Morgunblaðið - 23.11.2000, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000
MORGUNBLAÐIÐ
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
Tugir reykvískra heimila taka þátt í tilraun með nettengingu um rafmagnsinnstungur
Nettenging' um raf-
magnskerfið býðst
fyrir næsta sumar
Raflína:
ÓflUG SÍTEN6IN6 Vlt)
InTSrMETib i OEGNun RaFqfSíf kerfie
Morgunblaðið/RAX
Höfuðborgarsvæðið
RAFLÍHUTkN6IN(j, PLt
g-<rjHfcfiAOUfccK.
NÆ«HyNO M fcNOAÖOW
NöTKUNÁHHÆUH' ’
aw.-H 14 ;K»*í »j«: ► -n-».»l/» - n>« »■ymna
VEFSLOÐIR
• www.tina.net
• www.ascom.com/plc
• www.siemens.de/plc/eng/index.htm
Eiríkur Bragason, t.v., og Markus J. Reigl eru
bjartsýnir á að íbúar höfuðborgarsvæðisins
geti tengst Netinu um rafmagnsinnstungurnar
um mitt næsta ár. Borgarbúar geta þegar próf-
að þessa nýjung í tveimur tölvum í Ráðhúsinu.
Gerist mjög snöggt
Suðurhlíðar
HULDA Kristinsdóttir er ein þeirra borg-
arbúa sem nú tengjast Netinu um raforku-
dreifikerfið. Hún lætur vel af reynslu sinni.
„Þetta gerist mjög snöggt og fljótt og ég er
fljót að lesa dagblöðin og allar fróttir á
CNN,“ segir Hulda, sem áður tengdist Net-
inu í gegnum símalínurnar. „Þá gat það
tekið ansi langan tíma að komast inn og
stundum tókst það bara alls ekki,“ segir
hún en slík vandamál hafa ekki orðið á
vegi hennar frá því tilraunin hófst.
Hún segist aldrei hafa notað Netið eins
mikið og á tilraunati'manum, því það sé
orðið svo einfalt og fyrirhafnarlítið þegar
ekki þarf að hringja og tölvan stendur opin
og nettengd allan sólarhringinn.
En á hún von á að gerast viðskiptavinur
þegar tilraunatímanum lýkur og farið
verður að bjóða þjónustuna á markaði?
Hulda segist alveg eins eiga von á því. Hún
hefur ekki kynnt sér hvernig munurinn á
verði þessa valkosts og ISDN eða ADSL
kemur út. „En mér finnst þetta mjög hent-
ugt og þá þyrfti ég ekki að vera að taka inn
aðra simahnu og eða leggja í annan kostn-
að,“ segir hún.
Morgunblaðið/Ásdís
Hulda Kristinsdóttir lætur vel af raf-
tengingu við Netið.
Auk Huldu og um 20 nágranna hennar í
Suðurhliðum, eru það ibúar í fjölbýlishús-
um við Álfheima og nokkurra húsa í
Smárahverfi og Skúlagötu, sem taka þátt í
tilrauninni. Þá eru tvær tölvur tengdar
með þessum hætti í Tjarnarkaffi í Ráðhúsi
Reykjavíkur og þar geta gestir og gang-
andi prófað að fara á Netið um rafmagns-
linurnar.
ALMENNINGI á höfuð-
borgarsvæðinu mun væntan-
lega á fyrri hluta næsta árs
bjóðast sítenging við Netið
um raforkudreifikerfið fyrir
um 2.500-3.000 krónur á
mánuði. Nokkrir tugir reyk-
vískra heimila hafa undan-
farna mánuði tekið þátt í til-
raunum vegna þessa á vegum
Línu.Nets og í samstarfi við
þýska fyrirtækið Siemens og
svissneska fyrirtækið Ascom.
Óþarft verður að teppa síma
til að komast í netsamband
heldur er hægt að tengjast í
gegnum hvaða rafmagns-
tengil í húsinu sem vera skal
með ákveðnum búnaði. Til-
raunirnar hafa gefið góða
raun, að sögn Eiríks Braga-
sonar, forstjóra Línu.Nets.
Lína.Net hefur undanfarið
unnið að því að leggja ljós-
leiðaranet um höfuðborgar-
svæðið og hluta Suðurlands
og mun á næstunni bjóða fyr-
irtækjum og heimilum teng-
ingar við það með mestu fá-
anlegu gagnaflutningsgetu.
Einnig hefrn- fyrirtækið yfir
að ráða örbylgjukerfi fyrir
þráðlaus fjarskipti með um 2
Mb/sek fastri flutningsgetu
fyrir einstaka viðskiptavini.
Gagnaflutningar um raforku-
kerfið verða þriðji meginþátt-
ur fjarskiptaþjónustu fyrir-
tækisins og sá sem helst mun
gagnast almenningi við hefð-
bundna nettengingar og
netnotkun á heimilum, að
sögn Eiríks.
