Morgunblaðið - 23.11.2000, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Skólanefnd Akureyrar
styrkir sex nemendur
í kennaradeild IIA
Hver styrk-
ur er rúm
hálf milljón
SKÓLANEFND Akureyrar styrkir
nemendur við kennaradeild Háskól-
ans á Akureyri til náms, annars vegar
til menntunar grunnskólakennara og
hins vegar til menntunar leikskóla-
kennara. Veittur er einn styrkur á ári
á hvorri námsbraut og eru nú alls sex
nemendur á slíkum styrkjum.
Styrkupphæðin er 60 þúsund krón-
ur á mánuði á tímabilinu 20. ágúst til
31. maí á hverju skólaári, eða alls 560
þúsund krónur á hvem styrkþega.
Styrkurinn er miðaður við að námið
taki þrjú ár en heimilt er að semja um
aðra námsframvindu.
A móti skuldbinda styrkþegar sig
til að inna af hendi vinnuframlag við
leik- og grunnskóla bæjarins jafn-
lengi og þeir eru á styrkjum. Að öðr-
um kosti hefur skólanefnd heimild til
að krefjast endurgreiðslu á veittum
styrk og eins ef styrkþegi hættir námi
án þess að ljúka því.
Fleiri fagmenntaðir
starfsmenn
Gunnar Gíslason, deildarstjóri
skóladeildar Akureyrarbæjar, sagði
að mikiil áhugi væri á þessum styrkj-
um og fjöldi umsókna hefði borist
enda væri hér um töluverðar fjárhæð-
ir að ræða. Gunnar sagði að þarna
væri um að ræða tilraun til þess að
reyna að ná fleiri fagmenntuðum
starfsmönnum inn í skólana.
„Styrkþegar eru valdir með tilliti
til námsárangurs og meðmæla en það
er mjög vandasamt verk að velja úr
þessum hópi. En ég held að þetta sé
þokkaleg búbót fyrir þetta fólk,“
sagði Gunnar.
-----------------
Durgur 2000
DURGUR 2000 er yfirskrift tónleika
sem Helgi og hljóðfæraleikararnir,
hljómsveitin Hundslappadrífa og
Ólína standa fyrir. Fyrri tónleikar-
nir af tvennum verða í Gamla bæn-
um við Hótel Reynihlíð í Mý-
vatnssveit í kvöld, föstudagskvöldið
21. nóvember og hefjast þeir kl. 22.
Tónleikarnir munu standa eins lengi
og kraftar endast.
Síðari tónleikarnir verða í Deigl-
unni á Akureyri, laugardagskvöldið
25. nóvember og hefjast þeir einnig
kl. 22 og standa svo lengi sem stuð
leyfir.
Ólína sendir nú frá sér sína fyrstu
plötu og hefur hljómsveitin leikinn á
vísnanótum, þá tekur Hundslappa-
drífa við, en hljómsveit sú er kunn
fyrir vandaða texta og kröftuga al-
þýðutónlist. Loks taka Helgi og
hljóðfæraleikararnir við.
Aldurstakmark er 18 ár. Seld
verða jólakort til styrktar vondum
tónlistarmönnum.
FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 21
Jólastjarna
a 30% afsláttur
fímmtudag
sunnudags
I. flokkur
II. flokkur
III. flokkur
Mikiö úrval göngu- og hlaupabrauta ásamt mesta úrvali landsins
af allskyns þrek- og æfingatækjum. Aðeins topp-merki.
vmjjjr
pM w
PR0-F0RM 525EX
Rafdrifin göngu- og hlaupabraut
Hraöi 0-16 km/klst.
Fjaðrandi bretti sem minnkar álag á liðamót.
Rafstýrður hæðarstillir (3-10%), vandaöur
tölvumælir, statíf fyrir vatnsbrúsa og handklæði.
2ja hestafla mótor.
Hægt að leggja saman og því hentug fyrir heimili
og vinnustaði.
Stgr. 158.075.
Kr. 166.394.
Stærð: L. 161 x br. 80 x h. 135 cm
rrarj
RADGRMDSLUfí
|T |g
ÖRNINNP*
STOFNAÐ1925
- ÞREKTÆKJADEILD -
Skeifan 11, sími 588 9890