Morgunblaðið - 23.11.2000, Side 26

Morgunblaðið - 23.11.2000, Side 26
26 FIMMTUDAGUR 23. NÓVEMBER 2000 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ URVERINU Laug'afiskur hf. tekur þátt í stofnun fískþurrkunarfyrirtækis í Færeyjum Aætlað að ársvelta nemi um 200 milljónum króna LAUGAFISKUR hf. er annar af tveimur stærstu eigendum nýstofn- aðs fyrirtækis í Færeyjum, Faroe Marine Products. Fyrirtækið mun starfa á sama sviði og Laugafiskur, þ.e. við þurrkun fiskhausa og -hryggja og selja afurðir sínar á sömu mörkuðum og Laugafiskur gerir. Heildarhlutafé Faroe Marine Products er um 40 milljónir íslenskra króna. Tvö íslensk fyrirtæki eiga samtals helmingshlut í því. Þar af á Laugafiskur 45% hlut eða um 18 milljónir króna, en Fiskmiðlun Norð- urlands á Dalvík 5% hlut. Aðrir eig- endur eru P.F. Konoy í Færeyjum með 45% hlut og P.F. Sesam í Fær- eyjum með 5% hlut. Starfsemi hefst í mars Laugafískur er að fullu í eigu Ut- gerðarfélags Akureyringa hf. og hef- ur verið ákveðið að auka hlutafé í Laugafiski um 18 milljónir króna samhliða stofnun hins færeyska sam- starfsfélags þess. Faroe Marine Products hyggst starfrækja þmrkunarverksmiðju í Leirvík á Austurey og mun starfsemi verksmiðjunnar hefjast í marsbyrjun nk. Verksmiðjan verður mjög tækni- vædd en um 20 manns munu starfa þar. Aætlað er að hún geti unnið úr 6.000-6.500 tonnum af hráefni á ári og er gert ráð fyrir að ársveltan nemi um 200 milljónum íslenskra króna. Þegar er búið að tryggja verksmiðj- unni hráefni fyrsta starfsárið og kemur það frá færeyskum útgerðum. Stjórnarformaður Faroe Marine Products er Lúðvík Haraldsson, framkvæmdastjóri Laugafisks. Auk hans á Guðbrandur Sigurðsson, framkvæmdastjóri UA, sæti í stjórn fyrirtækisins ásamt þremur full- trúum færeysku eignaraðilanna. Framkvæmdastjóri Faroe Marine Products er Færeyingurinn Eiríkur Á. Húsamörk. Loftslagsráðstefna SÞ í Hollandi Óeirðalögregla stöðvaði í gær um 250 námsmenn sem hugðust ganga að bandaríska sendiráðinu í Haag til að mótmæla kjarnorkuverum. Mikið hefur verið um alls konar mótmæli í borginni í tilefni af ráðstefnunni. Allt ólj óst fram á síðustu stundu Morgunblaðið/Karl Matthíasson Nýr hafnarvörður í Grundarfirði Grundarfirði. Morgunblaðið. Taugatitringur gerir vart við sig á loftslags- ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, þar sem rjómakökur fljúga um borð. Flestir búast við einhverri niðurstöðu en hver hún verður treystir enginn sér til að segja um, skrifar Sigrim Davíðsdóttir frá Haag. NYR hafnarvörður er sestur við stýrið í Grundarfjarðarhöfn. Það er Hafsteinn Garðarsson. Haf- steinn hefur verið skipstjóri um margra ára skeið á fiskiskipum sem hafa verið gerð út frá Grund- arfirði. Hér má sjá Hafstein Garð- NÓTASKIPIÐ Ingunn AK verður væntanlega afhent um mánaða- mótin, að sögn Sveins Sturlaugs- sonar, útgerðarstjóra Haraldar Böðvarssonar hf. á Akranesi, en ASMAR-skipasmíðastöðin í Chile óskaði eftir að íslenska áhöfnin kæmi til Talchouano í byrjun næstu viku og fer hún héðan á mánudag. Fyrst var gert ráð fyrir að Har- aldur Böðvarsson hf. fengi skipið í apríl sem leið en afhending hefur dregist. Síðsumars var ákveðið að lengja skipið um 7,20 metra og er arsson (lengst til vinstri) asamt tveimur forverum sínum, þeim Elís Guðjónssyni sem var hafnar- vörður í mörg ár ásamt Rósant Egilssyni er starfaði með Elís og var einnig hafnarvörður