3 Mb/sek hraði fyrir
hundrað heimili
Um leið og ljósleiðaranetið,
sem er burðarnet fjarskipta-
kerfis Línu.Nets, er lagt um
höfuðborgarsvæðið er það
tengt þeim um það bil 800
spennistöðvum raforkudreif-
ingakerfisins sem til eru í
borginni. Hver spennistöð
þjónar um það bil 100 heimil-
um. Við gagnaflutninga eru
raflínurnar milli spennistöðv-
anna og heimilanna notaðar
til að tengja heimilin ljós-
leiðaranetinu.
Venjulegar heimilistölvur
eru með mótaldi, sem býður
56 kb/sek flutningsgetu um
símalínur. Með því að kaupa
ISDN- eða ADSL-tengingar
og búnað er nú þegar hægt
að auka þá flutningsgetu
verulega.
Sú flutningsgeta, sem
verður í boði með raforku-
kerfinu, verður hins vegar
um það bil 3 Mb/sekúndu
(3000 kb/sek)en hún skiptist
milli þeirra 100 heimila, sem
hver og ein spennistöð þjón-
ar. Því verður mismikil flutn-
ingsgeta tiltæk eftir því þvert
álagið er og á hversu mörg-
um heimilanna 100 er verið
að vinna á Netinu samtímis.
Ekki er þó ástæða til þess
að óttast að flutningsgetan til
heimila um raforkukerfið fari
nokkru sinni niður fyrir það
sem best er hægt að ná í
gegnum símalínur, segir
Markus J. Reigl, forstjóri
þeirrar deildar hjá þýska fyr-
irtækinu Siemens sem þróar
upplýsinga- og fjarskipta-
tækni, en hann var hér á
landi í vikunni vegna við-
skipta Siemens og Línu.Nets.
Hann segii- að ekki sé búist
við því að jafnvel besta mark-
aðsherferð skili nema um það
bil 30-40 af hverjum 100
heimilum í viðskipti. Afar litl-
ar líkur séu á því að allir þeir
séu einhvern tímann sam-
stundis að hlaða niður skrám
af Netinu en jafnvel þótt svo
sé eigi flutningsgetan þegar
verst lætur að vera nokkuð
sambæríleg við það sem best
gerist með venjulegri síma-
línu. Að öllum jafnaði sé hún
hins vegar mun betri og
heimasíðurnar birtast á
skjánum á andartaki.
Eiríkur Bragason segir að
það sé jafnsjálfsagt að dreifa
gagnaflutningsgetunni á
þennan hátt milli notenda og
það er að leggja ekki sjálf-
stæða pípulögn frá hverju
húsi að dreifistöðvum neyslu-
vatns heldur notast við sam-
eiginlegar lagnir eins og
kostur er. í þessu tilfelli er
ljósleiðaranetið meginæð
gagnaflutninganna en hún
kvíslast svo frá spennistöðv-
unum til einstakra notenda.
Siemens með til-
raunir í 7 löndum
Markus J. Reigl segir enn-
fremur að Siemens sé um
þessar mundir að vinna að
þróun búnaðar fyrir gagna-
flutninga um raforkukerfið í
7 löndum, auk samstarfsins
við Línu.Net. Hann segir að
þróunarstarfið gangi vel og
fullvíst megi nú heita að farið
verði að fjöldaframleiða bún-
að til að gera tenginguna
mögulega um mitt næsta ár.
Fleiri stórfyrirtæki vinna
að þróun þessarar tækni. Eitt
þeirra er hið svissneska
Ascom og Lína.Net á einnig í
samstarfi við það. Búnaður
frá Ascom er notaður í þrem-
ur tilraunanna sem nú standa
yfir hérlendis en búnaður frá
Siemens í einni. Eiríkur
Bragason segir að nú stefni í
að Ascom, sem stendur að til-
raunum í 12 löndum, verði
aðeins á undan Siemens að
ljúka sínu þróunarstarfi og
hefja framleiðslu. Þegar mál
skýrist frekar muni Lína.Net
væntanlega óska eftir verðtil-
boðum frá fyrirætkjunum
tveimur og ganga til við-
skipta við það þeirra sem
betur býður.
Á mesta framtíð
í N-Evrópu
Markus J. Reigl segii- að
gagnaflutningar um raforku-
kerfið virðist eiga mesta
framtíð fyrir sér á Norður-
löndum og í norðanverðri
Evrópu. Ástæðan fyrir því er
sú að í þessum löndum er til
að dreifa vönduðum raforku-
dreifingarkerfum, með mikl-
um gæðum búnaðar og þjón-
ustu. Því verði auðveldara að
bjóða þessa þjónustu við þær
aðstæður en í löndum sem
búa við verra kerfi og flytja
t.d. rafmagn um loftlínur til
smærri notenda.
