TV, 100% kyrrmynd. Breiðtjaldsstilling 16:9. Barnalæsing, fjarstýring, Video Doctor(sjálfbilanagreining) o.fl. Verð aðeins stgr. kr. •d Wilfa kaffivél ^XQ616 Verð aðeins stgr. kr. iJsn.- ◄ Creda Advanœ þvottavél 17112E Réttverðkr. 39.900.- Cpeda ^edesa 1000/500 snúninga þvottavél. Tekur inn heitt og kalt vatn. Hitastilling innbyggö í þvottakerfi. Hurö opnast 180°. 13 þvottakerfi m.a. ullarvagga, flýtiþvottur og sparnaroarkerfi.Tekur 5 kg. Mjög öflug uppþvottavél fyrir 12 manna matarstell, 5 þvottakerfi: Skol, forþvottur, aöalþvottur, seinna skol og þurrkun. 2 hitastig 65°C/55°C, sparnaöarkerfi. Mjög lágvær (42db) Breidd 59,5cm - Hæö 82 cm - Dýpt 57 cm Verð aðeins stgr. kr. 37.900.- Verð áður kr. 54.900.- JVC hljómtækjasamstæða pk MX-J300 90Wx2 magnari, 70Wx2 RMS, 3ja diska CD spilari.útvarp, tvöfalt kassettuæki, Powered Rolling Panel, Active Bass, fjarstýring o.m.fl. 44.900.- ◄ Wilfa Örbylgjuofn WP700J17 700 wött, snúningsdiskur Góður ofn á frábæru verði! 9.900.- <4 LG-bökunarvél HB-152Œ Bakaöu ný og ilmandi brauö daglega án fyrirhafnar. 7 mismunandi bökunaraöferðir. 3 stillingar fyrir bakstur, Ijóseða dökk. 13lclst. tímastillir þannig aö þú færö nýbakaö brauö þegar þu vaknar. 13.900.- EXPERT erstærsta heimilis-og raftækjaverslunarkeöja í heiminum - ekki aðeins á Norðurlöndum. á íslandi RflFTíEKMPERZLUN ÍSLflMDSIE - AN NO 1 929 - Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.