um nokkurt skeið. það nú 72,90 metra langt og 12,60 metra breitt. Burðargeta þess er líka meiri en upphaflega var gert ráð fyrir, en það getur borið allt að 2.000 tonn af afla. Þegar breytingin var ákveðin var gert ráð fyrir að Ingunn AK yrði afhent HB hf. 15. nóvember nk., en ASMAR greiðir verulegar dagsektir til Haraldar Böðvarsson- ar hf. vegna allra þeirra tafa sem orðið hafa á afhendingu skipsins. Einnig tekur ASMAR á sig megin- hluta kostnaðar við lengingu skips- ins. STAÐAN er óljós og verður svo þar til á síðustu klukkustundunum,11 segir Siv Friðleifsdóttir umhverfisráð- herra en hún fer fyrir sendinefnd ís- lands á þingi Sameinuðu þjóðanna í Haag um loftslagsmál. Vaxandi áhyggjur vegna andstæðra sjónar- miða, einkum sjónarmiða Regnhlífar- hópsins annars vegar, þar sem Is- lendingar og Bandaríkjamenn eru, og Evrópusambandsins hins vegar, eru farnar að setja mark sitt á ráðstefn- una. Auk þess hafa þróunarlöndin sig mjögíframmi. Taugatitringurinn í ráðstefnuhöll- inni er næstum áþreifanlegur. Blaða- mannafundur Frank Loy, formanns bandarísku sendinefndarinnar, í gær fékk snöggan endi er ung kona kast- aði rjómaköku framan í formanninn. Hann lét sér þó ekki bregða, heldur undirstrikaði nauðsyn þess að tala saman áður en hann afsakaði sig og fór fram til að skipta um föt. Fyrr um daginn hafði um 20 manna hópur óskipulagðra samtaka stormað inn í stóra þingsalinn og rutt um borðum, auk þess sem nokkrir úr hópnum höfðu komið sér fyrir á stein- steypubitum í rjáfri ráðstefnumið- stöðvarinnar í Haag. Hópurinn mætti á blaðamannafund Jan Pronk, um- hverfisráðherra Hollendinga, en lét sér nægja yfirlýsingar, tók ekki boði um að ræða málin, heldur lýsti frati á ráðstefnuna og umræður þar. Tónninn á ráðstefnunni í gær var í vaxandi mæli örvæntingartónn um að ekki náist samkomulag, sem sýni óyggjandi viðleitni til að draga úr loftmengun. Jan Pronk sagði að mót- mæli væru aðeins til þess fallin að tefja starfið og skapa andrúmsloft, sem þau lönd, er sem minnst vildu gera, gætu notað sem afsökun fyr-ir því að draga sig út úr viðræðunum. I gærkvöldi stýrði Pronk svo fundi, þar sem ráðherramir fóru yfir stöðu mála. Islendingar í hópnum sem litinn er hornauga I gær héldu ráðherrar áfram að kynna afstöðu landa sinna, en Siv Friðleifsdóttir talaði í fyrradag. Helstu átökin standa milli Bandaríkj- anna annars vegar og ESB hins veg- ar. Bandaríkin eiga sér dygga banda- menn í Kanadamönnum ogÁströlum, en í þessum hópi eru líka Islendingar. Ekki er um að ræða formlegan hóp, heldur aðeins óformlegan og gengur hann undir heitinu Regnhlífarhópur- inn. Þessum hópi og þá einkum Banda- ríkjunum er kennt um hversu illa gengur að ná samkomulagi í erfiðustu málunum. Þótt deilumálin séu mörg er það einkum binding lofttegunda í trjám, sem er í sviðsljósinu og eins hversu sveigjanlegt kerfið um losun- arkvóta eigi að vera. ESB stendur á því fastar en fótun- um að hvert land eigi að gera sem mest til að draga úr mengun heima fyrir. Því eigi ekki að leggja of mikla áherslu á framseljanlega kvóta milli landa. Dominque Voynet, umhverfis- málaráðherra Frakka, benti á að löndin þinguðu í Haag til að reyna að draga úr losun mengunarvaldandi lofttegunda, ekki til að finna smugur framhjá aðgerðum. Tillit til efnahagslífsins og einkageirans Það er einmitt sú afstaða Banda- ríkjanna að gera eigi sem auðveldast að færa kvóta