Einnig er ljóst, að sögn
hans, að þessi tækni mun
fyrst og fremst nýtast í þétt-
býliskjörnum en verði ekki
hagkvæm í dreifbýli. Ástæða
þess er að ekki má vera of
mikil vegalengd milli spenni-
stöðvar og þess húss þar sem
notandinn er. Siemens, sem
neytendur þekkja fyrst og
fremst sem vinsælan fram-
leiðanda ýmissa heimilis-
tækja, hefur þegar lagt jafn-
virði um 7,6 milljarða
íslenskra króna í þróunar-
starfið.
En er von til þess að flutn-
ingsgetan um raforkukerfið
komist upp fyrir 3 Mb/sek
hámarkið? Markus Reigl seg-
ir svo vera; nú þegar er séð
fram á að í 2. og 3. kynslóð
tækninnar verði 6-10 Mb/sek
marki náð.
Eiríkur Bragason segir að
Lína.Net stefni að því að fara
bjóða almenningi að tengjast
Netinu á þennan nýja hátt á
fyrri hluta næsta árs enda
verði þá farið að fjöldafram-
leiða þann búnað sem til þarf.
Flest þyki nú benda til að
þær áætlanir standist. Þegar
farið verður að tengja fjölda
notenda þarf að koma upp
búnaði við hverja spennistöð
og við inntak hvers húss og
einnig þarf tæki á stærð við
straumbreyti við hveija
tölvu. Eiríkur segir að
Lína.Net muni að líkindum
leggja notendum þennan
búnað til án þess að krefja
um sérstakt gjald umfram af-
notagjaldið, sem nú er talið
að verði um 2.500-3.000 kr. á
mánuði en endanleg ákvörð-
un um það liggur þó ekki fyr-
ir.
Nýja kerfið mun frá fyrsta
degi ná um allt höfuðborgar-
svæðið. Einnig standa yfir
viðræður um þessa þjónustu
við nokkur stærri sveitarfé-
lög úti á landi.
Bak-
slagið
að baki?
Reykjavík
GAGNAFLUTNINGAR
um raforkukerfið voi-u eitt
meginmarkmiðið með
stofnun Línu.Nets á síð-
asta ári, en fyrirtækið var
upphaflega dótturfyrír-
tæki Orkuveitu Reykja-
víkur.
Bakslag kom þó í áform-
in í september á síðasta ári
þegai- fregnii’ bárust af því
að Nor.Web, breskt fyrir-
tæki, sem hafði forystu um
þróun þessarar tækni
lagði upp laupana.
Deilt hafði verið á borg-
arstjómarmeirihlutann
fyrii’ að stofna íyrirtækið
og í kjölfar fregnanna af
örlögum Nor.Web kom sú
gagnrýni upp að nýju.
Borgarstjórnarminnihlut-
inn sagði að nú væri komið
á daginn að þær spár hafi
átt við rök að styðjast að
mörg atriði málsins,
tæknileg og fjárhagsleg,
hafi verið byggð á hæpn-
um forsendum.
Morgunblaðið sagði frá
málinu og vitnaði m.a. til
umfjallana erlendra miðla
um afdrif Nor.Web þar
sem annars vegar var
staðhæft að markaðslegar
en ekki tæknilegar orsakir
hafi legið iyrir lokun íyrir-
tækisins en hins vegar vai’
haft eftir aðilum að ýmsar
tæknilegar lausnir hefðu
reynst fyrirtækinu erfiðar,
þar á meðal lekatruflanii’,
hafi orðið gagnaflutning-
um um raforkukerfi að
falli og nú væri séð fyrir
endann á þeim tilraunum.
Eiríkur Bragason,
framkvæmdastjóri Línu.-
Nets, sagði í samtali við
Morgunblaðið að þeir sem
staðhæfðu að séð væri fyr-
ir endann á tilraununum
hefðu ekki stutt það álit
með tæknilegum rök-
semdum. Ljóst hefði verið
að leiðin væri tæknilega
fær og fljótlega hefðu önn-
ur fyrirtæki tekið upp
merki Nor.Web og þau
sem einnig unnu að þróun
tækninnar hefðu áfram
haldið sínu striki. Eiríkur
sagði þá skýringu líkleg-
asta á lokun Nor.Web að
móðurfyrirtæki þess, Nor-
tel, hefði einfaldlega
ákveðið að veðja á ADSL-
lausnir og þar með dregið
dótturfyrii’tækið út úr
samkeppni við þann kost.
Orkuveita Reykjavíkur
á enn meirihluta í Línu.-
Net en aðrir hluthafar eru
helstir ijarskiptafyrirtæk-
in Islandssími, Tal og
Skýrr.