milli landa og smjúga þannig fram hjá aðgerðum heima fyr- ir, sem fer ákaflega í taugar ESB- ríkjanna. Allt, sem lítur út fyrir að vera viðleitni til að finna undanþágur, er tekið illa upp. Af þessum ástæðum leggur íslenska sendinefndin ríka áherslu á að íslendingar séu öldungis ekki að búa til smugur fram hjá los- unarmörkum með sínum séráhuga- málum, sem er að tekið verði tillit til stærðar hagkerfa þegar losun er ann- ars vegar. En það eru ekki aðeins eldheit um- hverfisverndarsamtök, sem hafa hom í síðu Regnhlífarhópsins. í fréttaflutningi fjölmiðla af ráðstefn- unni er það almennt áberandi að sjón- armið ESB njóta mun meiri samúðar en sjónarmið Regnhlífarhópsins. Forsendur Bandaríkjamanna og hörðustu stuðningsmanna þeirra eru að það þýði ekki að gera samninga um harðar efndir Kyoto-bókunarinn- ar, því það muni þá þýða umtalsverð- an kostnað fyrir efnahagslífið og á því hafi enginn áhuga. Það megi einfald- lega ekki kosta of mikið að framfylgja bókuninni. Mikilvægt sé að fá stuðn- ing einkageirans við framkvæmd bókunarinnar og sá stuðningur fáist ekki ef hún þýði miklar kostnaðar- byrðar fyrir hann. Önnur hlið tillits til einkageirans og þátttöku hans eru sameiginlegar framkvæmdir í þróunariöndunum. Þær miðast að því að þróunarhjálp gangi skýrt út á að styðja löndin ekki aðeins tO þróunar, heldur til um- hverfisvænnar þróunar. Annars er ljóst að taki þróunarlöndin upp sömu umhverfisstefnu og hefur ríkt í iðn- ríkjunum á vaxtarskeiði þeirra und- anfama áratugi, stefnir í enn frekari skelfingu á sviði loftmengunar. Þetta góða markmið dregur eng- inn í efa. Það fylgii- því líka mikil hvatning fyrir iðnríkin til að fjárfesta í umhverfisvænum verkefnum í þró- unarlöndunum. Fyrir þróunarlöndin er hvatning að vera með, bæði tU að fá stuðning en einnig til að fá forskot á þróunarlöndin í að taka upp ýmsar tækninýjungar. í stað þess að flytja til þróunar- landanna gamlar verksmiðjur og tæki, sem bæði eni úr sér gengin og uppfylla ekki nýjustu kröfur á sviði umhverfismála, eiga þróunarlöndin einmitt að fá það nýjasta og besta á þessu sviði. Mörg umhverfissamtök óttast hins vegar að Bandaríkin og önnur lönd, sem liggja undir grun um að vUja fara yfir þar sem gerðið er lægst í umhverfísmálum, muni nota þennan þátt bókunarinnar til að kom- ast undan aðgerðum heima fyrir. Þróunarlöndin hafa einnig lagt á það áherslu að þau bíði margvíslegt tjón af ioftmengun iðnríkjanna, sem eigi þá að bæta þeim það. Olíufyrir- tækin undirstrika að verði dregið úr olíunotkun vegna ákvæða Kyoto-bók- unarinnar bitni það á afkomu þeirra og það tap verði þá að bæta þeim. Þróunarlöndin hafa lagt á það eindregna áherslu að þessi mál verði leyst á skýran hátt. I gær lagði Regn- hlífarhópurinn fram tillögu á þessu sviði, en Siv Friðleifsdóttir umhverf- isráðherra segir enn of snemmt að segja fyrir um hverjar móttökumar verði. Þótt stöðugt sé verið að ræða einstök mál verði ekkert ljóst fyrr en í lokin. Málin hangi öll saman og því verði allt gert upp í einum rykk á lokasprettinum. „Það er búið að vinna svo mikið og svo lengi að því að ná samkomulagi að þótt ekkert sé úti- lokað, held ég það sé ólíklegt að menn fari heim án samkomulags," segh- Siv. „Það væri einfaldlega of mikill ósigur." Ingunn AK væntanlega afhent um mánaðamótin Áhöfnin fer til Chile á mánudag

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.